Sveitarstjórn
Mættir:
Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Sævar Ari Finnbogason og Stefán Ármannsson.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
Oddviti tilkynnti í upphafi fundar að fundurinn væri hljóðritaður og er það gert til samræmis við ákvörðun sveitarstjórnar frá fundi 14. september 2010. Að auki sátu fundinn skipulags- og byggingarfulltrúi og sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Leitaði afbrigða að taka saman lið 5. og 10. samþykkt samhljóða.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1. 1009002F - Sveitarstjórn - 94
HV. Fyrirspurnir og athugasemdir frá Hallfreði, Arnheiði og Stefáni. HV, AH og SGÁ ítreka fyrirspurn sína varðandi starf eldri borgara og
samstarfssamning þar að lútandi. 4. liður: Fundur fræðslu- og skólanefndar: Fyrirspurn varðandi bókun í 54. fundargerð fræðslu- og skólanefndar, 9. lið um fjölda barna í leikskóla skólaárið 2010-2011. Þar leggur nefndin til að skólastjóri Skýjaborgar verði fenginn til að kynna málið fyrir sveitarstjórn. HV, AH og SGÁ óska eftir upplýsingum um þessa kynningu og hvenær áætlað sé að hún fari fram.15. liður: Endurskoðuð fjárhagsáætlun. HV, AH og SGÁ leggja fram fyrirspurn um lántöku í tengslum við nýbyggingu Heiðarskóla og fjármögnun verkefnisins almennt m.t.t. þeirra áætlana sem unnið er eftir. 23. liður: Fráveitumál í Hvalfjarðarsveit. HV, AH og SGÁ gera
athugasemd við að áður flutt tillaga E-lista um rotþrær við íbúðarhús sé ekki á dagskrá fundarins, þar sem úttekt skipulags- og byggingarfulltrúa liggur nú fyrir lagði fram fyrirspurnir varðandi fundargerðina. Sveitarstjóri, SSJ og SAF svöruðu framkomnum fyrirspurnum. SSJ, HV og AH ræddu lið 16. Fundargerðin framlögð.
2. 1010006 - Starfshópur um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar 4. fundur.
Fundargerðin framlögð.
3. 1010007 - Verkfundur 11 vegna byggingar nýs Heiðarskóla.
HV AH SAF ræddu málefni Heiðarskóla. Samþykkt að fá formann framkvæmdanefndar á fund sveitarstjórnar. Fundargerðin framlögð.
Mál til afgreiðslu
4. 1009053 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga árið 2011.
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dagsett 14. september 2010, ásamt samningsdrögum til samþykktar.
Sveitarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög. SAF ræddi drögin og benti á nokkur atriði varðandi samninginn. Tillaga um að samþykkja
fyrirliggjandi drög samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar áréttar að aðkoma Hvalfjarðarsveitar að þjónusturáðinu sé tryggð. Tekið er undir athugasemdir sem fram hafa komið varðandi gildistíma í lið 11.1 í samningnum samanber bókun byggðaráðs Borgarbyggðar. Samþykkt samhljóða.
5. 1009063 - Skipulag sumarbústaðalóða í Glammastaðalandi.
Erindi frá Félagi landeigenda í Glammastaðarlandi dagsett 10. september 2010 þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að
ofangreindri vinnu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. SAF HV ræddu erindið. Sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið af afla nánari
gagna varðandi málið, afgreiðslu frestað. Bókun samþykkt samhljóða.
6. 1009067 - Umsókn um undanþágu á reglu um lágmarksaldur við inntöku barns á leikskólann Skýjaborg.
Erindi frá Karen Marteinsdóttur dagsett 14. september 2010.
Tillaga um að vísa framkomnu erindi til umfjöllunar í fræðslu- og skólanefnd. Samþykkt samhljóða.
7. 1009071 - Framkvæmdanefnd um endurgerð kútters Sigurfara, erindisbréf.
Erindi frá verkefnisstjóra Akranesstofu dagsett 22. september 2010.
Tillaga um að Anna Leif Elídóttir aðalmaður og Hannessína Ásgeirsdóttir varamaður taki sæti í nefndinni. Samþykkt samhljóða.
Erindisbréfið samþykkt samhljóða.
8. 1010005 - Starfsmannamál að beiðni E-lista.
HV fyrir hönd E lista, óskaði eftir upplýsingum varðandi starfsmannahald á skrifstofu, ráðningu til félagsþjónustu, starf sundlaugarvarðar, æskulýðsfulltrúa og starf umsjónarmanns fasteigna. Sveitarstjóri svaraðifyrirspurnum. SSJ AH SAF ÁH BMA SÁ ræddu sama mál.
9. 1010008 - Ósk um þátttöku Hvalfjarðarsveitar í kostnaði við skólaakstur á milli Borgarness og Akraness.
Erindi frá skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands dagsett 30. september 2010.
Erindinu frestað, sveitarstjóri og oddviti eiga fund með skólameistara í næstu viku. Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
10. 1009072 - Rotþró við heimili í Hvalfjarðarsveit.
Úttekt skipulags- og byggingarfulltrúa á kostnaði við kaup á rotþró og frágangi við íbúðarhús.
Framlagt.
11. 1009028 - Fyrirspurn varðandi flúor í hrossabeinum.
Afrit af bréfi Norðuráls dagsett 29. september við erindi frá Hrossaræktarsambandinu.
Lagt fram.
12. 1009056 - Hluthafafundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 1. október 2010.
Fundarboð, erindi dagsett 15. september 2010.
Sveitarstjóri sat hluthafafundinn. Erindið framlagt.
13. 1009061 - XXIV. landþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samantekt sveitarstjóra frá þinginu.
Lagt fram.
14. 1009065 - Lýsing á gatnamótum Vesturlandsvegar og Grundartangavegar.
Afrit af sameiginlegu bréfi Hvalfjarðarsveitar og fyrirtækja á Grundartanga til Vegagerðarinnar þann 8. september s.l.
HV ræddi erindið. Lagt fram.
15. 1009068 - Flæði og kerbrotagryfjur á svæði Faxaflóahafna við Grundartanga.
Afrit af bréfi Elkem Ísland til Umhverfisstofnunar dagsett 7. september 2010.
AH og SAF ræddu erindið. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ítrekar mikilvægi þess að áfram séu stundaðar nákvæmar mælingar á þeirri mengun sem frá flæði- og kerbrotagryfjum getur stafað og að sveitarstjórn sé upplýst ef breytingar verða á niðurstöðum mælinga. Oddvita falið að ræða í stjórn Faxaflóhafna eftirlit með hvaða efni kunna að fara í flæðigryfjurnar. Bókun samþykkt samhljóða. Erindið framlagt.
16. 1009075 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010.
Fundarboð, erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 28. september 2010.
Sveitarstjóri mun sitja fundinn. Samþykkt samhljóða.
Aðrar fundargerðir
17. 1009069 - 78. fundur Faxaflóahafna sf. Erindi hafnarstjóra vegna endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2010 og ársskýrsla 2009.
SÁ ítrekaði að fundargerð hefur ekki borist frá aðalfundi. Endurskoðuð fjárhagsáætlun staðfest samhljóða. Fundargerðin framlögð.
18. 1010001 - 7. aðalfundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Fundargerðin framlögð.
19. 1010002 - 29. fundur samgöngunefndar SSV.
HV ræddi efni fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð
20. 1010003 - 92. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Fundargerðin framlögð.
21. 1010004 - 31. - 34. fundur Akranesstofu.
Fundargerðir frá 31.- 34. fundi framlagðar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.59