Fara í efni

Sveitarstjórn

140. fundur 08. janúar 2013 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari og Björgvin Helgason 1. varamaður.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka liði 8 fyrst á dagskrá. Samþykkt. Aðalbókari (EJ) sat fundinn undir lið 8. Skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 2. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

 

1. 1212001F - Sveitarstjórn - 139


Sveitarstjóri fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð

2. 1212003F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 18

HHK fór yfir fundargerðina. LJ fór yfir svarbréf til AH varðandi lið 2 í fundargerðinni. SAF fór yfir bókun í lið 2, bókun varðandi fráveitumál. BH ræddi fundarritun sb. lið 1211030. LJ ræddi fundarritun að staðarnöfn komi fram. Fundargerðin framlögð.


2.1. 1202051 - Deiliskipulag, athafna, hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga - vestursvæði.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi skilmálum um fráveitumál sé bætt við skilmála deiliskipulagsins: Öllum fyrirtækjum á deiliskipulagssvæðinu verður gert að veita skólpi í rotþrær að teknu tilliti til stærðar og starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Ofanvatni verður veitt til sjávar með aðallögn og að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan samþykkt samhljóða 4-0. BH SÁ og HV sitja hjá við afgreiðsluna.


2.2. 1211037 - Gandheimar stofnun lóðar


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.3. 1210034 - Kalastaðir, stofnun lóðar.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.4. 1211055 - Samningur um eignarhald og skiptingu sameignar milli eigenda jarðarinnar Litla-Botns í Hvalfjarðarsveit.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


3. 1212007 - 95. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Frestað á 139. fundi sveitarstjórnar.


ÁH fór yfir erindið. SAF ræddi tillöguna og að farið væri eftir útreikningum um barngildi. Tillaga að viðmiðum um útreikning barngilda/stöðugilda í leikskólanum og afgreiðsla undanþágubeiðna. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


4. 1102017 - Mannauðsstefna.


Mannauðsstefna DRÖG.


Sveitarstjóri fór yfir helstu atriði stefnunnar. HV ræddi hvort stefnan hafi fengið kynningu í nefndum. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH gerði grein fyrir að stefnan hafi ekki fengið kynningu í fræðslu- og skólanefnd. SAF fagnaði drögunum. Tillaga um að vísa stefnunni til kynningar í fastanefndum á vegum sveitarfélagsins. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


5. 1211025 - Land undir gagnaver og annan léttan umhverfisvænan iðnað í landi Eystra-Miðfells og Kalastaðakots.


Samantekt sveitarstjóra.


Sveitarstjóri fór yfir erindið. SSJ ræddi erindið og tekur undir bókun USN nefndar að málsaðilar kynni málið fyrir íbúum Hvalfjarðarsveitar. SAF ræddi erindið. HV ræddi erindið og bendir á bókun USN nefndar. SSJ ræddi erindið og leggur til að Borealis kynni erindið fyrir íbúum Hvalfjarðarsveitar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


6. 1301001 - Alifuglabúið Fögrubrekku - Eigendaskipti og framlenging starfsleyfis til 1/7/13.


Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dagsett 2. janúar 2013.


SSJ ræddi erindið. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd og fellst á að veita leyfið í 6 mán. Tillagan samþykkt 7-0.


7. 1211058 - Sala eigna


Tilboð frá Fasteignamiðlun Vesturlands fyrir Latona Asset Management í eldra skólahúsnæði Heiðarskóla.

 

Sveitarstjóri óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi, felur sveitarstjórn sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og afla frekari upplýsinga til samræmis við umræðu í fundarhléi. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


8. 1301003 - Rekstraryfirlit janúar - nóvember 2012.


EJ fór yfir yfirlitið. Erindið framlagt.


9. 1212036 - Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk jöfnunarsjóðs), 291. mál.


Frá Alþingi, dagsett 7. desember 2012. Þegar sent sveitarstjórn,

fjármálastjóra og aðalbókara Hvalfjarðarsveitar. A) Frumvarpið. B) Umsögn um frumvarpið frá Hvalfjarðarsveit og 4 öðrum sveitarfélögum.

Sveitarstjóri fór yfir erindið. HV ræddi og lagði til að veita sveitarstjóra heimild til þess að vinna áfram að málinu með sveitarfélögunum fimm. SAF ræddi erindið og tekur undir að veita heimildina. Ræddi flutning málefna aldraðra og fatlaðra frá riki til sveitarfélaga. Fundarhlé, að afloknu hléi. Bókun; Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vill benda Alþingi á að til siðs er að afgreiða ekki mál fyrr en athugasemdafrestur er liðinn. Einnig bendir sveitarstjórn á að á sínum tíma samþykktu öll sveitarfélög í landinu að taka við málefnum grunnskólans. Nú hefur ríkið breytt ákveðnum forsendum þess samkomulags gagnvart sumum sveitarfélögum landsins og ekki öðrum. Það hlýtur að hafa áhrif á vilja sveitarfélaga til að taka að sér frekari verkefni frá ríkinu í framtíðinni. Bókunin samþykkt samhljóða 7-0.

10. 1212016 - Kauptilboð í hlutabréf í Hótel Borgarnesi.


Afsal fyrir hlut í hlutafélaginu.


Erindið framlagt


11. 1212040 - Lagabreytingar sem snerta sveitarfélögin.


Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. desember. Þegar sent oddvita, skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.


Erindið framlagt.


12. 1212035 - Til umsagnar frumvarp til laga um gatnagerðargjald (framlenging gjaldtökuheimildar), 290. mál.


Frá Alþingi, dagsett 7. desember 2012. Þegar sent skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.

Erindið framlagt


13. 1212006 - Úttekt á brunavörnum á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga.


Afgreiðsla frá fundi bæjarráðs Akraness.

 

Lagt fram.


14. 1209046 - Stjórnsýslukæra Guðmundar Ágústs Gunnarssonar.


Tilkynning frá innanríkisráðuneytinu að fyrirsjáanlegt er að vegna mikilla anna í ráðuneytinu mun uppkvaðning úrskurðar tefjast.


Erindið framlagt


15. 1211047 - Athugasemdir við deiliskipulag, athafna-, hafnar- og iðnaðarsvæðis á Grundartanga, Vestursvæðis.

Bréf frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur dagsett 10. desember 2012.


SSJ lagði til að fela sveitarstjóra, oddvita og formanni USN nefnd að funda með bréfritara. Tillagan samþykkt samhljóða.

16. 1212042 - 104. fundur Faxaflóahafna sf.


HV spurðist fyrir um lið 7. samstarf við LBHÍ. SSJ svaraði fram kominni fyrirspurn. Fundargerðin framlögð


17. 1212034 - 19. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

Fundargerðin framlögð


18. 1212039 - 71. fundur Menningarráðs Vesturlands.


Fundargerðin framlögð


19. 1212044 - 802. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin liggur frammi. Sjá á slóð www.samband.is/media/fundargerdir-stjornar/fundargerd_802.pdf


Fundargerðin framlögð


20. 1301004 - 110. og 111. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.


Fundargerðirnar framlagðar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.12 .

Efni síðunnar