Fara í efni

Sveitarstjórn

69. fundur 30. júní 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Elísabet Benediktsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir,

Hallfreður Vilhjálmsson , oddviti, setti fundinn, bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár

Oddviti bauð fundarmenn velkomna í nýjan þingsal sveitarstjórnar. Hann óskaði eftir að taka 6. og 7. fundargerðir menningamálanefndar til umfjöllunar, samþykkt. Á fundinn mættu Þorbergur Karlsson frá VSÓ, Stefán Skarphéðinsson sýslumaður Mýra og Borgarfjarðarsýslu, Theodór Þórðarson og Ómar Jónsson frá Lögreglunni í Borgarnesi. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn. Sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1. 0906006 - 68. fundur sveitarstjórnar 9. júní 2009.

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð á 69. fundi sveitarstjórnar.

2. 0906007 - 81. fundur skipulags- og byggingarnefndar 24. júní 2009.

Fundargerð 81. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til

afgreiðslu á 69. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Skúli Lýðsson fór yfir efni fundarins.

Tillaga; Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að aðalskipulagi

Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 ásamt umhverfisskýrslu samkvæmt 18. Gr.

Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Samþykkt með sjö atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.

3. 0906008 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefnar af 81. fundi.

1) 5. Umferðamál, umferðaöryggi, mál nr. BH090055

Afgreiðsla 81. fundar. Staðfest á 69. fundi sveitarstjórnar með sjö

atkvæðum.

4. 0906009 - 40. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar 23. júní

2009.

Arnheiður fór yfir efnisatriðin. Tillaga um umhverfisviðurkenningar.

Samþykkt með sjö atkvæðum. Tillaga um námskeið undir formerkjum

Staðardagskrár 21. Samþykkt með sjö atkvæðum. Tillaga um

svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs frá Sorpurðun Vesturland.

Samþykkt með sjö atkvæðum. Tillaga um undirbúningsvinnu vegna

fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu. Samþykkt með sjö atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.

5. 0906023 - 5. fundur fjölskyldunefndar 22. júní 2009.

Stefán fór yfir efnisatriðin. Tillaga um félagsmálastjóra afgreidd undir mál

090611, starfsmannamál.

6. 0906030 - 6. fundur menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar.

Afgreiðsla 6. fundar menningarmálanefndar staðfest á 69. fundi

sveitarstjórnar.

7. 0906031 - 7. fundur menningarmálanefndar 17. júní 2009.

Afgreiðsla 7. fundar menningarmálanefndar staðfest á 69. fundi

sveitarstjórnar.

8. 0906010 - Verkfundargerð 19-Innréttingar vegna byggingar

stjórnsýsluhúss 23. júní 2009.

Stefán fór yfir efnisatriðin. Staðfest á 69. fundi sveitarstjórnar.

Mál til afgreiðslu

9. 0906028 - Skipun í verkefnisstjórn fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Tillaga um að í verkefnisstjórn sitji; Arnheiður Hjörleifsdóttir, Dóra Líndal

Hjartardóttir og Guðjón Jónasson. Samþykkt með sjö atkvæðum. Tillaga

um að formaður verði Arnheiður Hjörleisdóttir. Samþykkt með sjö

atkvæðum. Varamenn Stefán Ármannsson, Björgvin Helgason og

Valgerður Jóna Oddsdóttir samþykkt með sjö atkvæðum. Jafnfram

samþykkt að framkvæmdanefnd Heiðarskóla verði lögð niður.

Sveitarstjórn þakkar framkvæmdanefnd Heiðarskóla vel unnin störf.

10. 0906024 - Útboðsleiðir við nýbyggingu Heiðarskóla.

Á fundinn mætti Þorbergur Karlsson frá VSÓ og fór yfir mögulegar

útboðsleiðir.

11. 0906011 - Starfsmannamál.

Ráðning í starf félagsmálastjóra.

Tillaga sveitarstjóra er að ráða Karl Marinósson sem félagsmálastjóra.

Samþykkt með sex atkvæðum. Arnheiður Hjörleifsdóttir situr hjá. Tillaga

um lokun sveitarstjórnarskrifstofu 4.-7. ágúst. Samþykkt með sjö

atkvæðum. Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.

---Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að framlengja samningi við

Önnu Einarsdóttur til áframhaldandi starfs í 50% vinnu í sex mánuði.

Samþykkt með sjö atkvæðum. Fjármögnun vísað til endurskoðunar

fjárhagsáætlunar.

12. 0906012 - Atvinnuátak í Hvalfjarðarsveit.

Svar Vinnumálastofnunar við erindi sveitarstjóra.

Samningur um atvinnuátak við Skógræktarfélag Skilmannahrepps.

Sveitarstjóri fór yfir verkefnastöðuna. Sveitarstjórn samþykkir að ráða

aðila af atvinnuleysisskránni í greiningarvinnu og skógræktarverkefnið.

Samþykkt með sjö atkvæðum.

13. 0906014 - Stækkun Grundartangahafnar - fyrirspurn um

matsskyldu.

Erindi frá Skipulagsstofnun 19. júní 2009. Skýrsla liggur frammi á

skrifstofu.

Formanni umhverfisnefndar, skipulags- og byggingarfulltrúa og

sveitarstjóra falið að senda umsögn til Skipulagsstofnunar. Samþykkt

með sjö atkvæðum.

14. 0906027 - Stækkun olíubirgðarstöðvar Olíudreifingar ehf. á Litla-

Sandi, Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 3.júní 2009. Öryggisskýrsla liggur

frammi á skrifstofu.

Formanni umhverfisnefndar, skipulags- og byggingarfulltrúa og

sveitarstjóra falið að senda umsögn til Skipulagsstofnunar. Samþykkt

með sjö atkvæðum.

15. 0906013 - Aðalfundur SSV fundarboð.

Aðalfundur haldinn í Reykholti 27. og 28. ágúst 2009.

Afgreiðsla; Sveitarstjórn áréttar þá skoðun sína að Hvalfjarðarsveit eigi

fulltrúa í stjórn SSV. Staðfest á 69. fundi sveitarstjórnar með sjö

atkvæðum.

16. 0906015 - Aðstoð við framkvæmd verkefnis í Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá Guðmundi Benediktssyni nemanda í landfræði við Háskóla

Íslands dagsett 11. júní 2009.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar. Sveitarstjórn tekur jákvætt í

erindið og óskar Guðmundi velfarnaðar.

17. 0906016 - Almannavarnarnefnd Borgarfjarðar og Dala, Búnaðar- og

tækjasjóður.  Erindi frá Theodóri Þórðarsyni lögreglu Borgarfjarðar og Dala áður frestað á 45. fundi.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar.

Mál til kynningar

18. 0906022 - Lögreglusamþykkt í Hvalfjarðarsveit.

Sýslumaðurinn í Borgarnesi kynnir.

Fulltrúar lögreglunnar mættu og fóru yfir atriði er varða breytingar á

lögreglusamþykktum. Samþykktirnar verða lagðar fram síðar. Þeir gerðu

einnig grein fyrir greiningu á hraðamælingum. Sveitarstjórn samþykkir að

skora á Vegagerðina að leita allra leiða til þess að lækka hraðann í og við

Melahverfið. Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar.

19. 0906029 - Kostnaðarþáttaka Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í

framkvæmdum við Heiðarskóla.

Svar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við erindi sveitarstjóra varðandi

kostnaðarþáttöku sjóðsins í væntanlegum framkvæmdum við Heiðarskóla

dagsett 19. júní 2009.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar. Sveitarstjórn harmar þessa

niðurstöðu og ítrekar enn og aftur að þessi afstaða er þvert á allt það sem

fram kom í sameiningarferli sveitarfélaganna Sunnan Skarðsheiðar á

árunum 2004-2006. Staðfest á 69. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum.

20. 0903024 - Gagnaver í Hvalfjarðarsveit.

Viljayfirlýsing á milli Hvalfjarðarsveitar og Titan Global um nánari viðræður

um lóð undir netþjónabú í landi Stóru- Fellaxlar.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar.

21. 0906021 - Tilkynning um undirbúning viðbragðsáætlana vegna

inflúensufaraldurs.

Erindi frá menntamálaráðuneytinu dagsett 15. júní 2009.

Sýslumaður fór yfir erindið. Áætlunin á að vera tilbúin 1. september. Erindið

lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar.

22. 0906020 - Frumvarp til vegalaga.

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dagsett 16. júní 2009.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar.

23. 0906019 - Minnispunktar frá fundi Hvalfjarðarsveitar og

nágrannasveitarfélaga með fulltrúum Matvælastofnunar.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar.

24. 0906018 - Tölur úr vorskoðun búfjáreftirlits 2009.

Erindi frá Búnaðarsamtökum Vesturlands dagsett 19. júní 2009. Erindi

sent landbúnaðarnefnd.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar.

25. 0906017 - Umferðaröryggi við Bjarteyjarsand í Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá íbúum á Bjarteyjarsandi dagsett 3. júní 2009. Erindi sent

skipulags- og byggingarnefnd.

Sýslumaður og Lögreglan fóru yfir málið. Sveitarstjórn skorar á

Vegagerðina að fara strax í endurbætur við veg 47 eins og fram kemur í

erindinu. Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar.

Aðrar fundargerðir

26. 0906005 - 45. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða 11. júní 2009.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar.

Önnur mál – (ef einhver eru)

27. 0906034 - Verklagsreglur fyrir leikskóla Hvalfjarðarsveitar.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt með sjö

atkvæðum

28. 0906033 - Skóladagatal 2009 - 2010. Leikskólinn Skýjaborg.

Erindið lagt fram á 69. fundi sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt með sjö

atkvæðum

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.43

 

 

Efni síðunnar