Sveitarstjórn
Mættir allir aðalmenn nema Ása Helgadóttir. Dóra Líndal Hjartardóttir mætt í hennar stað. Sveitarstjóri Einar Örn Thorlacius sat einnig fundinn og reit fundargerð.
Einnig var mættur Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar á Akranesi, en hann hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2008.
Oddviti setti fundinn og bauð menn velkomna. Oddviti lagði til dagskrárbreytingu og að 10. liður, fjárhagsáætlun, yrði tekinn fyrir fyrst. Samþykkt.
Oddviti gaf síðan Jóhanni orðið sem dreifði áætluðum ársreikningi fyrir árið 2008, en áður var búið að senda sveitarstjórn drög að fjárhagsáætlun 2008. Jóhann fór síðan yfir áætlunina og hún var rædd. Ákveðið að nefndir sveitarfélagsins skili af sér tillögum eigi síðar en 7. janúar og síðari umræða fari þá fram 10. janúar 2008. Að því búnu fór Jóhann yfir áætlaðan ársreikning og var rætt um hann. Einnig var rætt um þriggja ára áætlun. Var síðan fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu. Samþykkt að hafa óbreytt hlutfall fasteignagjalda, þ.e. að leggja 0,47% á a-lið (íbúðarhúsnæði, sumarhús o.fl.) og 1,11% á c-lið (allar aðrar fasteignir, s.s. iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu).
Oddviti lagði nú til aðra dagskrárbreytingu, þ.e. að 12. liður “afskrift á kröfum” yrði tekinn fyrir á meðan Jóhann væri á fundinum. Samþykkt. Jóhann fór yfir þetta mál. Lagt var fram bréf frá einum kröfuhafa sem hafði greitt skuld sína. Aðrar afskriftir samþykktar. Jóhann vék nú af fundi.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1)
Sveitarstjóri fór síðan yfir fundargerð 35. fundar sem haldinn var 4. desember og 36. fundar sem haldinn var 13. desember. Varðandi 35 fundinn var m.a. farið yfir fundargerð 49. fundar skipulags-og byggingarnefndar. Í henni er fjallað í 7.lið um breytingu á deiliskipulagi fyrir skiljuhús og haugtank í svínabúinu á Melum og gert ráð fyrir úthlaupi til sjávar. Afgreiðslu þessa máls var frestað á 35. fundi. Sveitarstjóri lagði
fram minnisblað um þetta mál sem byggðist á viðbótargögnum sem hann hafði aflað. Oddviti lagði til að afgreiðslu þessa máls yrði frestað. Samþykkt. Engar athugasemdir voru við fundargerðirnar.
2)
50. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 12. desember ásamt drögum að ráðgjafasamningi við VSÓ ráðgjöf um aðstoð við gerð deiliskipulags í Melahverfi. Í 1.lið samþykkir nefndin fyrir sitt leyti að nafni lóðar úr landi Stóra-Lambhaga verði breytt úr “Stóri-Lambhagi sláturhús” í “Laxárbakki.” Samþykkt. Enn fremur að notkun lóðarinnar verði breytt úr iðnaðarlóð í íbúar-, verslunar- og þjónustulóð, en afgreiðslu á því var frestað á 35. fundi sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir þessa breyttu notkun. Í 2. lið (Bjarkarás, breyting á aðalskipulagi) leggur nefndin til að tillagan verði auglýst samkvæmt 2. málsgr. 21.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Samþykkt. Í 4. lið (Höfn 2, breyting á aðalskipulagi, stækkun námasvæðis til suðvesturs) leggur nefndin til að breytingin verði auglýst skv. 2. málsgr. 21.gr. laga nr. 73/1997. Samþykkt. Arnheiður sat hjá. Í 5. lið eru kynnt drög að hönnunarsamningi við VSÓ vegna deiliskipulags Melahverfis. Nefndin leggur til að samingurinn verði samþykktur. Sveitarstjórn samþykkir það. Stefán óskaði bókað að hann hefði viljað sjá reið- og gönguleið fyrir austan byggðina í landi sveitarfélagsins. Varðandi 6. lið (Grundartangahöfn, framkvæmdaleyfi) er lagt til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði veitt heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi gefi fornleifakönnun ekki tilefni til frekari rannsókna. Sveitarstjórn samþykkir það. Fundargerð samþykkt í heild sinni.
3)
12. fundur stýrihóps um skólastefnu haldinn 27. nóvember. Lögð fram.
4)
22. fundur fræðslu- og skólanefndar haldinn 6. desember. Hlynur fór yfir þessa fundargerð. Samþykkt.
5)
5. fundur ritnefndar haldinn 3. desember. Samþykkt.
6)
22. fundur félagsmálanefndar haldinn 28. nóvember. Samþykkt.
7)
17. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldinn 3. desember. Lögð fram.
8)
1. 2, og 3.fundur (verkfundargerðir) vegna byggingar stjórnsýsluhúss. Lagðar fram.
9)
10. og 11. fundur framkvæmanefndar Heiðarskóla haldnir 29. nóvember og 3.desember. Lagðar fram.
Mál til afgreiðslu
10)
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Fyrri umræða. Afgreidd fyrr á fundinum.
11)
Skólaakstur vorönn 2008. Minnisblað oddvita. Sverrir lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í umræðum. Í minnisblaðinu kemur fram að það hafi verið sameiginleg niðurstaða bílstjóra að vera tilbúnir að gera samkomulag við Hvalfjarðarsveit um akstur skólabarna til vors 2008. Samþykkt.
12)
Afskrift á kröfum. Tillaga frá aðalbókara Hvalfjarðarsveitar. Afgreitt fyrr á fundinum.
13)
Drög að sameiginlegum ályktunum Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um samgöngumál og Markaðsstofu Vesturlands. Varðandi tillöguna um samgöngumál var samþykkt að leggja til að fella út lokaorðin varðandi Grunnafjörð. Tillagan samþykkt að öðru leyti. Tillaga um Markaðsstofu Vesturlands samþykkt.
14)
Skipulags- og byggingarmálefni olíubirgðastöðvar í Hvalfirði. Erindi frá lögmanni Skeljungs h/f. Sveitarstjóri lagði einnig fram svarbréf lögmanns Skeljungs við tölvupósti sínum. Skeljungur óskar eftir formlegu samstarfi við Hvalfjarðarsveit um gerð væntanlegra skipulagsáætlana. Leggur fyrirtækið afar ríka áherslu á það sem væntanlegur eigandi landspildunnar að ná samstöðu með sveitarfélaginu um nýtingu landsins undir olíubirgðastöð. Samþykkt að vísa málinu til skipulags- og byggingarnefndar og til vinnu við aðalskipulag.
15)
Umsóknir um lausar lóðir í Hvalfjarðarsveit. Borist hafa nokkrar umsóknir. Málinu frestað til næsta fundar.
16)
Erindi frá Báru Tómasdóttur varðandi skólagöngu barna hennar. Sveitarstjóri skýrði frá því að málið væri að öllum líkindum þegar afgreitt miðað við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
17)
Útboð fjarskiptasjóðs á háhraðatengingum. Erindi frá samgönguráðuneytinu. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
18)
Umsókn um stuðning við fjármögnun stöðugildis verkefnisstjóra sem sinnti fjáröflun og öðrum undirbúningi vegna uppbyggingar Minjagarðs Snorrastofu í Reykholti. Erindi frá Snorrastofu. Vísað til fjárhagsáætlunar.
19)
Félagsþjónustukaup frá Borgarbyggð. Fyrirspurn frá Borgarbyggð. Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu félagsmálanefndar á þessu máli, þar sem erindinu er hafnað.
20)
Tilboð frá Fífilbrekku ehf til Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Kjósarhrepps og Skorradalshrepps í gerð tveggja hringleiðakorta. Hvalfjarðarsveit samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti.
21)
Ósk um að vegamót Akrafjallsvegar og Innnesvegar verði upplýst. Erindi frá Gísla Gíslasyni á Akranesi. Sveitarstjórn tekur undir erindið.
22)
Greiðslur fyrir aukafundi sveitarstjórnarmanna. Aðalbókara og sveitarstjóra falið að koma með tillögur um greiðslur til nefndarmanna fyrir aukafundi og aukavinnu.
23)
Tvö erindi frá foreldraráði Heiðarskóla. Óskað eftir framlagi til foreldraráðs í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Erindunum hafnað, en foreldraráð hvatt til að leita til fræðslu- og skólanefndar og/eða Heiðarskóla með fjárúthlutun til skilgreindra verkefna.
Mál til kynningar
24)
Drög að samkomulagi um samstarf og samvinnu Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Ákveðið að skoða málið frekar.
25)
Fundargerð sameiginlegs fundar Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar haldinn 7. desember
26)
Samstarfssamningur Norðuráls og Hvalfjarðarsveitar dags. 13.desember
27)
Kvörtun sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar til umboðsmanns Alþingis yfir framgöngu fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis vegna sölu á fyrrum olíubirgðastöð NATO í Hvalfirði o.fl.
28)
Samkomulag um slit á samstarfi Hvalfjarðarsveitar við Borgarbyggð um Safnahús Borgarfjarðar ásamt þjónustusamningi vegna safnamála.
29)
Eignarhaldsfélagið Spölur h/f. Ársreikningur 1.okt.2006-30.sept. 2007 ásamt skýrslu stjórnar Spalar ehf og fleiri gögnum.
30)
Ný jarðgöng undir Hvalfjörð, Reykjavík og Hvalfjarðarsveit. Erindi frá Skipulagsstofnun.
31)
Svar Hitaveitufélags Hvalfjarðar s/f við fyrirspurn Hvalfjarðarsveitar um aukna þjónustu.
32)
Tilkynning frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar s/f um að það hafi nýtt sér forkaupsrétt að eignarhlut í félaginu.
33)
Ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir Olíudreifingu ehf. Erindi frá Umhverfisstofnun. Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum sínum af miklum eldsneytisflutningum um Hvalfjörð og kallar eftir viðbragsáætlun Oliudreifingar til að taka á hugsanlegri hættu vegna bráðamengunar. Það er skýlaus krafa sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að svæðið verði undir stöðugri vakt af vaktmanni á staðnum. Enn fremur lagt fram bréf frá Olíudreifingu ehf dags. 17. desember þar sem kvartað er yfir ummælum formanns umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar í fréttum Stöðvar 2 þann 15. desember sl. Formaður nefndarinnar nýtur fulls stuðnings sveitarstjórnar. Sveitarstjóra og oddvita falið að svara bréfinu.
34)
Fasteignafélag sveitarfélaga. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga
35)
Andmæli vegna tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar efnistöku Björgunar h/f af hafsbotni í Hvalfirði.
36)
Drög að stefnumarkandi áætlun félagsmálaráðuneytis og Barnaverndarstofu vegna barnaverndarmála. Óskað umsagnar barnaverndarnefndar. Samþykkt að vísa málinu til barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala.
Aðrar fundargerðir
37)
46. fundur stjórnar Faxaflóahafna s/f haldinn 11.desember
38)
10. fundur samráðsnefndar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um samstarfs- og þjónustusamninga ásamt viljayfirlýsingu.
39)
90. stjórnarfundur Eignarhaldsfélagsins Spalar h/f haldinn 20. nóvember og 125. og 126. stjórnarfundir Spalar ehf haldnir 12. september og 20. nóvember
40)
Minnisblað um kynningarfund Íslenska járnblendifélagsins um umhverfismál, haldinn 11. desember á Hótel Glym.
41)
Minnisblað um skólaþing sveitarfélaga haldið í Reykjavík 30. nóvember
Önnur mál
42)
Dóra Líndal greindi frá glæsilegum árangri nemenda Heiðarskóla í samræmdum prófum í 4 og 7. bekk. Sveitarstjórn fagnar þessum árangri.
43)
Erindi frá foreldrafélagi leikskóla Skýjaborgar varðandi starfsmannamál.
44)
Erindi frá Ásu Hólmarsdóttur sem óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um áramótabrennu í Melahverfi. Umsögn sveitarstjórnar er jákvæð.
45)
Prentun og dreifing fréttabréfs Hvalfjarðarsveitar staðfest sem samþykkt hafði verið á milli funda.
46)
Erindi frá hestamannafélaginu Dreyra sem varð 60 ára á árinu. Styrkbeiðni. Vísað til fjárhagsáætlunar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22:24
Hallfreður Vilhjálmsson
Hlynur M. Sigurbjörnsson
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Dóra Líndal Hjartardóttir
Magnús I. Hannesson
Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannsson
Einar Örn Thorlacius