Sveitarstjórn
Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson og Dóra Líndal Hjartardóttir.
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
Auk þeirra sátu fundinn Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1. 1001001F - Sveitarstjórn - 79
Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Varðandi lið 7. í fundargerðinni skal áréttað að sveitarstjórn samþykkti að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í verðkönnun á viðhaldsverkefnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Magnús Hannesson er ekki samþykkur þessari túlkun.
Varðandi lið 25. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um styrk til Vinnumálastofnunar vegna átaksverkefnis við grisjun og skógrækt. Samþykkt. Fundargerðin framlögð.
2. 1001004F - Skipulags- og bygginganefnd - 90
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2.1. 1001058 - Stallar, umsókn um byggingarleyfi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða.
2.2. 1001063 - Endurnýjun hluta hitaveitulagnar við áningarstað
Vegagerðarinnar við Seleyri.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða.
2.3. 1001065 - Hólabrú náma framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða.
2.4. 1001053 - Litlisandur, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tillöguna. Afgreiðslu frestað.
Vísað til umfjöllunar í umhverfis- og náttúrverndarnefnd.
2.5. 1001064 - Hafnarás breytt deiliskipulag
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða.
3. 1002005 - 49. fundur fræðslu og skólanefndar, 25. janúar 2009
Formaður fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslu- og skólanefndar eins og hún kemur fram í lið 4 "Fræðslu- og skólanefnd samþykkir að fela formanni að vinna að framgangi þeirra mála er listuð eru upp í lið 2 og 4 í fundargerðinni, í samráði við sveitarstjóra. Megináhersla verði lögð á að fá umsjónarmann / menn til að sinna æskulýðs- og íþróttamálum og koma á föstum viðburðum, svo sem “Opnu húsi” Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. 1002011 - 50. fundur fræðslu- og skólanefndar, 4.febrúar 2010.
Ásamt verklagsreglum fyrir leikskóla í Hvalfjarðarsveit.
Formaður fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Verklagsreglur fyrir leikskóla Hvalfjarðarsveitar. Reglurnar eru samþykktar og vísað er til afgreiðslu fræðslu- og skólanefndar liður 7. í fundargerðinni og á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar. Verklagsreglurnar samþykktar samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. 1001042 - 13. fundur menningarmálanefndar 7. desember 2009.
Fundargerðin framlögð.
6. 1001043 - 14. fundur menningarmálanefndar 20. desember 2009.
Fundargerðin framlögð.
7. 1001044 - 15. fundur menningarmálanefndar 9. janúar 2010.
Fundargerðin framlögð.
8. 1001045 - 8. fundur fjölskyldunefndar 14. desember 2009.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
9. 1001046 - 9. fundur fjölskyldunefndar 20. janúar 2009.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Tillaga um að bæta við reglur um félagslega heimaþjónustu II kafli 5. gr. 5. lið; Hámarksakstur skal vera frá og að heimili þjónustuþega til Akraness eða Borgarness. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
10. 1002014 - 46. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar 2. febrúar 2010.
Minnispunktar frá skipulags- og byggingarfulltrúa.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar, sem fjallaði eingöngu um fyrirhugað útboð á sorphirðu í Hvalfjarðarsveit. Formaður og skipulags- og byggingarfulltrúi fóru yfir minnisblað varðandi útboðið og undirbúningsvinnu sem er í gangi vegna þess. Gert er ráð fyrir aukinni flokkun á úrgangi með svokallaðir tveggja tunnu lausn. Að auki sé sá möguleiki fyrir hendi að hefja flokkun á lífrænum úrgangi á samningstímabilinu. Samhliða breyttu fyrirkomulagi fari fram víðtæk kynning meðal íbúa. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna möguleika á uppbyggingu gámavallar í Hvalfjarðarsveit m.t.t. staðsetningar, umfangs og kostnaðar.
11. 1001039 - 21. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
12. 1001041 - 22. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
13. 1002002 - 23. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
14. 1002006 - 24. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá við afgreiðsluna.
Mál til afgreiðslu
15. 1002007 - Þriggja ára áætlun.
Sveitarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunarinnar.
Frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Hvalfjarðarsveitar fyrir árin 2011–2012-2013, eru til fyrri umræðu í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Tilgangur þriggja ára áætlunarinnar er meðal annars að veita upplýsingar um helstu forsendur og megináherslur fjárhagsáætlunar næstu þrjú árin.
Þriggja ára áætlun er byggð á föstu verðlagi og föstu gengi. Ekki er gert er ráð fyrir hækkun skatttekna árunum 2011-2013 frá því sem áætlað er á árinu 2010. Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun ársins 2010. Annar rekstrarkostnaður byggir á áætlun 2010 en gert er ráð fyrir að unnið verði að áframhaldandi hagræðingu á næstu árum í rekstri sveitarfélagsins. Fjármagnsliðir eru reiknaðir miðað við þau vaxtakjör sem sveitarfélagið býr við. Að öðru leyti byggir áætlunargrunnur fjárhagsáætlunar 2011-2013 að grunni til á áætlun ársins 2010.
Útsvar; Áætlunin gerir ráð fyrir óbreyttu útsvarshlutfalli eða 13,03%. Gert er ráð fyrir að álagningastofn útsvars sé óbreyttur öll árin.
Fasteignaskattar verði óbreyttir. Gert er ráð fyrir lögbundnum framlögum Jöfnunarsjóðs. Stæsta verkefni innan áætlunarinnar er væntanleg nýbygging Heiðarskóla en tilboð í skólann verða opnuð 18. febrúar nk.
Lokafrágangur áætlunarinnar byggist á þeim tilboðum sem berast og vísast áætlunin því til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Í tengslum við væntanlegt tilboð vegna skólabygginar er eftirfarandi tillaga; Með vísan til 1. mgr. 65 gr. sveitarstjórnarlaga samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að fela Endurskoðunarskrifstofu JÞH að veita umsögn um fjárhagsgetu og þær fjárhagslegu skuldbindingar Hvalfjarðarsveitar sem felast í samþykkt væntanlegra samninga sem gerðir yrðu á grundvelli tilboða í nýbyggingu Heiðarskóla sem opnuð verða þann 18. febrúar n.k. Umsögnin skal liggja fyrir við síðari umræðu um þriggja ára áætlun í sveitarstjórn.
Sveitarstjóri kynnti breytingar á bankaviðskiptum Hvalfjarðarsveitar.
Samningar verða gerðir við Landbankann vegna fasteigagjaldaviðskiptanna þar með eru viðskipti við banka á svæðinu tryggð. Sveitarstjóri og oddviti ræddu lánakjör Hvalfjarðarsveitar ef brúa þarf bil við fjármögnun vegna nýbygginar Heiðarskóla. Sveitarstjórn samþykkir fyrirkomulag vegna bankaviðskiptanna.
16. 1002008 - Stuðningur við Haítí.
Erindi frá sveitarstjóra dagsett 2. febrúar 2010.
Tillaga um að styrkur Hvalfjarðarsveitar verði 100 kr. á íbúa, lagt er til að upphæðin skiptist jafnt á milli Rauða Kross Íslands og Landsbjargar.
Fjármögnun er vísað til endurskoðunnar fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar. Tillagan samþykkt samhljóða.
17. 1002009 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars.
Erindi frá sveitarstjóra dagsett 4. febrúar 2010.
Tillaga um að kosið verði í einni kjördeild og að kosningar fari fram í stjórnsýsluhúsinu við Innrimel. Samþykkt samhljóða.
18. 1002018 - Sala eigna.
Sveitarstjóri óskar heimildar til þess að setja í sölumeðferð atvinnuhúsnæðið Stiklur, núverandi leigjendur hafa sagt upp leigusamningi. Heimild til sölu eignar samþykkt samhljóða.
19. 1001057 - Reglur vegna greiðslu fasteignaskatts.
Erindi frá sveitarstjóra dagsett 27. janúar 2010.
Lagt til að sveitarstjórn hafi sérstaka málsmeðferð varðandi greiðslur fasteinaskatts af húsnæði þar sem menningar- íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarfsemi fer fram. Tillagan samþykkt samhljóða.
20. 1001047 - Ferðaþjónusta á Akranesi og nágrenni.
Erindi frá Tómasi Guðmundssyni verkefnastjóra Akranesstofu dagsett 20. janúar 2010.
Erindi stjórnar Akranesstofu þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að skilgreina möguleika og tækifæri á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit á sviði ferðaþjónustu. Vísað til umfjöllunar í atvinnumálanefnd Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt samhljóða.
21. 1002010 - Endurnýjun menningarsamnings.
Erindi frá Hrefnu B. Jónsdóttur, framkvæmdarstjóra SSV dagsett 4. febrúar 2010.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir endurnýjaðan samning eins og fram kemur í gögnum SSV, frá 4. febrúar sl.
22. 1001051 - Beiðni um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnastarf SAMAN-hópsins á árinu 2010.
Erindi frá Geir Bjarnasyni forvarnafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar dagsett 25. janúar 2010.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 20.000 kr.
23. 0906015 - Aðstoð við framkvæmd verkefnis í Hvalfjarðarsveit.
Erindi frá Guðmundi Benediktssyni áður tekið fyrir á 69. fundi sveitarstjórnar.
Erindinu varðandi örnefnaskár er vísað til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd.
24. 1002015 - Ósk um almenna heimild sveitarstjórnar til birtingar á upplýsingum um sveitarfélagið.
Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 24. janúar 2010.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til birtinga upplýsinga er varða lán sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að ganga frá afgreiðslunni.
25. 1002016 - Flúorinnihald í hrossabeinum.
Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur dagsett 1. febrúar 2010. Afrit af bréfi til umhverfisnefndar.
Erindið er nú þegar til umfjöllunar í umhverfis- og náttúrverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjóri upplýsti að málið er einnig til umfjöllunar hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og hjá MAST. Jafnfram er málið í vinnslu hjá Umhverfisstofnun sb. póst dagsettan 9. feb. frá Kristjáni Geirssyni; "Það er rétt að Ragnheiður Þorgrímsdóttir hefur sent Umhverfisstofnun erindi þess efnis að stofnunin kanni meinta flúormengun í hrossum. Staðfesti jafnframt að erindi Ragnheiðar er í vinnslu og stofnunin hefur verið að afla gagna. Afgreiðsla erindisins hefur því miður tafist og eru fyrir því allmargar og mismunandi ástæður. Vonast er til þess að málið fái niðurstöðu á næstu vikum". Kristján Geirsson.
Mál til kynningar
26. 0910011 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
- Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Umhverfisráðuneytis dagsett 2. janúar 2010.
- Erindi frá Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra Akraneskaupstað dagsett 26. janúar 2010.
- Ályktun af aðalfundi Hestamannafélagsins Dreyra þann 14. janúar 2010.
Í afriti Skipulagstofnunar kemur fram að engar athugasemdir eru gerðar við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar.
Formanni skipulags- og bygginarnefndar ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að boða forsvarsmenn hestamannafélagsins Dreyra til fundar og fara yfir málið.
27. 0911073 - Samstarfssamningar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar.
Svar Akraneskaupstaðar við erindi sveitarstjóra þann 30. desember 2009.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskar eftir að nú þegar verði teknar upp viðræður við Akraneskaupstað um ýmsa liði saminganna við Akraneskaupstað og felur sveitarstjóra og oddvita að hefja viðræðurnar.
28. 1001030 - Erindi varðandi fjárhagsáætlanir 2010.
Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dagsett 12. janúar 2010.
Lagt fram.
29. 1001049 - Reykjavíkurborg veitir styrk til hjálparstarfs á Haítí.
Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.
30. 1001050 - Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2009.
Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lagt fram.
31. 0911076 - Kostnaðarþátttaka Jöfnunarsjóðs í nýframkvæmdum við Heiðarskóla.
Svar Jöfnunarsjóðs við erindi sveitarstjóra þann 18. desember 2009.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar harmar niðurstöður stjórnar Jöfnunarsjóðs um að kostnaðarþátttaka til nýbygginar Heiðarskóla skuli einungis vera 34.9 kr. miljónir. Það framlag er að mati sveitarstjórnar engan veginn í samræmi við þau loforð sem gefin voru árið 2004 af hálfu félagsmálaráðuneytisins þegar umræðan var um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra sem nú mynda Hvalfjarðarsveit.
32. 1001054 - Íbúaskrá Hvalfjarðarsveitar 1. desember 2009.
Skráin framlögð.
33. 1001060 - 15. Unglingalandsmót UMFÍ 2012. Undirbúningur og framkvæmd.
Erindi frá UMFÍ.
Framlagt.
34. 1001061 - Framlag sveitarfélaga vegna byggingarlána árið 2010.
Erindi frá Dvalarheimilinu Höfða.
Erindið er framlagt.
35. 1001052 - Ráðningarbréf.
Vegna endurskoðun ársreiknings Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2009.
Ráðning endurskoðenda, Endurskoðunarskrifstofa JÞH, samþykkt samhljóða.
36. 1002017 - Umsögn um rekstrarleyfi til fiskeldis.
Erindi frá Fiskistofu dagsett 3. febrúar 2010.
Sveitarstjórn furðar sig á erindinu þar sem leyfið hefur nú þegar verið gefið út. Sveitarstjórn bendir á að reglum er varðar 115 m frá landi á stórstraumsfjöru og amk. 250 m frá siglingaleið sé framfylgt sem og að mörk og ljósbaujur séu skilgreindar. Jafnframt er ítrekað að MAST gæti að fjölda lína á svæðinu.
Aðrar fundargerðir
37. 1001029 - 70. fundur stjórnar Faxaflóahafna.
Fundargerðin framlögð.
38. 1001033 - Fundir í Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala.
Fundargerðin framlögð.
39. 1001040 - 52. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.
Fundargerðin framlögð.
40. 1001048 - 24. fundur stjórnar Akranesstofu.
Fundargerðin framlögð.
41. 1001055 - Stjórnarfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. 16. janúar 2010.
Fundargerðin framlögð.
42. 1002012 - 74. fundur stjórnar SSV.
Fundargerðin framlögð.
43. 1002013 - 771. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin framlögð.
Önnur mál
44. 1002020 - Breyting á opnunartíma sundlaugarinnar í Heiðarborg.
Vegna góðrar aðsóknar í sundlaugina í Heiðarborg og eftispurnar eftir lengingu opnunartíma á mánudögum, leggjum við til að almennur opnunartími verði lengdur um 1 klst. á mánudögum. Opnunartími á mánudögum verði þá milli klukkan 16.00-20.00 í stað þess að vera 16.00- 19.00.
Tillaga frá Hallfreði Vilhjálmssyni, Hlyni Sigurbjörnssyni, Arnheiði Hjörleifsdóttur og Stefáni Ármannssyni. Tillagan samþykkt samhljóða.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.30