Sveitarstjórn
Mættir allir aðalmenn nema Sigurður Sverrir Jónsson. Mætt í hans stað Elísabet Benediktsdóttir. Sveitarstjóri Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri sat einnig fundinn og reit fundargerð.
Oddviti setti fundinn og bauð menn velkomna. Var síðan gengið til dagskrár.
- Skólaakstur fyrir Heiðarskóla. Hallfreður skýrði stöðu mála, en öllum tilboðum var hafnað vegna galla í nýlegu útboði. Starfshópur í þessu máli hefur fundað með núverandi verktökum og óskað eftir að semja við þá til vors. Bjóða síðan aksturinn út að nýju í mars. Skólabílstjórarnir vildu hins vegar 18 mánaða samning án útboðs. Fram kom að samkvæmt 7.gr. og 27. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 er Hvalfjarðarsveit ekki heimilt að semja um skólaakstur til 18 mánaða án útboðs. Samþykkt að reyna að ná samkomulagi við núverandi verktaka um skólaakstur til vors. Einn sat hjá.
- Oddviti tilkynnti að gert væri ráð fyrir næsta fundi í sveitarstjórn 19. desember og þá færi fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun.
- Stefán ræddi um hundahreinsun 2007. Ákveðið að auglýsa hundahreinsunardag á næstu dögum samkvæmt ábendingu héraðsdýralæknis.
Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45
Hallfreður Vilhjálmsson
Hlynur M. Sigurbjörnsson
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Ása Helgadóttir
Elísabet Benediktsdóttir
Magnús I. Hannesson
Stefán G. Ármannsson
Einar Örn Thorlacius