Fara í efni

Sveitarstjórn

113. fundur 13. september 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Sagði frá gjafabréfi varðandi fánastöng við Svarthamarsrétt frá Kristínu og Brynjólfi Ottesen. Sveitarstjórn þakkar höfðinglega gjöf.
Leitaði afbrigða að taka lið 9. endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011, sem fyrsta mál á dagskrá, samþykkt samhljóða. Að auki sátu fundinn skipulags- og byggingafulltrúi undir lið 2. launa- og fjármálafulltrúi sem sat undir lið 9. auk sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.

1. 1107002F - Sveitarstjórn - 112


Fundargerðin framlögð.


2. 1108001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 109


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt 7-0


2.1. 1107002 - Natríumklóratverksmiðja Kemíra á Grundartanga. Umsagnarbeiðni.


Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0


3. 1108030 - 15. fundur starfshóps um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.


4. 1108031 - 16. fundur starfshóps um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. HV spurðist fyrir varðandi kjör í nefndir. SAF og sveitarstjóri svöruðu fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.

 

5. 1108032 - Fundargerð landbúnaðarnefndar 29. ágúst 2011.


SÁ ræddi kynningu á réttum. Fundargerðin hefur áður verið samþykkt af sveitarstjórn á milli funda.


6. 1109007 - 23. fundur fjölskyldunefndar.


SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.


7. 1109013 - 72. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Ásamt; A) Kynningu og styrkbeiðni vegna námsferðar frá Katrínu Rós dönskukennara í Heiðarskóla. B) Starfsreglur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.


BMA ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. AH ræddi fundargerðina og lagði fram bókun varðandi lið 10; AH vekur athygli á því að tómstundastarf á Akranesi stendur ekki öllum nemendum Hvalfjarðarsveitar til boða hvað sem líður skólaakstri og plássi í svokallaðri Skagarútu og þátttöku Hvalfjarðarsveitar í rekstri íþróttamannvirkja og tónlistarskóla á Akranesi. Ein ástæða þess er tímatafla tómstundastarfs og löng viðvera yngstu barna í Heiðarskóla. Af þeim sökum er enn brýnna að skipuleggja íþrótta- og tómstundastarf í nærumhverfi barnanna í Hvalfjarðarsveit og vill undirrituð hvetja fræðslu- og skólanefnd til að stuðla að opnun íþróttahúss og sundlaugar í Heiðarborg hið fyrsta. Arnheiður
HV ræddi tilnefningar í ungmennaráð og fundargerðina. SÁ benti á viðveru skólastjóra í leikskóla. SAF ræddi akstur í tómstundastarf. AH ræddi skipurit. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum.
BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi tómstundastarf. HV málþing og málstofu. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum.
Liður 4. undanþága á reglu vegna leikskólavistar. Samþykkt 7-0.
Liður 5. námsferð 10. bekkjar vorið 2012. Ferðastyrkur 290.900 kr. Samþykkt 7-0. Vísað til fjárhagsáætlunar ársins 2012.
Liður 8. starfsreglur ungmennaráðs. Samþykkt 7-0.
Liður 9. tilnefningar í ungmennaráð. Samþykkt 7-0.
Liður 12.þátttaka í ráðstefnu UMFÍ fyrir ungt fólk. Samþykkt 7-0.
Fundargerðin samþykkt samhljóða 7-0.


8. 1109017 - 63. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar.


Fundargerð verður send rafrænt um leið og hún berst.


Fundi nefndarinnar var frestað. Engin gögn til umfjöllunar. HV ræddi að fundurinn hefur ekki verið haldinn.


9. 1109021 - Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011-aðalsjóður.


KHÓ fór yfir helstu breytingarnar. Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða 7 - 0


10. 1109006 - Natríumklóratverksmiðja Kemira á Grundartanga-Svör framkvæmdaraðila við umsögn Hvalfjarðarsveitar.


Erindi frá Skipulagsstofnun, dagsett 30. ágúst 2011.


Sveitarstjórn ítrekar fyrri afstöðu til málsins og tekur undir bókun

skipulags og byggingarnefndar frá 109. fundi frá 7. sept sl. þar sem óskað er eftir áliti varðandi mögulega díoxínmengun. Tillagan samþykkt 7-0.


11. 1109008 - Ósk um liðveislu við fjáröflun til tækjakaupa fyrir málmiðnadeild fjölbrautaskólans.


Erindi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, dagsett 26. ágúst 2011.


Sveitarstjóri ræddi erindið og lagði fram bókun; Sveitarstjórn styður heilshugar beiðni um liðveislu við fjáröflun til tækjakaupa fyrir málmiðnaðardeild FVA. Sveitarstjórn hvetur fyrirtæki í málmiðnaði og skyldum greinum á Grundartanga og í nágrenni að leggja skólanum lið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við bæjarstjóra Akraness auk skólameistara um það hvort liðsinna megi skólanum við að afla styrkja frá fyrirtækjum á svæðinu í verkefnið. Gera skólanum þar með mögulegt að efla til muna málmiðnaðardeildina og stuðla þar með að góðri verkkunnáttu í greininni. HV ræddi fram komna bókun. Bókunin samþykkt 7-0.


12. 1109018 - Samantekt yfir verkefnatillögur og nánari lýsing á hverju verkefni fyrir sig auk erindi til sveitarstjórna.


Erindi frá SSV, dagsett 5. september 2011.


SAF HV ÁH BMA SSJ HV ræddu erindið.
Bókun; Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir vonbrigðum með hversu seint erindið berst og tekur undir bókun bæjarstjórnar Grundarfjarðar. Þar er bent er á að erindið hafi borist í tölvupósti miðvikudaginn 7. september síðastliðinn með ósk um að álit sveitarstjórnar lægi fyrir tveimur dögum síðar. Telja fulltrúar sveitarstjórnar að nauðsynlegt hefði verið að bjóða sveitarstjórnum upp á samráð um svo mikilvæga stefnumörkun. Varðandi tillögur að fjárfestingarverkefnum vegna sóknaráætlunarinnar lýsir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar efasemdum um tillögurnar og forgangsröðun þeirra. Hún tekur undir ósk bæjarstjórnar Grundarfjarðar að orkuleit á köldum svæðum verði númer eitt í forgangsröðun. Jafnframt hefði sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar viljað sjá áherslu lagða á framkvæmd Sundabrautar. Sú framkvæmd væri mikil samgöngubót fyrir allt Vesturland og mundi raunverulega draga úr útblæstri koltvísýrings.
Tillagan samþykkt 7-0.


13. 1106014 - Ósk um að afréttarland Hvalfjarðarsveitar verði girt frá landi Brekku.


Erindi frestað á 112. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.


Hvalfjarðarsveit hefur falið lögmanni að fara yfir erindið og er í vinnslu. Fundað verður með bréfriturum um leið og það liggur fyrir. Erindið verður tekið aftur fyrir að afloknum þeim fundi. Samþykkt 7-0.


14. 1107025 - Styrktarsjóður EBÍ og fulltrúaráðsfundur EBÍ.


Fulltrúi á fulltrúaráðsfund, 12. október.


Tillaga um að Ása Helgadóttir fari með umboð á fundinum. Tillagan

samþykkt 7-0.


15. 1108021 - Minnispunktar frá júlí 2011. Trúnaðarmál.


Óskað er eftir afgreiðslu sveitarstjórnar


SAF HV SSJ ÁH BMA AH ræddu erindið.
Bókun: Hvalfjarðarsveit er ávalt tilbúin til samræðu og samvinnu við nágrannasveitarfélög sín um skipulagsmál almennt. Hinsvegar telur sveitarstjórn að vegna þeirra aðstæðna sem eru í Hvalfjarðarsveit þjóni sameining á borð við þá sem hér er lögð til þjóni ekki hagsmunum sveitarfélagsins. Óvíst er að tillagan myndi skila hagkvæmni fyrir Hvalfjarðarsveit. Einnig er ljóst að aðgengi eða yfirsýn kjörinna fulltrúa, nefndarfólks og íbúa yfir skipulagsmál í sveitarfélaginu myndi versna. Við teljum málaflokkinn vera í góðum og hagkvæmum farvegi innan sveitarfélagsins. Auk þess hefur reynst vel að hafa sjálfstæða skipulagsdeild í sveitarfélaginu hvar aðgangur er að þekkingu sem nýtist í ýmsum verkefnum og ráðgjöf við sveitarstjórn. Sameiningartillagan gerir ráð fyrir fyrirkomulagi sem er allt mun þyngra í vöfum en það sem Hvalfjarðarsveit býr við og vekur einnig pólitískar spurningar sjálfstjórn sveitarfélaganna í málaflokknum. Hvalfjarðarsveit mun því ekki taka þátt í sameiningu skipulagsdeilda á þeim forsendum sem hér liggja til grundvallar að svo stöddu. SAF SSJ BMA ÁH. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ SAF BMA og ÁH. Atkvæði gegn tillögunni greiða HV SÁ AH.
Bókun HV, AH og SÁ: Við teljum það skammsýni að slíta viðræðum við nágrannasveitarfélögin á sviði skipulags- og byggingarmála eins og erindi frá Borgarbyggð, Skorradalshreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi hljóðar uppá. Aukin samvinna á þessu sviði, sér í lagi með breyttu nefndarfyrirkomulagi sem liggur fyrir dyrum hjá Hvalfjarðarsveit, getur að okkar mati skilað margvíslegum tækifærum t.d. hvað varðar sérhæfingu starfa fyrir Hvalfjarðarsveit á sviði skipulagsmála, byggingarmála og umhverfismála. Við höfum áhuga á því að skoða samvinnu við þessi sveitarfélög nánar og tækifærin sem í þeim felast.


16. 1103037 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar.


Með athugasemdum frá Innanríkisráðuneytinu frá 2. september sl.


SAF fór yfir athugasemdirnar. Breytingar samþykktar 7-0.


17. 1109022 - Upphitun á Heiðarskóla.


H-listinn leggur til að fundnar verði leiðir til þess að halda hita á Heiðarskóla í vetur, þannig að engin hætta sé á skemmdum á innviði og innbúnaði í skólanum, dagsett 9. september 2011.


SSJ SÁ ÁH HV sveitarstjóri og AH ræddu erindið. Sveitarstjóri leggur til að sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna verði falið á sjá til þess að hita verði haldið á húsinu. Tillagan samþykkt 7-0.


18. 1109015 - Styrktarbeiðni frá Körfuknattleiksfélagi Akraness.


Erindi frá Körfuknattleiksfélagi Akraness, dagsett 7. september 2011.


SSJ ræddi erindið. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sér ekki fært að verða við erindinu. Tillagan samþykkt 6-0. SÁ situr hjá við afgreiðsluna.


19. 1109024 - Möguleikar á ljósleiðaravæðingu í Hvalfjarðarsveit.


Tillaga frá L- og H- lista, dagsett 9. september 2011. Frumúttekt á framtíðarlausnum á nettengingum í Hvalfjarðarsveit.


SAF HV AH ræddu erindið. Sveitarstjóra, SAF og aðalbókara falið að taka

saman möguleika sem kunna að vera á lausnum og skila samantekt ásamt kostnaðaráætlun á næsta fundi sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt 7-0.


20. 1010052 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting, Grundartangi


Skipulagsstofnun hefur ákveðið að staðfesta ekki aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar iðnaðarsvæðis á Grundartanga sb. bréf frá 4. ágúst.


Sveitarstjóri ræddi erindið, AH ræddi erindið og málsmeðferð þess. Og lagði fram eftirfarandi bókun; Þar sem afar brýnt er að málið fái skjóta meðhöndlun finnst mér undarlegt að það hafi ekki verið tekið fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 24. ágúst sl. en það er dagsett 4. ágúst sl. SSJ og SAF ræddu erindið.
A) Hvalfjarðarsveit óskar eftir rökstuðningi Skipulagsstofnunar á að staðfesta ekki aðalskipulagsbreytingu Hvalfjarðarsveitar frá 109. fundi þann 14. júní 2011. Tillagan samþykkt 5 með atkvæðum HV og SÁ sitja hjá. B) Hvalfjarðarsveit fer fram á það við Innanríkisráðuneytið að það hraði úrskurði sínum í kærumáli Sigurbjörns Hjaltasonar og Ragnheiðar Þorgrímsdóttur vegna áðurnefndrar skipulagsbreytinga vegna íþyngjandi áhrifa þeirrar tafar sem kæran veldur. Tillagan samþykkt 5 með atkvæðum HV og SÁ sitja hjá.


21. 1109016 - Fjárhagsáætlun árið 2012


Undirbúningur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.


Sveitarstjóri kynnti undirbúning og fór yfir tímaáætlun. HV SÁ ræddu erindið. Lagt fram.


22. 1109019 - Tilboð um orkukaup frá Hvalfjarðarsveit og svar frá Leirárskógum.


A) Erindi frá starfshópi um hitaveituvæðingu, dagsett 1. september. B) Svar Leirárskóga ehf. dagsett 7. september 2011.


ÁH fór yfir erindið. Erindið lagt fram.


23. 1108034 - Samantekt hafnarstjóra varðandi sex mánaða uppgjör Faxaflóahafna sf.


Frá Faxaflóahöfnum, dagsett 25. ágúst 2011.


Lagt fram.


24. 1109001 - Aðalfundarboð SSV 2011


Ásamt ársreikningi SSV 2010, liggur frammi.


Aðalfulltrúar á aðalfund SSV Ása Helgadóttir og Hallfreður Vilhjálmsson. Varafulltrúar Sævar Ari Finnbogason og Arnheiður Hjörleifsdóttir. Samþykkt 7-0. Ársreikningur framlagður.


25. 1109014 - Ungmennaráð sveitarfélaga, leiðbeiningar um stofnun og störf ungmennaráða.


Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 7. september 2011.


Vísað til kynningar í fræðslu- og skólanefnd. Framlagt.


26. 1109009 - Ráðstefna fyrir ungt fólk.


Erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 5. september 2011. Þegar sent fræðslu- og skólanefnd.


Auglýst hefur verið eftir áhugasömum þátttakendum. Framlagt.


27. 1109020 - Svar frá Biskupsstofu vegna beiðni um leigu á vatni og lækkun á lóðarleigu.


Frá Biskupsstofu, dagsett 6. september 2011.


HV fór yfir erindið. Sveitarstjóri fór yfir erindið. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að hefja viðræður við Biskupsstofu varðandi leigu á vatni og lækkun á lóðaleigu í landi Saurbæjar. Samþykkt 7-0.


28. 1109023 - Kynning á flutningi á flæði- og kerbrotagryfju við Grundartangahöfn.


Minnisblað frá Arnheiði Hjörleifsdóttur, dagsett 8. september 2011.


AH fór yfir erindið. SAF ræddi erindið og lagði til að lið 3,4 og 5 verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar til umfjöllunar. SSJ ræddi erindið lagði til að gerð verði fyrirspurn til Faxaflóahafna varðandi liði 1, 2 og 6 HV ræddi erindið. Samþykkt 7-0.


29. 1109010 - Fundargerð frá 9. ágúst um almenningssamgöngur.


Ásamt samningi um almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins (drög) og samningi við Vegagerðina um almenningssamgöngur.


Sveitarstjóri, SAF ÁH og HV ræddi erindið. Bókun; Málið hefur ekki fengið nægjanlega kynningu meðal sveitarfélaga SSV og nauðsynlegt er að fyrst verði mörkuð stefna og framtíðarsýn áður en samningar ríkisins við Vegagerðina gætu færst til SSV.

Við teljum að málið þurfi mun meiri umræðu. Þegar sú stefnumörkun liggur fyrir verði erindið kynnt vel fyrir sveitarstjórnarmönnum. Samþykkt 7-0.


30. 1109011 - 82. fundur stjórnar SSV, 25. ágúst.


Fundargerðin framlögð.


31. 1109012 - 99. og 100. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.


Fundargerðirnar framlagðar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22:24

Efni síðunnar