Fara í efni

Sveitarstjórn

149. fundur 28. maí 2013 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson vararitari, Stefán Ármannsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð. og Björgvin Helgason.


Laufey Jóhannsdóttir  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

 

1.   1304004F - Sveitarstjórn - 148


LJ gerði grein fyrir að Hjörtur Hans Kolsöe skipulags- og byggingarfulltrúi
hefur látið af störfum og eru honum þökkuð vel unnin störf fyrir
Hvalfjarðarsveit. Lagði fram minnisblað varðandi auglýsingar og
fyrirkomulag vegna skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa en um er að
ræða tímabilsbundið fyrirkomulag. Fundargerðin framlögð


2.   1305002F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 24


LJ lagði til að samþykkja afgreiðslurnar. SAF fór yfir efnisatriði
fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð


2.1.  1305020 - Akrakot. Óskað eftir stækkun lóðar


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

2.2.  1305031 - Skálatangi ósk um niðurrif


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.3.  1305021 - Norðurál. Flokkunarstöð, Framkvæmdaleyfi.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.4.  1305033 - Melar Vélageymsla


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


3.   1305027 - 2. sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.


SSJ lagði til að vísa fundargerðinni til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Fundargerðin framlögð


4.   1305026 - 35. fundur fjölskyldunefndar.


Tillaga 1. Liðveisla, fyrir íbúa Herdísarholts. Samþykkt að hámarksfjöldi
liðveislutíma verði 4 klst. í viku fyrir hvern einstakling.
Ennfremur samþykkt að liðveitendur skili dagbók mánaðarlega til
félagmálastjóra um verkefni mánaðarins.
Tillagan samþykkt samhljóða 6-0


Tillaga 2. Liðveisla, hámarks akstur í liðveislu fatlaðra íbúa í
Hvalfjarðarsveit. Samþykkt að greiða 210 km á mánuði fyrir hvern
einstakling.
Tillagan samþykkt samhljóða 6-0


Tillaga 3. Nýting Hvalfjarðarsveitar á Skagastöðum, virknimiðstöð
Vinnumálastofnunar og Akranesbæjar.
Samþykkt að nýta boð Akranesbæjar fyrir ungmenni í Hvalfjarðarsveit
sem hafa ekki rétt á atvinnuleysisbótum, greiða skal kr. 36.000 á mánuði
fyrir hvern einstakling.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


HHJ gerði grein fyrir lið 3, Skagastaðir.
HHJ lýsir sig vanhæfa til þess að fjalla um tillögu 1 og 2 og víkur af fundi
undir lið 1 og 2.
SAF ræddi fram komnar tillögur og lagði til að breyta orðalagi tillögunnar
úr Herdísarholti í Hvalfjarðarsveit.
Fundargerðin framlögð.
HHJ tekur aftur þátt í fundinum


5.   1211014 - Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.


A) vinnufundur sveitarstjórnar 22. maí 2013. B) áhugi á lagningu og/eða
rekstur Ljósleiðaranets, svör bárust frá Mílu, Rafteymi, Gagnaveitu
Reykjavíkur og eMax.


LJ ræddi undirbúning verkefnisins og fram komnar tillögur. Lagði fram
viðbótartillögu undir E lið, viðbót D liður.

Tillaga A) Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, á grundvelli fyrri
samþykktar sveitarstjórnar frá 23. apríl um ljósleiðaravæðingu að miða
skuli tengingar íbúðarhúsa við fasta búsetu og lögheimili íbúa þann 23.
apríl 2013.


Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ SAF HHJ ÁH.
HV BH SÁ greiða atkvæði gegn tillögunni.

Tillaga B) Samþykkt var að þeir íbúar sem óska eftir tengingu íbúðarhúsa
með fasta búsetu og lögheimili eftir 23. apríl og óska eftir tengingu við
ljósleiðara greiði raunkostnað við framkvæmd tenginga auk
mánaðargjalds.


Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ SAF HHJ ÁH.
HV BH SÁ greiða atkvæði gegn tillögunni.
HV gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Tillaga C) Kostnaður við jarðvinnu og tengingar sumarhúss greiðist af
sumarhúseigenda sjálfum. Heimtaug skal lögð skv. fyrirmælum
sveitarfélagsins frá sumarhúsi að tengipunkti við stofnæð.
Ljósleiðarheimtaugin verður frágengin að fullu inn fyrir húsvegg á kostnað
sumarhúsaeigenda. Lagnir eru í eigu sveitarfélagsins.
Að auki greiðist mánaðargjald kr 2.375 á mánuði án/ vsk eða 2.980 m/
vsk.
HV ræddi lagnir í sumarhúsahverfin. SAF svaraði fram kominni fyrirspurn.
Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ SAF HHJ ÁH.
HV BH SÁ sitja hjá við afgreiðsluna.


Tillaga D) Kostnaður við jarðvinnu og tengingar greiðist af fyrirtækjum.
Heimtaug skal lögð skv. fyrirmælum sveitarfélagsins frá fyrirtæki að
tengipunkti við stofnæð. Ljósleiðarheimtaugin verður frágengin að fullu inn
fyrir húsvegg á kostnað fyrirtækja.
Að auki greiðist mánaðargjald kr 2.375 á mánuði án/ vsk eða 2.980 m/
vsk

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


E) Endurstaðfesting sveitarstjórnar á samþykktum frá 22. janúar 2013.

a) Íbúahús/íbúðir; mánaðargjald verði kr 2.375 á mánuði án/ vsk eða
2.980 m/ vsk. Miðað skal við að gjaldskráin gildi fyrir íbúðarhús/íbúð (skv
skipulagi) í Hvalfjarðarsveit og skuldbinding í 2 ár.
HV setur fyrirvara um mánaðargjald, gerði grein fyrir atkvæði sínu. SSJ
svaraði fram komnum fyrirspurnum SAF svaraði fram komnum
fyrirspurnum. BH ræddi fram komnar tillögur.


Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ SAF HHJ ÁH.
HV BH SÁ sitja hjá við afgreiðsluna.


b) Sumarhús; mánaðargjald verði kr 2.375 á mánuði án/ vsk eða 2.980 m/
vsk.


c) Fyrirtæki; Kostnaður við jarðvinnu og tengingar greiðist af
fyrirtækjunum sjálfum auk mánaðargjalds.


D) Í öllum tilfellum er miðað við að fyrir liggi fyrir samkomulag við
viðkomandi landeiganda og að fullt samráð verði haft við hann varðandi
lagnaleiðir. Gera skal ráð fyrir að fjarskiptafélag fái að leggja
ljósleiðaralagnir um land viðkomandi landeiganda.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


B) Áhugasamir aðilar sem óska eftir að koma að lagningu og eða rekstri
ljósleiðaranets. Mila, Rafteymi, Gagnaveita Reykjavíkur og eMax sendu
inn upplýsinga


LJ fór yfir að nú þegar hefur verið fundað með þremur af þessum aðilum
og síðasti fundur er fyrirhugaður næsta fimmtudag.
HV ræddi fram komnar tillögur og fyrirspurnir. Ræddi hugmyndir að bjóða
þeim fjórum fyrirtækjum sem sendu inn hugmyndir að sitja
kynningarfundinn 29. maí. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum og
ábendingum. SAF ræddi tillögurnar sem fyrir liggja td. varðandi
áskriftargjald sumarhúsa. Lagði til að taka út skilyrði fyrir föstu árgjaldi.


Erindið framlagt.


6.   1305041 - Tónlistarskólinn, fagnefnd.


Kosning áheyrnarfulltrúa, sjá erindi frá fjölskyldustofu Akraneskaupstaðar.

LJ gerði grein fyrir fundi sem haldinn var 21. maí í fjölskylduráði. SSJ
lagði til að Ása Helgadóttir verði áheyrnarfulltrúi þegar fjallað er um mál
Tónlistarskóla Akraness. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


7.   1305043 - Beiðni um fjármagn vegna girðingar framkvæmdar við Heiðarskóla (nýr landshluti úr Leirárlandi)


Erindi frá umsjónarmanni fasteigna Hvalfjarðarsveitar.


LJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja með bókun; Sveitarstjórn
samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 509.700 kr
samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. stjórnsýslulaga nr. 138/2011.
Kostnaðarauka skal mætt með fjárveitingu af fjárhagsliðnum óviss útgjöld
5971-2185. HV ræddi fram koma kostnaðaráætlun. Tillagan samþykkt
samhljóða 7-0. SSJ svaraði fram kominni fyrirspurn. SAF spurðist fyrir
varðandi næsta lið. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillaga um
framkvæmd við girðingar samþykkt samhljóða 7-0.


8.   1305048 - Kaffiveitingar 17. júní 2013.


Erindi frá kvenfélaginu Lilju, dagsett 23. maí, 2013.


SSJ ræddi fram komið erindi. Lagði til að samþykkja að styrkja erindið um
100 þúsund kr. og fjármögnun komi af liðnum menningarmál. Tillagan
samþykkt samhljóða 7-0


9.   1305047 - Uppsögn Hannessínu Ásgeirsdóttur, sem aðalmaður í
barnaverndarnefnd Borgarbyggðar.


Kosning aðalmanns í barnaverndarnefnd Borgarbyggðar.


SSJ ræddi erindið og lagði til að Halldóra Halla Jónsdóttir verði
aðalmaður. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


10.   1305040 - Ársreikningur 2012, Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.


Ársreikningurinn liggur frammi.


Erindið framlagt


11.   1305042 - 26. - 28. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og
dvalarheimilis.


Fundargerðirnar framlagðar

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00 .

Efni síðunnar