Fara í efni

Sveitarstjórn

46. fundur 13. maí 2008 kl. 13:00 - 15:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson,

Stefán Ármannsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Sigurður Sverrir Jónsson,

Ása Helgadóttir, Magnús Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til boðaðrar

dagskrár.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1) 45. fundur sveitarstjórnar haldinn 1. apríl 2008 Oddviti fór yfir helstu mál og

fór yfir m. a. lið 5 varðandi starfsmannamál. Varðandi lið 10 lið er samþykkt

að heildarræsting verði 4 tímar á dag skv. tillögu frá leikskólastjóra. 3. liður

Sigurður Sverrir gerir athugasemd v. afgreiðslu skipulags- og

byggingarnefndar er varða málefni Laxárbakka. Sveitarstjóra falið að fara

yfir málið með bygginarfulltrúa.

2) 57. fundur skipulags- og bygginarnefndar frá 23. apríl. Nokkrar umræður um

stöðuleyfin og sveitarstjóra falið að ræða við málsaðila. Í lið 1 og 2. Ása

Helgadóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu við lið 13, fundargerðin samþykkt.

58. fundur skipulags- og byggingarnefndar frá 7. maí 2008, Farið yfir

fundargeðina rætt um lið 8 varðandi stærð lands sem keypt var og

landnotkun. Rætt um aðalskipulagsvinnuna og áætlun við aðalskipulagið.

3) 28. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar haldinn 21. apríl 2008.

Arnheiður fór yfir fundargerðina. Tillaga um A) vorhreinsun verið 23. maí-

16. júní og B) Grendarstöðvum verðið breytt þannig að eftir 1. september

verði eingöngu gámar undir pressanlegt sorp á grendarstöðvum. Tillagan

samþykkt samhljóða. Fundargerðin framlögð. Samþykkt að Petrína Ottesen

fari sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á ársfund náttúruverndarnefnda.

4) 25. fundur fræðslu og skólanefndar, fundargerðin frá 3. apríl. Hlynur fór yfir

fundargerðina rætt um gjaldskrármál og starfsmannamál. Fundargerðin lögð

fram og liður 15. samþykktur samhljóða. 26. fundur fræðslu- og

skólanefndar frá 6. maí. Hlynur fór yfir fundargerðina. Nefndin leggur til að

Dóra Líndal Hjartardóttir verði ráðin aðstoðarskólastjóri, hann fór einnig yfir

lið 3. trúnaðarmál. Tillaga um að ráða Dóru Líndal Hjartardóttur samþykkt

samhljóða og sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningunni í samráði við

skólastjóra.. Fundargerðin samþykkt samhljóða. 27. fundur fræðslu- og

skólanefndar frá 8. maí. Hlynur fór yfir fundargerðina. Ræddi lið 2 varðandi

starfstengt nám, fyrirkomulag samræmdra prófa, skólastefnu Heiðarskóla

og sérfræði teymi skólans. Farið yfir samkennslu vegna athugasemda

foreldra. Brottvikning úr skóla rædd.Tillögur samþykktar og fundargerðin

framlögð.

5) 19. og 20. fundur framkvæmdarnefndar um byggingu Heiðarskóla haldnir 8.

og 25 apríl 2008. Arnheiður fór yfir efnisþætti fundanna. Fundargerðir

framlagðar.

6) 4. fundur starfshóps um endurbyggingu Bláskeggsárbrúar haldinn 8. apríl

2008. Arnheiður fór yfir fundargerðina og upplýsti að framkvæmdir væru

hafnar. Fundargerðin framlögð.

Mál til afgreiðslu

7) Gjaldskrá fyrir gatnagerðagjald í Hvalfjarðarsveit, breytingar Jón Hauks

Haukssonar vegna lagabreytinga. Oddviti fór yfir breytingarnar og lagði til að

vísa tillögunni til síðari umræðu á næsta fundi.

8) Bygging Heiðarskóla, minnisblað frá VSÓ dagsett 23, apríl, samantekt um

íbúafund sem haldinn var 19. apríl. Minnisblað dags. 2. mars um

ráðgjafastörf VSÓ og tillaga VSÓ dagsett 9. maí um verkefnisstjórn ásamt

tillögu sveitarstjóra að ráðningu verkefnisstjóra við byggingu Heiðarskóla.

Arnheiður fór yfir verkþætti og framkvæmd. Tillaga um að verkefnisstjóri

verði ráðinn og að sveitarstjóri gangi til samninga við VSÓ - Þorberg

Karlsson samþykkt samhljóða.

9) Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar. Tillaga sveitarstjóra um tímabil 4, júní – 7.

ágúst og vinnutími verði 8.30-15.00 samþykkt. Tillaga um gjaldskrá og laun

samþykkt samhljóða.

10) Almenningssamgöngur milli Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og

Reykjavíkur. Oddviti fór yfir málið og sagði frá viðræðum við Vegagerðina

og Strætó bs. Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að kanna

möguleika á almenningssamgöngum fyrir Hvalfjarðarsveit sem og

kostnaðarhugmyndir.

11) Erindi frá Rögnu Kristmundsdóttur formanni æskulýðs- og

menningarmálanefndar varðandi styrk til verkefnis í samvinnu við

ljósmyndasafn Akranes. Samþykkt að veita sveitarstjóra umboð til þess að

ljúka málinu í samræmi fyrir liggjandi umsókn.

12) Starfsmannamál. Ráðningarsamningur við Laufeyju Jóhannsdóttur

sveitarstjóra samþykktur. Umræður um launakjör kennara í Heiðarskóla og

farið yfir breytingar á heildarlaunum. Tillaga um að greiða kennurum í

Heiðarskóla eingreiðslu kr. 60.000 miðað við fullt starf, samþykkt. Oddvita,

sveitarstjóra og formanni skólanefndar falið að koma með tillögur varðandi

TV einingar. Bréf frá almennum starfsmönnum í skólunum varðandi

launakjör lagt fram og sveitarstjóra falið að skoða það nánar.

13) Erindi frá skrifstofu Hvalfjarðarsveitar varðandi kaup á mála- og skjalakerfi

fyrir sameinaðar skrifstofur í nýju stjórnsýsluhúsi. Tilboðið samþykkt og

fjármögnun vísað í endurskoðunar fjárhagáætlunar.

14) Mál er varðar Hagamel 7. Gögn lögð fram á fundi. Erindi frá Lögmönnum

Árbæjar slf. Sveitarstjóra falið að svara erindinu miðað við fyrirliggjandi

gögn, og falið að skoða nánar útfærslu á byggingarleyfis- og eftirlitsgjöldum

í formi styrkveitingar.

15) Beiðni um eigendaskipti á fasteignum, erindi frá Brynjólfi Hermannssyni og

Guðrúnu Döddu Ásmundsdóttur 5. maí 2008. Sveitarstjórn getur ekki fallist

á eignaskipti á húsnæði því sem fram kemur í bréfi Brynjólfs og Guðrúnar.

16) Söfnun og viðhald gamall tækja og áhalda í Hvalfjarðarsveit, erindi frá

Kristni Aðalbjörnssyni 8. maí 2008. Erindinu vísað til atvinnumálanefndar

jafnframt er bent á Búvélasafnið á Hvanneyri.

17) Styrkbeiðni frá Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur óperusöngkonu Akranesi frá

22. apríl 2008. Því miður er ekki unnt að verða við erindinu. Hönnu Þóru er

óskað velfarnaðar.

18) Athugasemdir við reglur um hundahald í Hvalfjarðarsveit, erindi frá

Arnbjörgu Jónsdóttur móttekið 28. apríl 2008. Vísað til umhverfisnefndar og

hundaeftirlitsmaður verði upplýstur um erindið. Sigurður Sverrir vék af fundi

undir þessum lið.

19) Frumvarp til laga frá fjárlaganefnd Alþingis til umsagnar hjá sveitarstjórn

Hvalfjarðarsveitar dags. 25. apríl 2008. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir

við furmvarpið.

20) Frumvörp til laga og tillögur til þingsályktunar frá Alþingi, þegar vísað til

nefnda sveitarfélagsins til umsagnar

21) Stofnfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðar sf. haldinn 7. maí 2008, kosning

stjórnarmanns í félagið. Tillaga um að Stefán Ármannsson verði aðalmaður

í stjórn og að Daniel Ottesen varamaður Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt

samhljóða.

22) Gjaldskrár fyrir félagsheimilin að Hlöðum, Fannarhlið og Miðgarð ræddar og

skoðaðar nánar.

23) Erindi frá Isólfi Haraldssyni, Vinum Hallarinnar ehf. Beiðni um afnot af

Miðgarði 4.-6. júli nk. Útisvæði fyrir samkomuhald og húsið fyrir sameiginleg

not. Sveitarstjóra og oddvita falið að kanna möguleika á tónleikahaldi á

þessum stað í samráði við hlutaðeigendur á svæðinu öllu.

24) Bréf frá Lex lögmannsstofu dags. 25. apríl er varðar málefni Stjörnugríss

ehf. lagt fram. Drög að svari lögð fram og er samþykkt með fjórum

greiddum atkvæðum Hallfreðs Viljálmssonar, Arnheiðar Hjörleifsdóttur,

Stefáns Ármannssonar og Hlyns Sigurbjörnssonar. Einn greiðir atkvæði

gegn tillögunni, Magnús Hannesson. Asa Helgadóttir og Sigurður Sverrir

Jónsson sitja hjá við afgreiðsluna með tilvísun í fyrri afstöðu þeirra.

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21. 30

Mál til kynningar og aðrar fundargerði.

25) Minnispunktar frá fundi fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarstjórnar

Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 16. apríl s.l. Lagt fram.

26) Fundargerð 50. fundar Faxaflóahafna haldinn 11. apríl 2008, fundarboð

vegna aðalfundar Faxaflóahafna sem haldinn verður 30. maí n.k.

ársreikningur Faxaflóahafna liggur frammi á skrifstofu. Minnispunktar af

kynningarfundi um skipulagsmál við Grundartanga. Fundargerðir og

minnispunktar lagðir fram. Oddvita falið að sitja aðalfund Faxaflóahafna 30.

maí nk. Arheiður óskar eftir að fá kynninguna senda rafrænt til sín

27) 31. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 28. apríl 2008.

Fundargerðin lögð fram

28) 22. fundur samgöngunefndar SSV haldinn 4. apríl 2008, fundargerð

aðgengileg á www.ssv.is. Fundargerðin lögð fram

29) 62. fundur stjórnar SSV haldinn 14. apríl 2008, fundargerð aðgengileg á

www.ssv.is. Fundargerðin lögð fram

30) 77.og 78 fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands haldnir 14. og 30. apríl

2008, fundargerð aðalfundar heilbrigðisnefndar sem haldinn var 30. apríl

ásamt ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2007, einnig skýrsla

formanns heilbrigðisnefndar vegna starfsárs 2007. Fundargerðirnar lagðar

fram.

31) Ársreikningur menningarráðs Vesturland. Ársreikningur liggur frammi á

skrifstofu. Lagður fram til kynningar.

Önnur mál.

Minnisblað frá fundi sumarhúsaeigenda lagt fram .

Beiðnir um ýmsar framkvæmdir við Heiðarskóla lagt fram.

Efni síðunnar