Fara í efni

Sveitarstjórn

52. fundur 30. september 2008 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Daníel Ottesen, Sigurður Sverrir Jónsson,

Ása Helgadóttir, Magnús Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 Oddviti bauð fundarmenn velkomna setti fund, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1) 51. fundur sveitarstjórnar haldinn 9. september 2008. Sveitarstjóri og

Oddviti fóru yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Oddviti benti á liður að 10 í

fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 23. júlí varðandi Eystra-

Katanes var frestað og er þessi liður samþykktur að undanskildum 12. lið í

afgreiðslu ( Niðurrið á véla- og verkfærageymslu frá 1994) . Svör hafa

borist varðandi umhverfisfulltrúa og mun sveitarstjóri og formaður

umhverfisnefndar funda með fyrirtækjunum. Gámaþjónustan mun funda

með sveitarstjóra og formanni umhverfisnefndar í vikunni vegna

sorpsamings. Tómstundaávísanir farnar út til forráðamanna barnanna.

Sveitarstjóri fór yfir atriði er varða endurskoðun og breyttar forsendur í

fjárhagsáætluninni og stöðu td.á fjármálamarkaði, uppbyggingu og

nýframkvæmdir.

2) 29. fundur félagsmálanefndar haldinn 15. september 2008. Liður 2 í

fundargerðinni. Ferðaþjónusta fatlaðra. Erindi hefur borist um ferðaþjónustu fyrir fatlaðan einstakling tillaga félagsmálanefndar að veita nemandanum ferðastyrk þannig að foreldrar geti annast þjónustuna. Þetta er tímabilsbundin tilraun. Sjá bókun félagsmálanefndar frá 15. september

merkt fært í trúnaðarbók. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerð frá 28. fundi er óafgreidd og óskað eftir að nefndin fari yfir tillögur er varða

umönnunargreiðslur og tilhögun þeirra á næsta fundi sínum.

3) 31. fundur umhverfis- og náttúrverndarnefndar haldinn 8. september 2008. Arnheiður fór yfir helstu atriðin og leggur til að hafin verði innheimta á skráningargjöldum vegna hundahalds í samræmi við skráningar

hundaeftirlitsmanns og gjaldskrá samþykkt samhljóða. Ræddi flúormengun í Hvalfjarðarsveit og lagði til aðgerðaráætlun í 4 liðum skv. 4 lið

fundargerðarinnar og mun koma málinu á framfæri við Norðurál. Benti á

atriði er varða Grunnafjarðarnefnd og tilnefningu í hana en tillaga er um að

fulltrúar Hvalfjarðarsveitar verði Helgi Bergþórsson og Baldvin Björnsson,

aðalmenn og að varamaður verði Helgi Þorsteinsson tillagan samþykkt

samhljóða. Fundargerðin framlögð.

4) 20. og 21. fundur framkvæmdarnefndar að byggingu stjórnsýsluhúss haldnir 17. júlí og 21. september 2008. Fundargerðirnar samþykktar með fimm atkvæðum en Magnús Hannesson og Sverrir Jónsson sitja hjá.

5) 30. fundur fræðslu- og skólanefndar haldinn 25. september 2008. Hlynur fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fór yfir skólastarfið á haustönn og að skólastarf fer vel af stað. Sagði frá sérfræðiþjónustu og samningum við

sérfræðinga. Fundargerðin er framlögð.

 

Mál til afgreiðslu

6) Fundarsköp og nefndarskipan í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjóri og Magnús

Hannesson fóru yfir helstu breytingarnar. Þær eru helstar að æskulýðs- og

menningarmálanefnd er lögð af en æskulýðsmál færast til fræðslu- og

skólanefndar. Sérstök menningarmálanefnd sem er þriggja manna nefnd fer með menningarmál og að auki er ritnefnd lögð niður en málefni ritnefndar færð til menningarmálanefndar og skal nefndin vera til ráðgjafar varðandi vefsíðuna. Fjölskyldunefnd tekur við málefnum félagsmálanefndar og að auki tekur hún við jafnréttismálum. Atvinnumálanefnd verði lögð niður í núverandi mynd. Ný atvinnumálanefnd verður skipuð þremur fulltrúum og þrír til vara. Málefni landbúnaðar færast úr nefndinni. Sérstök

Landbúnaðarnefnd er stofnuð og fer með fjallskil, málefni kvikfjárræktar,

búfjáreftirlit og akuryrkju. Tillagan um fundarsköp og nefndarskipan rædd,

samþykkt að vísa henni til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi

sveitarstjórnar. Sveitarstjóri lagði fram drög að nýju skipuriti í samræmi við fram komnar tillögur um breytingar.

7) Umhverfisviðurkenningar í Hvalfjarðarsveit.2008. Arnheiður kynnti afgreiðslu nefndarinnar;

Umhverfisnefnd ákvað að veita umhverfisverðlaun sveitarfélagsins í flokki

fyrirtækja og stofnana þetta árið. Óskað var eftir rökstuddum tilnefningum og alls bárust 11 slíkar. Þær eru: Sumarbúðirnar í Ölveri og Vatnaskógi, Hótel Glymur, Herdísarholt, Ferðaþjónustan á Bjarteyjarsandi, Tamningastöðin í Steinsholti, Hitaveitufélag Hvalfjarðar, Ferstikluskáli, Brekkmann ehf., Súlunes og Faxaflóahafnir. Skipað var í sérstaka dómnefnd sem unnið hefur úr tilnefningunum og hefur hún nú komist að sameiginlegri niðurstöðu. Í dómnefndinni sátu Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur og sérfræðingur hjá Alta, Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi og Katrín Georgsdóttir umhverfisstjóri Árborgar.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og formanni umhverfisnefndar að undirbúa

dagskrá þar sem verðlaunin verða veitt, fimmtudaginn 23. október. Tillagan samþykkt samhljóða.

8) Erindi frá aðalbókara er varðar færslu á milli liða innan fjárhagsáætlunar 2008 dags. 26. september 2008. Tillagan er samþykkt samhljóða.

9) Erindi frá Líflandi, ósk um frest til greiðslu byggingaleyfis dags. 25.

september 2008. Magnús Hannesson víkur af fundi undir þessum lið.

Tillaga um frestun byggingarleyfis samþykkt.

 

Mál til kynningar

10) Ályktanir aðalfundar SSV sem haldinn var 18. september 2008.

Ályktanirnar ræddar og lagðar fram og ræddar.

 

Önnur mál.

Ása Helgadóttir upplýsti að enginn styrkur verði úthlutaður til Hvalfjarðarsveitar frá EBÍ í ár. Sveitarstjóri sagði frá samingum um viðverukerfi í stofnunum, væntanlegum samningum við VSB ráðgjöf vegna hönnunar á skólamannvikjum við Heiðarskóla, fundi skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar með forsvarsmönnum Spalar vegna tvöflöldunar Hvalfjarðargangna.

Sverrir vék af fundi kl. 18.10

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:38

 

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Daníel Ottesen

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Efni síðunnar