Sveitarstjórn
Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Björgvin Helgason.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Að auki sat sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð. Dagskrárbreyting, bréfritari í máli 1111038 hefur óskað eftir að draga erindið til baka. Liður 22. í áður sendri dagskrá fellur niður. Aðrir liðir færast upp sem því nemur.
1. 1110002F - Sveitarstjórn - 116
Sveitarstjóri gerði grein fyrir lið 12. umsækjendur um starf skipulags- og byggingarfulltrúa. Fundargerðin framlögð.
2. 1110009F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 2
AH ræddi lið 5. framkvæmdasjóður ferðamannastaða, ræddi umsóknir í sjóðinn. Sveitarstjóri og SAF ræddu lið 5. Fundargerðin framlögð.
2.1. 1110079 - Staða skipulags- og byggingarfulltrúa
SAF lagði fram bókun sveitarstjórnar; Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar í umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd taki þátt í ráðningarferlinu nú, þegar búið er að forvinna umsóknir og taka fyrstu viðtölin. Nefndarfólki, ásamt sveitarstjóra og oddvita, sé falið að ljúka ferlinu og móta tillögu til sveitarstjórnar um ráðningu skipulags- og byggingarfulltrúa. Tillagan er samþykkt 7-0.
3. 1104023 - Hitaveituvæðing kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.
Fundargerð frá 15. nóvember, ásamt bréfi frá Leirárskógum ehf. dagsett 9. október 2011.
ÁH fór yfir fundargerðina og benti á að það vantaði einn afgreiðslulið í fundargerðina: Beiðni vegna sérfræðiþjónustu kr. 350 þúsund vantar í fundargerðina. Sveitarstjóri lagði til að starfshópurinn sendi erindið inn til sveitarstjórnar til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar. AH ræddi fundargerðina og óskaði eftir samantekt á stöðu verkefnisins sbr.
erindisbréf hópsins og velti upp möguleikum á stuðningi við þá sem alls ekki geta tengst hitaveitum. SAF fór yfir verkefnið og ræddi samantekt og mögulegan stuðning. SSJ ræddi erindið. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH SAF og sveitarstjóri ræddu framkvæmdir og fjárhagsáætlun. SSJ lagði til að fram komnu erindi starfshópsins verði vísað til afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.Tillagan er samþykkt 7-0. Fundargerðin framlögð.
4. 1111034 - Vinnunefnd um forvarnarstefnu, 16. nóvember 2011.
SÁ ræddi fundarritun. Fundargerðin framlögð.
5. 1111035 - 1. fundur stýrihóps um skólastefnu 2012-2015.
Fundargerðin framlögð.
6. 1111036 - 2. fundur stýrihóps um skólastefnu 2012-2015.
BMA ræddi vinnu við endurskoðun skólastefnu. Fundargerðin framlögð.
7. 1111037 - 3. fundur stýrihóps um skólastefnu 2012-2015.
BMA ræddi vinnu við endurskoðun skólastefnu. SÁ ræddi fundarritun. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi endurskoðun skólastefnu. Fundargerðin framlögð.
8. 1110035 - Fjárhagsáætlun 2012
Gögnum dreift á fundinum.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á frumvarpinu og ræddi liði ss; viðhaldsáætlun, framlög til stjórnmálaflokka, rekstur leik og grunnskóla, rekstur félagsheimila, laun sveitarstjórnar kostnað vegna málaferla og fl. Lagði til að fram komnum breytingum verði vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlunar. SAF ræddi fram komnar tillögur ss. útleigu og kostnað af félagsheimilum. AH ræddi hugmyndir varðandi útleigu á félagsheimilum. SAF ræddi erindið. ÁH þakkaði upplýsingar varðandi fjárhagsáætlun og ræddi möguleika á útleigu. Tillaga um að fram komnum breytingartillögum verði vísað til afgreiðslu við síðari umræðu á fjárhagsáætlun samþykkt 7-0.
9. 1111030 - Útleiga á rekstri félagsheimila
Tillaga um að kanna möguleika á að auglýsa eftir rekstraraðilum til þess að sjá um rekstur Miðgarðs og Fannahlíðar.
Sveitarstjóri fór yfir erindið. Tillaga um að vísa erindinu til afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
10. 1111022 - Styrkur til Ungmennasambands Borgarfjarðar.
Erindi frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar, dagsett 3. nóvember 2011.
Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun sveitarstjórnar; Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
11. 1111020 - Beiðni um styrk.
Erindi frá kvenfélaginu Lilju, dagsett 8. nóvember 2011.
SÁ, SAF og AH ræddu styrkveitingar. AH ræddi fram komna tillögu. SSJ lagði til að fyrri hluti styrkbeiðninnar vegna rekstrarstyrks verði vísað í sama farveg og aðrar styrkveitingar. BMA ræddi fram komið erindi. SAF ræddi erindið og lagði til að erindinu verði hafnað og lagði til eftirfarandi; Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. SÁ og BH lögðu til að erindinu verði frestað og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara og afla nánari upplýsinga fyrir næsta fund. AH ræddi erindið og styður tillögu BH. SAF dregur tillögu sína til baka. Tillaga BH og SÁ samþykkt samhljóða 7-0.
12. 1111024 - Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2012.
Erindi frá Stígamótum.
Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
13. 1110026 - Tillaga til sveitarstjórnar frá stjórn Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.
Drög að samningi.
SAF ræddi samningsdrögin og lagði til að samþykkja samninginn. AH ræddi samningsdrögin og lýsti ánægju með að fá safn í sveitarfélagið. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillaga um fundarhlé. Samþykkt. Að afloknu fundarhléi, tillaga um að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
14. 1111013 - Erindisbréf nefnda
Frestað af 116. fundi sveitarstjórnar. Gögn áður send.
Áður frestað, SAF fór yfir leiðréttingar. Erindisbréf menningar- og atvinnuþróunarnefndar, fjölskyldunefndar, fræðslu- og skólanefndar og umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefndar, samþykkt samhljóða 7-0.
15. 1111021 - Alifuglabúið Fögrubrekku - útgáfa starfsleyfis.
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dagsett 7. nóvember 2011.
SSJ ræddi erindið. Tillaga um að samþykkja starfsleyfið til 6 mánaða. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
16. 1111023 - Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2012.
Erindi frá Snorraverkefninu, dagsett 7. nóvember 2011.
Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
17. 1111026 - Skólavogin, tilkynning til sveitarfélaga um nýjan samstarfsaðila vegna skólavogar.
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. nóvember 2011.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir að fjármunir til verkefnisins eru í fjárlagafrumvarpinu. Lagt fram.
18. 1111031 - Ísland atvinnuhættir og menning. Erindi frá útgáfufyrirtækinu Sagaz.
Þátttaka og skráning á Hvalfjarðarsveit í bókinni Ísland atvinnuhættir og menning og skráning netupplýsinga.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindinu. Tillaga um að taka þátt í verkefninu með vefáskrift. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
19. 1111027 - Hugmynd af samkomulagi til verndar börnum.
Erindi frá Blátt áfram forvarnarverkefni, dagsett 15. nóvember 2011. Áður sent.
Sveitarstjóri lagði til að erindinu verði vísað til nánari skoðunar sveitarstjóra, formanns fjölskyldunefndar og formanns fræðslu- og skólanefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
20. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði- breyting
Bréf Skipulagsstofnunar dagsett 9. nóvember 2011. Athugasemdir vegna
auglýsingar í B deild.
Sveitarstjóri fór yfir erindið. Erindinu frestað. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
21. 1111032 - Beiðni um styrk til áframhaldandi starfs Leikfélagsins.
Beiðni frá Leikfélaginu sunnan Skarðsheiðar, dagsett 15. nóvember 2011.
Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
22. 1111016 - Óskað eftir umsögn um framkomin drög að nýrri skipulagsreglugerð.
Erindi frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 7. nóvember 2011. Þegar sent formanni umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar og skipulags- og byggingafulltrúa.
Lagt fram.
23. 1111017 - Öryggi barna hjá dagforeldrum: Framkvæmd reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.
Erindi frá velferðarráðuneytinu dagsett 1. nóvember 2011. Þegar sent formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.
24. 1111025 - Fundir með fulltrúum Norðuráls og Elkem
Samantekt frá fundum með fyrirtækjunum og minnisblað til FVA.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með forsvarsmönnum fyrirtækjanna og bæjarstjóra Akraness. Lagt fram.
25. 1111028 - 9. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin framlögð.
26. 1111029 - Fundargerð samstarfsnefndar aðildarfélaga Huggarðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin framlögð.
27. 1111033 - 92. fundur Faxaflóahafna.
Fundargerðin framlögð.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:30