Sveitarstjórn
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður og Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. HHK sat fundinn fram yfir lið 12 og 13. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.
HHK vék af fundi kl. 19.00
1. 1301002F - Sveitarstjórn - 141
Fundargerðin framlögð
2. 1301029 - 12. og 13. fundur starfshóps um ljósleiðaravæðingu.
LJ fór yfir fundargerðirnar og stöðu verkefnisins, undirbúningsvinnu sem fram fer varðandi næstu skref. HV ræddi erindið og að skoða etv. að sveitarstjórn fundi með Milu. SAF ræddi erindið og fundi með fulltrúum Mílu, Símans og Póst og fjarskiptastofnun. AH ræddi erindið og spurðist fyrir varðandi ráðgjöf við verkið. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. LJ svaraði fram komnum fyrirspunum. Fundargerðirnar framlagðar.
3. 1302009 - 33. fundargerð fjölskyldunefndar.
HHJ ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Afgreiðsla á lið 1. sjá lið 7 í fundargerðinni mál 1302026. Fundargerðin framlögð
4. 1302022 - 8. fundur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.
SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð
5. 1302023 - 97. fundur fræðslu- og skólanefndar.
ÁH fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Færði Söru M. Ólafsdóttur starfsmanni Skýjaborgar þakkir fyrir vel unnin störf en hún lætur af störfum innan tíðar. HHK lagð fram minnisblað varðandi lið 12, sparkvöllur
við Heiðarskóla. SAF hrósaði góðri upplýsingagjöf skólans til foreldra við leik- og grunnskóla. AH ræddi efnisatriðin og tók undir þakkir til Söru Margrétar fyrir vel unnin störf. Ræddi sparkvöll og stöðuna á verkinu. HHK svaraði fram konum fyrirspurnum. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ ræddi lið 3 og að fela fræðslu- og skólanefnd að koma með breytingartillögu. ÁH ræddi erindið. SÁ ræddi lög um almenningsbókasöfn. LJ ræddi lög um almenningsbókasöfn og mun skila samantekt um málið á næsta fundi. ÁH ræddi lög um almenningsbókasöfn. Tillaga um að vísa lið 3 í fundargerðinni, varðandi erindisbréf, til nefndarinnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð. SÁ ræddi fundargerðir og fundi í USN nefnd en síðasti fundur var 17. desember. SAF svaraði fram kominni fyrirspurn.
6. 1211054 - Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélags og augl. um ritun fundargerða.
Drög af samþykktum, samræmd við skapalón frá IRR.
LJ ræddi drögin. óskaði eftir að sveitarstjórn sendi inn skriflegar ábendingar. Lagði til að vísa fram komnum drögum til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. SÁ ræddi hvort nefnd um endurskoðun reglnanna væri til. AH ræddi hvort fyrirhugað væri að halda íbúaþing. Tillaga um að vísa drögunum til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt 7-0.
7. 1302026 - Reglur um sérstakar húsaleigubætur í Hvalfjarðarsveit.
Drög.
HHJ ræddi reglurnar. Lagði til að samþykkja reglurnar. Tillagan samþykkt 7-0.
8. 1301023 - Varðandi samþykkt um hundahald í Hvalfjarðasveit.
Drög af samþykkt.
LJ fór yfir helstu breytingar á samþykktinni og lagði til að vísa þeim umsagnar hundaeftirlitsmanns og til síðari umræðu á næsta fundi. SÁ ræddi lið k) og hundaeign á lögbýlum og hluta á lögbýlum. SAF ræddi fram komnar breytingar og að textinn verði yfirfarinn, ræddi örmerkingar. HV ræddi hundahald í sumarhúsalöndum og deiliskipulagsskilmála. Lagði til að vísa erindinu til umsagnar hjá landbúnaðarnefnd. SSJ lagði til að vísa erindinu til kynningar í landbúnaðarnefnd. Tillagan samþykkt 7-0. Tillaga um að vísa drögunum til síðari umræðu. Tillagan samþykkt 7-0.
9. 1302025 - Beiðni um lækkun á fasteignagjöldum fyrir aldraða.
Erindi frá Kristjáni Jóhannessyni, dagsett 6. febrúar 2013.
SSJ fram eftirfarandi bókun; Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu þar sem reglur um afslætti á fasteignagjöldum eru nú þegar reiknaðar og
afgreiddar á yfirstandandi ári. AH ræddi hvort ekki væri hægt fyrir næstu álagningu að reikna út áhrif á afslætti líkt og fram kemur hjá bréfritara. SAF ræddi ábendingar AH og að nú þegar eru tekjutengdir afslættir á fasteignagjöldum með reglum sem sveitarstjórn hefur samþykkt. Bókunin samþykkt 7-0.
10. 1302018 - Afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum.
Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 29. janúar 2013.
LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja erindið, innheimta að upphæð 63.202 hefur ekki borið árangur og gjaldendur eru allir fluttir úr landi. Tillagan samþykkt 7-0.
11. 1302028 - Uppbygging reiðvega í Hvalfjarðarsveit. Reiðvegur við Kúludalsá.
Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur, dagsett 31. janúar 2013.
SSJ ræddi erindið. SÁ ræddi reiðvegalagningu og upplýsingar um hvaða leið er verið að ræða. Sveitarstjórn óskar eftir upplýsingum um kostnaðar- og framkvæmdaáætlun, framkvæmdaaðila og nánari upplýsingar um reiðvegalagningu. Tillagan samþykkt 7-0.
12. 1301027 - Sala og kaup á landspildum í landi Leirár
Sala á landi til Latona Asset Management ehf. og kaup á landi frá Ásgeiri Kristinssyni og Önnu Leif Elídóttur.
LJ fór yfir sölu og kauptilboðin að upphæð 5.000.000 kr. Lagði til að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð frá Latona Assets Management ehf og lagði til að Hvalfjarðarsveit festi kaup á spildu úr landi Leirár. Heildarstærð lands er 30.232 fm, jafn stórar spildur. HV gerði athugasemd við framkvæmd landssölunnar og kaup á landi. SSJ ræddi fram komnar athugasemdir. SAF ræddi erindið lagði til að samþykkja erindið. HV ræddi erindið. SÁ ræddi erindið og tók undir með HV varðandi upplýsingar. ÁH ræddi erindið og benti á að fyrirvari væri um samþykki sveitarstjórnar. AH ræddi erindið og ferlið. Spurðist fyrir varðandi lögfræðiálit, landsskipti og þinglýsta kvöð. HV. spurðist fyrir varðandi hvaða liðir eru undir í umræðunni, ræddi skólasamfélagið og landsskipti og skipulagsmál. ÁH ræddi sölu skólahúsnæðisins. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi sölumeðferð, söluferlið og sölu skólans. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi framkvæmd landssölunnar. SAF ræddi framkvæmd og undirbúning á sölu lands og að til bóta væri að um sölu og kaup væri að ræða en makaskipti. SÁ ræddi sölu lands og framkvæmdina. AH ræddi sölu lausamuna, lögfræðiálit og söluna almennt. HV óskar eftir fundarhléi fyrir hönd E lista. Tillagan samþykkt. Að afloknu fundarhléi. Tillaga um sölu lands til Latona samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá; SÁ, AH og HV og kaup lands af Ásgeiri Kristinssyni og Önnu Leif Elídóttur samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá; SÁ, AH og HV
13. 1302008 - Skipting lands úr landi Leirá lnr. 133774, tengt breytingum á skipulagi Heiðarskóla.
Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa.
HHK fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá; SÁ, AH og HV.
14. 1302007 - Hvalfjarðarsveit. Stofnun 2. lóða við Skólastíg 2 og 3.
Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa.
HHK fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá; SÁ, AH og HV
15. 1211058 - Sala eigna, eldra skólahús Heiðarskóla við Skólastíg.
Kauptilboð frá Fasteignamiðlun Vesturlands ehf., fyrir hönd Latona Asset Managment ehf., undirritað af Jóhannesi Árnasyni fyrir hönd Latona.
LJ fór yfir kauptilboðið sem er að upphæð kr. 47.000.000. Gerði grein fyrir að farið hefur verið yfir öll málsskjöl með fasteignasala, lögmanni og fjármálastjóra. Lagði til við sveitarstjórn að samþykkja fram komið tilboð í eignina. Benti á að óska eftir forkaupsrétti að húsinu komi til þess að Latona Asset Management ehf selji húsið. SAF ræddi erindið og lagði til að samþykkja erindið og lagði áherslu á að fá forkaupsrétt. Tillaga um kauptilboðið samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá; SÁ, AH og HV.
16. 1210045 - Skráning reiðleiða - kortasjá.
Bókun USN nefndar frá 17. fundi, er eftirfarandi: Nefndin veltir því upp hvort erindið gæti fallið undir reiðvegasjóð sveitarfélagsins.
LJ fór yfir erindið. SÁ lagði til að taka fjármuni úr reiðvegasjóði Hvalfjarðarsveitar. SSJ ræddi erindið og lagði til að erindinu verði hafnað. SAF ræddi erindið og reiðvegagerð og lagði til að vísa erindinu í styrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar. HV ræddi erindið og samþykkir að vísa erindinu í styrktarsjóðinn. SSJ dregur tillögu sína til baka. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
17. 1205032 - Niðurfelling vega af vegaskrá. Vegur í Hagamelshverfi.
Erindi frá Vegagerðinni, dagsett 1. febrúar 2013.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ítrekar að ástand vegarins er mjög ábótavant, malbiksrönd er orðin mjög slitin og vegkantar signir. Ekki verður fallist á að taka við veginum í slíku ásigkomulagi. HV ræddi erindið og benti á veginn að Eiðisvatni. Bókun samþykkt samhljóða 7-0.
18. 1302015 - Til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 449. mál.
Frá Alþingi, 4. febrúar 2013. Þegar sent til sveitarstjórnar.
Erindið framlagt.
19. 1302016 - Til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 204. mál.
Frá Alþingi, 4. febrúar 2013. Þegar sent til sveitarstjórnar.
Erindið framlagt
20. 1302003 - Uppbygging á ljósleiðarneti.
Frá Vodafone, dagsett 17. janúar 2013.
SAF fór yfir erindið sem fjallar um þjónustu sem Vodafone býður á ljósleiðarakerfum. Erindið framlagt
21. 1302011 - Til umsagnar frumvarp til laga um sjúkraskrá (aðgangsheimildir), 497. mál.
Frá Alþingi, 25. janúar 2013. Þegar sent til form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt
22. 1302012 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014, 458. mál.
Frá Alþingi, 24. janúar 2013. Þegar sent til form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt
23. 1302013 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu- heilbrigðisáætlun til ársins 2020. 470. mál.
Frá Alþingi, 24. janúar 2013. Þegar sent til form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt
24. 1302014 - Til umsagnar frumvarp til laga um barnalög (stefnandi barnsfaðernismál), 323. mál.
Frá Alþingi, 31. janúar 2013. Þegar sent til form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt
25. 1302017 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál.
Frá Alþingi, 4. febrúar 2013. Þegar sent form. USN og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Erindið framlagt
26. 1302027 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða Íslandi, 84. mál.
Frá Alþingi, dagsett 7. febrúar 2013. Þegar sent form. USN nefndar og
skipulags- og byggingarfulltrúa.
Erindið framlagt
27. 1302024 - 12. fundur nefndar um nýja fjallskilasamþykkt.
A) fundargerð B) drög af fjallskilasamþykkt, liggur frammi sjá, http://hvalfjardarsveit.is/frettir/nr/136963/
A) fundargerðin framlögð. B) drög framlögð.
28. 1302005 - 94. fundur stjórnar SSV, 24. janúar 2013.
Fundargerðin framlögð.
29. 1302010 - 24. stjórnarfundur hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.
SAF ræddi fundargerðina og framkvæmdir á vegum Vatnsveitufélagsins. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum.
Fundargerðin framlögð.
30. 1302020 - 20. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin framlögð
31. 1302021 - 803. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Liggur frammi. Sjá á slóð http://www.samband.is/media/fundargerdir-stjornar/fundargerd_803.pdf
Fundargerðin framlögð
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.40 .