Sveitarstjórn
Ása Helgadóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Magnús Ingi Hannesson, Brynjar Ottesen og Friðjón Guðmundsson.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Í veikindaforföllum Sigurðar Sverris Jónssonar oddvita, setti Ása Helgadóttir varaoddviti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár. Bauð Friðjón Guðmundsson velkominn. Kallaði ÁH eftir athugasemdum vegna fundarboðunar.
ÁH óskaði eftir að taka lið 14. og 11. lið til afgreiðslu samtímis. Samþykkt. HV óskaði eftir dagskrárbreytingu varðandi lið 22. óskaði eftir að fá sem afgreiðslumá. Samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
Dagskrá:
1. 1103002F - Sveitarstjórn - 104
Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fyrirspunum AH varðandi lið 2 í fundargerðinni. Sveitarstjóri ræddi málefni vinnuskóla sumarstörf, umsóknir um starf skólastjóra. HV lagði fram tillögu um að nánari vinnu við endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar verði frestað þar til ný sveitarstjórnarlög hafa tekið gildi, þar sem drög að nýjum lögum liggja fyrir sem frumvarp fyrir Alþingi. ÁH óskaði eftir fundarhléi. Samþykkt samhljóða. Að afloknu fundarhléi. MH lagði til að vísa fram kominni tillögu frá þar sem málið væri ekki á dagskrá. ÁH tók undir tillögu MH og lagði til að vísa tillögunni frá. Samþykkir að vísa tillögunni frá eru; ÁH MH BÆO og FG. Gegn tillögunni eru HV og SÁ. AH situr hjá við afgreiðsluna. AH ræddi svör skipulags- og byggingarfulltrúa. Spurðist fyrir varðandi kauptilboð. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fram komunum fyrirspurnum AH. Fundargerðin framlögð.
2. 1104001F - Sveitarstjórn - 105
Sveitarstjóri ræddi kjörskrá og kjörfund. Fundargerðin framlögð.
3.1103003F - Skipulags- og byggingarnefnd - 104
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina. Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum. MH tekur ekki þátt í afgreiðslu við lið 2 í fundargerðinni.
3.1. 1104005 - Ytri Hólmur, vatnsveita OR, lokahús
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um málsmeðferð samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
3.2. 1103061 - Stóra Fellsöxl-svJ, viðbygging við vinnuskúr
Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
3.3. 1102019 - Vestri Leirárgarðar, breytt deiliskipulag
Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
3.4. 1103060 - Litla Lambhagaland breyttur afstöðuuppdráttur
Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
3.5. 1103057 - Glammastaðaland sumarhúsalóðir
Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
4. 1103065 - 60. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Ásamt umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar vegna umsóknar Stjörnugríss hf. um starfsleyfi fyrir svínabú að Melum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir umræðum nefndarinnar varðandi umsögnina og fór yfir hana. AH ræddi fundargerðina og fagnaði sérstaklega útgáfu heimildarskrár um náttúru Hvalfjarðarsveitar en verkefnið hefur verið í undirbúningi í rúm 2 ár. Ræddi drög að umsögn að starfsleyfi. AH lagði fram eftirfarandi tillögu; AH leggur til að sveitarfélagið auglýsi starfsleyfisdrög með tilheyrandi skýringum á heimsíðu sinni, enda um mikilvæga umhverfisákvörðun að ræða. Jafnframt lagt til að starfsleyfi fyrir mengandi starfsemi verði framvegis auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins, sbr. auglýstar skipulagstillögur og breytingar á þeim. Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum. Sveitarstjórn samþykkir að gera umsögn nefndarinnar að umsögn Hvalfjarðarsveitar um starfsleyfið. Fundargerðin framlögð.
5. 1103064 - 33. fundur menningarmálanefndar.
SÁ ræddi lið 2 17. júní hátíðarhöld. AH ræddi lið 1 framkvæmd við skiltagerð. Fundargerðin framlögð.
6. 1104008 - 23. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.
Fundargerðin framlögð.
7. 1104013 - 24. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.
Fundargerðin framlögð.
8. 1104022 - 19. fundur fjölskyldunefndar.
Fundargerðin framlögð.
9. 1104025 - 1. fundur samráðshóps um sameiningu skóla Hvalfjarðarsveitar.
Sveitarstjóri ræddi fundarritun og athugasemdir sem fram hafa komið varðandi fundargerðina og er fundargerðinni vísað aftur til umfjöllunar í samráðshópnum og afgreiðslu fundargerðarinnar er frestað. AH ræddi skýrslu Helga Grímssonar. HV ræddi skýrslu Helga Grímssonar.
10. 1104030 - 40. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla.
Sveitarstjóri ræddi fundargerðina, framkvæmdayfirlitið og búnaðarkaup við skólann. MH spurðist fyrir um spennubreyta, magnaukningar og veðurfarslýsingar. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH tók til máls. Sveitarstjórn samþykkti að fá formann nefndarinnar og eftirlitsmann verkefnisins á fund með sveitarstjórn. Fundargerðin framlögð.
11. 1104032 - 62. fundur fræðslu- og skólanefndar.
Sveitarstjóri ræddi lið 11. varðandi hugmyndir aðstoðarskólastjóra varðandi breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Heiðarborgar. SÁ óskaði eftir afstöðu sveitarstjórnar til hæfis síns til að fjalla um málið. Sveitarstjórn metur með 7 greiddum atkvæðum að SÁ sé vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslunni. SÁ vék af fundinum. MH ræddi fram komna tillögu og lagðist gegn tillögu um styrkveitingu vegna utanlandsferðar. AH óskaði eftir upplýsingum varðandi lið 11. styrkbeiðni. ÁH svaraði fram kominni fyrirspurn. Fundargerðin framlögð.
12. 1103042 - Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2010. Síðari umræða.
Sveitarstjóri ræddi ábendingar sem fram koma í endurskoðunarskýrslunni og ræddi bréf er varðar tengda aðila. Lagði til að ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2010 verði samþykktur. AH ræddi ársreikninginn, sérfræðiþjónustu og greiningu á henni og spurðist fyrir varðandi sparkvöll við Heiðarskóla. Sveitarstjóri ræddi ársreikninginn og greiningar. Ræddi fjárlagagerð næsta árs. HV ræddi ársreikninginn og framtíðarhorfur Hvalfjarðarsveitar. MH ræddi mögulegar framkvæmdir og álögur. ÁH svaraði fyrirspurnum. Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar samþykktur með sjö greiddum atkvæðum.
13. 1104023 - Starfshópur um hitaveituvæðingu kaldra svæða.
Erindisbréf og 1. fundargerð starfshópsins.
Sveitarstjórn ræddi erindisbréfið. Fundargerðin framlögð.
14. 1104029 - Styrkbeiðni frá 10. bekk Heiðarskóla.
Erindi frá aðstoðarskólastjóra vegna ferðar til Danmerkur 1. maí.
Umsögn fræðslu- og skólanefndar liggur fyrir um að styrkur til hvers barns sé 10.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslu- og skólanefndar með 5 atkvæðum. MH greiðir atkvæði gegn tillögunni. SÁ vék af fundi vegna afgreiðslunnar. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
15. 1103066 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Veitingarskálans Ferstiklu.
Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 25. mars 2011.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu rekstrarleyfis fyrir sitt leiti að uppfylltum öðrum skilyrðum. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
16. 1104026 - Styrktarumsókn Specialisterne á Íslandi sjálfseignarstofnun, varðandi starf með einstaklingum á einhverfurófi.
Erindi frá Specialisterne á Íslandi, dagsett 28. mars 2011.
Sveitarstjórn getur eigi orðið við erindinu synjað með atkvæðum ÁH MH BÆO FG, þrír sitja hjá.
17. 1104033 - Beiðni um stuðning frá ferðaþjónustuaðilum í Hvalfjarðarsveit og í Kjós.
Erindi frá Jenny Johansen, dagsett 8. apríl 2011.
AH óskaði eftir afstöðu sveitarstjórnar til hæfis síns til þess að fjalla um málið. Gerði grein fyrir afstöðu sinni. Sveitarstjórn metur með 7 greiddum atkvæðum að AH sé vanhæf. AH vék af fundi. Sveitarstjóri ræddi framkomið erindi og lagði til að taka jákvætt í erindið.
HV ræddi fram komna hugmynd og samstarf. MH ræddi erindið. ÁH lagði til styrk kr. 50.000 kr vegna páskadagskrár. Samþykkt samhljóða. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. ÁH lagði fram eftirfarandi tillögu; sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Kjósahrepps og Hvalfjarðarklasans varðandi erindið. ÁH lagði til að erindinu sé vísað til kynningar í atvinnu- og í menningarmálanefnd. HV og SÁ leggja fram eftirfarandi tillögu: Hallfreður og Stefán leggja til við sveitarstjórn að orðið verði tillögu Klasahópsins er varða 1. og 2. liðs og sveitarstjóra falið að útfæra það í samráði við hlutaðeigandi. Samþykkir tillögunni eru HV og SÁ, atkvæði gegn tillögunni greiða ÁH MH BÆO FG.
Tillaga ÁH samþykkt með fjórum atkvæðum. Atkvæði gegn tillögunni
greiða SÁ HV
18. 1104035 - Reiðvegamál
Beiðni um að taka málið á dagskrá, erindi frá Stefáni Ármannssyni, dagsett 8. apríl 2011.
SÁ lagði fram eftirfarandi tillögu; Nú þegar byggingar- og skipulagsnefnd hefur fjallað um og forgangsraðað þeim reiðvegaerindum sem hafa borist sveitarfélaginu leggjum við fram eftirfarandi tillögu sem er í samræmi við þær umfjallanir sem fram hafa farið. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sveitarfélagið útvegi efni til reið- og gönguleiðar og flytji það á staðinn og áhugafólk vinni í sjálfboðavinnu við að leggja út efnið svo endurgerðin verði að veruleika. Í þetta verkefni verði lagðar kr. 2.400.000 að hámarki og sér byggingar- og skipulagsfulltrúi í samráði við bréfritara erindis dags. 01.11.2010 um að halda utan um verkefnið og verði ákvörðuninni vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Stefán, Arnheiður og Hallfreður.
Samþykkir eru SÁ HV AH. Atkvæði gegn tillögunni greiða; ÁH FG BÆO. Tillagan fellur á jöfnum atkvæðum. MH tekur ekki þátt í afgreiðslunni. ÁH ræddi erindið og lagði fram eftirfarandi tillögu; Sveitastjórn hefur ákveðið að setja allt að einni milljón á þessu ári í formi efnis og flutnings. Framlagið er ætlað til endurgerðar á reið- og gönguleiðum meðfram Leirársveitarvegi 504 frá Þjóðvegi 1 og upp að Leirá.
Sveitastjórn telur jákvætt að áhugafólk í sveitarfélaginu sé reiðubúið til að vinna í sjálfboðavinnu við að leggja út efnið og vinna að reiðvega og gönguleiðum í Hvalfjarðarsveit. Sveitastjóra og skipulagsfulltrúa er falið að ræða við forsvarsmann bréfritara varðandi þessa tillögu og skila sveitastjórn nánari útfærslu á næsta fundi sveitastjórnar. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. MH tekur ekki þátt í afgreiðslunum.
19. 1103024 - Nýsköpunarsjóður Hvalfjarðarsveitar.
Erindisbréf stjórnar.
MH ræddi athugasemdir við textann í erindisbréfinu.
20. 1104017 - Aðalfundur Ungmennafélags Hvalfjarðarsveitar, ályktun og skýrsla stjórnar fyrir árið 2010.
Fundargerð aðalfundar og ársskýrsla stjórnar áður send sveitarstjórn rafrænt.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða útfærslur við formann Ungmennafélags Hvalfjarðarsveitar. AH, MH taka jákvætt í erindið og leggja til að íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra verði einnig falið að ræða við formanninn. Áhersla á að hefja viðræður sem fyrst. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
21. 1104010 - Kerfisáætlun 2010, Orkujöfnuður 2013 og afljöfnuður 2013/14.
Upplýsingar varðandi raforkuflutningskerfi og þróun þess.
Tillaga um að vísa erindinu til kynningar í skipulags- og byggingarnefnd og til umhverfisnefndar. AH lagði áherslu á að fá sendar upplýsingar sem Landsnet kynnti á fundi með sveitarstjórn 24. mars sl.
22. 1104016 - Ályktun frá félagsmönnum í 3. deild FL og FSL, vegna sameiningu leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
Ályktun frá félagsmönnum í 3. deild FL og FSL, dagsett 16. mars 2011.
Erindið framlagt og vísað til kynningar í fræðslu- og skólanefnd.
23. 1103050 - Skólaakstur Heiðarskóla.
Erindi frá sveitarstjóra.
Sveitarstjóri ræddi skólaakstur grunn- og framhaldsskóla. SÁ ræddi sama mál.
24. 1104027 - Grein "Samráð með sjóðvali"
Erindi frá Lýðræðissetrinu, dagsett 6. apríl 2010.
Erindið framlagt og jafnframt vísað til kynningar í samþykktarhópi.
25. 1104028 - Áform um byggingu metanorkuvers að Melum í Hvalfjarðarsveit.
Erindi frá Dofra Hermannsyni, dagsett 6. apríl 2011. Áður sent rafrænt til sveitarstjórnar.
Sveitarstjóri kynnti erindið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra ásamt bréfritara að skipuleggja kynningu fyrir sveitarstjórn, umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd. MH, HV ræddu erindið.
26. 1104031 - Varðandi hitaveitu í Svarfhólsskógi.
Bréf frá Valdísi S. Sigurbjörnsdóttir, dagsett 25. mars 2011.
Sveitarstjóri ræddi málefni Hitaveitufélagsins. AH ræddi fund með sumarhúsafélögum. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. FG ræddi erindið. Sveitarstjórn fer yfir erindið með fulltrúa Hitaveitufélags Hvalfjarðar á fundi.
27. 1104024 - Úttekt sundlauga Hvalfjarðarsveitar
Erindi frá byggingarfulltrúa, dagsett 7. apríl 2011.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Ræddi möguleika á að fá etv. undanþágu fyrir sundlaugina við Heiðarborg. Sveitarstjóri fór yfir sundlaugaopnun um páska í Hvalfjarðarsveit. MH óskaði eftir að fá upplistað hvaða atriði þarf að lagfæra. Skipulags- og byggingarfulltrúi
svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV lýsti vonbrigðum varðandi áætluð áform um opnun sundlaugarinnar að Hlöðum um páska ná ekki fram að ganga. AH ræddi sama mál. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fram komnum athugasemdum. Sundlaugin við Heiðarborg verður opin um páska.
28. 1104034 - Umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga. Niðurstöður fyrir árið 2010.
Skýrslan liggur frammi.
Vísað til kynningar í umhverfisnefnd.
29. 1103070 - 80. fundur stjórnar SSV.
Fundargerðin framlögð.
30. 1103071 - Fundur í starfshópi um eflingu sveitarstjórnarstigsins, 15. mars 2011.
Fundargerðin framlögð.
31. 1103072 - 64. stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturland.
Fundargerðin framlögð.
32. 1103073 - 14. aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands sf.
Fundargerðin framlögð.
33. 1104003 - Fundargerð 785. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin framlögð.
34. 1104007 - 85. fundur Faxaflóahafna sf.
Fundargerðin framlögð.
35. 1104018 - 65. stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf.
Fundargerðin framlögð.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:17