Sveitarstjórn
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna setti fund, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár. Að auki sat Kristjana Helga Ólafsdóttir fundinn undir lið um fjárhagsáætlun og svaraði fyrirspurnum. Björgvin Helgason sat fundinn undir lið um skipulags- og byggingamál.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1) 56. 57. og 58. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldnir voru 25. nóvember og 27. nóvember og 4. desember 2008. Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir helstu atriði fundagerðanna. Fundargerðinar framlagðar
2) 72. fundur skipulags- og bygginganefndar haldinn 3. desember 2008, ásamt afgreiðslum nefndarinnar. Björgvin Helgason fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Afgreiðslur;
a) Liður 13. Vinnureglur skipulags- og byggingafulltrúa, varðar dagsektir. Mál nr. BH080132, 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Tillaga að vinnuferli ef beita þarf dagsektum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að reglur þessar verði samþykktar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
b) Liður 14. Vinnureglur skipulags- og byggingafulltrúa, geymslu og garðskúrar. Mál nr. BH080137, 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3. Tillaga skipulags- og byggingafulltrúa að vinnureglum er varða geymslu, leik og garðskúra. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að reglur þessar verði samþykktar
Tillagan samþykkt samhljóða.
c) Liður 16. Grundartangahöfn 133676, breytt deiliskipulag vestursvæði (31.0001.00). Mál nr. BH080144. 530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Erindi Faxaflóahafnar varðandi ósk um breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæði, vestursvæði. Samanber meðfylgjandi uppdrætti og greinargerð Teiknistofu Arkitekta GylfiGuðjónsson og félagar. Óskað er eftir því að breytingin verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingalaga 73/1997. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingalaga 73/1997.
Tillagan samþykkt samhljóða.
d) Liður 17. Hnúkur 133690, skipting lands (00.0265.00) . Mál nr. BH080142 , 050250- 2889 Jón S Stefánsson, Hnúki, 301 Akranes. 100451-3019, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Hnúki, 301 Akranes. Erindi Jóns og Sigrúnar um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti Ólafs Guðmundssonar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Tillagan samþykkt samhljóða.
e) Liður 18. Melahverfi, deiliskipulag. Mál nr. BH070133. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Ákvörðun um nöfn á götur Melahverfis II. Nefndin leggur til að auglýst verði eftir tillögum á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar um nöfn á götur í Melahverfi II.
Tillagan samþykkt samhljóða.
f) Liður 19. Skipulagsmál, varðveisla minja. Mál nr. BH080148. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Erindi samstarfsnefndar um uppbyggingu og endurbætur á Bláskeggsárbrú í Hvalfjarðarsveit, varðandi gerð áningastaðar, bílastæða, snúningspláss og upplýsingaskiltis. Nefndin tekur jákvætt í erindið en kallar jafnframt eftir samþykki landeigenda.
Tillagan samþykkt samhljóða
g) Liður 5 samþykktur að því staðfestu að húsin hafi örugglega verði dæmd ónýt af Fasteignamati ríkisins. Arnheiður og Stefán sitja hjá við afgreiðsluna.
Fundargerðin frá 3. desember samþykkt samhljóða.
3) 26. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar haldinn 20. nóvember 2008. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
4) 33. og 34. fundur fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar haldnir 17. nóvember og 3. desember 2008. 34. fundargerð var send rafrænt. Hlynur fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og leggur til að farið verði í viðhorfskönnun. Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
5) 12. fundur atvinnumálanefndar Hvalfjarðarsveitar haldinn 27. nóvember 2008. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
6) Verkfundargerð 3-Lóð vegna byggingu stjórnsýsluhúss, haldinn 1. desember 2008. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð
7) 25. og 26. fundargerð framkvæmdanefndar vegna byggingu stjórnsýsluhúss sem haldnir voru 3. og 8. desember. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðanna, einnig fór hann yfir minnisblað frá VSÓ varðandi útboðsmál og drög að svarbréfi. Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
8) 7. fundur samstarfsnefndar um uppbyggingu og endurbætur á Bláskeggsárbrú í Hvalfjarðarsveit, haldinn 12. nóvember 2008. Arnheiður fór yfir atriði fundargerðarinnar og benti á að með samþykkt fjárhagsáætlunar verði farið í lokafrágang brúarinnar. Fundargerðin framlögð.
9) 28. fundur framkvæmdanefndar um byggingu Heiðarskóla. Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og ræddi þær leiðir sem hönnuðir hefðu kynnt og fór yfir niðurstöður nefndarinnar. Nefndin leggur eftirfarandi afgreiðslu til;
Nýbyggingartillaga hönnunarhópsins gerir ráð fyrir um 1900m2 skólahúsnæði fyrir 130 nemendur. Meirihluti framkvæmdanefndar finnst helstu rökin með þessum kosti þau að hægt er að hanna skólann með rekstrarlega hagkvæmni í huga og spara þannig til lengri tíma litið, bæði í framkvæmdakostnaði og viðhaldskostnaði. Þá býður þessi leið upp á lausn sem best hentar þörfum Heiðarskóla. Þá finnst meirihluta framkvæmdanefndar mikill kostur að ekkert rask verður á starfsemi skólastarfs á meðan á framkvæmdum stendur og nemendur og starfsfólk geta flutt yfir í nýjan skóla þegar hann er tilbúinn. Framkvæmdatími verður að auki sveigjanlegri, þar sem ekki þarf að taka tillit til skólastarfs að sama skapi og ef um viðbyggingu er að ræða. Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum. Haraldur Magnússon er á móti og leggur til að byggt verði við Heiðarskólahúsið ásamt því að það verði endurnýjað að hluta, þó ekki þær tillögur sem hönnunarhópurinn lagði til á nýtingu aðalbyggingar Heiðarskóla.
Tillagan samþykkt samhljóða
Ása spurðist fyrir um hvort hugmyndin frá Haraldi Magnússyni varðandi endurbætur og viðbyggingu hafi fengið viðhlýtandi skoðun. Arnheiður svaraði þeim fyrirspurnum er fram komu. Sveitarstjórn tekur undir niðurstöðu meirihluta framkvæmdanefndar og velur nýbyggingarleiðina. Jafnframt telur sveitarstjórn rétt að fara vel ofan í alla kostnaðarliði og gæta ítrustu hagkvæmni við hönnun nýs skólahúsnæðis, án þess þó að það komi niður á gæðum skólabyggingarinnar. Miðað við núverandi forsendur eru áætlaðar 230 milljónir í verkefnið á árinu 2009. Sveitarstjórn leggur það til að sveitarstjóri, oddviti, formaður og varaformaður framkvæmdanefndar komi með tillögur að uppbyggingaráætlun við gerð þriggja ára fjárhagsáætlunar í samráði við verkefnisstjóra og endurskoðanda. Tekið verði mið af fjárfestingargetu sveitarfélagsins og ytri aðstæðna í þjóðfélaginu við gerð áætlunarinna. Sveitarstjórn færir framkvæmdanefndinni þakkir fyrir vel unnin störf fram til þessa.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
10) 34. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar sem haldinn var 24. nóvember 2008. Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu
11) Fjárhagsáætlun 2009 síðari umræða. Sveitarstjóri og aðalbókari lögðu fram gögn er varða breytingar sem orðið hafa á frumvarpinu, við fyrri og milli- umræðu. Tillaga er um breytingar á fasteignaskatti C lið að hann verði 1.32%. Fasteignaskattur á A lið verði óbreyttur á milli ára. Tillagan samþykkt samhljóða. Ása ræddi hugmyndir um að taka viðhaldsframkvæmdir fram yfir gatnagerðarframkvæmdir. Hún lagði fram hugmynd að 13 millj. sem merkt eru gatnaframkvæmdum verði skipt í 6,5 millj. til viðhaldsverkefna og 6,5 millj. til gatnaframkvæmda. Samþykkt að vinna hugmyndina nánar með skipulags- og byggingafulltrúa og umsjónarmanni fasteigna.Tillögur um breytinar á frumvarpinu samþykktar til samræmis við ákvarðanir við fyrri og milliumræðu. Tillagan samþykkt samhljóða. Í samþykktinni er gert ráð fyrir samkomulagi við Strætó bs. í samstarfi við Borgarbyggð og Akraneskaupstað. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga en ítrekað er að þetta sé tilraunaverkefni í eitt ár og verði endurskoðað í ljósi reynslunnar. Forsvarsmönnum Heiðarskóla er falið að koma með tillögur um lækkun heildarkostnaðar um 3% en fræðslu- og skólamál hafa hækkað um meira en 10% á milli ára vegna skólans. Farið verði í nákvæma kostnaðargreiningu fyrir næsta skólaár.
Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar samþykkt samhljóða með áorðnum breyningum .
12) Starfsmannamál. Sveitarstjóri lagði til að gengið verði frá ráðningu ritara á tæknideild í sérverkefni til 1. júlí árið 2009. Tillagan samþykkt. Oddviti leggur til að laun hans verði lækkuð úr 40%í 30% hlutfall af þingfararkaupi. Sveitarstjóri leggur til laun sín verði skert um 10% til að koma til móts við tekjuskerðingu sveitarfélagsins. Tillagan samþykkt.
Tillaga lögð fram frá Sverri Jónssyni og Magnúsi Hannessyni varðandi lækkun launa kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og laun fyrir nefndarstörf um 10% frá því sem þau voru á árinu 2008. Samþykkt þessi gildi um laun vegna starfa í sveitarstjórn og nefndum Hvalfjarðarsv. á árinu 2009 og skulu framangreind laun haldast óbreytt það ár þrátt fyrir breytingar á viðmiðunarlaunum (þingfarakaupi) á árinu 2009. Samþykkir eru Ása Helgadóttir, Sverrir Jónsson og Magnús Hannesson. Gegn tillögunni eru Arnheiður Hjörleifsdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson og Stefán Ármannsson . Tillagan er felld. Arnheiður og Stefán gera fyrirspurn; Hvað sitja Magnús Hannesson og Sverrir Jónsson í mörgum nefndum?
Svar Sverris er að hann sitji í engri nefnd og Magnús sat í tveimur fram að 55. fundir en situr í dag í einni nefnd á vegum Hvalfjarðarsveitar.
Bókun; Meirihluti sveitarstjórnar kemur til móts við tillögur MIH og SSJ með því að lækka starfshlutfall oddvita út 40% í 30% og taka á sig þá skerðingu á þingfararkaupi .
13) Erindi frá Vaxtarsamningi Vesturlands varðandi umhverfisvottun sveitarfélaga á Vesturlandi dagsett 17. nóvember 2008. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.
14) Aðalfundur Spalar, fundarboð dagsett 27. nóvember 2008. Aðalfundur verður haldinn 10. desember 2008. Sveitarstjórn samþykkir að oddviti verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á aðalfundinum. Jafnframt er lagt til að Hlynur Sigurbjörnsson verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar næsta ár. Tillagan samþykkt samhljóða.
15) Erindi frá byggingafulltrúa Hvalfjarðarsveitar varðandi byggingarleyfi dagsett 27. nóvember 2008. Sveitarstjórn samþykkir endurgreiðsluna. Samþykkt að auglýsa lóðirnar Lækjarmelur 12 og Hlíðarbær 7 sem lausar til umsóknar.
16) Framleiðsla á sólarkísli í verksmiðju Elkem Ísland ehf. Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmda, bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 4. desember 2008 ásamt matsskýrslu, skýrsla liggur frammi á skrifstofu, málið hefur nú þegar verið sent til umhverfisnefndar og til skipulags- og byggingarnefndar. Sveitarstjóri hefur óskað eftir lengdum umsagnarfresti fram í fyrstu vinnuviku nýs árs.
17) Erindi Vegagerðarinnar varðandi breytta umsögn vegna deiliskipulags Melahverfis II í Hvalfjarðarsveit dagsett 26. nóvember 2008 . Þegar sent byggingafulltrúa.
18) Málefni jarðarinnar Galtalækjar erindi frá Forum lögmönnum dagsett 11. ágúst 2008. Sveitarstjóra falið skoða málið með öðrum málsaðilum.
19) Erindi varðandi Aðalvík í Hvalfjarðarsveit, frá Kristni Aðalbjörnssyni dagsett 2. desember 2008 (þegar sent byggingafulltrúa). Málinu hefur verið synjað að hálfu Skipulagsstofnunar. Björgvin Helgason fór yfir málsatvik og skýrði frá því að beiðnir hafa verið ýmist um íbúðarhús á lögbýli eða frístundahús á áðurgreindri lóð. Sveitarstjóra falið að fara yfir málið með Skipulagsstofnun.
Erindinu er frestað.
20) Erindi varðandi húseignina að Hagamel 5 frá Steinari Marteinssyni dagsett 23. nóvember 2008. Vísað til skoðunar hjá skipulags- og byggingarnefnd og fá greinargerð um málið.
21) Styrkbeiðnir fyrir árið 2009 .
a) Kór Saurbæjarprestakalls, erindi frá Guðmundi Ólafssyni dagsett 25. nóvember. Vísað til æskulýðs- og menningarmálanefndar til umsagnar.
b) Frá Snorraverkefni dagsett 28. nóvember 2008. Erindinu er synjað.
c) Bændur græða landið, erindi frá Þórunni Pétursdóttur héraðsfulltrúa Landgræðslunnar dagsett 24. nóvember 2008. Tillagan samþykkt.
d) Stígamót, erindi frá Guðrúnu Jónsdóttur talskonu Stígamóta dagsett 28. nóvember 2008. Samþykktar 25000 kr.
e) Yrkjusjóður, erindi frá Sigurði Pálssyni formanni stjórnar Yrkju, móttekið 5. desember 2008. Synjað.
Mál til kynningar
22) Erindi frá Jöfnunarsjóði varðandi framlag til Hvalfjarðarsveitar vegna þróun og endurskipulagningar þjónustu og stjórnsýslu í nýju sveitarfélagi. Sveitarstjóri fór yfir máli, búið að senda sjóðnum gögn er varða árið 2008.
23) Skráning eigna Skeljungs í Fasteignamat ríkisins. Yfirlit fasteignamats lagt fram.
24) Ósk sveitarstjóra um sölumeðferð á félagsheimilinu Fannahlíð og jörðinni Stóru- Fellsöxl. Komið í sölumeðferð hjá Fasteignamarkaðnum.
25) Minnispunktar sveitarstjóra af fundi um umhverfisfulltrúa í Hvalfjarðarsveit sem haldinn var með fulltrúum þriggja fyrirtækja á Grundartanga 1.desember 2008. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í samstarfshópnum.
26) Erindi frá Dvalarheimilinu Höfða varðandi framlag sveitarfélaga vegna byggingalána fyrir árið 2009. Lagt fram
27) Svar Akraneskaupstaðar við bréfi sendu 12.nóvember s.l varðandi skipulagsskrá og rekstur Byggðasafnsins í Görðum. Lagt fram
28) Erindi Haraldar Magnússonar varðandi hugmyndir um Heiðaskóla dagsett 2. desember 2008. Lagt fram.
29) Erindi Menntamálaráðuneytisins varðandi úttekt á listfræðslu á Íslandi dagsett 1. desember 2008 (þegar sent fræðslu- og skólanefnd).
30) 2 erindi frá íþrótta- og ólympíusambandi Íslands varðandi samstarf á milli sambandsins og sveitarfélaga í skjóli efnahagsþrenginga dagsett 14. nóvember 2008 og viðburði á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands dagsett 1. desember 2008. Að auki bréf frá 8. desember.Lagt fram.
31) Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum, skýrsla unnin af Stofnun Sæmundar fróða, Háskóla Íslands. Skýrsla liggur frammi á skrifstofu. Skýrslan lögð fram.
Aðrar fundargerðir
32) 55. fundur stjórnar Faxaflóahafna sem haldinn var 14. nóvember 2008 og fjárhagsáætlun ársins 2009, áætlun liggur frammi á skrifstofu. Lögð fram
33) Stjórnarfundir Hitaveitufélags Hvalfjarðar haldnir 29. apríl og 4. nóvember 2008. Lagðar fram.
34) 38. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða, haldinn 12. nóvember 2008. Fundargerð send rafrænt. Fundargerðin framlögð.
35) 9. og 10. fundur stjórnar Akranesstofu sem haldnir voru 25. nóvember og 1. desember 2008. Arnheiður fór yfir atriði úr fundargerðunum og söfnunarstefnu Byggðarsafnsin í Görðum. Fundargerðirnar framlagðar.
36) Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga haldinn 18 nóvember 2008 sent rafrænt. Fundargerðin framlögð.
Önnur mál.
a) Erindi GS og GBÁ varðandi leikskóladvöld. Samþykkt að veita heimild til dvalar til vors. Stefán vék sæti af fundinum undir þessum lið.
b) Stefán ræddi málefni er varða auglýsingaskilti meðfram þjóðvegi eitt.
c) Stefán Ármannsson óskar eftir leyfi til þess að halda áramótabrennu á jörð sinni Skipanesi. Samþykkt að veita leyfið.
d) Sverrir spurðist fyrir um sveitarfélagsskilti
e) Oddviti minnti á stofnfund á ungmenna- og æskulýðsfélag sem haldinn verður 11. desember nk.
Fleira gerðist ekki. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið 22.00
Hallfreður Vilhjálmsson Hlynur Sigurbjörnsson
Arnheiður Hjörleifsdóttir Ása Helgadóttir
Magnús I. Hannesson Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannsson Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri