Fara í efni

Sveitarstjórn

96. fundur 12. október 2010 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Að auki sátu fundinn, skipulags- og byggingarfulltrúi, aðalbókari og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Oddviti leitaði afbrigða um að taka 54. fundargerð umhverfisnefndar á dagskrá og erindi Ungmenna- og Íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt samhljóða. Og að taka fyrir mál 3. 19. 25. og 27 saman á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1009003F - Sveitarstjórn - 95

 

Fundargerðin framlögð.

 

2. 1009004F - Skipulags- og byggingarnefnd - 98

 

2.1 Ölver 13, sumarhús og breytt lóðarmörk

2.2 Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020

2.3 Grundartangi deiliskipulag vestursvæði

2.4 Herdísarholt, breytt deiliskipulag

2.5 Vellir, skipting lands

2.6 Samgöngumál, ástand malarvega

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina og svaraði fyrirspurnum. HV ræddi nokkur atriði. AH spurðist fyrir varðandi 12. lið. SÁ víkur sæti við afgreiðslu við lið 1009076. Fundargerðin samþykkt

samhljóða.

 

2.1. 1009077 - Ölver 13, sumarhús og breytt lóðarmörk

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.2. 1007044 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.3. 1009029 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði

 

Bókun L og H lista; Fyrir liggur að bæði Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun hafa fjallað um þetta mál og ekki talið forsendur til að fram fari umhverfismat umræddra verksmiðja. Sveitarstjórn tekur jákvætt í það fyrir sitt leiti að endurskoða aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar að því marki sem nauðsynlegt er til að hægt sé að reisa áformaða verksmiðju til álgjallsendurvinnslu á Grundartanga að gefnum eftirtöldum skilyrðum: Fyrst, að tryggt verði að mengunarvarnarbúnaður verksmiðjunnar verði nýr og eins og best þekkist í slíkum verksmiðjum. Í öðru lagi, að hönnun verksmiðjunnar miði að því að halda allri rykmengun í algeru lágmarki og að laust efni verði ekki geymt á lóð verksmiðjunnar.  Með þessu vill sveitarstjórn tryggja að ekki verði aukið við þá mengun sem þegar er orðin meira en nauðsyn krefur. Þó það teljist jákvætt að hægt verði að endurvinna mikið af því efni sem nú þegar fellur til við framleiðslu áls á Grundartanga hér á landi er ekki hægt að líta framhjá því að komið hafa fram spurningar um það hvort heildar mengun á Grundartanga sé þegar komin nálægt þolmörkum.  Það er mikilvægt, til að stefna ekki framtíðarmöguleikum á uppbyggingu á fjölbreyttari starfsemi á svæðinu í hættu að verksmiðjan sem fyrirhuguð er á svæði sem nú er skipulagt sem þjónustusvæði verði þannig frágengin að hún fæli ekki frá þá þjónustu eða léttu iðnaðarstarfsemi sem gert er ráð fyrir í núgildandi skipulagi. Við hvetjum enn fremur til þess að álgjallsverksmiðjan verði knúin með gasi í stað olíu sé það mögulegt.

Sveitarstjórn felur oddvita að ræða þetta álit sveitarstjórnar á vettvangi stjórnar Faxaflóahafna og sveitarstjóra falið að senda Umhverfisstofnun bréf með ósk um samráð við starfsleyfisgerð vegna umræddrar verksmiðju þegar og ef til starfsleyfisumsóknar kemur. AH ræddi bókunina. SSJ ÁH SAF og BMA samþykkja bókun. HV AH SÁ sitja hjá.

Tillagan um aðalskipulagsbreytingu samþykkt með atkvæðum, SSJ ÁH BMA SAF gegn tillögunni greiða atkvæði HV AH SÁ. AH gerði grein fyrir atkvæði sínu; Tók undir bókun BH og ÁHó í skipulags- og byggingarnefnd. SAF gerði grein fyrir atkvæði sínu. HV gerði grein fyrir atkvæði sínu. Tók undir bókun BH og ÁHó í skipulags og byggingarnefnd.

 

2.4. 1009009 - Herdísarholt, breytt deiliskipulag

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.5. 1009080 - Vellir, skipting lands

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.6. 1010014 - Samgöngumál, ástand malarvega

 

Sveitarstjóri greindi frá að erindi sama efnis var sent Vegagerðinni 27. september. Bókun samþykkt samhljóða.

 

3. 1007003F - Skipulags- og byggingarnefnd - 96

 

3.1 Brekka niðurrif, frestað af 92. fundi sveitarstjórnar.

 

3.1. 1008003 - Brekka II, niðurrif

 

Tillaga um að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

4. 1010023 - Umhverfis og náttúruverndarnefnd 54. fundur.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina. AH, SAF, BMA ræddu fundargerðina. Fundargerðin framlögð.

 

5. 1010024 - Fræðslu- og skólanefnd 55. fundur.

 

BMA fór yfir fundargerðina. HV AH ræddu fundargerðina. BMA svaraði fyrirspurnum. Fundargerðin samþykkt samhljóða. HV AH SÁ sitja hjá við 5. lið og taka undir bókun Hlyns Sigurbjörnssonar í fundargerðinni.

 

6. 1010032 - Fjölskyldunefnd 14. fundur.

 

SAF fór yfir fundargerðina. SÁ ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. SAF svaraði fyrirspurnum. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

7. 1010015 - Verkefnisstjórn fyrir nýbyggingu Heiðarskóla 35. fundur.

 

Fundargerðin framlögð.

 

8. 1010025 - Verkefnisstjórn fyrir nýbyggingu Heiðarskóla 36. fundur.

 

HV ræddi fundargerðina. Fundargerðin framlögð.

 

9. 1010016 - Verkfundur 12 vegna byggingar nýs Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

10. 1010017 - Verkfundur 13 vegna byggingar nýs Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

11. 1010022 - Rekstraryfirlit jan - sept 2010.

 

Aðalbókari fór yfir lykiltölur og svaraði fyrirspunum. ÁH ræddi yfirlitið.

 

12. 1009051 - Fráveitumál í Hvalfjarðarsveit.

 

Erindi frá E-lista frestað á 94. fundi

 

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið kosti rotþró við hvert íbúðarhús, niðursetningu og lögn að húsgrunni. Kostnaðaráætlun skal liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Einnig sjái sveitarfélagið um viðhald á öðrum rotþróm við íbúðarhús, húseigendum að kostnaðarlausu. Tryggja þarf að samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit sé í samræmi við þessa tillögu.  SÁ ræddi tillöguna. Greinargerð með tillögunni: Gert skal ráð fyrir 2 rotþróm á ári í fjárhagsáætlun eða sem svarar allt að 2.000.000 á ári. Í einhverjum tilvikum eru rotþrær við íbúðarhús í dreifbýli sem ekki hafa verið kostaðar af sveitafélaginu til þessa. Skal tillagan ná yfir þær rotþrær líka en þá sé greitt skv. fyrirliggjandi reikningum. Ræðst fjöldi þeirra sem greiddar eru á ári af fjármagni hvers árs, í þeirri röð sem umsóknir berast. BMA ræddi framkomna tillögu. ÁH ræddi framkomna tillögu. HV ræddi fram komna tillögu. SÁ ræddi tillöguna og greinargerðina. Samþykkir tillögu eru: HV AH SÁ atkvæði gegn tillögunni SSJ ÁH SAF BMA. Tillagan er felld.

 

13. 1009066 - Ný skipulagsreglugerð.

 

Erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 10. september 2010 vegna vinnu við gerð tillögu að nýrri skipulagsreglugerð. Ósk um ábendingar.

 

Vísað til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

14. 1010008 - Ósk um þátttöku Hvalfjarðarsveitar í kostnaði við skólaakstur á milli Borgarness og Akraness.

 

Erindi frá Herði Helgasyni skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands dagsett 30. september 2010.

Málinu frestað á 94. fundi sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjóri fór yfir fund með skólameistara frá því fyrr í dag. HV ræddi erindið. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslunni.

 

15. 1010019 - Umsókn um styrk fyrir árið 2011.

 

Erindi frá Skógarmönnum KFUM dagsett 30. september 2010.

 

Tillaga um að synja erindinu samþykkt með atkvæðum SSJ ÁH SAF BMA. HV SÁ AH sitja hjá við afgreiðsluna.

 

16. 1010020 - Kór Saurbæjarprestakalls, umsókn um styrk.

 

Erindi frá gjaldkera kórsins dagsett 6. október 2010.

 

Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt með sex atkvæðum SAF situr hjá við afgreiðsluna. HV gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 

17. 1010026 - Samningur við almennt starfsfólk hjá Hvalfjarðarsveit.

 

Erindi frá trúnaðarmönnum starfsmanna Heiðarskóla og Skýjaborgar dagsett 7. október 2010.

 

SÁ ræddi erindið. SAF ræddi erindið. Tillaga um að verða við erindinu og að samningurinn verði afturvirkur frá þeim tíma að fyrri samningur féll úr gildi og að gildistími verði til 1. júlí 2012. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

18. 1010027 - Fyrirspurn um stöðu á framkvæmdum í viðhaldsáætlun s.br.fjárhagsáætlun 2010.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir verkefnastöðu á viðhaldsáætlun. HV spurðist fyrir varðandi verkefnin. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði.

 

19. 1010028 - Námskeið fyrir sveitarstjórn og nefndir Hvalfjarðarsveitar.

 

Sveitarstjóri ræddi framkomna fyrirspurn. HV ræddi erindið. AH lagði fram tillögu fyrir hönd E lista; Sveitarstjórn samþykkir að standa að námskeiði fyrir nefndarfólk í Hvalfjarðarsveit í samstarfi við Kjósarhrepp og Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að útfæra hugmyndina nánar í samráði við þessa aðila. Jafnframt verði sveitarstjórnarfulltrúar hvattir til þess að sækja námskeið sem framundan eru hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

20. 1010031 - Tillaga L og H lista, sameiginleg innkaupastefna Hvalfjarðarsveitar.

 

ÁH ræddi fram komna tillögu. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

21. 1010033 - Rangfærslur á 95. fundi sveitarstjórnar.

 

Erindi frá Magnúsi Hannessyni dagsett 8. október 2010.

 

Lagt fram.

 

 

Mál til kynningar

 

22. 1009062 - Tilmæli til sveitarstjórna vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga.

 

Erindi frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 24. september 2010.

 

HV ræddi erindið. Tillaga um að vísa erindinu til hópsins sem vinnur að endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar, með vísan til 56. greinar í samþykktum Hvalfjarðarsveitar. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

23. 1009055 - Fjárhagsáætlun 2011

 

Sveitarstjóri fór yfir verklag við fjárhagsáætlunina.

 

24. 1007015 - Heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

 

Erindi frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 28. júlí 2010.

 

Lagt fram.

 

25. 1008009 - Skoðun á kaldavatnsmálum í Hvalfjarðarsveit.

 

Skýrsla skipulags- og byggingarfulltrúa, lögð fram á fundi.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir helstu þættina. HV óskar eftir að skýrslan verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

26. 1010005 - Starfsmannamál

 

Sveitarstjóri upplýsti hver staðan væri og fór yfir næstu skref i ráðningarmálum.

 

27. 1010029 - Minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna aðkomu íbúa Hvalfjarðarsveitar að Gámu á Akranesi og gámstöðinni Borgarnesi.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi ræddi fyrirkomulag varðandi gámastöðvar.

Tillaga um að íbúar og sumarhúsaeigendur kaupi sjálfir klippikort. AH ræddi hugmyndir um aðra útfærslu sorphirðu á gámastöðvum. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að skila tillögu varðandi fyrirkomulag við fjárhagsáætlunina. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 

Önnur mál – (ef einhver eru)

 

28. 1010034 - Ósk um tíma í íþróttahúsinu í Heiðarborg og í sundlaug fyrir

Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar.

 

BMA SÁ HV SAF ræddu erindið. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við félagið varðandi fyrirkomulag og afnot af Heiðarborg. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:55

Efni síðunnar