Fara í efni

Sveitarstjórn

35. fundur 04. desember 2007 kl. 16:00 - 18:00

Mættir allir aðalmenn nema Ása Helgadóttir. Dóra Líndal Hjartardóttir mætt í hennar stað. Sveitarstjóri Einar Örn Thorlacius sat einnig fundinn og reit fundargerð.

Oddviti setti fundinn, bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1)
Sveitarstjóri fór yfir fundargerð 33. fundar sem haldinn var 22. nóvember og 34. fundar sem haldinn var 29. nóvember . Engar athugasemdir.
2)
48. fundur skipulags-og byggingarnefndar haldinn 21. nóvember. Varðandi deiliskipulag fyrir Melahverfi var rætt um endurbætur á bílastæðum fyrir leikskólann Skýjaborg og þörf á biðskýli fyrir þá nemendur Heiðarskóla sem búa í Melahverfi. Nefndin leggur til að tillaga 1 í deiliskipulagsgerð verði unnin áfram og að hámarksnýting miðist við 15 íbúðir á hektara Hlutfall einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsa verði um það bil E = 50%, P = 15%, R = 15%, F = 20% og möguleiki verði á að skipta áfanganum í tvennt. Núverandi göngustígur í eldra hverfi verði framlengdur og svæðið verði afmarkað með göngustíg að utanverðu. Önnur vegtengingin verði færð til móts við Innrimel. Sveitarstjórn samþykkir þessa tillögu nefndarinnar. Fundargerð samþykkt.
3)
49. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 28. nóvember. Í 5. lið leggur nefndin til varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Höfn II að erindið verði auglýst samkvæmt 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Samþykkt. Varðandi 6. lið (breyting á deiliskipulagi og skipulagsskilmálum fyrir Kross 1) leggur nefndin til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna. Varðandi 7. lið (tillaga um að breyta deiliskipulagi fyrir skiljuhús og haugtank í svínabúinu á Melum og gera ráð fyrir úthlaupi til sjávar) þá leggur meirihluti nefndarinnar til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Minnihluti nefndarinnar (Magnús Ingi Hannesson) lagðist gegn því. Magnús gerði grein fyrir andstöðu sinni

á fundinum. Einnig gerði Arnheiður grein fyrir fyrri afgreiðslu umhverfis- og náttúruverndarnefndar vegna málsins. Oddviti lagði til að afgreiðslu á þessum lið yrði frestað og málið skoðað frekar. Samþykkt. Varðandi 8. lið (Stóri-Lambhagi sláturhús, breytt notkun lóðar í aðalskipulagi úr iðnaðarlóð í athafna- og þjónustulóð) leggur nefndin til að breytingin á aðalskipulaginu verði samþykkt. Sverrir gerði athugasemd við að fyrirtækið Vöttur sé sagt skráð í Stóra-Lambhaga 1 sem geti ekki staðist. Samþykkt að fresta afgreiðslu á þessum lið og kalla eftir nafni á þessari lóð. Fundargerð samþykkt að öðru leyti.
4)
9. fundur framkvæmdanefndar um Heiðarskóla Fundargerðinni var dreift á fundinum. Arnheiður gerði grein fyrir fundargerðinni, en þar er um að ræða vettvangsferð nefndarmanna og fleiri í Ingunnarskóla og Lágafellsskóla. Arnheiður dreifði enn fremur drögum að samningi á milli Hvalfjarðarsveitar og Eignarhaldsfélagsins Fasteignar h/f sem gengur út á að Fasteign vinni þarfagreiningu, drög að kostnaðar- og verkáætlun o.fl. Lagt fram til kynningar.


Mál til afgreiðslu
5)
Útboð á skólaakstri. Framhald umræðu frá fyrra fundi. Sverrir óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir í lok fundar. Samþykkt.
6)
Málefni Stóru-Fellsaxlar sem er jörð í eigu Hvalfjarðarsveitar. Stækkun malarnámu. Tillaga frá rannsóknum frá VGK-Hönnun. Lagt er til að grafnar verði prufuholur til að kortleggja megi magn og gæði efnisnámu. Áætlaður kostnaður við rannsóknirnar er kr. 410.100,- án vsk. Samþykkt, enda verði verkið unnið á næsta ári.
7)
Drög að reglum um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í Hvalfjarðarsveit. Rætt um nokkrar breytingar. Verður afgreitt á næsta fundi ásamt kostnaðaráætlun.
8)
Snjómokstur á þéttbýlisstöðum í Hvalfjarðarsveit. Tillaga að verklagsreglum frá sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.
9)
“Fólkið í Skessuhorni.” Bókatilboð til Hvalfjarðarsveitar frá Skessuhorni ehf. Samþykkt að kynna þetta á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
10)
Tillaga frá sveitarstjóra um að teknar verði upp viðræður við Akraneskaupstað og Strætó bs um strætisvagnaferðir í Hvalfjarðarsveit. Samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða við Akraneskaupstað um þetta mál.
11)
Hvar er mest þörf á þriggja fasa rafmagni í Hvalfjarðarsveit? Fyrirspurn frá iðnaðarráðuneyti. Sveitarstjóra og byggingarfulltrúa falið að kanna málið.
12)
Fjárbeiðni frá Stígamótum. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar með tilliti til styrkveitinga.
13)
Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2008. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar með tilliti til styrkveitinga.
14)
Stofnun örmerkjagagnagrunns gæludýra. Erindi frá Önnu Jóhannesdóttur dýralækni. Erindinu hafnað.

15)
Ákvörðun um þóknun til skoðunarmanna ársreikninga. Oddviti lagði til að skoðunarmenn fái greitt 3% af þingfararkaupi eins mánaðar. Samþykkt.
16)
Hnitsetning vatnstökustaða og brunavarnaátak í sveitum. Gögn sem oddviti hefur tekið saman. Samþykkt að ganga til samstarfs við Búnaðarsamtök Vesturlands um brunavarnaátak í sveitum.
Mál til kynningar
17)
Minnispunktar um samráðsfund nýsameinaðra sveitarfélaga 23. nóvember 2007.
18)
Listi yfir lögheimilisflutninga úr og í Hvalfjarðarsveit sl. 12 mánuði.
19)
Tilkynning frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar um að það hafi nýtt sér forkaupsrétt að eignarhlut í félaginu.
20)
Skólar á grænni grein. Erindi frá Landvernd. Lagt fram til kynningar. Dóra Líndal upplýsti að Heiðarskóli væri kominn með leyfi til að hefja vinnu við þetta verkefni.
Aðrar fundargerðir
21)
Fundur í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn 14. nóvember
22)
Tvær fundargerðir stjórnar Byggðasafnsins að Görðum (30. október og 6. nóvember)
23)
59. fundur stjórnar SSV haldinn 22. október
24)
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands haldinn 20. nóvember.
Önnur mál
25)
Sveitarstjóri greindi frá því að Björgunarfélag Akraness hefði fært Hvalfjarðarsveit jólatré að gjöf. Sveitarstjórn þakkar fyrir þessa gjöf.
26)
Sverrir spurði um stöðu hundasamþykktar og banns við lausagöngu búfjár. Sveitarstjóri upplýsti um stöðu þessara mála.
27)
Erindi frá Geir Gunnari Geirssyni f.h. Stjörnugríss þar sem óskað er eftir að tveir nefndarmenn víki sæti vegna vanhæfis þegar erindi Stjörnugríss h/f vegna Melabúsins eru tekin fyrir í nefndum þeirra. Umræddir nefndarmenn eru Arnheiður Hjörleifsdóttir og Magnús I. Hannesson og óskuðu þau eftir að víkja af fundi á meðan þetta mál var rætt. Samþykkt. Erindinu hafnað, enda segir í 28.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 að sveitarstjórnarmenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi. Ekkert liggur fyrir annað en að Arnheiður og Magnús hafi uppfyllt þessi skilyrði í störfum sínum.
Arnheiður og Magnús komu nú aftur inn á fundinn.

Sérstök kynning
Úrgangsferð til Norðurlanda. Kynning og samantekt Arnheiðar. Arnheiður sagði frá ferð sinni í máli og myndum, en 24 þátttakendur voru frá Íslandi og var Arnheiður einn af þeim.
Sverrir yfirgaf nú fundinn.
Nú var tekið fyrir mál sem var frestað fyrr á fundinum, útboð á skólaakstri. Hallfreður gerði grein fyrir stöðu málsins, en ákveðnir hnökrar hafa komið í ljós á útboðsgögnum. Samþykkt að hafna öllum tilboðum og að leitað verði eftir samstarfi við núverandi verktaka til vors. Verkefnið verði síðan endurskoðað og boðið út að nýju í mars 2008. Magnús sat hjá. Samþykkt að skipa Hallfreð, Stefán og Ásu i starfshóp sem undirbyggi væntanlegt útboð.

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:47
Hallfreður Vilhjálmsson
Hlynur M. Sigurbjörnsson
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Dóra Líndal Hjartardóttir
Magnús I. Hannesson
Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannsson
Einar Örn Thorlacius

Efni síðunnar