Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

108. fundur 10. ágúst 2011 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Kristján Jóhannesson og Guðjón Jónasson.


Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Framkvæmdaleyfis umsóknir


1. 1106005 - Hitaveita Heiðarskóla, ný lögn


Erindi Skipulags- og byggingarfulltrúa fh. Hvalfjarðarsveitar varðandi umsókn um að leggja hitaveitulögn samkvæmt meðfylgjandi loftmynd frá holu 3 í Gamlastekk að Heiðarskóla.

Gjöld kr.:

Afgreiðslugjald kr.: 9.100,-

Lágmarksgjald framkvæmdaleyfis kr.: 16.000,-

Heildargjöld kr.: 25.100,-


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.


2. 1011079 - Litli Sandur, endurnýjun olíulagna


Erindi Olíudreifingar ehf og Birgðamiðstöðvarinnar Miðsandi ehf. varðandi endurnýjun hluta eldsneytislagna sem er á milli stöðvanna og einnig að koma fyrir gufusöfnunarlögn frá birgðastöð BM til endurvinnslu í VOC kerfi ODR.Erindið var til umfjöllunar hjá Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þann 7. nóvember og var afgreitt athugasemdalaust.Gjöld: Móttökugjald kr.: 8.600,-Lágmarksgjald kr.: 16.500,-Úttektargjöld 5 aðk.kr.: 47.000,-Lokaúttektargjald kr.: 52.600,-Heildargjöld kr.:116.100,-Leitað var eftir meðmælum hjá Skipulagstofnun varðandi veitingu framkvæmdaleyfis sbr. 3. tl. bráðbirgðaákvæða laga nr. 73/1997. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.


3. 1105073 - Ljósleiðari frá Brennimel að Gagnaveitu GR við Melahverfi


Erindi Benedikts Haraldssonar verkefnisstjóra Ljósleiðaraframkvæmda hjá Fjarska dags. 3. maí 2011 varðandi lagningu ljósleiðarar frá Brennimel að tengipunkti GR við Melahverfi.Fyrir liggur álit frá umhverfisstofnun og Fornleifavernd ríkisins ásamt samþykki landeigenda viðkomandi jarða.Gjöld kr.: Afgreiðslugjald kr.: 9.400,- lágmarksgjald 16.500,- Heildargjöld kr.: 25.800,-

 

Eftirfarandi bókun var gerð:

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. ákvæða til bráðbirgða í skipulagslögum nr. 123/2010 um veitingu framkvæmdaleyfis. Jákvætt svar hefur borist frá Skipulagsstofnun dags. 30 júní 2011.

 

Erindið samþykkt af Skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. júlí 2011

Kynnt


Byggingarleyfis umsóknir


4. 1105072 - Dragháls, nýtt íbúðarhús


Umsókn Hróbjarts Hróbjartssonar arkitekts fh. Grétars Sveinssonar um heimild til þess að reisa einbýlishús á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Hróbjarts. Stærðir:345,3m2 - 1.373,3 m3 leitað var álits Skipulagsstofnunar varðandi að gefa út byggingarleyfi samkvæmt 1. tl. bráðabirgðaákvæða laga nr. 123/2011. Álit Skipulagsstofnunar var jákvætt. Umsögn HEV liggur einnig fyrir,en þar er óskað skýringa á hvernig fráveitumál verða leyst.

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.:137.016,-

Úttektagjöld 12 aðk. kr.:111.600,-

Mælingargjöld 2 úts. kr.: 96.800,-

Lokaúttektargjald kr.: 52.200,-

Heildargjöld kr.:397.616,-

 

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. júlí 2011

Kynnt


5. 1106022 - Eyrarskógur 79, viðbygging


Umsókn Hafdísar Halldórsdóttur um heimild til þess að byggja við frístundahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Jon Nordsteien arkitekts. Stærðir:55,1m2 - 169,6 m3

Þar af viðbygging: 12,5m2 - 38,5m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 12.880,-

Úttektagjöld 3 aðk. kr.: 27.900,-

Heildargjöld kr.: 40.780,-

 

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. júlí 2011

Kynnt


6. 1107014 - Kjarrás 11 frístundahús


Umsókn Gísla Árna Eggertssonar um heimild til þess að flytja á staðinn frístundahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Einars Ingimarssonar arkitekts.

Stærðir:131,5m2 - 460,5 m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 52.126,-

Úttektagjöld 3 aðk. kr.: 27.900,-

Mælingargjöld 1 úts. kr.: 48.400,-

Lokaúttektargjald kr.: 52.200,-

Heildargjöld kr.:180.626,-

 

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. júlí 2011

Kynnt


7. 1107016 - Kjarrás 19 nýtt frístundahús


Umsókn Bryndísar Kristjánsdóttur um heimild til þess að reisa frístundahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts. Stærðir:114,8m2 - 470,7 m3

Gjöld kr: Byggingarleyfisgjald kr.: 53.075,-

Úttektagjöld 8 aðk. kr.: 74.400,-

Mælingargjöld 1 úts. kr.: 48.400,-

Lokaúttektargjald kr.: 52.200,-

Heildargjöld kr.:228.075,-

 

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. júlí 2011

Kynnt


8. 1107027 - Klafastaðavegur 1, viðbyggingar


Umsókn Vigfúsar Halldórssonar byggingarfræðings fh. Mjólkurfélags Reykjavíkur um heimild til þess að reisa 3 nýjar byggingar á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Vigfúsar.

Skemma stærð: 648,0m2 - 5.475,6m3

Þvottastöð stærð: 149,2 m2 - 1.029,4 m3

Fóðursíló stærð: 480,8 m2 - 5.262,4 m3

Gjöld kr.: Byggingarleyfisgjöld kr.: 785.956,-

Úttektagjöld 20 aðk. kr.: 188.000,-

Lokaúttektargjöld 3h.kr.: 157.800,-

Heildargjöld kr.: 1.131.756,-


Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 10. ágúst 2011 og kynnt.


9. 1107028 - Litli Sandur, endurbygging


Umsókn Gunnlaugs Fjólars Gunnlaugssonar fh. Hvals H/f um heimild til þess að endurreisa dælustöðvarhús við borholu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Halldóru Vífilsdóttur arkitekts.

Stærð: 24,0m2 - 90,0m3

Gjöld kr.: 9.300,-


Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 10. ágúst 2011 og kynnt.


10. 1107017 - Neðstiás 8, viðbygging


Umsókn Þórðar G. Guðmundssonar um heimild til þess að reisa viðbyggingu við frístundahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Árna Friðrikssonar arkitekts.

Stærð viðbyggingar:32,9m2 - 96,0 m3

Gjöld kr: Byggingarleyfisgjald kr.: 18.228,-

Úttektagjöld 3 aðk. kr.: 27.900,-

Lokaúttektargj. 1/2g kr.: 26.100,-

Heildargjöld kr.: 72.228,-

 

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. júlí 2011
Kynnt


11. 1107015 - Stóri Lambhagi 2b endurnýjun byggingarleyfis


Umsókn Arnbjargar Jónsdóttur um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.

Stærðir:75,0m2 - 283,7 m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.:9.300,-

 

Erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. júlí 2011
Kynnt


12. 1107033 - Tjarnarás 3 viðbygging


Umsókn Vilhjálms Arngrímssonar og Guðríðar Halldórsdóttur um heimild til þess að byggja við sumarhús það sem staðsett er á lóðinni,samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Haralds Vilbergssonar byggingarfræðings. Heildarstærð húss: 109,3 m2 - 392,3 m3

Stærð stækkunar: 66,0 m2 - 233,4 m3 

Byggingarleyfisgjald kr.: 31.339,-

Úttektagjöld 7 aðk. kr.: 65.800,-

Lokaúttektargjald kr.: 52.600,-

Heildargjöld kr.: 149.739,-


Nefndin synjar erindinu á grundvelli gildandi deiliskipulags hvað varðar þakform.


Skipulagsmál


13. 1010052 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting, Grundartangi


Erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur dags. 19. júlí 2011 varðandi bréf skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 24. júní 2011


Meirihluti nefndarinnar samþykkir að senda framlagt svar Skiplags og Byggingarfulltrúa.(DO.MH.KJ.).
ÁH og GJ sitja hjá.


14. 1107011 - Endurskoðun á aðalskipulagi í Reykjavík.


Erindi Reykjavíkurborgar varðandi Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Staða vinnu og kynnigarferli, sbr. ákvæði 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010


Nefndin óskar eftir að samráð verði haft varðandi Vesturlandsveg.


15. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun


Svar Skipulagsstofnunar varðandi ákvörðun um matsskyldu vegna Bugavirkjunar í Hvalfjarðarsveit.


Magnús vék af fundi. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulag verði unnið í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti, matslýsingu og það auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010


16. 1107029 - Hrísabrekka- deiliskipulag breyting júlí 2011


Erindi Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts fh. Eyrarbyggðar ehf. um að breyta deiliskipulagi Hrísabrekku, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Hildigunnar


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010


17. 1106039 - Kalastaðakot deiliskipulag frístundabyggðar


Lýsing á fyrirhuguðu deiliskipulagi frístundabyggðar Kalastaðakots lögð fram.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði samþykkt ásamt breytingum skipulags og byggingarnefndar og kynnt samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010


Önnur mál


18. 1105063 - Gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar.


Gjaldskrá lögð fram á fundinum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að framlögð gjaldskrá Skipulags og byggingarfulltrúa verði smaþykkt.


19. 1106040 - Grunnafjörður skilti


Erindi Umhverfisstofnunar dags. 20. júní 2011 um heimild til þess að koma fyir aðkomu og fræðsluskilti fyrir friðlandið Grunnafirði sbr. meðfylgjandi erindi.Leitað verði eftir samþykki viðkomandi landeigenda hvað staðsetningu varðar. Staðsetning skiltis á mót við innkeyrslu að Melahverfi. Gjöld kr.: 9.300,-


Nefndin samþykkir staðsetninguna með fyrirvara um samþykki landeigenda og Vegagerðarinnar.


20. 1106038 - Kalastaðir, umsókn um styrk vegna vatnsveitu


Tillaga að umsóknareyðublaði.


Nefndin samþykkir umsóknareyðublaðið.


21. 1107002 - Natríumklóratverksmiðja Kemíra á Grundartanga.

Umsagnarbeiðni.


Erindið hefur verið afgreitt af Sveitarstjórn


Lagt fram.


22. 1107022 - Sjóvarnaskýrsla


Yfirlitsskýrsla Siglingastofnunar, athugasemdafrestur til 31. ágúst.


Nefndin felur Skipulags og Byggingarfulltrúa að vinna að bókun, sem afgreidd verður rafrænt á milli fundarmanna.
Nefndin leggur til að þeir landeigendur sem um er getið í skýrslunni fái sent afrit skýrslu Siglingastofnunar.


23. 1107019 - Drög að reglugerð um Landsskipulagsstefnu- drög til umsagnar


Erindi Umhverfisráðuneytisins dags. 4. júlí 2011 varðandi umsögn um drög að nýrri Landsskipulagsstefnu.


Lagt fram.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Efni síðunnar