Fara í efni

Stjórn nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar

14. fundur 19. nóvember 2015 kl. 17:00 - 19:00

Stefán Ármannsson, formaður

Sigurgeir Þórðarson, varaformaður

Ragna Ívarsdóttir, ritari

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir fundinum liggur að auglýsa þarf eftir umsóknum um styrk úr 

Nýsköpunarsjóði Hvalfjarðarsveitar vegna árins 2015.

Ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um úthlutun úr Nýsköpunarsjóði í 

Skessuhorni, Póstinum, Facebook síðu Hvalfjarsveitar og á vef 

Hvalfjarðarsveitar.

Byrting auglýsingar skal hefjast þriðjudaginn 24.nóvember 2015.

 

Ákveðið var að formaður hefði samband við tengilið sjóðsins hjá 

nýsköpunarmiðstöð Íslands, Hannes Ottósson og kanni hvort hann muni verða 

stjórn til ráðgjafar eins og áður hefur verið.

 

Formaður tók að sér að kanna hvort öll gögn hvað varðar umsóknarferlið s.s. 

Umsókn um Styrk, séu til á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Formaður kanni einnig 

hvort umsóknareyðublað og önnur gögn sem þarf vegna umsóknar séu til staðar 

á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

 

Stjórn Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar hefur borist umsókn frá Jóni R. 

Hilmarssyni (Dream Voices ehf). Ekki var tekin efnisleg afstaða til umsóknarinnar en rætt um að benda 

umsækjenda á að setja umsóknina í réttan farveg.

 

Formanni var falið að skoða styrkveitingar fyrri ára og ganga úr skugga um að 

stjórn nýsköpunarsjóðs hafi borist framvinduskýrslur um þau verkefni sem 

hlotið hafa styrk. Rætt frekar á næsta fundi stjórnar eftir að gagnaöflun hefur 

farið fram.

 

Nefndarmenn voru sammála um að koma upp gagnamöppu fyrir nefndina.

Formanni falið að vinna að þessu í samráði við skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

 

Formaður boðar til næsta fundar stjórnar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:00

 

Ragna Ívarsdóttir, fundarritari

Efni síðunnar