Fara í efni

Sveitarstjórn

87. fundur 19. maí 2010 kl. 16:30 - 18:30

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson og Ása Helgadóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Að auki sat fundinn Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi sat einnig fundinn. Oddviti leitaði afbrigða um að fá að taka 32. fundargerð verkefnisstjórnar Heiðarskóla og 50. fundargerð umhverfis- og náttúruverndarnefndar á dagskrá. Samþykkt.

 

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1005001F - Sveitarstjórn - 86

 

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

 

2. 1005031 - Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 50. fundur haldinn 19. maí 2010.

 

Fundargerð 50. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar framlöð.

 

3. 1005030 - 32. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla.

 

Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

4. 1005005 - 3. verkfundur vegna byggingu Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

5. 1005029 - 5. verkfundur vegna byggingu Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

6. 1005013 - Sveitarstjórnarkosningar 29.maí 2010.

Kjörskrá í Hvalfjarðarsveit.

 

Sveitarstjórn fór yfir kjörskránna.Sveitarstjórn samþykkir kjörskrá frá 8. maí eins og hún liggur fyrir.

 

7. 1005009 - Líparítvinnsla í Hvalfirði. Mat á umhverfisáhrifum.

Umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

 

Arnheiður víkur sæti við afgreiðsluna. Umsögn umhverfis- og náttúrverndarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8. 1005014 - Endurvinnsla álgjalls á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit.

Umsagnarbeiðni um tilkynningaskylda framkvæmd.  Umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

 

Umsögn umhverfis- og náttúrverndarnefndar samþykkt samhljóða.

 

 

Mál til kynningar

 

9. 0910011 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi greindi frá fundi með umhverfisráðherra,

Svandísi Svavarsdóttur sem fram fór fyrr í dag. Á fundinum undirritaði

ráðherra aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Sveitarstjóri þakkaði

öllum sem komu að skipulagsvinnunni fyrir vel unnin störf.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.30

Efni síðunnar