Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

109. fundur 07. september 2011 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Björgvin Helgason og Kristján Jóhannesson.


Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir


1. 1105072 - Dragháls, nýtt íbúðarhús


Umsókn Grétars Sveinssonar um heimild til þess að breyta áður samþykktum uppdráttum íbúðarhúss á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Hróbjarts Hróbjartssonar arkitekts.

Stækkun kjallara: 41,0m2 - 160,0 m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 24.180,-

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2. september 2011


Erindið kynnt


2.1108017 - Kjarrás 9, frísundahús


Umsókn Svavars Smárasonar um heimild til þess að reisa frístundahús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Friðriks Ólafssonar verkfræðings.

Stærðir:41,0m2 - 140,0 m3

Gjöld kr: Byggingarleyfisgjald kr.: 22.560,-

Úttektagjöld 3 aðk. kr.: 28.200,-

Mælingargjöld 1 úts. kr.: 48.800,-

Lokaúttektargjald kr.: 52.600,-

Heildargjöld kr.:152.160,-

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. júlí 2011


Erindið kynnt


3. 1107018 - Klafastaðavegur 12 nýtt hús


Umsókn Davíðs Þórs Sigurðarsonar um heimild til þess að reisa iðnaðarhús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Hauks Ásgeirssonar verkfræðings.

Stærðir:1.120,4m2 - 6.659,2m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 628.687,-

 Úttektagjöld 18 aðk. kr.: 169.200,-

Lokaúttektargjald kr.: 52.500,-

Heildargjöld kr.:1.002.547,-

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2. september 2011

 

Erindið kynnt


4. 1108001 - Lækjarkinn 2 leikskúr


Umsókn Axels Jónssonar um heimild til þess að reisa leikskúr á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi rissi.

Stærðir:4,6m2 Gjöld kr: 9.400,-

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2. september 2011


Erindið kynnt


5. 1107033 - Tjarnarás 3 viðbygging


Umsókn Vilhjálms Arngrímssonar um heimild til þess að byggja við frístundahús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Haraldar Valbergssonar byggingarfræðings.

Stærðir:66,0m2 - 140,0 m3 Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 22.560,-

Úttektagjöld 6 aðk. kr.: 56.400,-

Lokaúttektargjald 1/2kr.: 26.300,-

Heildargjöld kr.:105.260,-

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2. september 2011


Erindið kynnt


Skipulagsmál


6. 1106041 - Ölver 13 og 19 breytt stærð lóða


Umsókn Ingibjargar J. Ingólfsdóttur um heimild til þess að breyta lóðarmörkum og stærð lóðanna nr. 13 og 19 við Ölver sbr. meðfylgjandi uppdráttur Ólafs Guðmundssonar. Erindið var grenndarkynnt húseigendum aðliggjandi lóða sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Skúli T. Fjelsted Ölver 18

Þórný Elísdóttir Ölver 11

Broddi Reyr Hansen og Sigurlaug Svava Hauksdóttir


Í ljósi framkominna athugasemda hafnar nefndin breytingu á lóðarmörkum. Hún telur að svo veigamiklar breytingar á lóðarmörkum þarfnist þess að gert verði deiliskipulag af svæðinu.
Það svæði sem nefndin telur að þurfi að deiliskipuleggja afmarkast af lóðunum nr.11.nr.12.nr.13 nr.14 nr.15 nr.18 nr.19 nr.20 nr.21 nr.22 nr.23 nr.26.

 


Önnur mál


7. 1107002 - Natríumklóratverksmiðja Kemíra á Grundartanga.

Umsagnarbeiðni.


Erindi Skipulagsstofnunar dags. 30. ágúst þar sem óskað er eftir frekari umsögn vegna endurbættra svara framkvæmdaraðila vegna umsagnar Hvalfjarðarsveitar um natríumklóratverksmiðju Kemira á Grundartanga.


Nefndin þakkar framkomið bréf svör og útskýringar . Nefndin álítur að gera þurfi betur grein fyrir hugsanlegri díoxínmengun vegna samlegðaráhrifa verksmiðjanna á svæðinu.

Nefndin óskar eftir því við Skiplagsstofnun að hún úrskurði um hvort væntanleg starfssemi rúmist innan athafnasvæðis.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Efni síðunnar