Sveitarstjórn
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Birna María Antonsdóttir vararitari, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður og Stefán Ármannsson aðalmaður.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka liði 11 og 21. fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða.
Launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ) undir lið 11 og 21 og skipulags- og byggingarfulltrúi undir lið 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.
1. 1204001F - Sveitarstjórn - 125
Fundargerðin framlögð. HV spurðist fyrir varðandi fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og hvort fulltrúi Hvalfjarðarsveitar hefði mætt á fundinn.
2. 1204004F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 10
HHK gerði grein fyrir fundargerðinni. SAF gerði grein fyrir fundi með Umhverfisstofnun varðandi lið 4, samráð varðandi starfsleyfi Kratusar.
2.1. 1106039 - Stekkjarholt, deiliskipulag frístundabyggðar
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.2. 1204024 - Litla-Fellsöxl, umsókn um byggingarleyfi
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
3. 1204027 - 82. fundur fræðslu- og skólanefndar.
BMA gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar. AH ræddi efnisatriði og lýsti ánægju með aukna opnun Heiðarborgar, ræddi siðareglur starfsmanna. samráðsnefnd sameiningar. SAF ræddi siðareglur starfsmanna skóla.
4. 1204026 - 1. sameiginlegi fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.
HV spurðist fyrir um hver fylgi eftir því sem fram kemur í fundargerðinni. BMA svaraði að æskulýðsfulltrúi sé starfsmaður ráðsins og fylgi verkefnum nefndarinnar eftir.
5. 1204025 - Fundir kjörstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Fundargerðir frá 10. 13. og 14. apríl 2012.
Bókun L og H lista
Skoðanakönnun þessi var framkvæmd í kjölfar þess að undirskriftalista með undirskriftum kosningabærs íbúa barst sveitarstjórn.
Í upplýsingarit sem sent var út með könnuninni kom fram að gerð var krafa um 50% þátttöku og að meira en 20% munur væri á vinsælustu nöfnunum til þess að könnunin teldist marktæk
Sendir voru út 471 seðill af þeim bárust 11 til baka frá Íslandspósti með bókun um að móttakandi hafi verið „óþekktur eða farinn“. Þýði könnunarinnar eru því 460
(471—11=460). Samkvæmt úrskurði kjörstjórnar voru gildir seðlar voru 229. Það telst vera 49,78% þátttaka. Námundað í heila tölu telst það vera 50%
(229 / 460 = 0,497826 49,78% ≈ 50%) Ennfremur bárust 12 svör of seint (um 2,5% útsendra miða)
Svör í könnuninni teljast afgerandi
Í lið a. nafn á sameinaðan leik og grunnskóla reyndust 130 af 229 vilja að að skólinn nefndist Heiðarskóli, og telst það marktækur munur.
Í lið b. nafn grunnskólasviðs völdu 199 af 229 nafnið Heiðarskóli og telst það marktækur munur.
Í lið c. nafn leikskólasviðs völdu 208 af 229 nafnið Skýjaborg.
Þar sem niðurstöður í öllum liðum geta talist afgerandi og þátttaka í skoðanakönnuninni er um 50% leggja L og H listi til að úrslit hennar standi þannig að sameinaður leik- og grunnskóli beri nafnið Heiðarskóli, grunnskólasvið beri nafnið Heiðarskóli og leikskólasvið beri nafnið Skýjaborg.
SAF BMA ÁH SSJ.
Allir fulltrúar í sveitarstjórn ræddu erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
Fundargerðirnar eru framlagðar.
6. 1204033 - 27. fundur fjölskyldunefndar.
SAF ræddi lið 5 og lagði til að samþykkja erindið. SÁ, ÁH LJ og SAF ræddu fram komnar hugmyndir. Tillaga um að fela sveitarstjórna að kanna möguleika á að færa 100 þús. kr. á milli liða. Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0.
Fundargerðin framlögð.
7. 1204038 - 5. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
Fundargerðin framlögð.
8. 1204013 - Skipan varðandi ljósleiðaramál.
Erindisbréf starfshóps um framkvæmd ljósleiðaravæðingar.
SAF ræddi erindisbréfið lagði til að bæta við texta í erindisbréf starfshópsins við kafla II;
Að ráðleggja sveitarstjórn um mál er varða skipulag verkefnisins.
Tillaga um erindisbréfið samþykkt samhljóða 7-0 með áorðnum breytingum.
Tilnefning í starfshóp:
Tillaga um að í starfshópnum sitji;
Sævar Ari Finnbogason L-lista, Hlynur Guðmundsson H-lista og Ásgeir Kristinsson E-lista.
Varamenn. Ása Helgadóttir H lista Arnheiður Hjörleifsdóttir E lista.
Tillagan samþykkt samhljóða.
SAF gerði grein fyrir að starfshópurinn getur gert breytingar á erindisbréfinu telji hann að þess gerist þörf.
9. 1204028 - Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 11. maí 2012.
Umboð á aðalfund Faxaflóahafna.
SSJ lagði til að Ása Helgadóttir fari með umboð á aðalfundi Faxaflóahafna. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
10. 1204029 - Styrkumsóknir í styrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar.
Umsóknir.
Umsóknarfresti lauk þann 15. apríl sl. Alls bárust 14 umsóknir og eru eftirfarandi;
Ásta Marý Stefánsdóttir tónleikahald í Saurbæjarkirkju 70.000
UÍH Fótboltatreyjur 118.000
Starfsmannafél. Hvalf Félagsstarf 150.000
Firmakeppni Dreyra. Firmakeppni. 1. maí 50.000
Dreyri námskeið og ferð. 120.000
Dreyri undirbúningur v. Landsmóts. 50.000
Björn Fálki Valsson Skilti v húsdýragarðs 94.061
ÍA karfa þjálfun
Ómar Smári Hjólabók 40.000
Samúel og Heiðrún- Menningarviti Tónleikahald 250.000
Leikfélagið Sunnan Skarðsheiða. Leikverk- rekstur leikfélagsins 1.000.000
Snorrastofa. Rekstur 1.000.000
Kirkjukór Saurbæjarprestakalls. Tónleikahald 150.000
Nemendur í 10. bekk. Ferðastyrkur vegna Danmerkurferðar 150.000
Sveitarstjórn samþykkir að veita eftirfarandi styrki;
Firmakeppni Dreyra. Firmakeppni. Samþykkt 10 þús.
Dreyri undirbúningur og ferð á Landsmót. Samþykkt 30 þús.
HV lagði til að veita Dreyra v. Landsmót 35 þús. BMA lagði til 25 þús. til sama máls.
SÁ lýsti sig sig vanhæfan vegna ofangreindra styrkbeiðna þar sem hann er umsækjandi og faðir eins styrkbeiðenda.
Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. SÁ tekur aftur sæti á fundinum.
SÁ situr hjá við afgreiðslu erindis IA.
UÍH. Fótboltatreyjur. Samþykkt 60 þús.
Starfsmannafél. Hvalf. félagsstarf. Samþykkt 75 þús.
Samúel og Heiðrún- Menningarviti. Tónleikahald. Samþykkt 100 þús.
Leikfélagið Sunnan Skarðsheiðar. Leikverk- rekstur leikfélagsins Samþykkt 150 þús.
Snorrastofa. Rekstur. Samþykkt 200 þús.
Kirkjukór Saurbæjarprestakalls tónleikahald. Samþykkt 75 þús.
Nemendur í 10. bekk. Ferðastyrkur vegna Danmerkurferðar. Samþykkt 10.000 kr. á nemanda í ferðinni.
SAF ræddi fram komnar tillögur og lagði til að hafna erindi kirkjukórs og gæta samræmis í úthlutun og að Menningarviti og Leikfélagið fá þeirra framlög. SAF dregur tillöguna til baka.
11. 1204040 - Fyrirspurnir um kostnað og sameiningar leik- og grunnskóla.
Fyrirspurn frá E-lista. Svör lögð fram á fundinum.
KHÓ fór yfir svör bæði varðandi ársreiknings og sameiningar leik- og grunnskóla. HV spurðist fyrir varðandi heimasíðugerð og nafnasamkeppni. KHÓ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Erindið framlagt.
12. 1204035 - Tillaga frá E-lista, íbúaþing.
Undirrituð leggja til að Hvalfjarðarsveit standi fyrir íbúaþingi um helstu málefni sveitarfélagsins, þar sem íbúar fá tækifæri til að koma að sínum hugmyndum og ábendingum um þróun samfélagsins til lengri og skemmri tíma. Þannig verði skapaður vettvangur fyrir gagnvirka þátttöku íbúa og mun sú vinna og niðurstöðu hennar verða mikilvægur grunnur til framtíðarstefnumótunar sveitarfélagsins.
AH ræddi fram komna tillögu og framkvæmd varðandi íbúaþing. SAF ræddi fram komna hugmynd og að fela sveitarstjóra að halda utan um erindið og kanna kostnað. LJ lagði til að fresta afgreiðslu á tillögunni en fela sveitarstjóra að kanna kostnað við að halda íbúaþing. AH tók undir að fela sveitarstjóra að kanna kostnað og útfærslur varðandi íbúaþing, einnig að vísa tillögunni til umfjöllunar í samþykktarhópnum.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
13. 1204039 - Umræðu og upplýsingafundur.
Erindi frá Akraneskaupstað, dagsett 16. apríl 2012.
SSJ lagði til að formaður USN nefndar verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
14. 1204041 - Umgangur búfjár í landi Hafnarsels.
Erindi frá Halldóri Stefánssyni, dagsett 17. apríl 2012.
Oddviti gerði grein fyrir erindinu lagði til að oddvita og sveitarstjóra verði falið að funda með málsaðilum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
15. 1204030 - 97. fundur Faxaflóahafna sf.
Fundargerðin framlögð.
16. 1204036 - 9. og 10. fundargerð um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta.
Fundargerðirnar framlagðar.
17. 1204043 - Fyrirspurnir E-lista varðandi ársreikning Hvalfjarðarsveitar. Óskað eftir útskýringum.
Svör frá fjármálastjóra lögð fram á fundinum.
KHÓ fór yfir erindið. AH spurðist fyrir varðandi snjómokstur og verðkönnun á snjómokstri. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HHK svaraði fyrirspunum varðandi snjómokstur. Erindið framlagt.
18. 1204022 - Lögfræðileg álitsgerð vegna ábyrgðar sveitarfélagsins vegna rekstrar og skuldbindinga Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf., frá Pacta.
Frá Lögheimtunni Pacta, dagsett 12. apríl 2012. Áður sent sveitarstjórn.
Lagt fram.
19. 1204023 - Kjörskrárstofnar vegna forsetakosninga 30. júní 2012.
Frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 3. apríl 2012.
Lagt fram.
20. 1204031 - Íbúaskrá 1. desember 2011.
Frá Þjóðskrá Íslands. Íbúaskráin liggur frammi.
Lagt fram.
21. 1204042 - Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga 2011.
Skýrslan liggur frammi.
Skýrslan framlögð. Jafnframt vísað til kynningar í USN nefnd.
22. 1204044 - Samantekt frá fundi með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar og Akraness varðandi tónlistarnám í Hvalfjarðarsveit.
Varðandi möguleika á aukinni tónlistarkennslu í Hvalfjarðarsveit.
LJ gerði grein fyrir fundinum og fundarefnið. SAF ræddi tónlistarnám. AH lýsti ánægju með erindið og lagði áherslu á tónlistarkennslu í Hvalfjarðarsveit. SÁ vék af fundi kl. 19.53.
Lagt fram.
23. 1204045 - Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar 2012.
LJ ræddi aðalfundarboðið og þær tillögur um lagabreytingar sem lagt er til á aðalfundi og borist hafa. Ekki fylgdi rökstuðningur vegna tillögu um lagabreytingar.
SSJ gerði grein fyrir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í stjórninni standi að tillögu um lagabreytingar og gerði grein fyrir viðræðum sínum.
SAF ræddi aðalfundarboðið og tillögur um lagabreytingar sem lagt er til á aðalfundi. LJ ræddi lögfræðiálitið sem unnið hefur verið fyrir Hvalfjarðarsveit og lagði til að óska eftir rökstuðningi við vegna lagabreytinga sem stjórn leggur til á aðalfundi. HV ræddi eignaraðild að Hitaveitufélaginu og lagnaframkvæmdir við Geitaberg, Þórisstaði og Leirársveit. SSJ ræddi lagningu hitaveitu meðal annars í Leirársveit og víðar. SAF ræddi stöðu stjórnarmanns í stjórn Hitaveitufélagsins. Ræddi nýtingu vatnsins og möguleika sveitarfélagsins að selja hlut sveitarfélagsins í félaginu. BMA ræddi stefnu hitaveitunnar og þær lagabreytingar sem lagt er til á aðalfundi og hag sveitarfélagsins með þessum breytingum. SSJ gerði grein fyrir sjónarmiðum varðandi lagabreytingarnar og viðræðum við stjórnarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar í Hitaveitufélaginu. ÁH ræddi ábyrgð sveitarfélagsins á Hitaveitufélaginu.
SSJ lagði fram tillögu um að óska eftir rökstuðningi vegna lagabreytinga sem stjórn Hitaveitufélagsins leggur til á aðalfundi félagsins þann 27. apríl 2012. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ SAF BMA ÁH. HV og AH sitja hjá við afgreiðsluna. HV gerði grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann er eigandi og varamaður í stjórn.
Oddviti fer með umboð á aðalfundi.
24. 1204037 - Vegna skýrslu um umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga f. árið 2011 frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.
Skýrsla sem send var til Elkem Íslandi ehf. og Norðurál Grundartanga ehf. af Ragnheiði Þorgrímsdóttur.
AH óskaði eftir að erindið fari til USN nefndar. Erindið hefur verið sent til nefndarinnar.
Lagt fram.
Fleira gerðist ekki. Fundið slitið kl. 21.07
Fundargerðin upp lesin og samþykkt.