Fara í efni

Sveitarstjórn

43. fundur 18. mars 2008 kl. 16:00 - 18:00

 Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur M. Sigurbjörnsson, Ása

Helgadóttir, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús I. Hannesson, Stefán

Ármannson og Arnheiður Hjörleifsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Oddviti setti fundinn og bauð fólk velkomið. Mættur var einnig á fundinn

Jóhann Þórðarson, endurskoðandi og því gerði oddviti að tillögu sinni

dagskrárbreytingu þess efnis að þriggja ára áætlun Hvalfjarðarsveitar yrði tekin fyrst fyrir. Var það samþykkt

Dagskrá:

1) Þriggja ára áætlun Hvalfjarðarsveitar, fyrri umræða. Jóhann Þórðarson

fylgdi áætluninni úr hlaði. Minnispunktar teknir niður. Þriggja ára áætlun að

öðru leiti vísað til síðari umræðu. Jóhann yfirgaf nú fundinn.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1) 42. fundur sveitarstjórnar haldinn 4. mars 2008. Oddviti fór yfir

fundargerðina. Í máli oddvita kom fram að flestum málum er lokið, eða þau í vinnslu. Að lokinni yfirferð fundargerðarinnar, kom Laufey Jóhanssdóttir inn á

fundinn. Lagði þá oddviti fram drög að ráðningarsamningi við sveitarstjóra.

Var dddvita falið að ganga frá ráðningarsamningi við nýjan sveitarstjóra,

Laufey Jóhannsdóttir. Undirrituðu Laufey og Hallfreður tilkynningu um nýjan sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar.

2) 55. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 12. mars 2008, ásamt gjaldskrá skipulags- og byggingarnefndar. 3 liður: Deiliskipulag Belgsholt, Skógarás. Tillagan gerir ráð fyrir 2 íbúðarhúsum og 3 sumarhúsalóðum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Samþykkt. 5. liður: Litla-Fellsöxl, deiliskipulag Litlu-Borga. Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og birt í B-deild stjórnartíðinda. Samþykkt. Að öðru leiti er fundargerðin lögð fram og samþykkt.

 

Mál til afgreiðslu

1) Þriggja ára áætlun Hvalfjarðarsveitar, fyrri umræða. Afgreitt fyrr á fundinum.

2) Rekstrar- og framkvæmdaryfirlit árið 2007. Gögn áður send í pósti. Lagt fram.

3) Starfsmannamál. Breytingar á ráðningarsamningi og starfslýsingu. Lagður fram ráðningarsamningur við Martein Njálsson ásamt tillögu að breytingum á samningnum. Sveitarstjórn ákveður að fresta málinu og oddvita falið að endurskoða samninginn með hliðsjón af starfslýsingu.

4) Starf hundaeftirlitsmanns í Hvalfjarðarsveit, ásamt samþykkt um hundahald í Hvalfjarðarsveit og gjaldskrá. Oddvita falið að ganga frá verksamningi við Þorvald Magnússon.

5) Samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit og samþykkt um meðhöndlun

úrgangs í Hvalfjarðarsveit. Vísað til síðari umræðu.

6) Deiliskipulag á Melum í Hvalfjarðarsveit, svar Skipulagsstofnunar við bréfi Hvalfjarðarsveitar, ásamt erindi Lex lögmannastofu vegna sama máls. Lagt fram. Jafnframt lagði oddviti fram drög að svarbréfi til LEX lögmannastofu. Samþykkt með 5 atkvæðum tveir sátu hjá.

 

Önnur mál – (ef einhver eru)

1) Heimsókn sveitarstjórnar til Ragnheiðar Þorgrímsdóttur, Kúludalsá. Ákveðið að þiggja boð Ragnheiðar þann 3. apríl nk. kl. 15.30.

2) Erindi frá Skessuhorni og Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands

vegna Ferðablaðs Vesturlands. Ákveðið að koma upplýsingum um

sveitarfélagið og þjónustu á þess vegum í blaðið. Oddvita falið að ganga frá því við hlutaðeigandi.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

 

 

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Efni síðunnar