Fara í efni

Sveitarstjórn

41. fundur 26. febrúar 2008 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur M. Sigurbjörnsson, Ása Helgadóttir,

Sigurður Sverrir Jónsson, Stefán Ármannsson, Magnús I. Hannesson og

Arnheiður Hjörleifsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:

1) Uppsagnarbréf Einars Arnar Thorlacius sveitarstjóra, dags. 25. febrúar

2008. Lagt fram. Oddvita er falið að ræða við Einar Örn um starfslok hans í

samræmi við umræðu fundarins, en Einar hefur nú þegar látið af störfum.

Sveitarstjórn þakkar Einari samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum

starfsvettvangi. Jafnframt vill sveitarstjórn koma því á framfæri að

tímabundið mun oddviti Hvalfjarðarsveitar hafa fastan viðverutíma, eins og

kostur er, daglega á skrifstofu sveitarfélagsins virka daga milli kl. 10.00 og

15.00. Mun þetta fyrirkomulag verða við lýði þar til annað verður ákveðið í

sveitarstjórn.

2) Uppsagnarbréf Rannveigar Þórisdóttir aðalbókara/launafulltrúa dags. 11.

febrúar 2008. Lagt fram. Samkomulag er um að Rannveig vinnur sinn

uppsagnarfrest. Oddviti leggur til að starf aðalbókara/launafulltrúa fyrir

Hvalfjarðarsveit verði auglýst sem fyrst.Samþykkt með öllum greiddum

atkvæðum. Oddvita falið að ganga frá auglýsingu í samræmi við umræður á

fundinum og samkvæmt fyrirliggjandi starfslýsingu aðalbókara/launafulltrúa

Hvalfjarðarsveitar.

Önnur mál – (ef einhver eru)

1) Erindi frá Sorpurðun Vesturlands dags. 22. jan. 2008 þar sem leitað er eftir

samþykki sveitafélaga á tillögum verkefnisstjórnar á áframhaldandi vinnu

verkefnisstjórnar sorpfyrirtækjanna á Suðvesturhorninu. Sveitarstjórn

Hvalfjarðarsveitar staðfestir hér með fyrir sitt leyti bókun stjórnar Sorpurðunar

Vesturlands. Oddvita falið að svara erindinu.

2) Aðalfundarboð frá Sorpurðun Vesturlands sem haldinn verður þann 7. mars

nk. á Hótel Hamri kl. 13.30. Sveitarstjórn samþykkir að veita Arnheiði

Hjörleifsdóttur umboð Hvalfjarðarsveitar á aðalfundinn.

3) Gjaldskrá leikskólans Skýjaborgar. Sveitarstjórn samþykkir að fresta áður

samþykktri gjaldskrárbreytingu leikskólans, sbr. fundargerð fræðslu- og

skólanefndar nr. 24 frá 14. febrúar sl. Þar segir orðrétt: ,,fræðslu- og

skólanefnd samþykkir og leggur til við sveitarstjórn að fresta

gjaldskrárbreytingu leikskólans um einn mánuð vegna óánægju foreldra um

stuttan fyrirvara á tilkynningu þar um”. Að öðru leiti er umrædd fundargerð

ekki tekin til umræðu eða samþykktar, fyrr en á næsta fundi sveitarstjórnar

sem verður haldinn þann 4. mars nk.

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:25

Efni síðunnar