Sveitarstjórn
Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Að auki sátu fundinn launa- og fjármálafulltrúi undir lið 7 fjárhagsáætlun 2012 og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. 1110001F - Sveitarstjórn - 115
AH spurðist fyrir um fundargerð frá starfhópi varðandi mótun forvarnarstefnu. Fundargerðin framlögð.
2. 1110003F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 1
Fundargerðin framlögð.
2.1. 1110074 - Nefndarmál
Erindið lagt fram.
2.2. 1110072 - Erindisbréf Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar
Erindið lagt fram.
2.3. 1109051 - Minnisblað um flæði- og kerbrotagryfjur á Grundartanga.
Erindið lagt fram.
2.4. 1106039 - Kalastaðakot deiliskipulag frístundabyggðar
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
2.5. 1109056 - Höfn Skipting lands
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
2.6. 1110004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 1
Lagt fram
2.7. 1106042 - Eyrarás, frístundahús
Lagt fram
2.8. 1109060 - Hjallholt 41, frístundahús
Lagt fram
2.9. 1110071 - Kúhalli 9 viðbygging
Lagt fram
2.10. 1110075 - Tangavegur 7 nýtt hús
Lagt fram
2.11. 1106038 - Kalastaðir, umsókn um styrk vatnsveitu.
SAF vakti athygli á að hámarksstyrkur skv. reglum er 250 þús kr. og leiðréttist hér með. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
2.12. 1110023 - Tillaga um bætta aðkomu og ásýnd Melahverfis.
Lagt fram.
2.13. 1110016 - Tillaga um skilti.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
2.14. 1110073 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
3. 1111001 - 24. fundur fjölskyldunefndar.
Sveitarstjóri gerði gein fyrir að varaformaður og ritari megi vera sami nefndarmaður. HV benti á að kjósa þurfi varamann í Barnaverndarnefnd Borgarfj. og Dala. Lagði til að Stefán Ármannsson verði varamaður. Aðrar tilnefningar voru ekki og telst SÁ rétt kjörinn varamaður. Fundargerðin framlögð.
4. 1111002 - 44. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu við nýbygginguna. Fundargerðin framlögð.
5. 1111015 - 76. fundur fræðslu- og skólanefndar
A) Fundargerð. B) Erindisbréf. Sjá erindisbréf nefnda. C) Íþróttastyrkir.
BMA fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. AH ræddi varamann skólastjóra á fundunum, tónlistarkennslu, skólavog og reglur varðandi styrkveitingar. Sveitarstjóri lagði til við nefndina að skoða þátttöku í skólavoginni. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum.
A) Fundargerðin framlögð.
B) Erindisbréf, sjá liður 11 á dagskrá 116. fundi sveitarstjórnar mál 1111013.
C) Viðmiðunarreglur vegna styrkveitinga. Ábending um lagfæringu orðalags í samræmi við umræður á fundinum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
D) Liður 7 undanþága vegna lágmarksaldurs við innritun á leikskóla. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
6. 1111014 - 1. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2012.
Fundargerðin framlögð.
7. 1110035 - Fjárhagsáætlun 2012
A)Fyrri umræða um fjárhagsáætlun ársins 2012. B) Svar við fyrirspurn frá 115. fundi, áhrif breytingar á álagningarprósentu fasteignagjalda í A-flokki.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar og fór yfir helstu lykiltölur. Þakkaði starfsfólki skrifstofunnar undirbúning og lagði til að frumvarpinu verði vísað til síðari umræðu og afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 13. desember. ÁH ræddi fjárhagsætlun og viðhaldsáætlun. SAF ræddi viðhaldsáætlun og sölu eigna. HV ræddi áætlunina, viðhaldsáætlun og álögur ss fasteignagjöld. ÁH ræddi áætlunina og sölu eigna. AH áætlunina ræddi vinnuskóla, opnunartíma sundlaugar, benti á að skoða útboð á rekstri félagsheimila. KHÓ svaraðir fram komnum fyrirspurnum. SÁ þakkaði starfsfólki fyrir vel unnin gögn og spurðist fyrir varðandi reiðvegi. HV ræddi framsetningu talna í fjárhagsáætlun. Sveitarstjóri lagði til að vísa umvarpinu til síðari umræðu og afgreiðslu á sveitarstjórnarfundi þann 13. desember. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
8. 1111008 - Gjaldskrá (tillaga) fyrir heilbrigðis- mengunarvarna- og matvælaeftirlit á Vesturlandi.
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dagsett 2. nóvember 2011.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
9. 1111007 - Endurskoðun fjárhagsáætlun 2011 og fjárhagsáætlun 2012.
Frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
A) Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Tillagan samþykkt með fyrirvara um samþykki allra aðildarsveitarfélaga. B) Fjárhagsáætlun 2012. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
10. 1110076 - Ljósleiðari
L og H listi leggja til að gengið verði að tilboði EFLU verkfræðistofu um frumhönnun og kostnaðarmat vegna ljósleiðaralagningar í Hvalfjarðarsveit, dags. 3. nóvember 2011, kr. 570.000 án vsk. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist þegar í stað og verði lokið snemma í janúar 2012.
SAF ræddi frumhönnun og kostnaðarmat. AH spurðist fyrir um skýrslu Eflu um frumúttekt á framtíðarlausnum á nettengingum í Hvalfjarðarsveit. Lagði áherslu á mikilvægi þess að bjóða upp á bestu mögulegu lausnir í Hvalfjarðarsveit. Spurði um eftirfarandi atriði: Er þetta örugglega rétta leiðin? Hvaða aðrar útfærslur eru í boði? Tengsl við fjarskiptaáætlun? Framkvæmdahraða og kostnað annarra sveitarfélaga í sambærilegum verkefnum? Íbúafund og jafnvel íbúakosningu? SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH og SAF tóku aftur til máls varðandi möguleika á ljósleiðaravæðingu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
11. 1111013 - Erindisbréf nefnda
Frá fræðslu- og skólanefnd, fjölskyldunefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd og menningar- og atvinnuþróunarnefnd.
SAF gerði grein fyrir erindisbréfum sem öll hafa fengið umfjöllun í viðeigandi nefndum Hvalfjarðarsveitar.
A) Fræðslu- og skólanefnd. BMA lagði til breytingu á lið II 1 að sviðsstjóri komi í stað deildarstjóri. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
B) Fjölskyldunefnd. BMA benti á að uppfæra þarf lagatilvitnanir m. v. ný sveitarstjórnarlög. AH benti á lið kafla 4 í 5 málsgrein.
Gert var 5 mín fundarhlé.
C) Umhverfis- skipulags- og byggingarnefnd. Frestað.
D) Menningar- og atvinnuþróunarnefnd. Frestað.
SSJ lagði til að draga afgreiðslur til baka og lagði til að erindinu verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
12. 1110079 - Staða skipulags- og byggingarfulltrúa
29. manns sóttu um stöðuna og er búið að birta nöfnin á vef Hvalfjarðarsveitar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir að umsækjendur eru 29 og að auki ein umsókn sem send var rafrænt og kom ekki fram fyrr en 7. nóv. Alls eru umsækjendur 30. Sveitarstjóri fór yfir næstu skref. HV ræddi fram komna hugmynd að auk sveitarstjóra formanns umhverfis- skipulags og byggingarnefndar verði varaformaður og oddviti sem fari yfir umsóknirnar.
SAF ræddi fram komna tillögu. AH ræddi útfærslu varðandi viðtöl og næstu skref. SAF fór yfir fyrirkomulag. Tillaga um að það fyrirkomulag sem rætt var á fundinum verði við umsóknarferlið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
13. 1111012 - Vegna nýbyggingar grunnskóla.
Viðbætur.
Sveitarstjóri fór yfir erindið.
A) Flóðahætta, erindinu vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Tillagan um ráðast í gerð ræsis samþykkt samhljóða 7-0.
B) Beiðni skólastjóra um fjölgun salerna í verkgreinaálmu. BMA ræddi fram komnar tillögur og lagði til að ráðast í framkvæmdir við salerni. ÁH ræddi sömu mál. AH ræddi forsögu hönnunar skólans. BMA ræddi fram komnar ábendingar. Lagði til að ráðast í breytingar og fjármögnun vísað í fjárhagsáætlun ársins 2012. SÁ ræddi fram komnar tillögur og tók undir till BMA og lagði áherslu á að ekki verði ráðist í framkvæmdir nema nauðsyn beri til. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. AH situr hjá við afgreiðsluna
14. 1108010 - Kæra vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga.
Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr IRR11080006.
SAF ræddi erindið. Lagt fram.
15. 1110073 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.
Erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett 21. október 2011. Þegar sent í umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd.
Áður afgreitt. Liður 2. 10 í fundargerð umhverfis- skipulags- og byggingarnefndar. Sævar Ari Finnbogason verður fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í vatnasvæðisnefnd.
16. 1111003 - Samþykkt frá aðalfundi fulltrúarráðs EBÍ.
Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dagsett 20. október 2011.
Lagt fram
17. 1110070 - Frumvarp til breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Erindi frá Umhverfisráðuneytinu, dagsett 20. október 2011. Þegar sent form. umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Lagt fram
18. 1111010 - Landsskipulagsstefna 2012-2024.
Frá Skipulagsstofnun, dagsett 25. október 2011.
SAF lagði til að formaður umhverfis- skipulags- og byggingarnefndar verði skráður í nefndina.Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
19. 1110069 - 8. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin framlögð.
20. 1111004 - 790. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin framlögð.
21. 1111005 - Fundargerð samráðsfundar, 14. október 2011.
Fundargerð stjórnar sambandsins og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Fundargerðin framlögð.
22. 1111006 - Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga 2011.
Fundargerðin framlögð.
23. 1111009 - 101. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Fundargerðin framlögð.
24. 1111011 - 42. aðalfundur SSV.
Fundargerðin framlögð.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:20