Fara í efni

Sveitarstjórn

76. fundur 24. nóvember 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 

Oddviti leitaði afbrigða og óskaði eftir að fá að taka lið 19 á dagskrá á eftir 1.lið.  Samþykkt. Fundinn sat Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Undir 19. lið sátu Sigríður Ólafsdóttir og Hulda Þ. Aðalsteinsdóttir frá Stúdío Striki, Hermann Ólafsson frá Landslagi og Óskar Ö. Jónsson frá VSB. Auk þeirra Ólafur Jóhannesson og Björgvin Helgason í verkefnisstjórn Heiðarskóla ásamt Dóru Líndal frá Heiðarskóla.

 

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 0911001F - Sveitarstjórn - 75

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

 

2. 0911058 - 88. fundur skipulags og byggingarnefndar Hvalfjarðarsveitar 18. nóvember 2009.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina. Fundargerðin

samþykkt samhljóða.

 

3. 0911059 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 88. fundi.  Litli Botn.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tillöguna. Tillagan samþykkt

samhljóða.

 

4. 0911060 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 88. fundi.  Lambhagi 5.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tillöguna. Tillagan samþykkt

samhljóða.

 

5. 0911061 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 88. fundi. Drög að fjárhagsáætlun 2010.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tillöguna. Tillaga um að vísa

tillögunni til síðari umræðu fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

6. 0911062 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 88. fundi.  Stóra Fellsöxl.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tillöguna. Tillagan samþykkt

samhljóða.

 

7. 0911067 - 45. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar 23.

nóvember 2009.

Formaður fór yfir fundargeðina. Fór yfir hugmyndir varðandi fjárhagsáætlun og breytingar á gjaldskrá vegna sorphreinsunar. Tillögu um fjárhagsliði vísað til fjárhagsáætlunar, síðari umræðu. Tillaga um plasthreinsun skv. 5 lið samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

8. 0911070 - 3. fundur atvinnumálanefndar haldinn 23. nóvember 2009.

Sveitarstjóri fór yfir fundargerðina. Fundargerðin lögð fram.

 

9. 0911068 - 14. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Formaður fór yfir fundargerðina. Fundargerðin framlögð.

 

10. 0911069 - 15. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Formaður fór yfir fundargerðina og fór yfir upplýsingar varðandi

umsækjendur forvalsins. Tillaga verkefnisstjórnar er að áfram verði unnið

með þeim aðilum sem uppfylla skilyrðin sem sett voru í forvali en þeir eru

eftirfarandi; EYKT ehf, ÍAV hf. JÁ verk ehf. og Vestfirskir verktakar ehf.

Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá.

Fundargerðin fram lögð.

 

11. 0911063 - 9. fundur nefndar um endurreisn Bláskeggsárbrúar 20. nóvember 2009.

Arnheiður Hjörleifsdóttir fór yfir fundargerðina. Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

12. 0910023 - Fjárhagsáætlun 2010.

Milliumræða.

Sveitarstjóri kynnti breytingar sem orðið hafa á frumvarpinu frá fyrri

umræðu. Sveitarstjóri lagði fram tillögu er varðar lækkun á

heimagreiðslum um 7.000 frá 1. jan 2010 og aftur lækkun um 7.000 frá

1. júli og tillögu fjölskyldunefndar varðandi gjaldtöku á heimaþjónustu.

Oddviti lagði fram tillögu og meðflutningsmenn eru Hlynur

Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson, um að

lækka mánaðarlaun sveitarstjórnarmanna úr 8% í 7% af þingfararkaupi.

Lækka mánaðarlaun oddvita úr 30% í 26.5% af þingfararkaupi.

Jafnframt var rætt um að fækka gjaldfrjálsum tímum í leikskóla um einn

tíma frá 1. jan. 2010. Tillaga um að vísa fram komnum tillögum og

umræðum til afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunarinnar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

13. 0910054 - Fulltrúi í stjórn Faxaflóahafna sf.

Erindi frá Útvegsmannafélögum Reykjavíkur og Akraness, dagsett 27.

október 2009 ásamt afriti af svari Borgarráðs Reykjavíkur á sama erindi

dagsett 13. nóvember 2009.

Oddviti lagði fram drög að svarbréfi. Samþykkt samhljóða.

 

14. 0911057 - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um

náttúruverndaráætlun 2009–2013, 200. mál.

Erindi frá nefndarsviðið Alþingis dagsett 19. nóvember 2009. Þegar sent

umhverfis- og náttúruverndarnefnd til umsagnar.

Lögð fram.

 

15. 0911054 - Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2010.

Erindi frá Guðrúnu Jónsdóttur talskonu Stígamóta móttekið 18.

nóvember 2009.

Vísað til afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.

 

16. 0911066 - Ósk um samstarf á árinu 2010.

Erindi frá Veraldarvinum á Íslandi dagsett 21. nóvember 2009.

Vísað til umhverfis- og náttúruverndarnefndar. Samþykkt samhljóða.

 

17. 0911035 - Minkasíu í Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá Reyni Bergsveinssyni, Vask á Bakka dagsett 9. nóvember

2009.

Vísað til umfjöllunar í landbúnaðarnefndar. Samþykkt samhljóða.

 

18. 0911050 - Ályktun stjórnar SSV varðandi Svæðisútvarp

Vesturlands og Vestfjarða.

Lagt fram.

 

 

Mál til kynningar

 

19. 0911065 - Kynning á hönnun og hugmyndavinnu við nýjan

Heiðarskóla.

Studío Strik kynnir stöðuna á verkinu.

Hönnuðir frá Stúdío Striki, Landslagi og verkefnisstjóri frá VSB fóru yfir

tillögurnar. Kynntu stöðuna á hönnuninni og svöruðu fram komnum

fyrirspurnum fundarmanna.

 

20. 0911040 - Vegna refaveiða 1. september til 31. ágúst 2010.

Bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 5. nóvember 2009.

Lagt fram.

 

21. 0911047 - Áskorun til sveitarfélaga á Vesturland.

Áskorun frá aðalfundi Skólastjórafélags Vesturlands 5. nóvember 2009.

Vísað til fræðslu- og skólanefndar.

 

22. 0911049 - Samþætting fjölskyldu- og atvinnulífs.

Bréf frá formanni Jafnréttisráðs dagsett 17. nóvember 2009. Þegar sent

fjölskyldunefnd til úrvinnslu.

Lagt fram.

 

23. 0911055 - Samþykkt af 46. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands.

Bréf frá framkvæmdarstjóra UMFÍ dagsett 10. nóvember 2009.

Lagt fram.

 

24. 0911042 - Kerfisáætlun 2009, Afl og orkujöfnuður 2012/13

Bréf frá Landsneti dagsett 2. nóvember 2009.

Lagt fram.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

25. 0911010 - Almannavarnadeild Borgarfjarðar og Dala fundur 27. október.

Fundargerðin framlögð.

 

26. 0911052 - Fundur í verkefnisstjórn starfshópi um málefni fatlaðra.

Fundargerðin framlögð.

 

27. 0911051 - 49. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

Fundargerðin framlögð.

 

28. 0911039 - 87. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.

Fundargerðin framlögð.

 

29. 0911064 - Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010.

Lögð fram.

 

30. 0911041 - 34. fundur Menningarráðs Vesturlands.

Fundargerðin framlögð.

 

31. 0911031 - 768. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin framlögð.

 

 

Önnur mál

 

 

32. 0911072 - Atvinnumál, tekjur, og tækifæri til samstarfs.

Erindi frá Hansínu B. Einarsdóttur, Hótel Glymi dagsett 24. nóvemeber

2009.

Sveitarstjóri lagði fram bréf frá framkvæmdastjóra Hótels Glyms varðandi

merkingar í Hvalfjarðarsveit, markaðsetningu og þjónustu við ferðamenn að vetri til ofl.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.00

 

 

Efni síðunnar