Sveitarstjórn
Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Halldóra Halla Jónsdóttir, Björgvin Helgason, Ása Hólmarsdóttir, Sara Margrét Ólafsdóttir, Ása Helgadóttir,
Ása Helgadóttir varaoddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
Að auki sat fundinn Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri sem ritaði fundargerði.
Mál til afgreiðslu
1. 0909065 - Umfjöllun um stjórnsýslukæru.
Kostnaður af kæru og undirbúningi hennar. Erindi frá Þórarni V. Þórarinssyni hæstaréttarlögmanni. dagsett 17. maí 2010.
Varaoddviti ræddi framkomna beiðni um greiðslu á reikningi og lagði fram tillögu H lista um að greiða reikninginn og vísa ákvörðuninni til endurskoðunnar fjárhagsáætlunar. SAF fór yfir sjónarmið L lista og ræddi tillögu L lista. BH og ÁHó ræddu sjónarmið E lista og óskuðu eftir að fá afrit af áliti lögfræðings Hvalfjarðarsveitar frá 18. maí.
Eftir fundarhlé og umræður lögðu sveitarstjórnarmenn til að Hvalfjarðarsveit greiði kostnaðinn. Fjármögnun er vísað til
endurskoðunar fjárhagsáætlunar, samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn áréttar að sveitarfélaginu ber ekki lagaleg skylda að greiða umræddan kostnað, að mati lögmanns sveitarfélagsins .
En sé litið til sanngirnis sjónarmiða og í ljósi þess að hinar formlegu leiðir sem sveitarstjórnarmönnum standa til boða, dugðu ekki til fellst sveitarstjórn á að greiða umræddan kostnað. Sveitarstjóra er falið að ræða við fulltrúa Advocatus slf.
Jafnframt er kallað eftir samantekt á heildarkostnaði sveitarfélagsins vegna lögfræðiaðstoðar og lögfræðiálita vegna málsins.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:30