Sveitarstjórn
Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Leitaði afbrigða að taka lið 23. rekstraryfirlit, sem fyrsta mál á dagskrá, samþykkt samhljóða. Leitaði afbrigða að taka mál 1106046,- Dómur Héraðsdóms í svonefndu Melaleitismáli. 1108027 - Umsóknareyðublað vegna styrks vegna kaldavatnsúrbóta. 1108028 - samráðshópur vegna vöktunaráætlunar á Grundartanga. Að auki sátu fundinn skipulags- og byggingafulltrúi og launa- og fjármálafulltrúi auk sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.
1. 1107001F - Sveitarstjórn - 111
LJ sagði frá gjöf Akranesskaupstaðar, Saga Akraness í tveimur bindum. Sveitarstjórn þakkar Akurnesingum höfðinglega gjöf. Ræddi skemmdir á lofti í anddyri stjórnsýsluhúss.
2. 1106003F - Skipulags- og byggingarnefnd - 108
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. AH, SAF og ÁH ræddu efnisatriði fundargerðarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fram komnum fyrirspurnum og ræddi gjaldskrá skipulags- og byggingafulltrúaembættisins. SSJ tók ekki þátt í afgreiðslu við lið 11 vegna vanhæfis. Fundargerðin samþykkt samhljóða 7-0
2.1. 1106005 - Hitaveita Heiðarskóla, ný lögn
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.2. 1011079 - Litli Sandur, endurnýjun olíulagna
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.3. 1010052 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting, Grundartangi
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.4. 1107011 - Endurskoðun á aðalskipulagi í Reykjavík.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.5. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.6. 1107029 - Hrísabrekka- deiliskipulag breyting júlí 2011
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.7. 1106039 - Kalastaðakot deiliskipulag frístundabyggðar
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.8. 1105063 - Gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi og ræddi gjaldskrá skipulags- og byggingafulltrúaembættisins.
A) Lagði til 50% lækkun á fokheldisvottorði fyrir íbúðarhús og 75% lækkun fyrir sumarhús.
B) Lagði til 50% lækkun á lokaúttektarvottorði fyrir íbúðarhús og 75% lækkun fyrir sumarhús.
Samþykkt samhljóða 7-0 með áorðnum breytingum.
2.9. 1106040 - Grunnafjörður skilti
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.10. 1106038 - Kalastaðir, umsókn um styrk vatnsveitu.
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
2.11. 1107022 - Sjóvarnaskýrsla
SSJ benti á athugsemd við skýrsluna, Heynes I og II á að verða aðeins Heynes. S"A óskaði eftir að sveitarstjórn úrskurði um vanhæfi hans. SSJ SAF BMA ÁH greiða atkvæði með vanhæfi. SÁ, HV og AH sitja hjá við afgreiðsluna. SÁ vék af fundi. Tillagan samþykkt samhljóða 6 -0. SÁ tekur aftur þátt í fundinum.
3. 1107020 - 40. fundur menningarmálanefndar.
HV ræddi fundarritun og boðun varamanna. Sveitarstjórn ítrekar við nefndarfólk að kalla inn varamenn ef aðalmenn geta ekki mætt á boðaða fundi. Fundargerðin framlögð.
4. 1107021 - 41. fundur menningarmálanefndar.
Fundargerðin framlögð.
5. 1108020 - 42. fundur menningarmálanefndar.
Sveitarstjóri vakti athygli á að fjárheimildir mega ekki færast á milli ára. SAF og AH þökkuðu nefndinni fyrir vel unnin störf við varðandi skilti og merkingar. SÁ AH og SAF ræddu lið 2. BMA svarði fram kominni fyrirspurn. Fundargerðin framlögð.
6. 1107032 - 36. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla
Fundargerðin framlögð.
7. 1108002 - 37. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla
Fundargerðin framlögð.
8. 1108003 - 38. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla
Sveitarstjóri ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Fór yfir framkvæmdir og uppgjör vegna verkefnisins. BMA lýsti yfir áhyggjum að húsnæðið var ekki tilbúið við upphaf skólahalds. AH, SAF, ÁH, SÁ og HV lýstu ánægju með húsnæðið og óskuðu íbúum til hamingju. Fundargerðin framlögð.
9. 1107031 - 2. fundur stjórnar Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.
SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar.
10. 1108005 - 3. fundur stjórnar Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.
SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar.
11. 1108004 - 42. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla.
Fundargerðin framlögð.
12. 1108011 - 62. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Tillaga í lið 11. matjurtargarður. Tillagan samþykkt samhljóða.
SSJ ræddi lið 12. AH ræddi liði 7. og 12. BMA SAF ræddu lið 7. og lið 12.Sveitarstjóri ræddi mögulegt Þórðarhlaup yfir Síldarmannagötur. Liður 12. Tillaga um að vísa liðnum til umfjöllunar á fyrirhuguðum kynningarfundi með Íslenska Gámafélaginu. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða 7-0 .
13. 1104023 - 5. fundur starfshóps um hitaveituvæðingu kaldra svæða.
Ásamt bréfi frá Hitaveitu Hvalfjarðar varðandi hitaveituvæðingu.
ÁH fór yfir erindið. SSJ, SAF, SÁ, BMA og HV ræddu erindið og möguleika á tengingu við OR eða Hitaveitu Hvalfjarðar. ÁH lagði til að kaupa lagnaefni sb. lið 3. upphæðin er 1,12 milj auk vsk. fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. AH situr hjá við afgreiðsluna. Fundargerðin samþykkt samhljóða 7-0.
14. 1108019 - 71. fundargerð fræðslu- og skólanefndar.
Ásamt undanþágubeiðni í Leikskólann.
BMA fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar og lagði til að samþykkja;
a) Að sérfróður aðili verði fenginn til að yfirfara og skrá bókakost sveitarfélagsins. Tillagan samþykkt samhljóða.
b) Undanþágu á reglum við inntöku barns á leikskólann, tillagan samþykkt samhljóða.
c) Útgáfu á tómstundaávísunum 2 x 15.000 kr skólaárið 2011-12, tillagan samþykkt samhljóða
d) Að halda áfram að styrkja nemendur á unglingastigi til að stunda nám á framhaldsskólastigi í völdum greinum. Með styrk til framhaldsnáms í einni námsgrein hvora önn. Skal styrkurinn nema 100% af innritunargjaldi og 50% af kennslugjaldi. Gjaldskrá FG skal höfð til viðmiðunar. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt samhljóða. SAF ræddi fundargerðina. Fundargerðin samþykkt samhljóða 7 - 0
15. 1108027 - Umsóknareyðublað fyrir styrki vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum
Samþykkt samhljóða 7-0.
16. 1106046 - Dómur, mál nr. E-124/2011.
SSJ lagði til við sveitarstjórn að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. AH situr hjá við afgreiðsluna.
17. 1108028 - Kynning á flutningi flæði- og kerbrotagryfju við Grundartangahöfn
Tilnefning til að sitja í samráðshópi vegna endurskoðunar á vöktunaráætlun
SSJ lagði til að formaður umhverfisnefndar sitji í samráðshópnum fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar. AH ræddi boð um að sitja í hópnum. HV ræddi setu í samráðshópi. Lagði fram tillögu; Við undirritaðir; HV og SÁ, gerum hér með að tillögu okkar að Arnheiður Hjörleifsdótttir verði áfram fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í samráðshópi um vöktunaráætlun við Grundartanga; Rökstuðningur, við teljum að hún hafi þá menntun og sérfræðiþekkingu sem til þarf í slíka vinnu fyrir hönd sveitarfélagsins. ÁH ræddi tilnefninguna.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hvort heimild er til þess að tilnefna tvo aðila í samstarfhópinn. HV óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi. Tillaga um að formaður umhverfisnefndar sitji í samráðshópnum fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar. Samþykkir tillögu eru SSJ
SAF BMA ÁH. SÁ, HV og AH sitja hjá við afgreiðsluna.
Tillaga um að Arnheiður Hjörleifsdóttir sitji í samráðshópnum. fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar. Samþykkir eru; SSJ SAF BMA ÁH, HV SÁ. AH situr hjá við afgreiðsluna.
18. 1107024 - Erindi frá landeigendum í Hafnarseli.
Athugasemd varðandi leyfi til að reka fé af Hafnarfjalli til byggða í gegnum lóðir í Hafnarseli.
SSJ, SÁ, HV, BMA og SAF ræddu erindið. Sveitarstjóra falið að hafa samband við bréfritara og afla nánari gagna og jafnframt er erindinu vísað til landbúnaðarnefndar. Samþykkt samhljóða 7-0.
19. 1108007 - Varðandi skipulags leita í Akrafjalli.
Erindi frá Ólafi Sigurgeirssyni og Benedikt Steinari Benónýssyni, dagsett 1. ágúst 2011.
SSJ, SÁ, SSJ, ÁH, HV og SAF ræddu erindið.
SÁ og HV leggja til að oddviti gangi strax í það að setja sig í samband við bréfritara og kanni hvort timburréttin sem sveitarfélagið á við Stóru Fellsöxl geti ekki hentað sem fjárrétt við Berjadalsá og semji við landeigendur þar um staðsetningu og verði réttin flutt strax svo að hún verði til fyrir 1. október 2011. Kostnaður vegna þessa verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
BMA lagði til að vísa því til oddvita, landbúnaðarnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með lausn á hvernig megi bæta réttaraðstöðu við Akrafjall fyrir næstu fjárhagsáætlun svo að það geti komið til framkvæmda á næsta ári. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara og koma til móts við þau atriði sem sveitarfélaginu ber að sjá um.
SÁ og HV draga tillögu sína til baka.
Sveitarstjórn samþykkir fram komna tillögu. Samþykkt samhljóða 7-0
20. 1108024 - Seinkun á Svarthamarsrétt um eina viku haustið 2011.
Erindi frá Stefáni G. Ármannssyni og Guðmundi Sigurjónssyni, dagsett 19. ágúst 2011.
SÁ vék af fundi. AH óskaði eftir atkvæðagreiðslu um hæfi sitt. Samþykkir vanhæfi SSJ SAF. ÁH BMA og HV telja AH hæfa. ÁH gerði grein fyrir atkvæði sínu. SSJ fór yfir erindið.
BMA ræddi erindið lagði til að verða við erindinu.
SAF ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.
HV lagði til að verða við fyrri hluta erindisins. SSJ og ÁH ræddu erindið og bentu á að koma þurfi upplýsingum um breytingarnar til þeirra sem málið varðar. BMA lagði til að bréfriturum verði falið að hafa samband við hagsmunaaðila.
Tillaga um að verða við fyrri hluta erindisins og að bréfriturum verð falið að hafa samband við hagsmunaaðila vegna breytinganna og seinni leita. Tillagan samþykkt með 6-0. SÁ tekur aftur þátt í fundinum.
SÁ spurðist fyrir um fyrirkomulag rétta og starfsmannahald við réttir.
21. 1108010 - Kæra vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga.
Bréf frá Innanríkisráðuneytinu, kærur frá Sigurbirni Hjaltasyni og Ragnheiði Þorgrímsdóttur, dagsett 3. ágúst 2011.
Sveitarstjóri lagði til að fela sveitarstjóra og lögmanni Hvalfjarðarsveitar verði falið að svara ráðuneytinu.
AH óskaði eftir að E listinn fái að sjá bréfið áður en það fer til ráðuneytisins. HV óskaði eftir að oddviti úrskurði um hæfi SAF og SSJ, sem kærumálið snýst um, um að taka þátt í afgreiðslunni.
SAF ræddi hæfi sveitarstjórnarmanna og fram komna tillögu HV.
HV ræddi hæfi sveitarstjórnarmann. SSJ ræddi tillögu HV. ÁH ræddi erindið. SSJ óskaði eftir atkæðagreiðslu um hæfi sitt. BMA ÁH SÁ AH HV telja SSJ hæfan. SSJ og SAF sitja hjá. SAF óskaði eftir atkvæðagreiðslu um hæfi sitt. BMA ÁH SÁ AH HV telja SAF hæfan. SSJ og SAF sitja hjá.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að sveitarstjórn fái að sjá bréfið áður en það verður sent. Samþykkt með 7-0.
22. 1108006 - Beiðni um styrk vegna Blús og Djasshátíðar.
Erindi frá Svandísi Vilmundardóttir, dagsett 4. ágúst 2011.
SSJ lagði til að erindinu verði hafnað. Samþykkt með 7-0.
23. 1108008 - Auglýst eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 2. Landsmóts UMFÍ 50+
Erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 27. júlí 2011.
BMA og SAF ræddu erindið. Tillaga um að vísa erindinu til kynningar Ungmennafélags Hvalfjarðar, til fræðslu- og skólanefndar og fjölskyldunefndar. Lagt fram. Samþykkt með 7-0.
24. 1108016 - Forvarnamál.
Erindi frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 15. ágúst 2011.
SSJ lagði til að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar. AH ræddi erindið. Samþykkt með 7-0.
25. 1106014 - Ósk um að afréttarland Hvalfjarðarsveitar verði girt frá landi Brekku.
Erindi frá Guðmundi Ágústi Gunnarssyni og Úrsúlu Árnadóttur, dagsett 22. ágúst 2011.
Erindinu frestað. Samþykkt samhljóða. 7-0
26. 1108022 - Rekstraryfirlit janúar - júní 2011.
KHÓ fór yfir reksturinn. AH spurðist fyrir varðandi kostnað
við hugmyndasamkeppni um nafn á nýja skólastofnun, LJ svaraði fyrirspurnum BMA ræddi hugmyndasamkeppnina. SÁ spurðist fyrir varðandi sameiginlegan kostnað og lögfræðikostanað, SAF ræddi yfirlitið. SSJ spurðist fyrir um kostnað sveitarstjórnar KHÓ svaraði framkomnum fyrirspurnum.
27. 1108021 - Minnispunktar frá júlí 2011. Trúnaðarmál.
Tekið saman af Ragnari Frank Kristjánssyni og Pétri Davíðssyni.
SAF ræddi erindið. HV ræddi erindið og spurðist fyrir um starf á tæknideild. ÁH SÁ og SAF ræddu erindið. AH ræddi erindið og benti á ávinninginn af samstarfinu. Einnig tækifæri til að setja á fót öflugra umhverfis- og náttúruverndarstarf í sveitarfélögunum. Í því geti legið margvísleg tækifæri fyrir Hvalfjarðarsveit. HV ræddi erindið og samstarf. Erindið framlagt.
28. 1107025 - Styrktarsjóður EBÍ og fulltrúaráðsfundur EBÍ.
ÁH ræddi erindið. Lagt fram.
29. 1107022 - Sjóvarnaskýrsla
Áður sent skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu.
Ábending kom um að lagfæra Heynes I og II á að vera Heynes. Skýrslan framlögð.
30. 1108012 - Kynning á samtökunum Mayors for Peace.
Erindi frá Jóni Gnarr borgarstjóra Reykjavíkurborgar, dagsett 11. júlí 2011.
Framlagt.
31. 1108013 - Upplýsingar um fasteignamat 2012.
Frá Þjóðskrá Íslands.
Framlagt.
32. 1108026 - Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Samráðs- og kynningarferli.
Erindi frá Iðnaðarráðuneytinu, dagsett 19. ágúst 2011. Þegar sent sveitarstjórn, umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd.
Lagt fram.
33. 1107023 - 5. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin framlögð.
34. 1108014 - Fundargerð frá 22. júní um almenningssamgöngur.
Ásamt samningi um almenningssamgöngur milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins, og ríkisstyrktar almenningssamgöngur á Íslandi.
Lagt fram.
35. 1108025 - 89. fundur Faxaflóahafna.
HV spurðist fyrir um lið 5. SSJ svaraði fram kominni fyrirspurn.
Fundargerðin framlögð.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 23:59