Sveitarstjórn
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Daníel Ottesen í fjarveru Hlyns MánaSigurbjörnssonar, Stefán Gunnar Ármannsson, Magnús Ingi Hannesson,
Ása Helgadóttir, Sigurður Sverrir Jónsson og Arnheiður Hjörleifsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Auk þess sat fundinn Laufey Jóhannsdóttir.
Oddviti bauð fólk velkomið og setti fund. Var þá gengið til dagskrár.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1) 44. fundur sveitarstjórnar haldinn 1. apríl 2008. Oddviti fór yfir
fundargerðina. Undir þessum lið gerði oddviti m.a. grein fyrir undirritun
samnings milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupssaðar um kaup á
slökkvibifreið. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samstarfs um kaupin á
grundvelli 4. gr. samstarfssamnings um brunavarnir og eldvarnareftirlit,
dags. 20. des. 2007. Þá kom fram ábending þess efnis að bókun væri
ófullnægjandi varðandi þriggja ára fjárhagsáætlun. Þriggja ára
fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar er samþykkt með þeim breytingum sem
gerðar voru á 44. fundi sveitarstjórnar með 4 atkvæðum, tveir sátu hjá og
einn var á móti. Aðrar athugasemdir ekki gerðar við fundargerðina.
2) 21. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldinn 9. apríl 2008. Á
fundinum var m.a. rætt um vakningu á íþróttastarfi UMSB í Hvalfjarðarsveit,
listasmiðju barna, forvarnarnámskeið, opnunartíma sundlaugar að Hlöðum,
spilavist og eftirfarandi var bókað vegna íþróttaaðstöðu utanhúss í
Heiðarskóla: nefndin leggur til við framkvæmdanefnd um byggingu nýs
Heiðarskóla, að við hönnun á nýju skólamannvirki verði gert ráð fyrir góðum
íþróttavelli/knattspyrnuvelli með frjálsíþróttaaðstöðu. Arnheiður, Magnús og
Daníel munu koma þessum skilaboðum til framkvæmdanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
3) 56. fundur skipulag- og byggingarnefndar haldinn 9. apríl 2008. Sverrir gerir
athugasemd við liði 1 og 2 í fundargerð, þar sem Vöttur ehf. er skrifaður í
Stóra-Lambhaga 1. Lagt til að afgreiðslu þessara liða verði frestað.
Samþykkt.
- 6. liður, frumvarp til laga um breytingu á skipulags- og
byggingarlögum. Formanni og Skipulags- og byggingarfulltrúa
falið að undirbúa umsögn. Oddviti lagði fram umsögn
nefndarinnar, þar kemur fram að hún gerir ekki athugasemdir
við frumvarpið. Sveitarstjórn gerir heldur enga athugasemd.
- 7. liður, frumvarp til laga um mannvirki. Formanni og
skipulags- og byggingarfulltrúa falið að undirbúa umsögn.
Oddviti lagði fram umsögn nefndarinnar, þar sem gerðar eru
athugasemdir við nokkrar greinar frumvarpsins. Sveitarstjórn
samþykkir umsögn nefndarinnar.
- 8. liður, frumvarp til laga um skipulagslög. Formanni og
skipulags- og byggingarfulltrúa falið að undirbúa umsögn.
Oddviti lagði fram umsögn nefndarinnar, þar sem gerðar eru
athugasemdir við nokkrar greinar frumvarpsins. Sveitarstjórn
samþykkir umsögn nefndarinnar.
- 9. liður, frumvarp til laga um breytingu á lögum um
brunavarnir. Formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa falið
að undirbúa umsögn. Oddviti lagði fram umsögn
nefndarinnar, þar sem gerðar eru athugasemdir við 9. og 12.
gr. frumvarpsins. Sveitarstjórn samþykkir umsögn
nefndarinnar.
- 10. liður, tillaga til þingsályktunar um hagkvæmni
lestarsamgangna. Formanni og skipulags- og
byggingarfulltrúa falið að undirbúa umsögn. Oddviti lagði fram
umsögn nefndarinnar, þar kemur fram að hún gerir ekki
athugasemdir við tillöguna. Sveitarstjórn gerir heldur enga
athugasemd.
- 11. liður, aðalskipulag vegna Melahverfis. Nefndin leggur það
til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi
vegna deiliskipulags Melahverfis verði auglýst skv. 1. mgr.
21. gr skipulags- og byggingarlaga. Samþykkt.
- 22. liður, Vatnaskógur, Lindarrjóður - deiliskipulag. Nefndin
leggur það til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði
auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Samþykkt.
- 23. liður, Vík – skipting lands. Umsagnaraðilar hafa ekki gert
athugasemdir. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að
skipulagið verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga. Samþykkt.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram og samþykkt. Stefán tók ekki þátt í
afgreiðslu á 3. og 19. lið.
Mál til afgreiðslu
4) Stjórn og fundarsköp. Tillaga um breytingu um stjórn og fundarsköp
Hvalfjarðarsveitar þess efnis að sveitarstjórn haldi reglulega fundi einu sinni
í mánuði í hverjum mánuði annan þriðjudag hvers mánaðar (í stað fyrsta
þriðjudags í mánuði áður). Seinni umræða. Samþykkt. Einnig samþykkt að
auglýsa þessa breytingu sérstaklega á vef Hvalfjarðarsveitar.
5) Starfsmannamál. Oddviti lagði fram undirritaðan samning við Martein
Njálsson, umsjónarmann fasteigna sveitarfélagsins. Samningurinn
samþykktur með 6 atkvæðum. Magnús sat hjá, þar sem hann er ósáttur við að umræddur samningur skuli vera trúnaðarmál.
Undir þessum lið gaf oddviti Laufey Jóhannsdóttur orðið og leiddi hún
umræðu um ráðningu aðalbókara/launafulltrúa. Tillaga Laufeyjar og oddvita gengur út á að ganga til samninga við Kristjönu Helgu Ólafsdóttur.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Einn sat hjá.
6) Reglur um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í Hvalfjarðarsveit, síðari umræða. Samþykkt með 6 atkvæðum, einn sat hjá.
7) Reglur um lóðarúthlutun í Hvalfjarðarsveit, gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit, lóðarleigusamningur, síðari umræða. Samþykkt með 6 atkvæðum, einn sat hjá.
8) A) Minnispunktar af fundi vinnunefndar Hvalfjarðarsveitar og
Faxaflóahafna um vatnsveitu í Melahverfi og Grundartanga sem haldinn var
7. apríl s.l. Lagðir fram.
B) Sameignarfélagssamningur fyrir Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar.
Samningurinn samþykktur með 5 atkvæðum. Sverrir situr hjá vegna of
hárrar eignarhlutdeildar Hvalfjarðarsveitar, að hans mati. Magnús situr hjá
vegna vanhæfis. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
9) Frumvarp til laga um frístundabyggð. Vísað til skipulags- og
byggingarnefndar.
10) Erindi frá Sigurði Sigurjónssyni leikskólastjóra dags.3. apríl 2008, er varðar þrif á leikskólanum. Erindinu vísað til formanns fræðslu- og skólanefndar og þess óskað að hann taki upp viðræður við leikskólastjóra, í samráði við oddvita og sveitarstjóra. Samþykkt.
11) Erindi frá skólastjórnendum Heiðarskóla er varðar starfsmannamál og
húsnæði í Heiðarskóla dags. 2. apríl s.l. Oddvita og formanni fræðslu- og
skólanefndar falið að ræða við skólastjórnendur á reglulegum samráðsfundi þessara aðila. Næsti samráðsfundur er fyrirhugaður 23. apríl nk. Samþykkt.
12) Malarnám í námu Stóru-Fellsaxlar. Erindi frá Skóflunni dags. 8. apríl s.l. Oddviti lagði til að honum og byggingarfulltrúa verði falið að ræða við
námurétthafa um stöðuna og framhaldið. Samþykkt. Undir þessum lið lagði
oddviti einnig fram 3 tilboð í umhverfismat námunnar. Oddviti lagði til, í
samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa, að skipulags- og
byggingarfulltrúa yrði falið að ganga til viðræðna við UMÍS ehf. um
framhaldið, sem samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er með hagkvæmasta
tilboðið fyrir sveitarfélagið. Samþykkt. Arnheiður tók ekki þátt í
atkvæðagreiðslunni.
13) Erindi frá Þjóðskrá er varðar flutning lögheimilis dags. 8. apríl s.l. ásamt umsögn frá byggingafulltrúa um málið. Erindinu hafnað á grundvelli
fyrirliggjandi gagna.
14) Fundargerð fundar í Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala sem haldinn var 8. apríl s.l. ásamt tillögu frá nefndinni til Hvalfjarðarsveitar um greiðslu í búnaðar- og tækjasjóð ABD. Ásgeir Kristinsson mætti á fundinn vegna þessa liðar. Ásgeir fór ítarlega yfir málið. Eftir umræður var lagt til að málinu yrði frestað, enda ekki gert ráð fyrir þessum lið í fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn leggur einnig til að fram fari þarfagreining og í framhaldinu verði mótuð stefna um þessi mál almennt innan almannavarnarnefndar.
Mál til kynningar
15) Minnispunktar af fundi um samstarfssamning um uppbyggingu
íbúðabyggðar á Innnesi, fundur haldinn í Miðgarði 9. apríl s.l. Lagt fram.
16) Sorphirðumál sveitarfélaga, erindi til sveitarfélaga frá Íslenska gámafélaginu
ehf. dags 7. mars s.l. þegar sent umhverfis- og náttúruverndarnefnd til
kynningar. Lagt fram.
17) Breytt fyrirkomulag varðandi greiðslur fyrir meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðum, erindi til sveitarfélaga frá Úrvinnslusjóði dags. 28. mars
s.l., þegar sent umhverfis- og náttúruverndarnefnd til kynningar/ umsagnar. Lagt fram.
18) Svör leik- og grunnskólakennara við könnun á aðstæðum barna og unglinga með áherslu á hreyfingu og næringu, erindi frá Lýðheilsustöð dags. 1.apríl s.l. ásamt skýrslu sem lögð verður fram á fundi. Þegar sent
skólastjórnendum í Hvalfjarðarsveit til kynningar. Lagt fram.
19) Erindi frá Menntamálaráðuneyti til sveitarfélaga um ráðningu kennara dags. 27. mars s.l. þegar sent fræðslu- og skólanefndar til kynningar. Lagt fram.
20) Yfirlit yfir stöðu mála um samstarfsverkefni um þjóðlendumál og innheimta ársins 2008 erindi frá Búnaðarsamtökum Vesturlands til sveitarfélaga dags. 25. mars s.l. þegar sent atvinnumálanefnd til kynningar. Lagt fram.
21) Tilkynning um ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda
sveitarfélaga árið 2008, þegar sent umhverfis- og náttúruverndarnefnd til
kynningar /umsagnar. Lagt fram.
Aðrar fundargerðir.
22) 30. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 4. apríl 2008. Lagt fram.
23) 22. landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var 4. apríl s.l. gögn áður send með tölvupósti, einnig lögð fram á fundi.
Önnur mál
24) Erindi frá Kolbrúnu Eiríksdóttur er varðar opnunartíma sundlaugar og fleiri þætti sem tengjast félagsheimilinu Hlöðum og ferðaþjónustu í
sveitarfélaginu. Vísað til æskulýðs- og menningarmálanefndar.
25) Erindi frá hrossaræktarsambandi Vesturlands, er varðar innheimtu
fasteignagjalda vegna Stóru-Fellsaxlar. Oddvita falið að leiða málið til lykta í samræmi við umræður fundarins.
26) Oddviti lagði fram bréf frá Andrési og Láru þar sem þau þakka veittan styrk vegna skólahreysti 2008.
27) Arnheiður upplýsti að aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verður
haldið þann 30. apríl nk. í Stykkishólmi. Samþykkt að veita Ásu Helgadóttur umboð til að sækja þann fund fh. sveitarfélagsins.
28) Oddviti lagði fram drög að endurnýjuðu útboði vegna skólaaksturs fyrir
Heiðarskóla sem hann, Stefán og Ása hafa unnið að og undirbúið í samráði
við Ríkiskaup.
Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40
Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti
Daníel Ottesen
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Ása Helgadóttir
Magnús I. Hannesson
Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannss