Sveitarstjórn
Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Leitaði afbrigða að taka lið 10. rekstaryfirlit 1.jan. -31. ágúst 2011, sem fyrsta mál á dagskrá, samþykkt samhljóða. SSJ ræddi dagskrárbreytingu, beiðni E lista um að taka saman til afgreiðslu 12. 15. og 24 undir einum lið; fjárhagsáætlun.
HV og AH ræddu beiðni um að taka saman til afgreiðslu umrædda liði. SAF lagði til að taka hverja tillögu fyrir sig í samfelldri röð.
SSJ ræddi að taka hverja tillögu fyrir sig. HV ræddi upplýsingar varðandi álögur. Tillaga um að taka tillögur saman til afgreiðslu samþykktir eru HV AH SÁ gegn tillögu greiða atkæði SSJ BMA SAF og ÁH. Tillagan er felld.
Að auki sátu fundinn skipulags- og byggingafulltrúi undir lið 2 og 7. Launa- og fjármálafulltrúi sem sat undir lið 10. auk sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.
1. 1108002F - Sveitarstjórn - 113
Sveitarstjóri greindi frá námskeiði fyrir sveitarstjórnarmenn í Hvalfjarðarsveit og Kjós þann 27. október nk. Fundargerðin framlögð.
2. 1109001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 110
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar. AH spurðist fyrir varðandi skilti og merkingar. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fram komnum fyrirspurnum. Sveitarstjóri ræddi hættuleg gatnamót við Grundatangaveg og skilti. ÁH ræddi sama mál.
Fundargerðin samþykkt samhljóða 7-0.
2.1. 1109002 - Herdísarholt framkvæmdaleyfi
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
2.2. 1104004 - Brekka breyting á deiliskipulagi
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
2.3. 1106039 - Kalastaðakot deiliskipulag frístundabyggðar
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
2.4. 1109061 - Kúludalsá 4a-4b-4c-4d-4e breytt notkun lóða
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
3. 1109027 - 43. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla.
Sveitarstjóri ræddi stöðu á verkefninu. AH ræddi athugasemdir sem fram hafa komið varðandi frágang húsnæðis. Sveitarstjóri svaraði fyrirspurnum. ÁH ræddi frágang við ræsi. Fundargerðin framlögð.
4. 1104023 - Hitavæðing kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.
6. fundur starfshóps um heitaveituvæðingu kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit, ásamt bréfi til Leirárskóga ehf.
ÁH ræddi efnistariðin. Fundargerðin framlögð.
5. 1109054 - 4. fundur Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.
SAF ræddi efnistariðin. Fundargerðin framlögð.
6. 1109055 - 5. fundur Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.
SAF ræddi efnistariðin. Fundargerðin framlögð.
7. 1109017 - 63. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar. Dreifði gögnum varðandi lið 6. flokkun úrgangs og greindi frá fyrirhuguðum kynningarfundi varðandi sorpflokkun þann 24. okt. nk.
AH ræddi Staðardagskrá 21. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH ræddi lið 6. varðandi flokkun. SAF lagði til að eftirfarandi úr lið 2; "nefndin telur það nauðsynlegt að gera þurfi heildarmat á þolmörkum Grundartangasvæðisins meða annars mtt. mengunar á svæðinu" og lið 4. verði vísað til umvherfis og skipulagsnefndar. Tillaga varðandi lið 2 samþykkt með öllum greiddum atkvæðum 7-0. Tillaga varðandi lið 4 endurskoðun á staðardagskrá 21 samþykkt með öllum greiddum atkvæðum 7-0. Tillaga varðandi lið 11; fulltrúi á umhverfisþing samþykkt með öllum greiddum atkvæðum 7-0.
Fundargerðin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum 7-0.
AH ræddi lið 11 og fulltrúa á málþing varðandi sjálfbærni og umhverfisþing.
8. 1110013 - 73. og 74. fundur fræðslu- og skólanefndar.
Fundargerðirnar framlagaðar.
9. 1110025 - 75. fundargerð fræðslu- og skólanefndar.
Ásamt erindum frá skólastjóra og tillaga um frían aðgang í Heiðarborg. Heilsuefling í skammdeginu.
BMA fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar. AH ræddi efnisatriði ss tónlistarkennslu, breytingu á skipuriti og óskaði eftir upplýsingum varðand kostnað, ræddi aðgang að Heiðarborg og íbúafund varðandi skólamál. SAF ræddi innheimtu á aðgangseyri í Heiðarborg. BMA og sveitarstjóri svöruðu fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi opnun á sundlauginni að Hlöðum. BMA ræddi fram komnar fyrirspurnir.
Tillögur;
A) liður 6. aukið starfshlutfall vegna fjölgunar yngstu barna á leikskóla. Samþykkt samhljóða 7-0.
B) liður 7. Þróunartillaga á skipuriti skólans. Samþykkt samhljóða 7-0
C) liður 8, skipun í stýrihóp vegna endurskoðunar skólastefnu. Samþykkt 7-0. Bókun AH; Vek athygli á að kalla eftir fulltrúa frá foreldrasamfélaginu.
D) Tillaga AH SÁ HV.Aðgangur að þreksal og sundlaug Heiðarborgar og sundlaug að Hlöðum verði án endurgjalds í tilraunaskyni út þetta skólaár í Heiðarborg og í 3 mánuði á Hlöðum, eða á meðan rekstraraðili hefur opið þar. Samþykkir eru AH SÁ HV. Atkvæði gegn tillögunni greiða SSJ BMA ÁH SAF. Tillagan er felld.
E) breytingartillaga frá BMA; Að orðin "íbúum og starfsmönnum Hvalfjarðarsveitar" falli út úr tillögu fræðslu- og skólanefndar. Tillagan samþykkt með atkvæðum; SSJ BMA SAF og ÁH. HV AH SÁ sitja hjá við afgreiðsluna.
F) tillaga fræðslu og skólanefndar varðandi heilsueflingu liður 9 í fundargerðinni með áorðnum breytingum. Tillagan er samþykkt með atkvæðum SSJ BMA SAF og ÁH. HV AH SÁ sitja hjá við afgreiðsluna.
10. 1110020 - Rekstraryfirlit 1/1-31/8 2011 og efnahagsyfirlit pr. 31/8 2011.
KHÓ fór yfir rekstararyfirlit. Rekstraryfirlit samþykkt samhljóða 7-0.
11. 1109028 - Fjárrekstur yfir sumarbústaðlóðir undir Hafnarfjalli
Erindi frá Sigurði V. Ásbjarnarsyni, dagsett 15. september 2011.
Sveitarstjóri fór yfir erindið og gerði grein fyrir minnisblaði lögmanns Pacta varðandi erindið. Þar kemur fram að sveitarfélagið sé ekki málsaðili beint að þessu máli sb. minnisblað dagsett 4. október sl.
Niðurstaða Hvalfjarðarsveitar er að sveitarfélagið beri ekki ábyrgð eða sé skylt að finna lausn þess ágreinings sem er á milli málsaðila.
ÁH HV SAF ÁH og SÁ ræddu erindið.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfritara á grundvelli umræðu á fundinum og minnisblaðs lögmanns. Tillagan
samþykkt samhljóða 7-0.
12. 1110014 - Tillaga um lækkun útsvars.
L og H listi leggja til við sveitarstjórn að álagningarstig útsvars á tekjur ársins 2012 verði færð niður að lögbundnu lámarki 12,44%. Við það bætist 1,2% vegna tilfærslu á þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
SSJ ræddi fram komna tillögu og lagði til að hún verði samþykkt. HV SAF AH ræddu fram komna tillögu. Breytingartillaga E-lista: því miður hafnaði meirihluti Hvalfjarðarsveitar því að taka umræðu um álagningarprósentu frá listunum saman í einn dagskrárlið í tengslum við fjárhagsáætlun, sbr. umræður í upphafi fundar. Sameiginlegur vilji sveitarstjórnarfólks í Hvalfjarðarsveit er engu að síður augljóslega sá að lækka álögur á íbúa sveitarfélagsins, og svigrúm er til þess samkvæmt útreikningum. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarveitar þann 14.12.2010 bókuðum við m.a. eftirfarandi: ,,Við teljum það t.d. raunhæfan og spennandi kost að lækka útsvar í Hvalfjarðarsveit, jafnvel strax við næstu fjárhagsáætlunargerð". Í ljósi þessa og góðrar afkomu Hvalfjarðarsveitar leggjum við til lægsta mögulega útsvar í Hvalfjarðarsveit, eða 11,24%. Við það bætist 1,2% vegna tilfærslu á þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hallfreður, Arnheiður og Stefán.
SSJ lagði til breytingartillögu við tillögu L og H lista að taka út orðin lögbundnu lámarki. Tillagan samþykkt með atkvæðum SSJ BMA SAF og ÁH. HV SÁ og AH sitja hjá við afgreiðsluna.
Breytingartillaga E lista samþykkir eru HV SÁ og AH atkvæði gegn tillögunni greiða SSJ BMA SAF og ÁH.
Tillaga L og H lista um að álagningarstig útsvars verði 12.44% auk 1.2% vegna tilfærslu á málefnum fatlaðra. Samþykkir tillögunni eru SSJ BMA ÁH og SAF. HV og SÁ sitja hjá við afgreiðsluna AH greiðir atkvæði gegn tillögunni. Tillagan er samþykkt.
13. 1110015 - Tillaga um umbætur á bókasafni sveitarfélagsins.
A)L og H listi leggja til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir 1,5 milljón í fjárhagsáætlun til umbóta á bókasafni sveitarfélagsins. Fjárhæðin myndi skiptast þannig að 500.000 færi í að skrá og yfirfara bókakost safnsins og ein milljón í að efla það. B)Aukið starfshlutfall á bókasafni árið 2012.
BMA ræddi fram komnar tillögur og lagði til að þær verði samþykktar. AH ræddi fram komna tillögu. HV spurðist fyrir varðandi skráningu bókakosts sveitarfélagsins. Sveitarstjóri og BMA svöruðu fram komnum fyrirspurnum.
AH ræddi tillöguna og rifjaði m.a. upp hugmyndir varðandi bókasafn í nýrri skólabyggingu Heiðarskóla sem ræddar voru á sínum tíma. Bókun AH: Ég fagna þessari tillögu og tek undir rökstuðning meirihlutans við hana. Að mínu mati eru bókasöfn, ekki síst skólabókasöfn, að auki lífæð læsis í skólum landsins
A) Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
B) Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
14. 1110016 - Tillaga um skilti.
L og H listi leggja til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir 300.000 kr. í
fjárhagsáætlun ársins 2012 í skiltagerð við bæi. Skulu þeir bæir og hús ganga fyrir sem ekkert skilti hafa.
SSJ ræddi tillöguna. AH lagði til að vísa fram kominni tillögu til umhverfis og skipulagsnefndar til umfjöllunar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
15. 1110022 - Tillaga L og H lista um lækkun á lóðaleigu.
L og H listi leggja til að lóðarleiga vegna íbúðarhúsalóða í eigu Hvalfjarðarsveitar í þéttbýli verði 1,25% af fasteignamati. Tillagan nær bæði til nýrra lóðarleigusamninga og þeirra sem í gildi eru. Sveitarstjóra verður falið að bjóða viðauka við gildandi lóðarleigusamninga sem falla undir þessa skilgreiningu þar sem gjaldið verður lækkað úr 2% í 1,25% af fasteignamati.
SSJ ræddi tillöguna. HV ræddi fram komna tillögu.
SAF ræddi fram komna tillögu og lagði til að hún verði samþykkt.
HV ræddi lækkun á lóðaleigu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
16. 1110023 - Tillaga um bætta aðkomu og ásýnd Melahverfis.
L og H listi leggja til að lagðar verði 5.000.000- í aðkomu og ásýnd Melahverfis. Fengin verði fagleg aðstoð við að hanna aðkomu og ásýnd hverfisins, lagður verði göngustígur með akveginum inní hverfið einnig verði fyllt upp með mold hún jöfnuð og þökulögð öðrum megin akvegar. Leikvöllur verði einnig endurhannaður og lagfærður. Skoðuð verði og endurmetin leiktæki.
HV ræddi fram komna tillögu og lagði til að vísa tillögunni til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd. SAF ræddi tillöguna. Tillaga um að vísa tillögunni til umhverfis og skipulagsnefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
17. 1110008 - Óskað eftir að vera leyst frá störfum í stjórn Akranesstofu og nefnd um málefni Kútter Sigurfara.
Erindi frá Önnu Leif Elídóttir, dagsett 3. október 2011.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Kosning sb. lið 18 á dagskrá fundarins.
18. 1109040 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar.
Frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 15. september 2011. Kosningar í nefndir. A) Menningar- og atvinnuþróunarnefnd: Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. B)Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd: Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. C)Stjórn Akranesstofu og nefnd um varðveislu Kútters Sigurfara.
Tillögur um eftirtalda aðila;
A) Menningar- og atvinnuþróunarnefnd: Fimm aðalmenn; Jóhanna Harðardóttir (L), Anna Leif Elídóttir (H) Brynjar Ottesen (L)Sigurgeir
Þórðarson (E) Ása Hólmarsdóttir (E)
Fimm varamenn; Björn Jóhannesson (L) Birgitta Guðnadóttir (L) Bjarni Jónsson (H) Jón Valgeir Viggósson (E) Pétur Sigurjónsson (E)
Tillagan samþykkt
B) Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd:
Fimm aðalmenn Sævar Ari Finnbogason (L), Andrea Anna Guðjónsdóttir (L), Kristján Jónannesson(H) Björgvín Helgason (E) Arnheiður Hjörleifsdóttir (E)
Fimm varamenn; Daníel Ottesen (L),Sigurlín Jónsdóttir (L),Sigrún Sigurgeirsdóttir (H) Guðjón Jónasson (E) Ása Hólmarsdóttir (E)
Tillagan samþykkt
C) Stjórn Akranesstofu Ása Helgadóttir (H) Varamaður Hannessína Ásgeirsdóttir (H)
D) Fulltrúi í nefnd um varðveislu Kútters Sigurfara. Ása Helgadóttir (H)
Varamaður Hannessína Ásgeirsdóttir (H)
Tillagan samþykkt.
Vatnsveitufélag Óbreytt.
Fjölskyldunefnd; Halldóra Halla Jónsdóttir (L)
Margrét Magnúsdóttir (L)Hannessína Ásgeirsdóttir (H)Ragna Kristmundsdóttir (E) Stefán Ármannsson (E)
Varamenn Jón Þórarinsson (L) Ingunn Stefánsdóttir (L)Ásgeir Kristinsson (E) Hallgrímur Rögnvaldsson (E) Sigrún Sigurgeirsdóttir (H).
Fræðslu og skólanefnd. Aðalmenn óbreytt.
Varamenn breyting Ásgeir Kristinsson (E) Stefán Ármannsson (E) annað óbreytt.
Landbúnaðarnefnd Breyting Baldvin Björnsson (E) Varamaður Kristín Ármannsdóttir (E) annað óbreytt.
Kjörstjórn óbreytt
Almannavarnanefnd óbreytt
Dvalarheimilið Höfði óbreytt
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Ísl óbreytt
Faxaflóahafnir óbreytt
Heilbrigðisnefnd óbreytt
Hitaveitufélag Hvalfjarðar óbreytt
Skoðunarmenn óbreytt.
Tillagan samþykkt samhljóða.
19. 1109010 - Almenningssamgöngur á Vesturlandi.
A) Minnisblað varðandi almenningssamgöngur, dagsett 5. október, frá Ólafi Sveinssyni. B) Samningsdrög aðildarfélaga SSV um grundvöll
samþykkis þeirra á samningi við Vegagerðina.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir kynningu á aðalfundi SSV og lagði til að samningurinn verði samþykktur.
A) minnisblaðið framlagt.
B) samningurinn samþykktur samhljóða 7-0. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ítrekar að samningurinn leiði ekki til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélögin.
20. 1109039 - Uppsögn á starfi.
Erindi frá Skúla Lýðssyni, dagsett 7. september 2011.
Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar sem allra fyrst. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
21. 1110019 - Beiðni um Fannahlíð.
Erindi frá starfsmönnum í Hvalfjarðarsveit, dagsett 4. október 2011.
HV ræddi fram komna tillögu og sameiginlegt starfsmannafélag. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
22. 1110024 - Endurskoðun á samstarfs- og styrktarsamningi milli Hvalfjarðarsveitar og Björgunarfélags Akraness.
Erindi frá Ásgeiri Kristinssyni formanni Björgunarfélags Akraness, dagsett 6. október 2011.
SSJ lagði til að sveitarstjórn samþykki að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða við bréfritara. HV ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða.
23. 1110026 - Tillaga til sveitarstjórnar frá stjórn Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerast eigandi safnahluta Hernámssetursins. Í því felst að Hvalfjarðarsveit yrði eigandi þeirra safnmuna sem ánafnaðir verða safninu eða keyptir verða til safnsins. Ekki yrði um að ræða eiginlega þátttöku sveitarfélagsins í rekstri Hernámssetursins sem slíks. Ábyrgð á rekstri Hernámssetursins og umsjón með þeim munum sem fengnir verða að láni verður á hendi rekstraraðila, Guðjóns Sigmundssonar sem rekur Hlaðir.
SAF ræddi fram komna tillögu og lagði til að sveitarstjóra verði falið að vinna drög að samingi og leggja saminginn fyrir sveitarstjórn. AH HV SAF ræddu fram komna tillögu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
24. 1110027 - Fjárhagsáætlun 2012, tillaga frá E-lista.
Undirrituð óska eftir því að samhliða fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir 2012 að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar reikni út hvað lægsta mögulega útsvarsprósenta þýðir til lækkunar á útsvarstekjum sveitarfélagsins. Einnig er óskað eftir því að reiknað verði út hvað áhrif
11.24 % ásamt núverandi álagningu sem er 13.03 % hafa á útsvarstekjur. Einnig leggjum við til að reiknað verði út hvaða áhrif fasteignagjaldatekjur (af A flokki) með sömu álagningarprósentu sem eru í t.d. Borgarbyggð og Hörgársveit eða öðrum sambærilegum sveitarfélögum, hafa á tekjur af fasteignagjöldum Hvalfjarðarsveitar. Einnig að gerð verði úttekt á lóðarleigu íbúðarhúsa í sveitarfélaginu til samræmingar, m.a. í samanburði við önnur sambærileg sveitarfélög.
AH E listinn dregur tillögurnar til baka og vísar í fyrri afgreiðslur um þessi mál.
25. 1110028 - Tónlistarkennsla í Hvalfjarðarsveit.
Við, undirrituð, leggjum til við sveitarstjórn og fræðslu- og skólanefnd að hefja undirbúning að útfærslu á markvissri tónlistarkennslu í Hvalfjarðarsveit, með áherslu á leikskóla og yngsta stig grunnskóla. Unnið verði að greiningu, mögulegum útfærslum, kostnaði og öðrum þáttum sem lúta að markvissu tónlistarnámi í samstarfi við foreldra, Tónlistarskólann á Akranesi og aðra aðila eftir atvikum. Skoðaður verði möguleikinn á því að koma markmiðum í tónlistarkennslu í skólastefnu Hvalfjarðarsveitar, sem nú er í endurskoðun. Hallfreður, Arnheiður og Stefán.
AH ræddi efni tillögunnar "AH ræddi efni tillögunnar, BMA ræddi efni tillögunnar og bennti á að sveitarstjórnamönnum á að Fræslu og skólanefnd er þegar í að vinna í málinu. SÁ ræddi fram komna tillögu. SAF ræddi fram komna tillögu. ÁH ræddi fram komna tillögu og lagði til að tillögunni verði vísað til fræðslu- og skólanefndar. BMA ræddi tónlistarnám í grunnskólanum. AH, HV ræddu tillöguna. Tillaga um að vísa tillögunni til fræðslu- og skólanefndar, samþykkt samhljóða 7-0.
26. 1110029 - Fyrirspurnir frá fulltrúum E-lista í sveitarstjórn.
A) Staða á viðræðum varðandi samninga milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. B) Stofnun starfshóps um möguleika á framtíðarnýtingu eldra húsnæðis Heiðarskóla. C) Starfsmannastefna.
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað og gerði grein fyrir svörum varðandi fyrirspurnirnar. BMA ræddi starfsmannastefnu. Lagt fram. SAF ræddi hugmynd um að halda íbúafund varðandi nýtingu skólahúsnæðis.
27. 1110018 - Fundir með fjárlaganefnd haustið 2011.
Frá Alþingi, dagsett 5. október 2011.
Sveitarstjóri ræddi erindið og lagði til að Hvalfjarðarsveit legði áherslu á sömu þætti og undanfarin ár. AH benti sérstaklega á að sækja um styrki í verkefni á sviði umhverfis- og náttúrverndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
28. 1109050 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 13. og 14. okt.
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. september 2011.
SSJ ræddi erindið og benti sveitarstjórnarfólki á að skrá sig. Sveitarfélagið greiðir ráðstefnugjaldið. Samþykkt samhljóða með 7-0.
29. 1109034 - Krafa um bætur vegna verðrýrnunar jarðarinnar Fellsenda.
Erindi frá Lögfræðistofu Reykjavíkur, dagsett 12. september. Þegar sent lögfræðingi sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir áliti lögmanns Pacta varðandi erindið og telur að erindið gefi ekki tilefni til samningaviðræðna þar sem atrið sem óskað er bóta á eru ekki á forræði sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir drög að svarbréfið ásamt ábendingum sem fram komu á fundinum. Samþykkt samhljóða með 7-0.
30. 1106014 - Ósk um að afréttarland Hvalfjarðarsveitar verði girt frá landi Brekku.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samantekt lögmanns Pacta varðandi erindið og fundi sem haldinn var með landeigendum og hafi erindinu verið hafnað á grundvelli samantektar Tryggva Guðmundssonar þar sem skyldur sveitarfélagsins verði ekki reistar á girðingarlögum nr 135/2001 sb. 6. grein. Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu sveitarstjóra á erindinu.
31. 1107006 - Umhverfisþingi og málþing.
A)VII. Umhverfisþing. Frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 9. september 2011. Drög að dagskrá. B)Málþing um sjálfbærni. Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 13. september 2011.
SSJ, HV AH ræddu tillögu um að senda fulltrúa sveitarstjórnar á þessi þing.
A) umhverfisnefnd hefur samþykkt að skipulags- og byggingarfulltrúi sæki þingið.
B) Málþing um sjálfbærni.
Tillaga um að AH sæki bæði þingin. Tillagan samþykkt með atkvæðum HV AH SÁ. ÁH SAF sitja hjá. SSJ og BMA greiða atkvæði gegn tillögunni.
32. 1109030 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011.
Frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 19. september 2011.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir að hann muni sitja ársfundinn.
33. 1109051 - Minisblað um flæði- og kerbrotagryfjur á Grundartanga.
Frá Faxaflóahöfnum. Tekið saman minnisblað um losun í flæði- og kerbrotagryfjur á Grundartanga.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
34. 1109045 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og innleiðing á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang (2008/98/EB) í íslenskan rétt.
Erindi frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 26. september 2011. Þegar sent til umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
35. 1109038 - Sveitarfélög geri aðgerðaáætlanir um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.
Frá velferðarráðuneytinu, dagsett 9. september 2011.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
36. 1109032 - Fjármál sveitarfélaga.
Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (Innanríkisráðuneytið), dagsett 22. september 2011.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
37. 1110006 - Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu.
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. september 2011.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
38. 1110007 - Niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2011, í 5. 6. og 7. bekk grunnskóla.
Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 28. september 2011. Liggur frammi.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
39. 1110009 - Hvatning vegna kvennafrídagsins 25. október nk.
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 4. október 2011.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
40. 1110010 - Ályktanir aðalfundar SSV 2011.
Frá samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 3. október 2011.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
41. 1110012 - Endurgerð og varðveisla Kútters Sigurfara GK 17.
Bréf frá sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar og bæjarstjóra Akranes til Mennta-
og menningarmálaráðuneytisins.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
42. 1110017 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2011.
Frá Umhverfisstofnun, dagsett 20. september 2011.
ÁH lagði til að SAF verði fulltrúi á ársfundi. SAF ræddi fundardaginn. AH ræddi fram komna tillögu og óskaði eftir að senda AH eða BH. SÁ HV ræddu tillöguna. SSJ lagði til að fulltrúar í umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd sæki fundinn. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
43. 1109036 - 6. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin framlögð.
44. 1109043 - 7. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin framlögð.
45. 1109042 - 56. og 57. fundur Menningarráðs Vesturlands.
Ásamt upplýsingum um umsóknir á styrkjum, þegar sent menningarmálanefnd.
Fundargerðirnar framlagðar.
46. 1109041 - Fundargerð frá 20. september um almenningssamgöngur.
Fundargerðin framlögð.
47. 1109035 - 90. fundur Faxaflóahafna og greinagerð með endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.
Ásamt greinargerð með endurskoðun fjárhagsáætlunar Faxaflóahafna sf. 2011.
Fundargerðin framlögð.
48. 1109037 - 789. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin framlögð.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 00:05