Fara í efni

Sveitarstjórn

91. fundur 13. júlí 2010 kl. 16:00 - 18:00

Mættir:

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Björgvin Helgason.

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 

Að auki sátu fundinn Sæmundur Víglundsson staðgengill skipulags- og byggingarfulltrúa, Einar Jónsson aðalbókari og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1006001F - Sveitarstjórn - 88

 

Fundargerðin framlögð. Sveitarstjóri svaraði fyrirspurnum varðandi ábendingar varðandi rekstur á sundlaug og á tjaldstæði að Hlöðum.

 

2. 1006005F - Sveitarstjórn - 90

 

Fundargerðin framlögð. Arnheiður benti á að ekki gætir jafnræðis karla og kvenna við skipun í nefndir á vegum Hvalfjarðarsveitar eins og 15. grein jafnréttislaga gerir ráð fyrir.

 

3. 1006007F - Skipulags- og byggingarnefnd - 95

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

4. 1007002 - Fræðslu- og skólanefnd 53. fundur.

 

4.1 Tillaga leikskólastjóra að fjölda barna í leikskólanum skólaárið 2010-2011

 

4. Arnheiður ræddi kennslufyrirkomulag Heiðarskóla. Almennar umræður um fjölda barna í leikskóla.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

4.1. Tillaga um að fresta afgreiðslu á tillögu leikskólastjóra. Samþykkt samhljóða.

 

 

5. 1007021 - Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 52. fundur.

Fundur haldinn 12. júlí n.k.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við lóðarhafa varðandi frágang á byggingalóðum.

Sveitarstjórn samþykkir að Andrea Anna Guðjónsdóttir og Arnheiður Hjörleifsdóttir sitji fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar í samráðshópi vegna endurskoðunar á vöktunaráætlun við Grundartanga. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

6. 1007003 - Fjölskyldunefnd 12. fundur.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

7. 1007004 - Menningarmálanefnd 21. fundur

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

8. 1007005 - Verkefnisstjórn fyrir nýbyggingu Heiðarskóla 33. fundur.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

9. 1007006 - Verkefnisstjórn fyrir nýbyggingu Heiðarskóla 34. fundur

 

Fundargerðin framlögð.

 

10. 1007007 - Verkfundur 7 og 8 vegna byggingar Heiðarskóla.

 

Fundargerðirnar framlagðar.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

11. 1007035 - Rekstraryfirlit Hvalfjarðarsveitar jan-jún 2010.

 

Rekstraryfirlit lagt fram. Aðalbókari fór yfir helstu lykiltölur.

 

12. 1006035 - Starfsmannamál.

 

Sveitarstjóri lagði fram samantekt í sjö liðum varðandi ýmis mál.

Sveitarstjórn samþykkir að næsti formlegi fundur sveitarstjórnar verði 17. ágúst. Samþykkt með fimm atkvæðum. AH og BH sitja hjá við afgreiðsluna.

Sveitarstjóri vék af fundi undir umræðum um ráðningarmál sveitarstjóra.

Ráðningarsamingur við sveitarstjóra;

Oddviti leggur fram ráðningarsamning milli Hvalfjaraðarsveitar og Laufeyjar Jóhannsdóttur.

 

Framlögð breytingartillaga við framlögð drög að ráðningarsamningi frá E-lista

Breyting á 5. gr. ráðningarsamnings sveitarstjóra: Að umsamin mánaðarlaun verði 600.000 í stað 731.697 og að réttur til biðlauna verði einn mánuður í stað þriggja.

Arnheiður, Hallfreður og Björgvin.

Tillagan felld með fjórum atkvæðum ÁH, BMA, SAF SJ gegn þrem atkvæðum AH, HV, BH.

 

Samningur borinn undir atkvæði

Samningur samþykktur með 4 atkvæðum: ÁHe, BMA, SAF SJ gegn þrem atkvæðum AH, HV, BH.

 

Bókun við atkvæðagreiðslu

Við, undirrituð, viljum vekja athygli á því að ráðningarsamningur við sveitarstjóra er nú í fyrsta sinn lagður fyrir sveitarstjórn. Samkvæmt honum er ljóst að ekki verður dregið úr launakostnaði sveitarstjóra, en L lista fulltrúar hafa boðað lækkun á sameiginlegum kostnaði. Við teljum að við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu í dag, hefði verið svigrúm til að draga úr launakostnaði, sér í lagi hjá stjórnendum. En slíkt virðist almennt vera í gangi við þær aðstæður sem uppi eru í dag.  Við óskum eftir að heildarlaunagreiðslur sveitarstjóra séu færðar til bókar. Jafnframt óskum við eftir upplýsingum um það hvort tilvonandi sveitarstjóri sé skráður með lögheimili í Hvalfjarðarsveit. Hallfreður, Arnheiður og Björgvin.

Oddviti upplýsti að sveitarstjóri myndi ekki færa lögheimilli sitt í Hvalfjarðarsveit fyrr en búið er að gera við hana skriflegan ráðningarsamning.

Tillaga um að heildarlaunagreiðslur séu færaðar til bókar felld. Tillagan felld með fjórum atkvæðum ÁH, BMJ, SAF SJ gegn þrem atkvæðum AH, HV, BH.

 

SAF gerir grein fyrir atkvæði sínu: Ég er fylgjandi því að þessi launkjör séu opinber. Þar sem heildarlaunkjör annarra starfsmanna sveitarfélagsins hafa ekki verið birt með þessum hætti tel ég ekki stætt á

því að gera það í tilfelli Laufeyjar án þess að haft sé samráð við hana fyrst

 

Bókun við bókun E-lista

Meirihluti vill vekja athygli á því að það er ekki rétt að kostnaður sveitarfélagsins vegna launa sveitrstjóra lækki ekki við nýjan ráðningasamning.

Hið rétta er að sveitarstjórni mun taka sæti í stjórn Spalar og laun fyrir þá stjórnarsetu, sem og önnur sambærileg störf munu lækka greiðslur Hvalfjarðarsveitar til sveitarstjóra. SSJ ÁHe BMA SAF

 

Framhaldsbókun frá E-lista

E-listafulltrúar vilja benda á að búið er að skipa Sigurð Sverri Jónsson í stjórn Faxafllóahafna. Þá viljum við benda á að sveitarstjóra er ekki heimillt að taka sæti í stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar nema hann hafi kosningarétt í sveitarfélaginu skv. 40 gr. sveitarstjórnarlaga.

 

13. 0909065 - Umfjöllun um stjórnsýslukæru.

Máli frestað á 88. fundi sveitarstjórnar.

 

a) Erindi frá Þórarni V. Þórarinssyni hrl. lögmanni Advocatus varðandi greiðslur málskostnaðar 17. maí 2010.

b) Svar lögfræðings Hvalfjarðarsveitar við erindi Þórarins 31. maí 2010.

 

Tillaga um að fresta afgreiðslu. Samþykkt samhljóða.

 

14. 1007008 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar Skógarmanna KFUM Vatnaskógi um leyfi til brennu á Sæludögum 1.ágúst 2010.

Erindi frá Sýslumannsembættinu í Borgarnesi 6. júlí 2010 og Ársæli Aðalbergssyni framkvæmdarstjóra Skógarmanna KFUM 25. júní 2010.

 

Sveitarstjórn felst á erindið að uppfylltum öðrum tilskyldum leyfum.

Samþykkt samhljóða.

 

15. 1007009 - Ósk um samstarf um uppbyggingu á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

Erindi frá Teiti Stefánssyni, Trésmiðjunni Akri 29. júní 2010.

 

Sveitarstjórn getur eigi orðið við erindinu, erindinu hafnað.

 

16. 1007011 - Umsögn um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða (heildarlög), 660. mál.

Erindi frá nefndarsviði Alþingis 25. júní 2010.

 

Vísað til umhverfis- og náttúruverndarnefndar til umfjöllunar.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga frá Sambandi Ísl. Sveitarfélaga varðandi umsögn um frumvarpið. Samþykkt samhljóða.

 

17. 1007012 - Sveitarfélagið Vesturland, sameining Vesturlands í eitt sveitarfélag.

Drög að skýrslu sem unnin er af starfsfólki SSV til umfjöllunar og samþykktar. Skýrslan send rafrænt.

 

Skýrslan framlögð.

 

18. 1007036 - Endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.

Lagt er til að skipaður verði þriggja manna starfshópur til þess að fara yfir samþykktir Hvalfjarðarsveitar. Með hópnum starfi sveitarstjóri og að kallað verði eftir upplýsingum frá endurskoðanda og lögmanni

Hvalfjarðarsveitar enda unnu þeir upphaflega að undirbúningi vegna samþykktanna. Erindi frá Sigurði Sverri Jónssyni oddvita 8. júlí 2010.

 

Tillaga um að í starfshópunm verði; Sævar Ari Finnbogason, Anna Leif Elídóttir og Arnheiður Hjörleifsdóttir. Samþykkt samhljóða.

 

19. 1007033 - Efling brunavarna í Hvalfjarðarsveit.

 

Tillaga

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að láta yfirfara eitt 6 kg. slökkvitæki og endurnýja rafhlöður í reykskynjurum á hverju heimili innan sveitarfélagsins íbúunum að kostnaðarlausu. Skal

þetta gert eins fljótt og hægt er.

Einnig samþykkir sveitarstjórn að endurtaka þetta í nóvember á næsta ári og þaðan í frá á 18 mánaða fresti.

Hvalfjarðarsveit mun útvega eitt 6 kg. slökkvitæki í hvert nýtt íbúðarhús sem byggt er innan sveitarfélagsins. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Tillaga frá Sigurði Sverri Jónssyni, Ásu Helgadóttur, Birnu Maríu Antonsdóttur og Sævari Ara Finnbogasyni 6. júlí 2010.

 

Bókun; E lista fulltrúar taka undir áhyggjur meirihlutans varðandi brunavarnir í Hvalfjarðarsveit. Samkvæmt fjárhagsáætlun og áður samþykktum tillögum töldum við brunavarnaátak í gangi. Við teljum rétt

að kalla eftir skýringum frá starfsmönnum Hvalfjarðarsveitar hvaða breytingar hafa orðið á og hvers vegna misbrestur hefur orðið á því að fylgja verkefninu eftir. Við leggjum til að erindinu verði frestað þar til þessi gögn liggja fyrir.

 

Breytingartillaga við tillögu E lista. Við leggjum til að tillaga meirihluta verði samþykkt. Við leggjum til að samhliða verði farið í að kalla eftir þeim upplýsingum sem E listinn leggur til um hvernig staða þessa mála er og hver kostnaður við átakið er. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

20. 1007032 - Stjórnsýsla í Hvalfjarðarsveit.

Tillaga frá Hallfreði Vilhjálmssyni, Arnheiði Hjörleifsdóttur, og Stefáni Ármannssyni 9. júlí 2010.

 

Eftir umræður leggur öll sveitarstjórn til að fundir sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verði hljóðritaðir og upptökur þeirra gerðar aðgengilegar almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins.

Starfshópi sem falið er að endurskoða samþykktir komi með tillögur að reglum varðandi hljóðritun. Jafnframt er hópnum falið að móta siða- og eða verklagsreglur fyrir sveitarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

21. 1007034 - Endurbætur á Svarthamarsrétt.

Erindi frá Sigurjóni Guðmundssyni 9. júlí 2010.

 

Erindinu vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa og til umsjónarmanns fasteigna til nánari skoðunar. Samþykkt samhljóða.

 

22. 1007018 - Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2010.

 

Lagt fram.

 

 

Mál til kynningar

 

23. 1007014 - Brunavarnarátak Búnaðarsamtaka Vesturlands 2010-2012.

 

a) Minnisblað vegna Brunavarnarátaks 7. júní 2010.

b) Áætlun um kostnað og verkáætlun vegna brunavarnarátaks.

 

Lagt fram.

 

24. 1004011 - Rafmagnsgirðing á Hvalfjarðarströnd.

Tillaga HV AH SÁ varðandi kostnaðarþátttöku í viðhaldi og endurbótum á girðingu frá Svarthamarsrétt að Kúhallaá, frá 17. júní.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fer yfir kostnaðartölur varðandi girðingar.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir kostnað og ástand girðingarinnar.

 

Lagt fram.

 

25. 1003055 - Endurskoðun á vöktunaráætlun vegna mengandi útblásturs frá álveri Norðuráls á Grundartanga.

 

a) Minnisblað Arnheiðar Hjörleifsdóttur vegna samráðsfunda með fulltrúum sveitarfélaganna, heilbrigðisyfirvalda og stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga.

 

b) Fundargerð 1.og 2. samráðsfundar 8.og 29. júní 2010.

 

c) Skýrsla vegna gróðursýnatöku í grennd við stóriðjusvæðið á Grundartanga.

Önnur gögn send rafrænt.

 

Tillaga um að sveitarstjóri kalli eftir kostnaðargreiningu á tillögum frá AH varðandi upplýsingar í lið 1. 2. 3. í minnisblaði frá 29. júní vegna vöktunaráætlunar iðjuvera á Grundartanga varðandi flúormælinga,

kerbrotagryfju, heysýnatöku og fl. Miðað skal við að kostnaður fari ekki yfir 100.000 kr. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðirnar framlagðar.

 

26. 1005014 - Endurvinnsla álgjalls á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit.

Umsagnarbeiðni um tilkynningaskylda framkvæmd.

Ákvörðun á matsskyldu, niðurstaða Skipulagsstofnunar dagsett 24. júní 2010.

 

Lagt fram. Vísað til kynningar í umhverfisnefnd.

 

27. 1005036 - Endurvinnsla á stáli, Grundartanga, Hvalfjarðarsveit.

Ákvörðun um matsskyldu, niðurstaða Skipulagsstofnunar dagsett 24. júní 2010.

 

Lagt fram. Vísað til kynningar í umhverfisnefnd.

 

28. 1007013 - Verksamningur vegna sorphirðu á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi.

 

a) 1. og 2. fundur um verksamning við Íslenska Gámafélagið haldnir 9.og 30. júni 2010.

 

b) Tillaga að tímasettri áætlun um dreifingu á flokkunartunnum í sveitarfélögin.

 

Erindið var til umfjöllunar á fundi umhverfisnefndar 12. júlí.

Sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við dagsetningar á kynningum.

Sveitarstjórn samþykkir framlengingu á samingi við Gámaþjónustuna hf til 1. september. Samþykkt samhljóða.

 

Fulltrúar E-listans óska eftir því að kannaðir verði möguleikar og kostnaður við frekari flokkun á úrgangi í Hvalfjarðarsveit hjá Íslenska Gámafélaginu.

Þar sem ljóst er að Íslenska Gámafélagið tekur ekki við sorphirðu í Hvalfjarðarsveit fyrr en 1. september næstkomandi, hefur skapast svigrúm til að taka upp viðræður við fyrirtækið um nánari útfærslu á sorphirðu og frekari flokkun, m.a. á lífrænum heimilisúrgangi. Með því sýnir Hvalfjarðarsveit gott fordæmi í úrgangsflokkun og skapar m.a. enn frekari möguleika hjá skólum og stofnunum sveitarfélagsins hvað varðar sorpflokkun.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

29. 1007015 - Heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

 

a) Skýrsla frá sveitarstjórnar- og samgönguráðuneyti um heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga júní 2010

 

b) Tillaga starfshóps ráðuneytisins; Regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt í tveimur áföngum.

 

Lagt fram.

 

30. 1007016 - Skerðing á námsgagnasjóði fyrir árið 2010.

Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti 25. júní 2010.

 

Vísað til skólastjórnenda Heiðarskóla og til kynningar í fræðslu- og skólanefnd.

 

31. 1007017 - Ráðstefnan Æskan- rödd framtíðar 28. - 29. október 2010.

Boð um þátttöku á ráðstefnunni frá mennta- og menningarmálaráðherra.

 

Vísað til skólastjórnenda Heiðarskóla og vísað til kynningar í fræðslu og skólanefnd.

 

32. 1007019 - Ráðning í stöður stjórnenda og kennara í leikskólum án auglýsinga.

Erindi frá Félagi leikskólakennara 15. júní 2010.

 

Lagt fram.

 

33. 1007020 - Viðmiðunartaxtar ríkisins vegna refa- og minkaveiða 1.sept 2009 - 31. ágúst 2010.

Erindi frá Umhverfisstofnun 18. júní 2010.

 

Lagt fram.

 

34. 1007023 - Byggðasafnið í Görðum ársskýrsla og ársreikningur 2009.

Ársreikningur og ársskýrsla liggja á skrifstofu.

 

Lagt fram.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

35. 1007022 - Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðar sf, skýrsla stjórnar og ársreikningur 2009.

Ársreikningur liggur á skrifstofu.

 

Lagt fram.

 

AH óskar eftir áliti lögmanns sem oddviti vísaði til varðandi umboð sveitarstjóra á aðalfundinum.

 

36. 1007024 - 25.-30. fundur stjórnar Akranesstofu.

 

Fundargerðirnar framlagðar.

 

37. 1007025 - 76. fundur stjórnar SSV.

 

Fundargerðin framlögð.

 

38. 1007026 - 61. fundur stjórnar Sorpurðunar Vesturlands.

 

Fundargerðin framlögð.

 

39. 1007027 - 91. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands og 7. aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands, skýrsla formanns, stjórnar og ársreikningur 2009.

Ársskýrsla og ársreikningur liggja á skrifstofu.

 

Fundargerðin framlögð. Ársskýrsla framlögð.

 

40. 1007028 - 775. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fundargerðin framlögð.

 

41. 1007029 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands 15. júni 2010.

 

Fundargerðin framlögð.

 

42. 1007030 - 59. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

 

Fundargerðin framlögð.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 00.22

Efni síðunnar