Fara í efni

Stjórn nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar

7. fundur 04. apríl 2012 kl. 21:00 - 23:00

Mættir voru, Sævar Finnbogason, formaður sem einnig ritaði fundargerð og Hlynur Guðmundsson, Hallfreður Vilhjálmsson átti ekki kost á að sækja fundinn

 

 

1.Nýtt úthlutunarfyrirkomulag.

Rætt var um niðurstöður fundar sem formaður hafði sótt í febrúar með fulltrúum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til að fara yfir tillögur að nýju úthlutnunarfyrirkomulagi sem stjórnin hafði mótað ásamt Hannesi Ottóssyni frá NMÍ í kjölfar samstarfs aðila á síðasta ári.
Stjórnarmenn höfðu áður rætt þessi mál milli funda.


2.Farið yfir drögð að kynningarefni og auglýsingu vegna styrkja úr nýsköpunarsjóði fyrir árið 2012

Formaður hafði áður sent stjórnarmönnum drögin í tövupósti og vöru drögin yfirfarin og samþykkt.
Formanður tekur að sér að setja kynningarefið upp og útbúa til prentunar.


3.Ákvörðun um umsóknarfrest og aðra tímafresti

Ákveðið að frestur til að skila umsóknareyðublöðum skuli vera til 1 mai 2012, þá gefist umsækjendum tækifæri til þess að nýta sér ráðgjöf NMÍ í samstarfi við sjóðinn til að þróa þær hugmyndir sem sótt er um styrki fyrir , til frestur til að vinna þá vinnu verði 22 júní. Þá hafi stjórn fjórar vikur til að taka endanlega ákvörðun um styrki.


4.Tillaga til sveitarstjórnar

Formani falið að afla samþykkis sveitarstjórnar milli funda fyrir því að auglýsa með því fyrirkomulagi sem stjórn leggur til. HV og SAF falið að leggja til nauðsynlegar breytingar á erindisbréfi stjórnar Nýsköpunarsjóð Hvalfjarðarsveitar við við sveitarstjórn.

Fleira var ekki gert
fundi slitið kl 22:25
Næsti fundur óákveðinn, formaður boðar til næsta fundar
Sævar Finnbogason
Hlynur Guðmundsson

Efni síðunnar