Sveitarstjórn
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur M. Sigurbjörnsson, Stefán Ármannsson,
Ása Helgadóttir, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús I. Hannesson og Arnheiður
Hjörleifsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1) Fundargerðir sveitarstjórnar:
a) 40. fundur sveitarstjórnar haldinn 5. febrúar. Við yfirferð oddvita kom m.a.
fram að þegar ósk kemur frá landeiganda um breytingu á aðalskipulagi, ber
landeigandi kostnaðinn. Auglýsingakostnaður fellur þó á sveitarfélagið.
Fundargerðin samþykkt.
b) 41. fundur sveitarstjórnar haldinn 26. febrúar 2008. Samhliða fundargerð
lagði oddviti fram minnisblað er varðar ráðningarsaming við sveitarstjóra.
Oddvita falið að ganga frá starfslokum Einars Arnar í samræmi við
ráðningarsamning sveitarstjóra. Þá upplýsti oddviti um auglýsingu á starfi
aðalbókara/ launafulltrúa sem mun birtast í fjölmiðlum á næstu dögum.
2) 15. og 16. fundur framkvæmdanefndar Heiðarskóla haldnir 23. og 28. janúar 2008.
17. og 18. fundur haldnir 21. og 26. febrúar ásamt verkefnalýsingu frá VSÓ ráðgjöf
vegna endurbóta á skólahúsnæði, áður send í tölvupósti. Arnheiður lagði jafnframt
fram frekari gögn frá VSÓ ráðgjöf um ráðgjafarstörf vegna verkefnisstjóra (sem
framkvæmdanefndin leggur til að verði ráðinn til verksins) og ástandsmat/úttekt á
núverandi húsnæði Heiðarskóla. Sveitarstjórn tekur vel í erindi framkvæmdanefndar
og samþykkir að gert verði ástandsmat á núverandi húsnæði að utan og innan.
Þetta mat verði m.a. lagt til grundvallar á endurnýjaðri umsókn til Jöfnunarsjóðs. Þá
ákvað sveitarstjórn að senda fyrirliggjandi gögn um valkosti og kostnað við þá til
athugunar og útreiknings endurskoðanda, áður en verkefnisstjóri verður ráðinn.
Oddvita og formanni framkvæmdanefndar falið að koma upplýsingum og gögnum til
endurskoðanda. Fundargerðirnar að öðru leiti lagðar fram og samþykktar.
3) 19. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldinn 11. febrúar 2008.
Fundargerð lögð fram og samþykkt.
4) 3. fundur vinnuhóps um eldri vatnsveitur í Hvalfjarðarsveit haldinn 13. febrúar 2008.
Samhliða lagt fram minnisblað frá Skúla Lýðssyni þar sem kemur fram sú ósk að
sveitarfélagið bjóði fram aðstoð við samningagerð fyrir félagsveitur sem til verði
stofnað skv. fundargerð. Samþykkt.
5) Fundargerðir Skipulags- og byggingarnefndar:
a) 53. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn 13. febrúar 2008. 1. Liður:
Endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarnefndar að afgreiðslu skipulagsog
byggingarfulltrúa á byggingarleyfisumsóknum. Nefndin leggur til við
sveitarstjórn að samþykktirnar verði afgreiddar. Samþykkt. 3. liður:
Samgönguáætlun. Nefndin gerir athugasemdir við að ekki er getið um aðkomu
sveitarfélaga að samgönguáætlun. Jafnframt telur nefndin að taka þurfi tillit til
fleiri atriða en þarfa ferðaþjónustu vegna bættra samgangna, eins og t.d.
aukinnar umferðar vegna tímabundins námureksturs, aukinnar upp-byggingar
eða annarra breyttra aðstæðna. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir
nefndarinnar. Oddviti og skipulagsfulltrúi munu koma athugasemdunum á
framfæri. 6. liður: Aðalvík, umsókn um hús skv. br.b ákvæði 3 tl. Nefndin leggur
til að heimild verði veitt til að leita samþykkis skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis
skipulags- og byggingarlaga, en ekkert skipulag er í gildi á umræddu svæði
sem er innan þynningarsvæðis frá iðnaðarsvæðinu á Grundartanga.
Sveitarstjórn samþykkir það. 7. liður: Bjarkarás 1, breyting á aðalskipulagi.
Nefndin leggur fram ítarlegri rökstuðning, dags. 13. feb 2008. Sveitarstjórn
tekur undir rökstuðning nefndarinnar og oddviti mun koma rökstuðningnum til
Skipulagsstofnunar. 9. liður: Höfn 2, breyting á aðal-skipulagi. Nefndin leggur
fram ítarlegri rökstuðning, dags. 13. feb. 2008. Meirihluti sveitarstjórnar tekur
undir rökstuðning nefndarinnar. Arnheiður telur rétt að umhverfis- og
náttúruverndarnefnd fjalli sérstaklega um mál sem þessi, þar sem í rökstuðningi
skipulagsnefndar kemur fram að umrætt svæði er skilgreint á náttúruminjaskrá,
og situr því hjá við afgreiðslu þessa erindis. Oddviti mun koma rökstuðningnum
til Skipulagsstofnunar.
b) 54. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn 27. febrúar 2008. 7. liður:
Brekka, deiliskipulag. Í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar kemur fram
að allir eigendur hafa undirritað breytinguna athugasemdalaust. Nefndin leggur
til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Sveitarstjórn samþykkir. 8. liður:
Skipulagsmál, námur, Hvalfjörður. Í fundargerð kemur fram að nefndin gerir
ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun Björgunar. 9. liður: Skipulagsmál,
námur, Hólabrú. Í fundargerð kemur fram að nefndin gerir ekki athugasemd við
drög að tillögu að matsáætlun. Ása Helgadóttir vék af fundi (skipulags- og
byggingarnefndar) meðan erindið var til umfjöllunar.
Að öðru leiti eru fundargerðirnar lagðar fram og samþykktar. Stefán tók ekki þátt í
umræðu og afgreiðslu við 5. lið 54. fundargerðar, er varðar Skipanes 2, nýtt hús.
6) 24. fundur fræðslu- og skólanefndar haldinn 14. febrúar 2008. Fundargerð lögð fram
og samþykkt. Sveitarstjórn hafði áður samþykkt tillögu nefndarinnar um að fresta
gjaldskrárbreytingu leikskólann um einn mánuð.
7) 26. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar haldinn 18. febrúar 2008. Fundargerð
lögð fram og samþykkt. Sveitarstjórn samþykkir þá tillögu nefndarinnar að inni í
sorphirðugjaldi á heimili sé ein 370 lítra tunna. Stærri og/eða fleiri sorpílát verði greidd
af viðkomandi aðila. Formanni umhverfis- og náttúruverndarnefndar falið að móta
verklag til að koma því til framkvæmdar í samstarfi við skipulags- og byggingarfulltrúa.
8) 1. verkfundur vegna byggingu stjórnsýsluhúss haldinn 13. febrúar 2008. Fundargerð
lögð fram og samþykkt.
Mál til afgreiðslu
1) Samþykkt um fundarsköp í Hvalfjarðarsveit. Gögn áður send í tölvupósti. Sveitarstjórn
sammála um að tímabært sé að endurskoða samþykkt um fundarsköp sveitarfélagsins.
Stefáni og Magnúsi falið að yfirfara samþykktina og leggja fram breytingartillögur,
ef einhverjar, á næsta lögboðna fundi sveitarstjórnar þann 1. apríl nk.
2) Breyting á prókúru, gögn lögð fram á fundi. Samþykkt að Hallfreður verði prókúruhafi.
3) Tillaga aðalbókara Hvalfjarðarsveitar um afskrift á kröfu. Gögn lögð fram á fundinum.
Samþykkt.
4) Minnispunktar af fundi vinnunefndar Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um vatnsveitu
að Melahverfi og Grundartanga sem haldinn var 22. janúar sl. Einnig lögð fram
drög að sameignarfélagssamningi Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna vegna reksturs
vatnsveitu í Hvalfjarðarsveit. Fundargerðin lögð fram. Oddvita falið að vinna áfram að
drögum að sameignarfélagssamningi við hlutaðeigandi, með fyrirvara um eignarhlut
Hvalfjarðarsveitar.
5) Erindi frá stjórn hestamannafélagsins Dreyra, dags. 18. febrúar 2008 varðandi reiðveg
í landi Kúludalsár. Lagt fram til kynningar.
6) Breytingar á sölu rafmagns hjá RARIK vegna götulýsingar í dreifbýli og fyrirkomulag á
endurgreiðslu til íbúa vegna þessa. Oddviti lagði fram frekari gögn og nokkrar
umræður urðu um málið. Oddvita falið að leggja fram mótaðar tillögur um viðhald og
uppsetningu ljósastaura í Hvalfjarðarsveit.
7) Bréf frá LEX ehf. lögmannsstofu varðandi auglýsingu um tillögu að breytingu á deiliskipulagi
fyrir svínabúið að Melum, dags. 8. febrúar 2008. Í bréfi frá LEX er farið fram
á það við sveitarstjórn að hún endurskoði afgreiðslu erindis Stjörnugríss, án þeirra
skilyrða sem sveitarstjórn setti á fundi sínum þann 10. janúar sl. Fulltrúar Hvalfjarðarsveitar
hafa m.a. ráðfært sig við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun varðandi
tiltekið mál. Niðurstaða meirihluta sveitarstjórnar er óbreytt og birtist hér fyrir neðan
ásamt frekari rökstuðningi:
Samkvæmt 1.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er markmið þeirra laga
meðal annars að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða,
tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll
og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þá segir í 9. gr. 5. málsgr. sömu laga
að við gerð og framkvæmd skipulags skuli í skipulagsáætlun gera grein fyrir áhrifum
áætlunarinnar, einstakra markmiða hennar og ráðgerða framkvæmda á umhverfi,
náttúruauðlindir og samfélag, m.a. með samanburði þeirra kosta sem til greina koma.
Þar sem meirihluti sveitarstjórnar telur ekki ljóst vera hver áhrif tiltekinnar
deiliskipulagsbreytingar verði á umhverfið, samþykkir hún auglýsingu deiliskipulagsins
með því að setja eftirfarandi skilyrði fyrir gildistökunni:
a) Að áður liggi fyrir ásættanleg niðurstaða úr straummælingum. Rökstuðningur:
Til að finna bestu staðsetningu (m.t.t. dýptar og lengdar útrásar t.d.) finnst
meirihluta sveitarstjórnar rétt að framkvæmdar verði straummælingar á
svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, virðist sem svo
að engar straummælingar hafi verið gerðar, en afar æskilegt sé að sannreyna
straumlíkan með raunverulegum mælingum að einhverju marki til þess að
meta áreiðanleika þess.
b) Að gerð verði úttekt á lífríkinu með strandlengjunni. Rökstuðningur:
Strandlengjan þar sem útrásin fer í sjó fram er á náttúruminjaskrá. Í næsta
nágrenni er Grunnafjörður, friðlýst Ramsarsvæði vegna eiginleika sinna sem
einstakt votlendi á heimsvísu. Þá eru í nágrenni við fyrirhugað úthlaup
verðmætar laxveiðiár.
c) Að styrkur köfnunarefnis í hönnunarútreikningi fari ekki yfir 0.75 Tot-N(mg
N/l). Rökstuðningur: Til grundvallar þessu skilyrði leggur meirihluti sveitarstjórnar
fram niðurstöður skýrslu verkfræðistofunnar Vatnaskila. Þannig félli
styrkur köfnunarefnis í flokk II við ströndina sbr. mynd 7 í þeirri skýrslu.
d) Að gert verði nýtt reiknilíkan sem miðist við 14.000 rúmmetra af seyru og
lengd útrásar verði ákvörðuð miðað við þá niðurstöðu. Rökstuðningur: Í
umsögn Umhverfisstofnunar til Hvalfjarðarsveitar, dags. 20. nóvember 07,
kemur m.a. fram að magn seyru getur verið nokkuð breytilegt og að
óheppilegt sé að ekki skuli vera til mælingar á magni þess. Þá mælir Þá mælir
Umhverfisstofnun með framkvæmdinni með því skilyrði að þynningarsvæðið
og lögnin verði reiknuð upp á nýtt miðað við losun á 14.000 m3 seyru.
Samþykkt með 5 atkvæðum. Sverrir og Ása hafa ekki breytt afstöðu sinni í málinu.
Þá óskar sveitarstjórn eftir áliti Skipulagsstofnunar á því:
a) hvort umrætt deiliskipulag fyrir haugtank, skiljuhús og útrás falli undir lög um
umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
b) hvort umrætt deiliskipulag fyrir haugtank, skiljuhús og útrás, kalli á breytingu á
gildandi aðalskipulagi fyrir Leirár- og Melahrepp
8) Tilnefning að frumkvöðli Vesturlands 2007, erindi frá Samtökum sveitarfélaga á
Vesturlandi dagsett 7. febrúar 2008. Samþykkt að senda inn 2 rökstuddar tilefningar til
SSV.
Mál til kynningar
9) Bréf til Samgönguráðuneytis varðandi þátttöku Jöfnunarsjóðs í kostnaði grunnskólamannvirkja
sent 18. febrúar sl. ásamt minnisblaði frá þeim fundi. Lagt fram.
10) Minnispunktar byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar af fundi með fulltrúum Orkuveitu
Reykjavíkur sem haldinn var 27. febrúar sl. Lagt fram.
11) Samkomulag Hvalfjarðarsveitar og nágrannasveitarfélaga um kortagerð. Lagt fram.
12) Undirritaður rafsölusamningur á milli Orkusölunnar og Hvalfjarðarsveitar 8. febrúar sl.
og yfirlit raforkunotkunar allra veitna frá janúar 2007. Lagt fram.
13) Þinglýst stofnskjal vegna réttarlóðar í Skorholti og samningur um Núparétt. Lagt fram.
14) Samantekt á vegum með bundið slitlag og malarslitlag í Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð.
Samskipti Einars Arnar fyrrv. sveitarstjóra og Vegagerðarinnar.
15) Kostnaðaráætlun við mat á umhverfisáhrifum á efnistöku við Stóru-Fellsöxl og
fylgigögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa Skúla Lýðssyni dags. 28. febrúar sl.
Oddvita og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leita tilboða og vinna málið áfram.
16) Drög að tillögu að matsáætlun fyrir Hólabrú í Hvalfjarðarsveit, unnið af UMÍS ehf.
Environice fyrir Tak-Malbik og Vélaleigu Halldórs Sigurðssonar, sent sveitarstjórn til
kynningar.
17) Drög að skipulagningu mála vegna endurskoðunar á skipulagi menningar- og safnamála
á Akranesi. Tillaga frá starfshópi Akraneskaupstaðar. Sveitarstjórn gerir ekki
athugasemd við nýtt skipurit Akraneskaupstaðar í menningar- og safnamálum.
Breyttar forsendur gefa hins vegar tilefni til upptöku á samningi um Byggðasafnið í
Görðum, m.t.t. kostnaðar.
18) Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Björgunar ehf. varðandi efnistöku af hafsbotni í
Hvalfirði. Lagt fram til kynningar.
19) Tilboð íslenskra almannatengsla um ráðgjöf og þjónustu vegna almannatengsla og
ímyndamála í Hvalfjarðarsveit. Lagt fram.
20) Kynning á verkefninu Héraðsáætlanir Landgræðslunnar, erindi frá Landgræðslu
ríkisins dagsett. 4. febrúar sl. Sent umhverfisnefnd til upplýsingar.
21) Tilkynning um 22. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sent 6. febrúar sl.
Oddviti sækir landsþingið fyrir hönd sveitarstjórnar.
22) Framlag til Menningarráðs vegna úthlutunar styrkja árið 2007. Lagt fram.
23) Minnispunktar Einars Arnar af fundi með launanefnd sveitarfélaga í Borgarnesi 11.
febrúar sl. Lagt fram.
24) Erindi frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi varðandi Staðardagskrá 21 í
fámennum sveitarfélögum dagsett 25. febrúar sl. Lagt fram.
25) Vígsla á björgunarbátum Björgunarfélags Akranes. Erindi frá formanni björgunarfélagsins
dagsett 28. febrúar 2008. Lagt fram.
26) Frumvörp til umsagnar frá Umhverfisnefnd Alþingis sent 26. febrúar 2008. Frumvörp
lögð fram á fundi. Vísað til Skipulags- og byggingarfulltrúa til umsagnar.
Aðrar fundargerðir
1) Eigendafundur Faxaflóahafna haldinn 1. febrúar 2008. Tilkynning um fulltrúa Reykjavíkurborgar
í stjórn Faxaflóahafna. 48. fundur stjórnar Faxaflóahafna haldinn 1.
febrúar 2008. Lagt fram.
2) 751. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 22. febrúar 2008. Áður sent í
tölvupósti.
3) 27. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 1. febrúar 2008. Lagt fram.
4) Fundur skólanefndar Fjölbrautarskóla Vesturlands 19. febrúar 2008. Lagt fram.
5) 46. fundur stjórnar Sorpurðunar Vesturlands haldinn 21. janúar 2008. Lagt fram.
6) 76. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn 30. janúar 2008. Lagt fram.
7) 61. fundur stjórnar SSV haldinn 4. febrúar 2008. Lagt fram.
Önnur mál
1. Opnun sundlaugarinnar að Hlöðum yfir páskana. Stefnt er að því að hafa sundlaugina
opna um páskana. Opnunartími í framhaldinu verður ákvarðaður í samráði við
húsvörð og eftirlitsmann eigna.
2. Umsókn um styrk frá Grundartangakórnum. Samþykkt er að veita kórnum styrk í formi
niðurfelldrar húsaleigu í Miðgarði 19. apríl nk.
3. Skýrsla um störf félagsráðgjafa Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2007. Lögð fram.
4. Erindi frá Sólveigu Jónsdóttur, dags. 3. mars 2008 er varðar sorphirðugjald sumarhúsa.
Erindið lagt fram og málið verður skoðað heildstætt af oddvita, skipulags- og
byggingarfulltrúa og formanni umhverfisnefndar.
5. Starfsmannamál. Umræður um starfsmannamál Hvalfjarðarsveitar.
Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti
Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Ása Helgadóttir
Magnús I. Hannesson
Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannsson
Fleira gerðist ekki. Næsti fundur sveitarstjórnar áætlaður 18. mars n.k.
Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:40