Sveitarstjórn
Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir og Elísabet Benediktsdóttir.
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
Oddviti leitaði afbrigða um að taka síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrst á dagskrá. Samþykkt. Jafnframt að fá heimild til þess að taka 4. fundargerð atvinnumálanefndar á dagskrá. Samþykkt samhljóða. Jóhann Þóðarson endurskoðandi Hvalfjarðarsveitar, Kristjana Helga Ólafsdóttir aðalbókari, Einar Jónsson viðtakandi aðalbókari og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi sátu fundinn undir lið 9. fjárhagsáætlun ársins 2010. Undir lið 4. fundargerð atvinnumálanefndar sat Hansína B. Einarsdóttir formaður atvinnumálanefndar fundinn.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1. 0911002F - Sveitarstjórn - 76
Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
2. 0911071 - 46. fundur fræðslu- og skólanefndar 12. nóvember 2009.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
3. 0912007 - 47. fundur fræðslu- og skólanefndar 3. desember 2009.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fór yfir atriði sem bókuð eru sem trúnaðarmál 7. og 8. í fundargerðinni. Fundargerðin samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson greiðir atkvæði gegn fundargerðinni.
4. 0912006 - 2. fundur atvinnumálanefndar 3. nóvember 2009.
Fundargerðin er framlögð.
5. 0912018 - 4. fundur atvinnumálanefndar 7. desember 2009.
Á fundinn mætti Hansína B. Einarsdóttir og fór yfir íbúakönnun sem
atvinnumálanefndin hefur látið vinna. Upplýsti sveitarstjórn um tilhögun og
framkvæmd könnunarinnar. Lagði fram minnisblað frá atvinnumálanefnd
varðandi næstu skref. Ræddi nýsköpunarhugmyndir, möguleika á að halda
íbúaþing og kalla eftir ráðgjöf td frá SSV. Sveitarstjórn tekur jákvætt í
erindið en óskar eftir nánari kostnaðargreiningu.
Fundargerðin framlögð.
6. 0912013 - 16. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.
Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Ræddi fyrirkomulag við
rýnifund. Lagði til að sérstakir utanaðkomandi aðilar komi að bæði til þess
að rýna tæknilega þætti, kostnaðaráætlun sem og skólafaglega þætti.
Samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá.
Mál til afgreiðslu
7. 0912010 - Álagning gjalda 2010.
1. Útsvar fyrir árið 2010 verður 13.03%.
2. Álagning fasteignagjalda árið 2010.
Fasteignaskattur A-flokkur 0,47%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,32%
3. Lóðarleiga er óbreytt, 2% af fasteignamati lóðarinnar eins og það er á
hverjum tíma.
4. Sorphirðugjald vegna sumarhúsa taki mið þeim kostnaði sem gjaldið
myndar. Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis kr. 15.260,-
5. Rotþróargjald er kr. 5.000,- og er árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa á
hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki . Rotþrærnar sjálfar eru þó ekki
tæmdar árlega, heldur u.þ.b. þriðja hvert ár. Þriðjungur kostnaðarins er
innheimtur á hverju ári.
Elli- og örorkulífeyrisþegar:
Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur og
er hámarksafsláttur kr. 61.000.- Ekki þarf að sækja um lækkun, gerður
vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2009.
Örorkulífeyrisþegar þurfa að leggja fram örorkuskírteini.
Álagning gjalda árið 2010
Afsláttur vegna einstaklinga:
Tekjumörk: Afsláttur:
- 1.883.700. 100% ( 61.000)
1.883.700 - 2.161.425 80% ( 48.800)
2.161.425 - 2.511.600 50% ( 30.500)
Afsláttur vegna hjóna:
Tekjumörk: Afsláttur:
- 2.632.350. 100% ( 61.000)
2.632.350 - 2.946.300 80% ( 48.800)
2.946.300 - 3.513.825 50% ( 30.500)
Tillögur um álagningu gjalda samþykktar samhljóða.
8. 0912011 - Heimagreiðslur 2010.
Gerð er tillaga um að frá 1. jan 2010 verði heimagreiðslur til foreldra
lækkaðar um 7.000 kr og frá 1. júli 2010 verði aftur lækkun um 7.000 kr.
Jafnframt að heimagreiðslur verði einungis greiddar fram að 18. mánaða aldri.
Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá.
9. 0912012 - Gjald vegna heimaþjónustu.
Tillaga um gjaldtöku í heimaþjónustunni um að hver þjónustuþegi greiði
2 klst. vinnuframlag á viku kr. 600- fyrir hverja klukkustund.
Þjónustuþegi greiði ekki fleiri vinnustundir en þetta í viku hverri.
Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir notendur sem einungis hafa tekjur frá
TR ( ellilífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót) kr. 148.977 fyrir
einstakling og kr. 243.470 fyrir hjón miðað við janúar 2009 eða tekjur
sem samsvara þeirri fjárhæð.
Upphæðirnar munu hækka 1.janúar ár hvert í samræmi við hækkun á
bótum almannatrygginga.
Tillagan samþykkt samhljóða.
10. 0910023 - Fjárhagsáætlun 2010.
Síðari umræða.
Sveitarstjóri, aðalbókari og skipulags- og byggingarfulltrúi fóru yfir þær
breytingar sem orðið hafa á frumvarpinu á milli umræðna. Oddviti bar
upp breytingartillögurnar;
Tillaga vegna fjárhagsáætlunar 2010; Sverrir Jónsson, Magnús
Hannesson
1. Að gert verður ráð fyrir 830.000 til brunavarna, til að yfirfara
slökkvitæki og endurnýjun á rafhlöðum í reykskynjurum á hverju heimili í
sveitarfélaginu, húsráðendum að kostnaðarlausu.Þessi þjónusta var
veitt í öllum hreppunum fyrir sameiningu og því teljum við að það sé
óeðlilegt að gera ekki ráð fyrir þessum kostnaði á næsta ári í
fjárhagsáætlun. Breytingartillaga Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur
Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson leggja
til að upphæðin verði kr. 1.000.000. Sem skiptist í eftirlit og viðhald á
slökkvitækjum á heimilum sveitarfélagsins. Og áframhaldandi vinnu við
Brunavarnaátak heim við bæi. Einnig verði gert ráð fyrir sömu upphæða
á 3ja ára áætlun 2011-2012. Tillaga frá Magnúsi Hannessyni að greidd
verði atkvæði um ráðningu tækniteiknara til 6 mánaða. Tillaga um
ráðningu samþykkt með fimm atkvæðum. Magnús Hannesson greiðir
akvæði geng tillögunni. Arnheiður Hjörleifsdóttir situr hjá.
Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar er samþykkt með þeim áorðnu
breytingum sem hafa orðið á milli umræðna. Fjárhagsáætlun
Hvalfjarðarsveitar samþykkt samhljóða.
11. 0911079 - Samstarf um brunavarnarmál.
Erindi frá Finnboga Rögnvaldssyni fyrir hönd byggðaráðs
Borgarbyggðar dagsett 27. nóvember 2009.
Lagt fram.
12. 0911073 - Samstarfssamningar Hvalfjarðarsveitar og
Akraneskaupstaðar.
Erindi frá Gísla. S. Einarssyni bæjarstjóra Akraneskaupstaðar dagsett
25. nóvember 2009.
Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir málið og greindu frá fundi með bæjarráði
Akraness varðandi samningana, lagt fram minnisblað frá fundinum.
13. 0912003 - Ósk um umsögn á frumvarpi til laga um
sveitarstjórnarlög, 15. mál.
Erindi frá nefndarsviði Alþingis dagsett 2.desember 2009.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar getur ekki fallist á þá hugmynd um
breytingu á fjölda sveitarstjórnarfulltrúa sem frumvarpið um breytingar á
sveitarstjórnalögum gerir ráð fyrir. Gera má ráð fyrir að breyting leiði til
aukins kostnaðar.
14. 0912014 - Ósk um framlag til FVA vegna styrkveitinga til
útskriftanema og til verknámsdeildar skólans.
Erindir frá Herði Helgasyni skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands
dagsett 4. desember 2009.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar getur eigi orðið við beiðni um námsstyrk
að þessu sinni. Styrkur til verknámsdeilda er í fjárhagsáætlun ársins
2010.
15. 0911080 - Styrkumsókn vegna lagfæringar á gæðingarvelli Dreyra á Æðarodda.
Erindi frá Ásu Hólmarsdóttur fyrir hönd Dreyra dagsett 27. nóvember
2009.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að
nánari kostnaðargreining og framkvæmdaáætlun verði lögð fram vegna
verefnisins.
Mál til kynningar
16. 0912008 - Tilfærsla á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.
Bréf til sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 30.
nóvember 2009.
Lagt fram.
17. 0911082 - Skilafrestur sveitarstjórna á flutningstilkynningum til Þjóðskrár.
Bréf til allra sveitarstjórna frá Þjóðskrá dagsett 25. nóvember 2009.
Lagt fram.
18. 0911075 - Opið bréf til bæjar og sveitarstjórna.
Bréf frá SART varðandi rafmagnsöryggi og þjónustu verktaka, dagsett 18.
nóvember 2009.
Lagt fram.
19. 0911081 - Ársreikningur Snorrastofu í Reykholti fyrir 2008.
Lagt fram.
20. 0911074 - Fjárhagsáætlun Menningarráðs Vesturlands 2010.
Lagt fram.
Aðrar fundargerðir
21. 0912009 - 22. fundur Akranesstofu.
Ásamt drögum að fjárhagsáætlunum stofnanna undir Akranesstofu.
Lagt fram. Tillaga um að færa Byggðasafninu gjöf í tilefni af 50 ára afmæli
safnsins. Færist af lið 3 - 5 - 89 5948. Tillagan samþykkt samhljóða.
22. 0911078 - 68. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.
Fundargerðin framlögð.
23. 0911077 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Fundargerðin framlögð.
24. 0912004 - 50. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.
Fundargerðin framlögð.
25. 0912005 - 769. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin framlögð.
Önnur mál
26. 0909065 - Umfjöllun um stjórnsýslukæru.
Magnús Hannesson óskaði eftir að tekið yrði til umfjöllunar bréf lögmanns
Hvalfjarðarsveitar varðandi stjórnsýslukæru er varðar kosningu í stjórn
Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar.
Tillaga Magnúsar Hannessonar er; Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
samþykkir að afturkalla II lið í bréfi Ólafs H. Ólafssonar hjá Pacta frá 2.
nóvember 2009 til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Hallfreður
Vilhjálmsson og Hlynur Sigurbjörnsson greiða atkvæði gegn tillögunni.
Arnheiður Hjörleifsdóttir Ása Helgadóttir, Elísabet Benediktsdóttir og Stefán
Ármannsson sitja hjá við afgreiðsluna. Magnús Hannesson greiðir tillögunni
atkvæði. Tillagan er felld.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:40