Sveitarstjórn
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Dóra Líndal, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Á fundinn mættu frá framkvæmdanefnd Heiðarskóla; Daníel Ottesen, Ása Hólmarsdóttir og Björgvin Helgason. Frá Stúdío Striki, Sigríður Ólafsdóttir og Hulda Aðalsteinsdóttir. Frá VSÓ Þorbergur Karlsson og frá VSB Svavar Sigþórsson og Hannes Jónsson. Skólastjórnendur Heiðarskóla, Helga Magnúsdóttir og Dóra Líndal.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og leitaði afbrigða og óskaði eftir að fá að taka lið 7 fyrst á dagskrá: Umræður og kynningu á útfærslum af nýbyggingu Heiðarskóla fyrst á dagskrá. Magnús Hannesson hafði óskað eftir frestun á lið 7. en hann telur að ekki hafi nægjanleg gögn borist til ákvörðunartöku. Oddviti og sveitarstjóri telja að nægjanleg gögn hafi borist og þess vegna verði ekki orðið við beiðni um frestun. Tillaga um dagskrárbreytingu samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1. 65. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 14. apríl 2009. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og svaraði framkomnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.
2. 78. fundur skipulags- og bygginganefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 21. apríl 2009. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisatriðin og svaraðir fyrirspurnum. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. 34. fundur framkvæmdanefndar um byggingu Heiðarskóla, haldinn 23. apríl 2009. Arnheiður fór yfir atriði er varða fundargerðina og rakti efnisatriði síðasta fundar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. 33. fundur framkvæmdanefndar um byggingu stjórnsýsluhús, haldinn 22. apríl 2009. Stefán Ármannsson fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Hann lagði til við sveitarstjórn að lokið verði við uppbyggingu skrifstofuhótelsins en áætluð verklok við stjórnsýsluhús hluta eru 31. maí. Það liggur nú þegar fyrir að tveir aðilar munu koma í húsnæðið. Viðbótarkostnaður er um 21,9 milljónir. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum. Magnús Hannesson greiðir atkvæði gegn tillögunni en Sverrir Jónsson situr hjá.
5. Verkfundargerðir 11- Innréttingar 12-Innréttingar og 9- Lóð, vegna byggingu stjórnsýsluhúss. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðanna og svaraði fyrirspurnum. Fundargerðirnar framlagðar.
Mál til afgreiðslu
6. Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2008, síðari umræða.
Ársreikningurinn var tekinn fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
7. Skólamál, nýbygging. Sigríður Ólafsdóttir fór yfir allar tillögurnar og
útfærslurnar og fór yfir form, þakhalla og staðsetningu. Svavar Sigþórsson fór yfir kostnaðargreiningu og stærðir sem og hlutföll af kostnaði og áður sent minnisblað vegna kostnaðar. Fram komu margar fyrirspurnir og ábendingar frá sveitarstjórn, framkvæmdanefnd og skólastjórnendum, svöruðu fulltrúar hönnunarhópsins þeim fyrirspurnum. Oddviti þakkaði hönnunarhópnum fyrir greinargóðar upplýsingar. Þá var gert 20 mínútna fundarhlé.
Komið að atkvæðagreiðslu;
Tillaga A; Enginn greiðir atkvæði með tillöguni. Tillaga B; Sigurður Sverrir
greiðir atkvæði með tillögunni. Tillaga C; Enginn greiðir atkvæði með
tillögunni. Tillaga D er samþykkt með fimm atkvæðum, Hallfreður
Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Hlynur Sigurbjörnsson, Stefán
Ármannsson og Dóra Líndal greiða atkvæði með tillögunni.
Bókun; Fyrir liggja fjórar tillögur að útfærslu nýs skólahúss Heiðarskóla í
Hvalfjarðarsveit, merktar A, B, C og D. Undanfarið hefur hönnunarhópurinn unnið að útfærslum í samræmi við bókun sveitarstjórnar frá 65. fundi sveitarstjórnar frá 14. apríl sl.
Sveitarstjórn hefur samþykkt að velja tillögu sem merkt er D til frekari útfærslu.
Tillaga D er 1892 m2 bygging vestan Tannakotslækjar og austan við
núverandi skólahús. Um er að ræða tveggja hæða byggingu með bröttum
einhalla þökum.
Samkvæmt kostnaðaráætlun hönnunarhóps greinist kostnaður við tillögu D
með eftirfarandi hætti:
Grunnkostnaður: 560 milljónir, ófyrirséð: 68 milljónir, hönnun og umsjón: 60 milljónir. Samtals: 688 milljónir.
Með vali á tillögu D er það mat sveitarstjórnar að þar sé sameinast um
hagkvæmustu lausnina og vel út fært innra skipulag með spennandi
kennslumöguleikum. Að auki leysir tillaga D vandkvæði sem upp hafa komið með þakútfærslur. Húsagerðin virðist falla vel að landslagi og umhverfi, staðsetning á lóð gefur góða möguleika á nýtingu núverandi aðkeyrslu og bílastæða sem er sérlega hagkvæmt. Möguleikar á stækkun skólahúss í framtíðinni eru góðir. Þá er skólalóðin rúm og gefur tækifæri til fjölbreyttrar útiveru og útikennslu. Bókunin er samþykkt með sex atkvæðum og Magnús Hannesson greiðir atkvæði gegn bókuninni.
8. Safnamál, sveitarstjóri fór yfir erindi frá Menntamálaráðuneytinu en með bréfi frá 27. apríl til Akranesskaupstaðar hefur ráðuneytið óskað eftir upplýsingum er varða samningsdrögin og óskað eftir að safnaráð sem og þjóðminjavörður fái þau til umsagnar. Lagt fram.
9. Viljayfirlýsing á milli Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Hvalfjarðarsveitar um aðstöðu í nýju stjórnsýsluhúsi. Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera samning við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Fimm samþykkja tillöguna en Magnús Hannesson og Sverrir Jónsson sitja hjá við afgreiðsluna.
10. Málefni Strætó. Fyrir liggur að byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að segja upp þjónustusamingi við Stætó bs. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að segja samningi Hvalfjarðarsveitar einnig upp.
Önnur mál
A) Sveitarstjóri kynnti samning við Hótel Glym um afnot af Sundlauginni að
Hlöðum vegna Detox námskeiða. Um er að ræða sér samning um afnot 3.-
13. maí. Tillagan samþykkt samhljóða.
B) Erindi vegna „ Menningarlandið 2009“. Ráðstefna 11.-12. maí. Samþykkt að fela formanni menningarmálanefndar að sækja ráðstefnuna.
C) Fyrirhugað er að halda fund með forsvarsmönnum sumarhúsafélaganna í Hvalfjarðarsveit þann 11. maí kl. 20 að Hlöðum.
Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:10
Hallfreður Vilhjálmsson
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Hlynur Sigurbjörnsson
Dóra Líndal Hjartardóttir
Magnús I. Hannesson
Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannsson
Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri