Stjórn nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar
Sævar Finnbogason
Hlynur Guðmundsson
Oddviti Sigurður Sverrir Jónsson bauð fundarmenn velkomna setti fund, síðan var gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Oddviti fór yfir verkefnin sem skilgreind eru í nýsamþykktum samþykkt um Stjórn Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar, Oddviti fór eftir það af fundi.
2. Fundurinn var í símasambandi við Hallfreð Vilhjálmsson sem átti ekki heimangengt á fundinn.
3. Fyrir fundinum liggur að kjósa formann, varaformann og ritara.
4. Tillaga kom um að Sævar tæki að sér formennsku samþykkt samhljóða og að Hlynur verði varaformaður og ritari, samþykkt samhljóða.
5. Farið yfir verkefni og verksvið nefndarinnar.
6. Ákveðið að auglýsa eftir um sóknum um úthlutun í Skessuhorni og á vef Hvalfjarðarsveitar í næstu viku, skilafrestur verður umsókna verður til 3 ágúst 2011. Stofnað verður svæði á vef sveitarfélagsins sem inniheldur efni sem gagnast við gerð umsókna.
7. Ákveðið að óska eftir við sveitarstjórn að tilnefndir verði varamenn.
8. Fyrir fundinum lá erindi frá Landsbanka Íslands, en bankinn hefur áhuga á að kynna sér fjárfestingarkosti í Hvalfjarðarsveit. Formanni var falið að setja sig í samband við Búa Örlygsson frá Landsbanka til að kanna möguleika á aðkomu bankans að þessu verkefni.
9. Ákveðið að vinna í sumar að greiningu á því hvernig umsóknir verði metnar
10. Formaður boðar til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 17:35
Hlynur Guðmundsson, sem ritar fundargerð
Sævar Finnbogason