Fara í efni

Stjórn nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar

2. fundur 21. júlí 2011 kl. 14:00 - 16:00


Mættir voru Hallfreður Vilhjálmsson og Sævar Finnbogason, Hlynur Guðmundsson gat ekki sótt fundinn vegna annarra starfa.


Getur Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sat einning fundinn.

1. Umræður um umsóknarfrest. Stjórn sjóðsins ræddi hvort mögulega þyrfti að framlengja áður auglýstan umsóknarfrest um mánuð, til 5. September. Stjórnin telur ekki forsendur til að taka slíka ákvörðun að svo stöddu. Ákveðið var að minna á umsóknarfrestinn með auglýsingu.


2. Hannes Ottósson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NÍ) kom á fund stjórnarinnar. Stjórnin hafði óskað eftir fundi með fulltrúa NÍ m.a. til kynna sér reynslu Nýsköpunarmiðstöðvar af meðhöndlum styrkumsókna. Hannes lýsti áhuga Nýsköpunarmistöðvar á framtaki Hvalfjarðarsveitar og fóru fram umræður var rætt mögulegt samstarf milli aðila.


Ákveðið var að Nýsköpunarmiðstöð myndi aðstoða Nýsköpunarsjóð Hvalfjarðarsveitar við yfirferð umsókna með því að meta umsóknir og skila umsögn til stjórnarinnar sem hún gæti nýtt sér við endanlega ákvörðun um styrkveitingu. Ennfremur býðst Nýsköpunarmiðstöð til að veita styrkþegum ráðgjöf í framhaldi, með handleiðslu og ráðgjöf.


3. NÍ og NH ákveða einnig að hafa nánara samstarf við næstu úthlutun úr sjóðnum þar sem NÍ mun í gegn um NH bjóða upp á ráðgjöf við gerð umsókna og öðrum hætti sem gæti eflt umsækjendur.

 


Fundi slitið kl. 14:54

 

Efni síðunnar