Fara í efni

Sveitarstjórn

94. fundur 14. september 2010 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson. 

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Auk þess sátu fundinn; Einar Jónsson aðalbókari, Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Undir lið 14. og 24. var Jóhann Þórðarson endurskoðandi og fór yfir árshlutareikning og endurskoðun fjárhagsáætlunar. Undir sömu liðum var Einar Jónsson aðalbókari og svaraði fyrirspurnum. Oddviti leitaði afbrigða um að taka lið 14. og lið 24. fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða. Oddviti leitaði afbrigða að taka 25. fundargerð menningarmálanefndar til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða. Oddviti leitaði afbrigða um að taka samningsdrög dags. 14. sept. vegna yfirfærslu málefna fatlaðra, á dagskrá.

Samþykkt samhljóða. Birna María vék af fundi kl. 23.25.

 

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1007002F - Sveitarstjórn - 92

 

HV lagði fram fyrirspurnir; Fulltrúar E-listans telja rétt að sveitarstjórn undirriti 92. fundargerð sveitarstjórnar að nýju, þar sem ósamræmi er á milli undirritaðrar fundargerðar og þeirrar fundargerðar sem birt er á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. 8. liður: Fulltrúar E-listans óska eftir upplýsingum um starf eldri borgara og samstarfsamning þar að lútandi m.a. þátttöku í skipulagðri handavinnu sbr. umræður á 92. sveitarstjórnarfundi.

13. liður: Fulltrúar E-listans óska eftir skýringum á því hvers vegna ákvörðun sveitarstjórnar, um að fulltrúar sveitarstjórnar sætu fund með Íslenska Gámafélaginu og starfsmönnum Hvalfjarðarsveitar, var sniðgengin.

24. Fulltrúar E-listans óska eftir upplýsingum um það verklag og þá forgangsröðun sem viðhöfð var vegna framkvæmda við Svarthamarsrétt.  Var ekki farið eftir viðhaldsáætlun sem unnin var í tengslum við fjárhagsáætlun sem og ábendingum réttarstjóra?  Hallfreður Vilhjálmsson. Arnheiður Hjörleifsdóttir.Stefán Ármannsson.

 

Oddviti og starfsmenn svöruðu athugasemdunum. Fundargerðin framlögð.

 

2. 1008001F - Sveitarstjórn - 93.

Fundargerðin framlögð.

 

3. 1009001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 97

 

3.1 Grundartangahöfn, framkvæmdaleyfi.

3.2 Miðsandur, framkvæmdaleyfi líparítvinnslu.

3.3 Aðalskipulag Skorradalshrepps 2008 - 2020.

3.4 Skorholt útskipting lands.

3.5 Beitistaðir, gisting í flokki 1.

3.6 Hraðatakmarkanir á Svínadalsvegi.

 

Samþykkt að grenndarkynna í lið 6 skv. 43. grein skipulags og byggingarlaga no. 43 - 1997.

Lið 12. BH 07010 Bakki 133731. Afgreiðslu frestað. Sveitarstjórn óskar eftir að kynning varðandi lið 19. Grundartangi deiliskipulag, fari að auki fram fyrir sveitarstjórn og umhverfisnefnd.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

3.1. 1009008 - Grundatangahöfn, framkvæmdaleyfi

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3.2. 1009015 - Miðsandur, framkvæmdaleyfi líparítvinnslu

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3.3. 1009014 - Aðalskipulag Skorradalshrepps 2008-2020

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir helstu atriðin og lagði fram minnisblað. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3.4. 1009004 - Skorholt útskipting lands

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3.5. 1009017 - Beitistaðir, gisting í flokki I

 

Sveitarstjórn samþykkir umsögnina og gerir ekki athugasemd að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samþykkt samhljóða.

 

3.6. 1009005 - Hraðatakmarkanir á Svínadalsvegi

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

4. 1009018 - Fræðslu og skólanefnd 54. fundur.

 

Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

5. 1009019 - Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 53. fundur.

 

AH. ræddi lið 1. 3 og 6.  Lagði fram bókun. Umhverfisvöktun á Grundartanga 6. liður. Arnheiður fór yfir feril máls um endurskoðun á vöktunaráætlun iðjuveranna á Grundartanga. Hún rakti forsöguna, minnti á að drög að vöktunaráætlun liggja nú þegar fyrir og rifjaði upp samþykktir sveitarstjórnar frá því fyrr í sumar. Hún ítrekaði mikilvægi þess að fylgja málinu fastar eftir, þar sem einungis einn samráðsfundur er eftir í ferlinu. Arnheiður óskaði eftir endurnýjuðu umboði sveitarstjórnar til þess að sitja þriðja og síðasta samráðsfundinn og að því fylgi aðgangur að þeim gögnum sem málið varðar. Samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að formaður umhverfisnefndar sitji í samráðshópnum. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

6. 1009020 - Menningarmálanefnd 23. fundur.

 

Fundargerðin framlögð.

 

7. 1009046 - Menningarmálanefnd 24. fundur.

 

Tillaga um að menningarmálanefnd vinni tillögu í lið 5 nánar og að kannað verði með fyrri samþykkt sveitarstjórnar varðandi skiltagerð sem var til umfjöllunar í atvinnumálanefnd í apríl sl. Jafnframt verði menningarmálanefndinni falið að kanna kostnað og áhuga fyrirtækja fyrir skiltagerð og skili drögum fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

8. 1009054 - Menningarmálanefnd 25. fundur.

 

Fundargerðin framlögð.

 

9. 1009042 - Fjölskyldunefnd 13. fundur.

 

Tillaga um mánaðarlega greiðslu á þjónustu við fatlaðan einstakling kr. 61.739 samþykkt samhljóða. Næstu fjóra mánuði eða þangað til fyrirfærsla á málflokknum færist yfir til sveitarfélaganna. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

10. 1009047 - Starfshópur um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar 1. fundur.

 

Fundargerðin framlögð.

 

11. 1009048 - Starfshópur um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar 2. fundur.

 

Fundargerðin framlögð.

 

12. 1009049 - Starfshópur um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar 3. fundur.

 

Fundargerðin framlögð. Jafnframt voru lögð fram drög að verklagsreglum vegna hljóðritunar sveitarstjórnarfunda Hvalfjarðarsveitar.

Verklagsreglurnar samþykktar samhljóða.

 

13. 1009032 - Verkfundur 9 vegna byggingar nýs Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

14. 1009033 - Verkfundur 10 vegna byggingu nýs Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

15. 1009016 - Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2010.

 

Sveitarstjóri fór yfir helstu breytingar á endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

16. 1006035 - Starfsmannamál.

a) Starf skipulags- og byggingarfulltrúa.

c) Tillaga oddvita um lækkun launa oddvita.

b) Fyrirspurn E lista, ósk eftir upplýsingum um starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

 

A) Tillaga frá fulltrúum E lista; Við leggjum til að drög að ráðningarsamningi verði send skipulags- og byggingarnefnd til umfjöllunar, áður en samningurinn verður lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar. HV AH SÁ. Tillagan er felld með 4 atkvæðum SSJ ÁH BMA SAF gegn 3 atkvæðum HV AH SÁ.

Tillaga um ráðningarsamning við skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkt 4 atkvæðum SSJ ÁH BMA SAF 3 sitja hjá HV AH SÁ. HV AH og SÁ gera grein fyrir atkvæðum sínum. Við teljum ágalla í málsmeðferð þessa dagskrárliðar og sitjum því hjá við atkvæðagreiðsluna. Ekki hefur verið tillit tekið til frestunarbeiðni á afgreiðslu á samningnum, né heldur verið viðhaft það samráð sem boðað var við undirbúning málsins.

Bókun L og H lista. Við viljum leggja áherslu á að ekki er verið að ráða nýjan starfsmann til sveitarfélagsins, heldur er verið að endurnýja ráðningarsamning við starfsmann sem hefur unnið fyrir sveitarfélagið í fjögur ár og reynst sveitarfélaginu vel. Við teljum að ráðningarsamningurinn sé góður fyrir báða aðila. Því þurfi ekki að kynna hann í nefndum eins og ef um nýráðningu væri að ræða.

 

B) Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. HV situr hjá við afgreiðsluna.

 

C) Sveitarstjóri lagði fram svarbréf.

 

17. 1007013 - Verksamningur vegna sorphirðu á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi.

Tillaga um þriggja tunnu sorphirðu í brúntunnukerfi frá skipulags- og byggingarfulltrúa og tillögur Íslenska gámafélagsins.

Erindi frá Akraneskaupstað varðandi undirritun samnings dagsett 16. ágúst 2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fara í þriggja tunnu sorphirðu og samþykkir að kaupa ílát til þess að taka við lífrænum úrgangi fyrir hvert heimili í Hvalfjarðarsveit. Tillaga um 660 lítra ker við heimili í dreifbýli. Samþykkt samhljóða.

 

18. 1009022 - Fjármögnun byggingar tíu hjúkrunarrýma á Dvalarheimilinu Höfða.

Erindi frá stjórn Dvalarheimilisins Höfða dagsett 1. september 2010.

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindinu og lagði fram svar frá framkvæmdastjóra Höfða vegna verksins. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti fjármögnunina, með fyrirvara um að bæði sveitarfélögin samþykki erindið. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

19. 1009023 - Fulltrúi í fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands kjörtímabilið 2010-2014.

Erindi frá skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands.

 

Fræðslu- og skólanefnd hefur samþykkt að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar verði Birna María Antonsdóttir og Valgerður Jóna Oddsdóttir varamaður. Samþykkt samhljóða.

 

20. 1009043 - Kjör fulltrúa á aðalfund SSV 10. september 2010.

Breyting á fulltrúa E lista á aðalfundinum.

 

Sveitarstjórn staðfestir að Ása Hólmarsdóttir var fulltrúi á aðalfundi SSV.

 

21. 1009045 - Ljósastaur við Hagaflöt.

Erindi frá Sigurjóni Sigurðssyni dagsett 7. september 2010.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir forsendur og ræddi fram komna beiðni.

Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

 

22. 1009050 - Aðgangur að fundaraðstöðu í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar.

Tillaga E lista; Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar í sveitarstjórn, sem og formenn nefnda hafi lykil og aðgang að fundarherbergi í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar. Aðgangur er bundinn við störf viðkomandi aðila í þágu sveitarfélagsins, hvort sem er á hefðbundnum skrifstofutíma eða þar fyrir utan. Umgengni, frágangur og fundartími verði í samráði við skrifstofustjóra.

 

Tillaga um að vísa erindinu til umfjöllunar í starfshópi sem fjallar um samþykktir Hvalfjarðarsveitar sem verði falið að móta reglur um aðgengi að stjórnsýsluhúsinu. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

23. 1009051 - Fráveitumál í Hvalfjarðarsveit.

Tillaga frá E lista; Sveitarstjórn samþykkir að sveitafélagið kosti rotþró við hvert íbúðarhús, niðursetningu og lögn að húsgrunni. Kostnaðaráætlun skal liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Einnig sjá sveitarfélagið um viðhald á öðrum rotþróm við íbúðarhús, húseigendum að kostnaðarlausu. Tryggja þarf að samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit sé í samræmi við þessa tillögum.

 

Meirihluti leggur til að málinu sé vísað til skipulags og byggingarfulltrúa sem geri úttekt á kostnaði við kaup á rotþróm og niðursetningu þeirra. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

24. 1009052 - Styrkbeiðni til lagfærslu á vatnsbóli og lögnum að Geitbergi

Erindi frá Pálma Jóhannessyni til skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 29. ágúst 2010.

 

Beiðni um styrkveitingu er hafnað. Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til þeirrar samantektar sem fram fer varðandi kaldavatnsmál í Hvalfjarðarsveit. Samþykkt samhljóða.

 

25. 1009053 - Samningur um málefni fatlaðra frá SSV.

Yfirfærsla málefna fatlaðar til sveitarfélaga árið 2011. Samningsdrög send Hvalfjarðarsveit 14. september. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar og umboði til þess að undirrita samninginn.

 

Erindinu frestað til næsta fundar.

 

 

Mál til kynningar

 

26. 1009030 - Árshlutareikningur jan -júl 2010.

 

Jóhann Þórðarson endurskoðandi fór yfir árshlutareikninginn. Svaraði fyrirspurnum. Sveitarstjórn staðfestir árshlutareikninginn með undirritun sinni.

 

27. 1009021 - Efling brunavarna í Hvalfjarðarsveit.

Svar starfsmanna Hvalfjarðarsveitar við fyrirspurn minnihluta sveitarstjórnar um ætlaðan misbrest á eftirfylgni verkefnisins á 92. fundi stjórnarinnar.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir svarbréfið. Lagt fram.

 

28. 1004011 - Rafmagnsgirðing á Hvalfjarðarströnd.

Minnisblað vegna fundar frá 7. september s.l.

 

Lagt fram.

 

29. 1009024 - Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum.

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna útgáfu á handbókum um gerð skólastefnu dagsett 1. september 2010. Erindi einnig sent fræðslu og skólanefnd.

 

Lagt fram.

 

30. 1009025 - Ályktun Velferðarvaktarinnar í upphafi skólastarfs.

Ályktun frá fundi velferðarvaktarinnar 24. ágúst s.l. um líðan barna í upphafi skólaárs dagsett 1. september 2010.

 

Vísað til fjölskyldunefndar.

 

31. 1009027 - Vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum.

Erindi frá Vinnueftirlitinu dagsett 2. september 2010.

 

Vísað til tæknideildar til afgreiðslu.

 

32. 1009034 - Faxaflóahafnir sf. arður 2010

Tilkynning frá Faxaflóahöfnum dagsett 20. ágúst 2010.

 

Lagt fram.

 

33. 1009028 - Fyrirspurn varðandi flúor í hrossabeinum.

Afrit af bréfi Hrossaræktarsambands Vesturlands til Norðuráls dagsett 15. ágúst 2010, þegar sent umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

 

Lagt fram.

 

34. 1009035 - Menningarráð Vesturlands, boð um kynningu á starfsemi ráðsins.

Bréf frá ráðinu dagsett 6. september 2010.

 

Lagt fram. Vísað til kynningar í menningarmálanefnd.

 

35. 1009044 - Fundur með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2010.

Boð frá fjárlaganefnd um fund, líklega 27. eða 28. september 2010.

 

Tillaga um að ítreka fyrri erindi til fjárlaganefndar. Oddvita og sveitarstjóra falið að fara með erindin.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

36. 1009036 - Stjórn Faxaflóahafna 77. fundur.

 

Fundargerðin framlögð.

 

37. 1009037 - Stjórn Dvalarheimilisins Höfða 60. fundur

 

Fundargerðin framlögð.

 

38. 1009038 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 776. fundur, ásamt ársskýrslu.

 

Fundargerðin framlögð.

 

39. 1009039 - SSV, 77. fundur stjórnar.

 

Fundargerðin framlögð.

 

40. 1009040 - SSV, samgöngunefnd 29. fundur.

 

Fundargerðin framlögð.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 00.15

Efni síðunnar