Fara í efni

Sveitarstjórn

54. fundur 21. október 2008 kl. 13:00 - 15:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Stefán G. Ármannsson, Ása Helgadóttir, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús I. Hannesson og Arnheiður Hjörleifsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu. Þá voru að auki eftirtaldir fulltrúar úr skipulags- og byggingarnefnd mættir á fundinn: Björgvin Helgason, Sigurgeir Þórðarson og Jón Haukur Hauksson. Þá sat fundinn Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri.

Oddviti setti fundinn og bauð fólk velkomið. Hann lagði til að fundarstjórn yrði í höndum Laufeyjar og var það samþykkt. Jóni Hauki var falið að færa samþykktar breytingar á greinargerð jafnhliða í tölvu. Var síðan gengið til dagskrár.

Mál til afgreiðslu

1) Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og skipulags- og byggingarnefndar er varðar aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar. Fyrir fundinum liggur að afgreiða beiðnir sem vísað hefur verið til aðalskipulags.

Breyting A

BR1: Íbúðarsvæði – Akrakot

• Landeigandi Gunnar Nikulásson óskar eftir breytingu á landnotkun

• Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi Innri –

Akraneshrepps.

• Stærð landsins er 2,5 ha. (133678)

• Óskað er eftir að breyta landnotkun í íbúðarbyggð.

Beiðnin er samþykkt. Að auki er samþykkt að svæðin frá Ásfelli og að Ytra-Hólmslandi verði öll skilgreind sem íbúðarsvæði en landbúnaðarsvæði víki.

BR2: Íbúðarsvæði – Kúludalsá

• Landeigendur Kristófer Þorgrímsson, Ágústa Þorleifsdóttir og Þorgrímur

Kristófersson, óska eftir breytingu á landnotkun á eftirfarandi landreitum:

1. Kúludalsárlandi 2 18,6 ha.

2. Kúludalsárland 3 47,6 ha.

3. Kúludalsárland 4 5,4 ha.

4. Kúludalsárland 4a 2700 m2

5. Kúludalsárland 4b 4200 m2

6. Kúludalsárland 4c 4000m2

7. Kúludalsárland 4d 4000m2

8. Kúludalsárland 4e 4800m2

• Landið er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi Skilmannahrepps

• Stærð svæðis er samtals 72 ha. lands

• Óskað er eftir að breyta svæðinu í búgarðabyggð

Beiðninni er hafnað með 6 atkvæðum. Magnús situr hjá.

BR3: Íbúðarsvæði – Lambhagi

• Landeigandi Ólafur Haukur Óskarsson óskar eftir breytingum á landnotkun.

• Óskað er eftir að svæði sem skilgreint er sem búgarðabyggð (B4) í aðalskipulagi Skilmannahrepps verði breytt í íbúðarsvæði/og landbúnaðarsvæði.

• Heildarstærð svæðis er 19 ha.

Beiðnin er samþykkt.

BR4: Íbúðarsvæði – Lambhagaland

• Landeigandi Steinar Marteinsson óskar eftir breytingu á landnotkun.

• Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi Skilmannahrepps.

• Heildarstærð svæðisins er um 70,0 ha.

• Óskað er eftir að breyta umræddu svæði í íbúðarsvæði.

Beiðninni er hafnað.

BR5: Íbúðarsvæði – Lýsuborgir

• Landlínur f.h. landeiganda óska eftir breytingu á landnotkun.

• Svæðið er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi Leirár- og

Melahrepps.

• Spildan er alls um 20 ha að stærð og er óskað eftir að breyta þar af um 4-5 ha í íbúðarbyggð.

• Tillagan gerir ráð fyrir 4 íbúðarhúsum á þessum tiltekna reit. Þéttleiki yrði því 0,8 til 1 íbúð á ha.

Beiðninni er hafnað með 5 atkvæðum. Magnús og Sverrir greiða atkvæði með beiðninni.

BR6: Búgarðabyggð – Efra-Skarð

• Landeigendur Jón Þórarinsson og Birna María Antonsdóttir óska eftir

breytingu á landnotkun.

• Svæðið er skilgreint sem frístundabyggð í aðalskipulagi

Hvalfjarðarstrandarhrepps.

• Stærð svæðisins er 19 ha.

Beiðninni er hafnað með 5 atkvæðum. Magnús og Sverrir sitja hjá.

BR7: Frístundabyggð – Tunga

• Landeigandi óskar eftir stækkun á frístundasvæði F37

Beiðnin er samþykkt með 6 atkvæðum. Magnús situr hjá.

BR8: Frístundabyggð – Súlunes

• Að ósk landeiganda verði frístundabyggðarsvæði F9 og F38 fellt út úr nýju aðalskipulagi.

Beiðnin er samþykkt.

BR9: Frístundabyggð – Gröf

• Landeigandi Jón Jóns Eiríksson óskar eftir breytingu á landnotkun í landi

Grafar.

• Óskað er eftir að stækka frístundasvæði.

• Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi

Skilmannahrepps.

• Stærð svæðisins er 8,0 ha.

Beiðnin er samþykkt með 6 atkvæðum. Magnús situr hjá.

BR10: Frístundabyggð – Kalastaðir

• Landeigendur Þorvaldur Magnússon og Brynja Þorbjörnsdóttir óska eftir

breytingu á landnotkun í landi Kalastaða.

• Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi

Hvalfjarðarstrandarhrepps.

• Stærð svæðisins er 13.5 ha og tengist við eldra frístundabyggðarsvæði í

landi Kalastaða.

• Í umsókninni kemur fram að landeigendur hyggist fjölga

ferðaþjónustubústöðum.

• Ný aðkoma að þeim ferðaþjónustuhúsum sem fyrir er er sýnd á uppdrætti sem fylgdi umsókninni.

Beiðnin er samþykkt.

BR11: Frístundabyggð – Hrafnabjörg

• Landeigendur Ragnheiður Guðmundsdóttir og Steinar Matthías

Sigurðsson óska eftir breytingu á landnotkun á Hrafnabjörgum.

• Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi

Hvalfjarðarstrandarhrepps.

• Svæðið skiptist í tvö svæði, annars vegar 56 ha lands ofan

Hvalfjarðarvegar og hins vegar 75 ha neðan vegarins. Samtals 131 ha.

Beiðninni er hafnað með 6 atkvæðum. Ása situr hjá.

BR12: Vegur – Hvalfjarðargöng

• Spölur ehf. óskar eftir að við vinnslu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar verði gert ráð fyrir tvöföldun Hvalfjarðargangna og nauðsynlegum vegtengingum því

samhliða.

Beiðnin er samþykkt með 5 atkvæðum. Magnús og Sverrir leggjast gegn þessari beiðni.

Þá leggur sveitarstjórn til að gert verði ráð fyrir 2+1 vegi frá gangnamunna og að fyrirhuguðu hringtorgi/mislægum gatnamótum við Melahverfi.

BR13: Vegur – Grundartangi

• Faxaflóahafnir óska eftir að gert verði ráð fyrir nýrri vegtengingu að

Grundartanga.

Beiðnin er samþykkt.

Breyting B

BR14: Vatnsvernd – Höfn

• Landeigandi óskar eftir breytingu á landnotkun.

• Svæðið er vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi Leirár- og Melahrepps.

• Óskað er eftir að vatnsvernd sé aflétt af VF2 og VG2 (á samþættum

uppdrætti Hvalfjarðarsveitar - erindi frá Landlínum frá í mars 2007).

• Að sett sé inn efnistökusvæði í Ytra-Seleyrargili, sem er innan VF2.

Beiðninni er hafnað á grundvelli greinargerðar frá Þórólfi Hafstað frá 16. október 2008.

BR15: Vatnsvernd – Hlíðarfótur

• Landeigandi Þórarinn Þórarinsson óskar eftir að aflétt verði vatnsvernd af

svæði VG6.

• Að sett sé inn efnistökusvæði fyrir ofan veg við Súluá þar sem í dag er

vatnsvernd.

Beiðni um afléttingu á vatnsvernd er samþykkt á grundvelli greinargerðar frá Þórólfi Hafstað frá 16. október 2008.

Beiðni um efnistökusvæði samþykkt.

BR16: Vatnsvernd – Dragháls

• Landeigandi óskar eftir að vatnsvernd á jörðinni verði endurskoðuð.

Beiðninni er hafnað á grundvelli greinargerðar frá Þórólfi Hafstað frá 16. október 2008.

BR17: Landbúnaðarsvæði – Aðalvík

• Innsent erindi frá Kristni Aðalbjarnarsyni landeiganda Aðalvíkur.

• Óskað er eftir að svæði sem skilgreint er sem búgarðabyggð og verslunar- og þjónustusvæði (B1 og VÞ7) verði breytt til baka í landbúnaðarnot.

Beiðnin er samþykkt.

BR18: Landbúnaðarsvæði – Sæla

• Landeigendur óska eftir að breyta landnotkun.

• Svæðið er að hluta skilgreint sem frístundasvæði (F19).

• Óskað er eftir að breyta því til landbúnaðarnota.

Beiðnin er samþykkt.

BR19: Opið svæði – Eiðisvatn

• Innsent erindi frá Jónínu Guðmundsdóttur

• Hugmynd að útivistarsvæði við Eiðisvatn þar sem hægt væri að hafa

hjóla/hlaupa/göngustíga, leiksvæði og grasagarð.

• Svæðið verði tengt með göngustíg við Melahverfi, skógræktasvæðið við

Fannahlíð og að verksmiðjusvæðinu við Grundartanga.

Beiðnin er samþykkt með 5 atkvæðum. Magnús og Sverrir leggjast gegn beiðninni.

BR20: Hverfisvernd – Melabakkar

• Innsent erindi frá Salvöru Jónsdóttur þar sem hún leggur til að sveitarfélagið setji hverfisvernd á Melabakka.

Beiðni um hverfisvernd á Melabakka er samþykkt með 5 atkvæðum. Magnús og Sverrir sitja hjá.

BR21: Efnistökusvæði – Ás

• Landeigandi jarðarinnar Ás, Sigurbjörn Þ. Guðmundsson óskar eftir að sett sé inn efnistökusvæði í nýtt aðalskipulag.

• Fyrirhugað námusvæði er á landbúnaðarlandi samkvæmt aðalskipulagi Leirár- og Melahrepps.

Beiðninni er hafnað með 6 atkvæðum. Ása situr hjá.

BR22: Efnistökusvæði – Innri-Hólmur

• Landeigandi Hallgrímur Rögnvaldsson óskar eftir að efnistökusvæði (E12) verði stækkað.

Ása vék af fundi við atkvæðagreiðsluna.

Beiðnin er samþykkt.

BR23: Athafnasvæði – Grundartangi

• Faxaflóahafnir óska eftir að breyta landnotkun á iðnaðarsvæði við Grundartanga í athafnasvæði.

Beiðnin er samþykkt.

BR24: Athafnasvæði – Grundartangi

• Faxaflóahafnir óska eftir að breyta landnotkun á iðnaðarsvæði við Grundartanga í athafnasvæði.

Beiðnin er samþykkt.

BR25: Svæði merkt F 24 Frístundabyggð Innri Hólmi

• Landeigandi óskar eftir því að svæði sem merkt er frístundasvæði F24 í

aðalskipulagi Innri-Akraneshrepps verði fært til baka í landbúnaðarnot.

Beiðnin er samþykkt.

Breyting C: Tillögur frá skipulags- og byggingarnefnd

BR26: Iðnaðar- og hafnarsvæði – Miðsandur

• Tillaga um að minnka svæðið sem skilgreint er í aðalskipulagi

Hvalfjarðarstrandarhrepps sem iðnaðarsvæði í landi Miðsands og breyta yfir í athafnasvæði.

Tillagan samþykkt.

BR27: Frístundasvæði – Saurbæjarhlíð

• Tillaga um að frístundasvæði F12 í landi Saurbæjar verði skilgreint sem opið svæði.

Tillagan samþykkt.

BR28: Svæði merkt E27

• Tillaga um að fella út efnistökusvæði nr E27 í landi Saurbæjar og breytt til landbúnaðarnota.

Tillagan samþykkt.

Annað:

• Reið-, göngu- og hjólreiðaleiðir í sveitarfélaginu

Tillaga að reið/göngu/hjólreiðaleiðum kynnt og birt á uppdætti. Um er að ræða óskir og hugmyndir ýmissa aðila, svo sem landeigenda og annarra hagsmunaaðila sem m.a. hafa komið fram á samráðsfundum sem haldnir hafa verið fram að þessu. Formaður skipulags- og byggingarnefndar leggur til að leiðirnar verði settar inn á skipulagsuppdrátt sveitarfélagsins og á síðari stigum verði tekið tillit til athugasemda, þegar birting tillögunnar hefur átt sér stað.

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum. Magnús og Sverrir á móti.

 

Önnur mál:

2) Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hún og oddviti sátu með þingmönnum kjördæmisins og öðru sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi í Ólafsvík fyrr í dag.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 19.30

Hallfreður Vilhjálmsson Hlynur Sigurbjörnsson

Stefán Ármannsson Arnheiður Hjörleifsdóttir

Magnús I. Hannesson Sigurður Sverrir Jónsson

Ása Helgadóttir

Efni síðunnar