Sveitarstjórn
Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson, Daníel Ottesen, Ása Helgadóttir, Hlynur Sigurbjörnsson.
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
Hann óskaði eftir heimild til þess að taka fyrst á dagskrá lið 17. 18. 19. og 21. Samþykkt. Daníel Ottesen sat fundinn við fundarsetningu og yfirgaf fundinn kl. 17.07 og Hlynur Sigurbjörnsson tók sæti á sama tíma.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1. 0908001F - 71. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar
Fundargerðin framlögð.
2. 0909006 - 83. fundur skipulags- og byggingarnefndar,2. september
2009.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina. Liður 7 er framlagður.
Sigurður Sverrir situr hjá við lið 5. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. 0909032 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 83. fundi. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar.
Greinargerðin framlögð.
4. 0909033 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 83. fundi. Deiliskipulag Miðás og Efstiás.
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. Hallfreður víkur sæti.
5. 0909034 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 83. fundi. Deiliskipulag Neðstiás.
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. Hallfreður víkur sæti.
6. 0909035 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 83. fundi. Deiliskipulag Norður-, Vestur- og Austurás.
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. Hallfreður víkur sæti.
7. 0909036 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 83. fundi. Deiliskipulag Tjarnarás.
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. Hallfreður víkur sæti.
8. 0909037 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 83. fundi. Eyrarskógur deiliskipulag.
Tillagan samþykkt samhljóða.
9. 0909038 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 83. fundi. Hrísabrekka deiliskipulag
Tillagan samþykkt samhljóða.
10. 0909039 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 83. fundi. Skipulagsmál - Aðalvík.
Tillagan samþykkt samhljóða.
11. 0909031 - 42. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar, 31. ágúst 2009.
Arnheiður fór yfir fundargerðina og ræddi sorphirðu í Hvalfjarðarsveit.
Einnig rætt um hugmynd um útboð á sorphirðu og mögulegt útboð með
samstarfssveitarfélögunum. Fundargerðin framlögð.
12. 0909021 - 9. fundur menningarmálanefndar, 20.ágúst 2009.
Fundargerðin framlögð.
13. 0909043 - 2. fundur landbúnaðarnefndar, 3. september 2009.
Oddviti ræddi leitir og réttir. Tillaga um leitarsvæði, leitarstjóra, réttarstjóra, marklýsingarmenn og skilamenn samþykkt samhljóða.
Tillaga um lagfæringu réttanna samþykkt samhljóða. Tillaga um
kaffiveitingar og salernisaðstöðu samþykkt með fimm atkvæðum. Ása
Helgadóttir og Sigurður Sverrir Jónsson greiða atkvæði gegn tillögunni.
Bókun Sigurðar Sverris; Ég tel óeðlilegt að sveitarfélagið skaffi bændum og gestum réttanna kaffiveitingar að upphæð 220.000 kr. á sama tíma og
skólastjórnendum leik- og grunnskóla er ætlað að skera niður í rekstri.
Arnheiður gerir grein fyrir atkvæði sínu; Landbúnaðarnefnd leggur til að
veita fjármunum til réttarhalds, útfærslan er í höndum réttarstjóranna
sjálfra. Þá er fjárúthlutunin innan fjárhagsramma nefndarinnar.
14. 0909044 - 5. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.
Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og ræddi um
forhönnunarskýrsluna. Fundargerðin er framlögð.
15. 0909049 - 6. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.
Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og ræddi forvalsgögn.
Samþykkt að forvalsgögn verði unnin í samræmi við afgreiðslu
nefndarinnar og formanni, sveitarstjóra, skipulagsfulltrúa og verkefnisstjóra falið að ganga endanlega frá gögnunum. Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá og leggur fram bókun; Get ekki samþykkt þessa tillögu um skólauppbyggingu eins og hún er.
16. 0909030 - 4. fundur nefndar um eldri vatnsveitur í Hvalfjarðarsveit, 2. september 2009.
Fundargerðin er framlögð
17. 0909047 - Verkfundargerð 20-Innréttingar vegna byggingar
stjórnsýsluhúss, 7. júlí 2009.
Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin er framlögð.
18. 0909045 - Verkfundargerð 21-Innréttingar vegna byggingar
stjórnsýsluhúss, 22. júlí 2009.
Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin er framlögð.
19. 0909020 - Verkfundargerð 22-Innréttingar vegna byggingar
stjórnsýsluhúss, 18. ágúst 2009.
Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin er framlögð.
20. 0909050 - Verkfundargerð 23-Innréttingar vegna byggingar
stjórnsýsluhúss, 25. ágúst 2009.
Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin er framlögð.
21. 0909051 - Verkfundargerð 24-Innréttingar vegna byggingar
stjórnsýsluhúss, 1. september 2009.
Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin er framlögð.
Mál til afgreiðslu
22. 0909025 - Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.
Sveitarstjóri og aðalbókari fóru yfir áætlunina.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar byggir á rekstraryfirliti sveitarfélagsins
fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem samhliða er lagt fram og breyttum
forsendum frá upphaflegri fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt
tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar eru niðurstöður
rekstrarreiknings samstæðuáætlunar fyrir árið 2009 þessar:
Aðalsjóður: Hækkun gjalda 8.774.000 kr., jákvæði rekstrarniðustaða
verður 22.549.250 kr., eða breyting 8.774.000 kr. var áður áætluð
jákvæð 31.323.250 kr.
Eignasjóður: Hækkun gjalda 3.855.000kr., jákvæð rekstrarniðustaða
verður 41.005.400 kr., eða breyting 3.855.000 kr. var áður áætluð
jákvæð 44.860.400 kr.
Samantekinn ársreikningur Hvalfjarðarsveitar. Hækkun gjalda
12.629.000 kr., jákvæði rekstrarniðustaða verður kr. 63.554.650, eða
breyting 12.629.000 kr. var áður áætluð jákvæð 76.183.650 kr.
Eignfærð fjárfesting : Hækkun gjalda 21.900.000 kr. Heildarfjárfesting
yrði því 344.265.600 kr, eða breyting 21.900.000 kr. Var áður áætluð
322.365.600 kr.
Áætlað handbært fé í árslok 6.336.000 kr. var áætlað 40.865.000 kr.,
breytingin 34.529.000 kr. Tillaga um endurskoðaða fjárhagsáætlun
samþykkt samhljóða. Tillaga sveitarstjóra um heimild til færslu af liðnum
óviss útgjöld 5 milljónir yfir á launaliði. Samþykkt samhljóða.
23. 0909026 - Sex mánaða rekstraryfirlit Hvalfjarðarsveitar 2009.
Aðalbókari fór yfir uppgjörið og svaraði fyrirspurnum. Fulltrúum
sveitarstjórnar bent á að senda aðalbókara fyrirspurnir sínar.
24. 0909024 - Starfsmannamál
Sveitarstjóri ræddi starfsmannamál á skrifstofu.
Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi:
- Auglýst verði eftir starfsmanni í afleysingar í starf aðalbókara
Hvalfjarðarsveitar í fæðingarorlofi núverandi aðalbókara. Sveitarstjóra
veitt heimild til að útfæra auglýsinguna og auglýsa.
- Sveitarstjórn samþykkir að auglýst verði eftir leikskólakennara við
leikskólann Skýjaborg.
- Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir starfskrafti við ræstingar í
stjórnsýsluhúsinu. Jafnframt verði kannaður möguleikinn á því að
samhliða verði auglýst eftir starskrafti í ræstingar við leikskólann
Skýjaborg.
25. 0909013 - Tómstundaávísanir til nemenda á grunnskólaaldri í
Hvalfjarðarsveit 2009-2010
Erindi frá sveitarstjóra dagsett 1. september 2009. Tillaga frá Stefáni,
Hlyn, Arnheiði og Hallfreði: Lagt er til að börn og ungmenni á leik- og
grunnskólaaldri með lögheimili í Hvalfjarðarsveit eigi möguleika á að
velja sér tómstundastarf við hæfi og að niðurgreiðsla Hvalfjarðarsveitar
nemi kr. 10.000 og að gildistíminn sé til 31.12.2009. Þá verði önnur
ávísun að upphæð kr. 10.000 gefin út 01.01.2010 og að gildistíminn
hennar sé til 31.08.2010. Hægt sé að nota ávísanirnar til að greiða fyrir
íþrótta- og tómstundastarf sem Hvalfjarðarsveit skipuleggur eða
samþykkir. Tómstundaávísanir verði sendar til forrmáðamanna barna og
ungmenna í Hvalfjarðarsveit. Samþykkt samhljóða.
26. 0909042 - Laun vegna vinnu kjörstjórnar vegna alþingiskosninga.
Erindi frá aðalbókara Hvalfjarðarsveitar dagsett 3. september 2009.
Samþykkt að kjörstjórn fái greitt fyrir fundi eins og greitt er fyrir
fundarsetu á fundum í Hvalfjarðarsveit. Tillaga aðalbókara samþykkt.
27. 0909014 - Ósk um að Hvalfjarðarsveit kosti kaffiveitingar í
Svarthamarsrétt á réttardaginn 13. september.
Erindi frá Brynjólfi Ottesen og Kristínu Ármannsdóttur dagsett 29. ágúst
2009.
Vísað er í afgreiðslu á 13. dagskrárlið, fundargerð landbúnaðarnefndar.
28. 0906028 - Skipun í verkefnisstjórn fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.
Erindi frá Sigurði Sverri Jónssyni dagsett 3. september 2009.
Skipun í verkefnisstjórn fyrir nýbyggingu Heiðarskóla. Erindi frá Sigurði
Sverri Jónssyni dag. 3. september 2009. Sigurður Sverrir leggur fram
álit Tryggva Þórhallssonar lögfræðings sem telur Dóru Líndal vanhæfa í
verkefnisstjórn Heiðarskóla og því þurfi að skipa nýjan fulltrúa í
verkefnisstjórnina. Samþykkt með tveimur atkvæðum Sverris og
Magnúsar. Fimm sitja hjá. Ása Helgadóttir ber fram tilnefningu um að
Ólafur Jóhannesson taki sæti sem aðalmaður í verkefnisstjórn
Heiðarskóla. L-listinn tilnefnir Valgerði Jónu Oddsdóttur sem aðalmann í
verkefnisstjórnina. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar: Ólafur
Jóhannesson 3 atkvæði, Valgerður Jóna Oddsdóttir 2 atkvæði og auðir
seðlar 2. Ólafur Jóhannesson er því réttkjörinn fulltrúi í verkefnisstjórn
Heiðarskóla. Valgerður Jóna Oddsdóttir er varamaður Ólafs í
verkefnisstjórnina.
29. 0909012 - Ósk um samstarf við sveitarfélagið um nýtingu á
sundlaug og samkomuhúsi á Hlöðum.
Erindi frá Hansínu B. Einarsdóttur og Eddu S. Sverrisdóttur dagsett 17.
ágúst 2009.
Oddviti fór yfir erindið.
A) Afnot af félagsheimilinu að Hlöðum. Sveitarstjóra falið að ræða við
forsvarsmenn Hótels Glyms.
B) Greiðsla fyrir afnot af sundlaug frá sl. vori. Sveitarstjórn getur eigi
orðið við erindinu.
30. 0909009 - Almenningssamgöngur í Hvalfjarðarsveit
Erindi frá Einari Erni Thorlacius dagsett 17. ágúst 2009.
Sveitarstjóri fór yfir möguleika á almenningssamgöngum í tengslum við
ferðir Trex og Bíla- og fólks og falið að svara bréfritara. Sveitarstjóra
jafnframt falið að vinna áfram að málinu.
31. 0909027 - Erindi varðandi sorphirðugjöld í Hvalfjarðarsveit.
Erindi frá Trausta Jónssyni og Elínborgu Kristjánsdóttur móttekið 11.
ágúst 2009.
Sveitarstjórn telur eigi unnt að verða við erindinu. Erindinu er vísað til
kynningar í umhverfis- og náttúrverndarnefnd. Samþykkt samhljóða.
32. 0908031 - Frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá 1. kafla 1. viðauka við EES-samninginn, 147.mál, matvælalöggjöf, EES-reglur.
Sent til umsagnar frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis 24.
ágúst 2009. Erindi þegar sent landbúnaðarnefnd.
Lagt fram.
33. 0909022 - Fundur sveitarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis
haustið 2009
Erindi frá Guðbjarti Hannessyni formanni fjárlaganefndar Alþingis
dagsett 28. ágúst 2009.
Sveitarstjóra falið að finna fundartíma með fjárlaganefnd. Samþykkt
samhljóða.
34. 0909046 - Umsögn um rekstrarleyfi, Bjarteyjarsandur gististaður.
Erindi frá embætti Sýslumannsins í Borgarnesi dagsett 31. ágúst 2009.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna. Arnheiður víkur
sæti undir þessum lið.
Mál til kynningar
35. 0908026 - Aukaeigendafundur hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarveitar sf.
Bókun; Áréttað er að Stefán Ármannsson sem kosinn var í stjórn
Vatnsveitufélagsins 15. maí 2008 og að Stefán er formannsefni og Daníel
Ottesen varamaður hans. Guðjón Jónasson er stjórnarmannsefni og
Sigurður Sverrir er varamaður Guðjóns. Stefán Ármannsson fer með
umboð Hvalfjarðarsveitar á aukaeigendafundi Vatnsveitufélags
Hvalfjarðarsveitar sf þann 10. sept kl.9.00 í Stjórnsýsluhúsi
Hvalfjarðarsveitar að Innrimel. Bókunin samþykkt með fimm atkvæðum.
Sigurður Sverrir og Magnús Hannesson greiða atkvæði gegn bókuninni.
Magnús gerir grein fyrir atkvæði sínu; Stefán Ármannsson var kosinn til 1
árs á fundi 15. maí 2008 og Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar sf fór ekki
inn í fundarsköp Hvalfjarðarsveitar fyrr en 14. október 2008. Þannig að
þessi tillaga stenst ekki. Magnús og Sverrir draga beiðni dagsetta 5.
september sl. um frestun aukaeigendafundar Vatnsveitufélagsins til baka.
36. 0909018 - Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar sumarið 2009, skýrsla umsjónarmanns.
Lagt fram.
37. 0909017 - Þverun Grunnafjarðar, greinargerð um helstu
umhverfisáhrif.
Erindi frá Auðunni Hálfdanarsyni hjá Vegagerðinni dagsett 18. ágúst 2009.
Skýrsla á vef Vegagerðarinnar. Erindi þegar sent umhverfis- og
náttúruverndarnefnd og skipulags- og byggingarnefnd.
Lagt fram.
38. 0908023 - Sorp- og plasthirða Gámaþjónustu Vesturlands sumarið 2009.
Svar Gámaþjónustunnar við bókun sveitarstjórnar frá 71. fundi.
Lagt fram. Þar sem fram kemur afsökunarbeiðni Gámaþjónustunnar.
39. 0909028 - Kreppan á Vesturlandi, skýrsla SSV ágúst 2009.
Lagt fram.
Aðrar fundargerðir
40. 0909023 - 63. fundur stjórnar Faxaflóahafna.
Fundargerðin er framlögð.
41. 0909015 - 64. fundur stjórnar Faxaflóahafna.
Fundargerðin er framlögð.
42. 0909016 - Bókun af 64. fundir stjórnar Faxaflóahafna.
Lögð fram.
43. 0909002 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands 18. júni 2009.
Fundargerðin er framlögð.
44. 0909003 - Fundur í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands 24. júní 2009.
Fundargerðin er framlögð.
45. 0909007 - 70. stjórnarfundur SSV.
Fundargerðin er framlögð.
46. 0909005 - Fundargerð 766. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er framlögð.
47. 0909008 - 56. fundur Sorpurðunar Vesturlands hf.
Fundargerðin er framlögð.
48. 0909040 - 86. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Fundargerðin er framlögð.
49. 0909041 - 26. fundur samgöngunefndar SSV.
Fundargerðin er framlögð.
50. 0909019 - 236. fundur Launanefndar sveitarfélaga.
Fundargerðin er framlögð.
Önnur mál – (ef einhver eru)
51. 0909048 - Sorphirða við Laxárbakka.
Erindi Vattar ehf varðandi sorphirðu og fl. Sveitarstjóra og skipulags- og
byggingarfulltrúa falið að skoða málið nánar.
52. 0909052 - Lausaganga búfjár í Hvalfjarðarsveit.
Rætt um lausagöngu búfjár vestan vegar við Ferstikluháls. Sveitarstjóra og
oddvita falið að ræða við Vegagerðina.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22.15