Sveitarstjórn
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir,Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson ogLaufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Varaoddviti bauð fundarmennvelkomna setti fund, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár. Að auki mættu á fundinn undirliðnum mál til kynningar; Fulltrúar frá Studío Striki Sigríður Ólafsdóttir og Hulda Aðalsteinsdóttir, frá VSB Svavar Sigþórsson og Hannes Örn Jónsson og frá framkvæmdanefnd Heiðaskóla Daníel Ottesen, Haraldur Magnússon og Ása Hólmarsdóttir.
Mál til afgreiðslu
1) Álögur við gerð fjárhagsáætlunar 2009.
Oddviti fór yfir helstu þætti frá síðasta fundi sveitarstjónar en á þeim fundi var fyrri umræða um fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar. Umræður voru um álagningarhlutfall. Ljóst er að Hvalfjarðarsveit verður fyrir umtalsverðri tekjuskerðingu á milli ára vegna minni skatttekna og að áætlunin gerir einnig ráð fyrir skertu Jöfnunarsjóðsframlagi. Á sama tíma eru miklar væntingar til uppbyggingarinnar í sveitarfélaginu. Við sameiningu sveitarfélaganna var bygging nýs grunnskólahúsnæðis ein af megin forsendum sameiningar. Til þess að mæta þessum óskum og mæta mikilli tekjuskerðingu verður vart vikist undan að hækka álögur. Ása Helgadóttir ræddi álögurnar. Magnús Hannesson ræddi álögurnar og þjónustustig. Sverrir Jónsson ræddi þjónustustig og gjaldskrár. Stefán Ármannsson ræddi framkvæmdir og uppbyggingu. Arnheiður ræddi gjaldskrármál og uppbyggingu á skólahúsnæði. Hlynur ræddi framkvæmdir og framlag frá Jöfnunarsjóði. Hallfreður ræddi ástand á Heiðarskóla og aukin fjárframlög vegna viðhalds á húsnæðinu. Hallfreður Vilhjálmsson, Stefán Ármannsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir Hlynur Sigurbjörnsson og Magnús Hannesson leggja til að útsvarsprósentan árið 2009 verði 13.03 % tillagan samþykkt með sex atkvæðum, Sverrir Jónsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Mál til kynningar
2) Kynning á hugmyndum varðandi grunnskóla.
Forsvarsmenn hönnunarhópsins mættu á fundinn til að kynna fyrir sveitarstjórn og framkvæmdanefnd Heiðaskóla fyrstu hugmyndir varðandi skólahúsnæðið. Hönnunarhópurinn kynnti hugmyndir um tvær útfærslur að nýbyggingu og tvær hugmyndir um viðbyggingu. Hlynur Sigurbjörnsson varaoddviti stýrði umræðunum. Að aflokinni kynningu var opnað fyrir fyrirspurnir. Sveitarstjóri þakkaði fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar fyrir góða kynningu og ræddi um áfangaskiptingu. Spurt var um nýtingarhlutfall af eldra húsnæði skólans, hvernig hlutföll séu reiknuð út, um kostnaðarhlutföll og hvort kostnaðaráætlanir gætu staðist. Haraldur lagði fram hugmyndir af nýtingu á eldra skólahúsnæði og hugmyndir um viðbyggingu. Hugmyndinni er vísað til umfjöllunar í framkvæmdanefnd til umfjöllunar. Hönnunarhópurinn svaraði fyrirspurnum sem fram komu. Rætt um stærð á skólastofum, lágmarksstærð miðað við fjölda nemenda samkvæmt reglugerðum. Rætt um áfangaskipti og lagði hönnunarhópurinn áherslu á að ef til áfangaskipta komi sé það strax skilgreint í upphafi verkefnisins.
Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:48
Hallfreður Vilhjálmsson Magnús I. Hannesson
Arnheiður Hjörleifsdóttir Sigurður Sverrir Jónsson
Hlynur Sigurbjörnsson Stefán G. Ármannsson
Ása Helgadóttir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri