Fara í efni

Sveitarstjórn

84. fundur 14. apríl 2010 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson og Ása Helgadóttir.

 

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Að auki sátu fundinn, Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð, Skúli Lýðsson skipulags og byggingarfulltrúi og Einar Jónsson aðalbókari. Á fundinn mættu Jóhann Þórðarson endurskoðandi frá endurskoðunarskrifstofu JÞH og Jón Haukur Hauksson lögfræðingur frá Pacta lögfræðiþjónustu.

 

Mál til afgreiðslu

 

1. 1003042 - Ársreikningur 2009.

 

Sveitarstjóri fór yfir nokkrar lykiltölur í ársreikningi

Jón Haukur Hauksson fór yfir sveitarstjórnarmál og breytingar sem orðið

hafa á lagaumhverfi sveitarstjórna.

Jóhann Þórðarson fór yfir atriði í ársreikningnum, fór yfir í hverju

endurskoðunin fólst. Jóhann dreifði endurskoðunarskýrslu ársins 2009.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.06


 

Efni síðunnar