Skipulags- og byggingarnefnd
Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Brynjar Ottesen, Kristján Jóhannesson og Guðjón Jónasson.
Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.
Auk þeirra Skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson
Byggingarleyfis umsóknir
1. 1105006 - Marbakki,nýtt sumarhús
Á fundi skipulags og byggingarnefndar Hvalfjarðarsveitar var tekið fyrir mál 1105006. Umsókn Ólafs Ólafssonar um heimild til þess að flytja á staðinn sumarhús meðfylgjandi uppdráttum Vilhjálms Þorlákssonar tæknifræðings.Stærð húss:112,0 m2 og 368,0m3Gjöld kr:Byggingarleyfisgjald kr.: 42.588,-Úttektagjöld 2 aðk. kr.: 18.200,-Mælingagjöld 1 úts. kr.: 47.000,-Lokaúttektargjald kr.: 50.600,-Heildargjöld kr.: 158.388,-
Eftirfarandi bókun var gerð:
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar um að veita byggingarleyfi samkvæmt 1. mgr. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt geri landeigandi grein fyrir vatnsöflun. Svar hefur borist frá Skipulagsstofnun dagsett 10.júní 2011 og gerð er grein fyrir vatnsöflun á skiptauppdrætti dags. 5. apríl 2006. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Kynnt
Skipulagsmál
2. 1102022 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting opinna svæða Þórisstöðum
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 vegna breytingar á skilgreiningu á opnu svæði til sérstakra nota á Þórisstöðum svæði O25 og O26. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fenginni heimild Skipulagsstofnunar auglýst samkvæmt 31. gr. sömu laga frá og með 18. maí 2011 til og með 29. júní 2011. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt, og sent Skipulagsstofnun til staðfestingar og birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
3. 1106042 - Eyrarás, frístundahús
Erindi Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts hf. landeigenda um heimild til þess að reisa frístundahús á landinu samkvæmt 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr.123/2010
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar um að veita byggingarleyfi 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr.123/2010
4. 1103057 - Glammastaðaland deiliskipulag sumarhúsalóðir- breyting
Erindi Félags sumarhúsaeigenda Glammastaðalandi, þar sem lagður er fram uppfærður uppdráttur af sumarbústaðalóðum fyrir Kjarrás Glammastaðalandi Fram hefur komið að breyting á deiliskipulagi sumarbústaða fyrir Kjarrás í Glammastaðalandi sem samþykkt var 2. 11. 2000 hefur aldrei verið birt í B- deild Stjórnatíðinda og því ekki tekið gildi.Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við nokkur atriði á uppdrættinum og óskað eftir því að þau yrðu leiðrétt, áður en veitt yrði heimild til birtingar. Það gekk ekki eftir og dagaði þessi framkvæmd uppi.Engu að síður hefur verið unnið eftir þessu samþykkta deiliskipulagi eins og um gildandi deiliskipulag væri að ræða, og nokkur hús samþykkt á svæðinu.Hér er því lagður fram óbreyttur uppdráttur af þessar breytingu Þó með þeim breytingum að tekið er tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar. Tillagan var auglýst samkv.41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt og birt í B-deild Stjórnartíðinda.
5. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði- breyting
Erindi Faxaflóahafna varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundartanga vestursvæði.sbr. meðfylgjandi uppdrættir, greinargerð og umhverfismat áætlana, Gylfa Guðjónssonar arkitekts. Tillaga að breyttu deiliskipulagi ásamt greinargerð og umhverfismati áætlana hefur verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugsemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1. Þórarni Jónssyni Hálsi, Kjósarhreppi
2. Sigurbirni Hjaltasyni Kiðafelli, Kjósarhreppi
3. Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð
Magnús Hannesson vék af fundi og Brynjar Ottesen tók sæti hans.
Bókun meirihluta skipulags og byggingarnefndar varðandi þær athugasemdir eru eftirfarandi:
"Hvalfjarðarsveit hefur móttekið bréf frá Þórarni Jónssyni, dagsetning í júní 2011 ekki tilgreind.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er fjallað um legu orkumannvirkja og vatnsöflun fyrir Grundartanga. Þar segir um raforku í stefnumörkun skipulagsáætlunar (bls. 26): "Stefnt skal að því að háspennulínum verði ekki fjölgað í sveitarfélaginu; frekar verði horft til þess að leggja háspennustrengi í jörðu eða auka flutningsgetu núverandi háspennulína með hærri spennu. Háspennulínur sem koma inn í sveitarfélagið að austanverðu og liggja að Brennimel liggi samsíða Sultartangalínu 3 að eins miklu leyti og mögulegt er eða þær lagðar í jörðu." Einnig er fjallað um mögulega vatnsöflun fyrir Grundartanga (bls. 27): "Stofnsamningur um Vatnsveitufélag Hvalfjarðar, sameignarfélag Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna, var
undirritaður í maí 2008. Markmið félagsins er að vinna að virkjun vatns úr landi Leirárgarða og Geldingarár og flutningi þess að Melahverfi og Grundartanga. Valkostur er að byggja upp vatnsveitu úr Bugalæk og inn á Grundartangasvæðið og að sú lega fylgi þjóðvegi að mestu leyti." Ekki hefur verið gerð grein fyrir afleiðingum aukinnar skipaumferðar í Hvalfirði og leggur skipulags- og byggingarnefnd til að áhrif skipaumferðar um Hvalfjörð verði könnuð.
Við suðurjaðar skipulagssvæðis og austan Tangavegar er fyrirhuguð svæði til skjólbeltaræktunar og skógræktar. Með ræktun trjáa má draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum af athafna- og iðnaðarsvæðinu. Svæðið sem liggur næst sjó er athafnasvæði hafnar. Það svæði er að mestu á landfyllingu og því ekki heppilegt til skógræktar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar taki upp við iðjuverin og Faxaflóahafnir að stuðla að minni ljósmengun á Grundartangasvæðinu með það að markmiði að milda ásýnd svæðisins og að minni ljósmengun verði hluti af umhverfisstefnu fyrirtækjanna.
Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að breyting deiliskipulags athafnasvæðis, athafna- og hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga, vestursvæði muni ekki rýra verðmæti lands handan fjarðar frá því sem verið hefur. Það er mat nefndarinnar að breyting deiliskipulagsins muni ekki vinna gegn þróun landbúnaðar og ferðaþjónustu. Það skal áréttað að í breytingu deiliskipulags eru settar fram kröfur varðandi uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu um að allur mengunarvarnarbúnaður ásamt loftræstikerfum sé að bestu gerð þannig að mengun af fyrirhugaðri starfsemi verði í lágmarki. Hugað verði sérstaklega að meðferð úrgangs, honum haldið í lágmarki og hann fluttur jöfnum höndum úr landi."
"Hvalfjarðarsveit hefur móttekið bréf frá Sigurbirni Hjaltasyni, dagsett 28. júní 2011.
Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að heimilt sé að auglýsa deiliskipulagstillögu á kynningartíma aðalskipulags sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Það iðnaðarsvæði sem er óráðstafað í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar sem staðfest var af umhverfisráðherra þann 19. maí 2010 liggur norðan álvers Norðuráls og er svæði sem iðjuverin hafa sjálf til ráðstöfunar.
Gerð er grein fyrir vöktunaráætlun í umhverfisskýrslu breytingar deiliskipulags varðandi tiltekna umhverfisþætti og mótvægisaðgerðir. Þeir umhverfiþættir sem gert er grein fyrir eru andrúmsloft, heilsu og öryggi, hagræna og félagslega þætti, náttúru- og menningarminjar og landslag. Varðandi mótvægisaðgerðir breytingar deiliskipulags er talið æskilegt að fyrirhuguð endurvinnsla á álgjalli taki fullan þátt í samstarfi á svæðinu um vöktun og tilheyrandi upplýsingaskyldu til eftirlitsaðila. Í tillögu breytingar deiliskipulags kemur einnig fram að vöktun verði einkum fólgin í mælingu á ryki og virkni síuvirkis með viðeigandi mælibúnaði í samræmi við kröfur í starfsleyfi. Fylgst verði með því að ekki safnist fyrir of mikið magn af föstum úrgangi á svæðinu og ekki komist vatn í sandinn áður en hann er fluttur út til endurvinnslu. Fylgst verði með hljóðburði frá háværum búnaði sem skermaður verður af í sérstöku rými innanhús og þess gætt að hljóðvist verði innan viðmiðana um hávaða á iðnaðarsvæði sbr. reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að starfsemi endurvinnslu á álgjalli skal taka fullan þátt í samstarfi á svæðinu um vöktun og tilheyrandi upplýsingaskyldu til eftirlitsaðila.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er fjallað um legu orkumannvirkja og vatnsöflun fyrir Grundartanga. Þar segir um raforku í stefnumörkun skipulagsáætlunar (bls. 26): "Stefnt skal að því að háspennulínum verði ekki fjölgað í sveitarfélaginu; frekar verði horft til þess að leggja háspennustrengi í jörðu eða auka flutningsgetu núverandi háspennulína með hærri spennu. Háspennulínur sem koma inn í sveitarfélagið að austanverðu og liggja að Brennimel liggi samsíða Sultartangalínu 3 að eins miklu leyti og mögulegt er eða þær lagðar í jörðu." Einnig er fjallað um mögulega vatnsöflun fyrir Grundartanga (bls. 27): "Stofnsamningur um Vatnsveitufélag Hvalfjarðar, sameignarfélag Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna, var undirritaður í maí 2008. Markmið félagsins er að vinna að virkjun vatns úr landi Leirárgarða og Geldingarár og flutningi þess að Melahverfi og Grundartanga. Valkostur er að byggja upp vatnsveitu úr Bugalæk og inn á Grundartangasvæðið og að sú lega fylgi þjóðvegi að mestu leyti." Verið er að vinna að uppbyggingu frárennslismannvirkja á Grundartangasvæðinu. Stefnt er að því að sameina frárennsli eldri svæða. Nú þegar er hafin uppbygging á holræsakerfi á skipulagssvæði vestursvæðis og fyrirhugað er að tengja allt holræsakerfi í eitt úthlaup með fyrirhugaðri hreinsun í huga.
Það er ljóst að fyrirhuguð starfsemi á Grundartanga mun hafa í för með sér mengun, en það er stefna sveitarfélagsins að heimila ekki iðnað sem hefur í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og
sé háð mati á umhverfisáhrifum sbr. lögum nr. 106/2000. Umhverfisstofnun er lögbundinn eftirlitsaðili gagnvart mengun iðjuveranna tveggja, kísiljárnsverksmiðju Elkem Ísland ehf. á Grundartanga og álversins Norðuráls, sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og telst vera óhlutdrægur opinber aðili. Markmið þeirra laga er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Það er meðal annars hlutverk Umhverfisstofnunar að tryggja að rannsóknir á mengun iðjuveranna á Grundartanga gefi rétta mynd af menguninni. Í starfsleyfum iðjuveranna tveggja, sem gefin eru út af Umhverfisstofnun, sbr. fyrrnefndum lögum og reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, er kveðið á um gerð vöktunaráætlana. Mengun er vöktuð skv. "Vöktunaráætlun fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga árin 1999-2009" sem Umhverfisstofnun hefur samþykkt og gildir sameiginlega fyrir iðjuverin tvö. Í starfsleyfi Umhverfisstofnunar til kísiljárnsverksmiðju Elkem Ísland ehf. á Grundartanga, sem gefið var út í ágúst 2009, er það sett sem skilyrði að samráð sé haft við hagsmunaaðila þegar ný vöktunaráætlun yrði gerð. Um mitt ár 2010 var skipaður samráðshópur, sem samanstóð af fulltrúum frá iðjuverunum á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit, Akraneskaupstað, Kjósarhreppi, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, og Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Tillaga að nýrri vöktunaráætlun sem gilda á fyrir árin 2011 til 2020 liggur nú fyrir og hefur Umhverfisstofnun sent hana til umsagnar sveitarfélagsins. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 8. febrúar sl. (sveitarstjórnarfundur nr. 102) að senda umsögn Umhverfis- og náttúruverndarnefndar um vöktunaráætlun iðjuveranna á Grundartanga 2010-2020 ásamt bókun sinni til Umhverfisstofnunar. Í umsögn Umhverfis- og náttúruverndarnefndar eru teknir fyrir þættir sem nefndin vill leggja áherslu á í vöktunaráætluninni og eru að mati nefndarinnar ekki nægilega skýrir eða hafa ekki ratað inn í áætlunina. Bókun sveitarstjórnar var eftirfarandi: "Sveitarstjórn leggur á það sérstaka áherslu að komið verði upp mælistöð fyrir loftgæði í Melahverfi og að sú mælistöð verði hluti af reglubundinni vöktun iðjuveranna. Þá ítrekar sveitarstjórn að nánar sé kveðið á um ábyrgð og verklag við sýnatökur og mælingar í vöktunaráætluninni." Umhverfisstofnun hefur ekki lokið meðferð málsins. Það er trú sveitarfélagsins að ný og endurbætt vöktunaráætlun muni þjóna íbúum, aðilum í landbúnaði og ferðaþjónustu betur hvað varðar upplýsingargjöf um styrk mengunar og dreifingu hennar. Í starfsleyfi Umhverfisstofnunar til kísiljárnsverksmiðju Elkem Ísland ehf. er enn fremur sett sem skilyrði að boða fulltrúa Umhverfisstofnunar,
Hvalfjarðarsveitar og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á samráðsfund og halda árlega opinn kynningarfund þar sem kynna skal árangur verksmiðjunnar í mengunarvörnum og niðurstöður mælinga úr innra eftirliti og umhverfisvöktun. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að aukinn aðkoma hagsmunaðila og íbúa að þessum málum sé afar jákvæð þróun. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að með nýrri vöktunaráætlun og mótvægisaðgerðum í starfsleifum iðjuveranna sé dregið úr mengun og neikvæðum umhverfisþáttum eins og kostur er og samræmist stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveita um að hafa að leiðarljósi að umgengni og nýting lands sé til fyrirmyndar.
Almenningi var kynnt breyting deiliskipulags með íbúafundi þann 27. janúar sl. þar sem ráðgjafar Faxaflóahafna kynntu deiliskipulagstillögu á vestursvæði Grundartanga.
Á skipulagssvæðinu fer ekki fram urðun sorps.
Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að breyting deiliskipulags athafnasvæðis, athafna- og hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga, vestursvæði muni ekki rýra verðmæti lands handan fjarðar frá því sem verið hefur. Það er mat nefndarinnar að breyting deiliskipulagsins muni ekki vinna gegn þróun landbúnaðar og ferðaþjónustu. Það skal áréttað að í breytingu deiliskipulags eru settar fram kröfur varðandi uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu um að allur mengunarvarnarbúnaður ásamt loftræstikerfum sé að bestu gerð þannig að mengun af fyrirhugaðri starfsemi verði í lágmarki. Hugað verði sérstaklega að meðferð úrgangs, honum haldið í lágmarki og hann fluttur jöfnum höndum úr landi."
"Hvalfjarðarsveit hefur móttekið bréf frá Umhverfisvaktinni, dagsett 29. júní 2011.
Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að heimilt sé að auglýsa deiliskipulagstillögu á kynningartíma aðalskipulags sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreyting á Grundartanga vestursvæði var auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem kveðið er á um að fara eigi með breytinguna eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða.
Skipulags- og byggingarnefnd vill koma því á framfæri að í breytingu deiliskipulags eru settar fram kröfur varðandi uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu um að allur mengunarvarnarbúnaður ásamt loftræstikerfum sé að bestu gerð þannig að mengun af fyrirhugaðri starfsemi verði í lágmarki.
Hugað verði sérstaklega að meðferð úrgangs, honum haldið í lágmarki og hann fluttur jöfnum höndum úr landi."
Meirhluti nefndarinnar leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt og birt í B-deild stjórnartíðinda með þeirri breytingu að 2. mgr. í kafla vöktun og mótvægisaðgerði í umhverfisskýrslu verð breytt þannig: (DO.KJ.BO).
Bókun minnihluta skiplags og byggingarnefndar vísar í bókun minnhluta síðasta fundar 106. Varðandi breytingu á Aðalskipulagi, við teljum að byggja ætti upp iðnað á skipulögðu iðnaðarsvæði norðan stóriðjunnar í stað þess að stækka það í vesturátt líkt og þessi tillaga gerir ráð fyrir. (ÁH.GJ)
Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að gerð verði úttekt áhrifum aukinnar skipaumferðar í Hvalfirði og gerð verði sú krafa til nýrra verksmiðja á svæðinu að þær taki að fullu þátt í samstarfi vegna umhverfisvöktunar svæðisins.
6. 1106039 - Kalastaðakot deiliskipulag frístundabyggðar
Erindi Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings fh. landeigenda um að hefja deiliskipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar frístunahúsabyggðar og jafnframt að sveitarstjórn falli frá kröfu um gerð lýsingar, þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin leggur til að gerð verði lýsing þar um er að ræða 79,5 ha. landssvæði, þar komi fram hve stórt landssvæði stendur til að deiliskipuleggja, vatnsöflun, vegstæði, og fleira.
7. 1106041 - Ölver 13 og 19 breytt stærð lóða
Umsókn Ingibjargar J. Ingólfsdóttur um heimild til þess að breyta lóðarmörkum og stærð lóðanna nr. 13 og 19 við Ölver sbr. meðfylgjandi uppdrættir Ólafs Guðmundssonar.
Nefndin leggur til að erindið verði grenndarkynnt húseigendum aðliggjandi lóða sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Önnur mál
8. 1106016 - Beiðni um lækkun á byggingarleyfisgjaldi
Erindi sveitarstjórnar dags.16.6.2011 þar sem erindi Hestafls hrossaræktar ehf óskar eftir endurskoðun á byggingarleyfisgjaldi vegna byggingar reiðhallar og hesthúsabyggingar. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar í umsögn varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá embættisins
Nefndin leggur til að tekið verði tillit til beiðni bréfritara, þar sem nú er verið að leiðrétta gjaldskrá, þar sem tekið er mið af flatarmálsgjöldum í stað rúmmálsgjalda vegna þeirrar skekkju verður með mikilli meðalhæð frá gólfi.
9. 1106004 - Byggingarreglugerð,drög til umsagnar
Erindi Umhverfisráðuneytisins dags. 30. maí 2011 varðandi umsögn um nýja byggingarreglugerð. Reglugerðin má finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar slóðin er:
www.mvs.is/byggingarmal/ny-byggingarregugerd/drog umsagnafrestur til 15. ágúst
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir drög að nýrri reglugerð.
10. 1105062 - Eftirlit með leiksvæðum.
Erindi sveitarstjórnar dags. 16. júní 2011 varðandi erindi Umhverfisstofnunar um eftirlit með leiksvæðum.
Nefndin leggur til að gerð verði úttekt á leiksvæðum í Hvalfjarðarsveit.
11. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun
Erindi Skipulagsstofnunar frá 16. júní 2011 varðandi umsögn um Bugavirkjun í Hvalfjarðarsveit
Magnús Hannesson vék af fundi og Brynjar Ottesen tók sæti hans.Vísað er í bréf Skipulagsstofnaunar dags. 16. júní sl. þar sem óskað er eftir umsögn, varðandi ofangreinda framkvæmd og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Hér er um litla vikjun að ræða en þar sem fyrirhugað inntakslón hennar er innan vatnsverndarsvæðis í jaðri þess sem einnig er frárennslishluti svæðisins. Í minnisblaði ISOR frá 15. apríl sl. kemur fram að staðsetning inntakslóns muni ekki hafa áhrif á möguleikum á öflun neysluvatns úr upptakalindum Bugalækjar né aðrennslisleiðum að þeim. Að teknu tilliti til ofangreindra atriða telur nefndin ekki ástæðu til þess að umrædd farmkvæmd muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif og þar með verði umhverfismatsskyld.
12. 1106043 - Framkvæmdaleyfi, reglugerð umsögn
Erindi Umhverfisráðuneytisins dags. 3. júní 2011 varðandi umsögn um nýja reglugerð varðandi framkvæmdaleyfi. Umsagnafrestur til 15. ágúst
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir drög að nýrri reglugerð.
13. 1105063 - Gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til við nefndina að gjaldskrá embættisins verði breytt með tilliti til eftirfarandi: Með lögum sem tóku gildi um síðustu áramót annarsvegar mannvirkjalög og hinsvegar skipulagssög hefur verið heimiluð gjaldtaka vegna umsýslu og auglýsingarkostnaðar skipulagsfulltrúa vegna aðal- og deiliskipulags, vegna framkvæmdaleyfa og grenndarkynninga. Jafnframt er í ljósi reynslunnar lagt til að byggingarleyfisgjald verði miðað við fermetraverð í stað rúmmáls, þar sem það samræmist betur þeim kostnað sem embætti byggingarfulltrúa verður fyrir vegna umsókna um byggingarleyfi. Fermetragjald reiknist af brúttóflatarmáli skv. lokuarflokki A skv. gr. 4.4 í ÍST 50
Byggarfulltrúi er með gjaldskrána í vinnslu. Stefnt að gjaldskráin verði afgreidd á næsta fundi skipulags og byggingarnefndar.
14. 1106040 - Grunnafjörður skilti
Erindi Umhverfisstofnunar dags. 20. júní 2011 um heimild til þess að koma fyir aðkomu og fræðsluskilti fyrir friðlandið Grunnafirði sbr. meðfylgjandi erindi. Leitað verði eftir samþykki viðkomandi landeigenda hvað staðsetningu varðar.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna erindið áfram.
15. 1106038 - Kalastaðir, umsókn um styrk vegna vatnsveitu
Erindi Þorvaldar Magnússonar og Brynju Þorbjörnsdóttur varðandi styrk vegna vatnsveitu, sbr. meðfylgjandi gögn.
Erindinu frestað vegna vinnu við verklagsreglur um gögn sem fylgja skulu umsókn.
16. 1107002 - Natríumklóratverksmiðja Kemíra á Grundartanga. Umsagnarbeiðni.
Erindi Skipulagsstofnunar frá 28. júní 2011 varðandi umsögn um Natríumklóatverksmiðju Kermía á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit
Frestað. Skiplags og bygginarfulltrúa er falið að óska lengri umsagnarfresti til Skiplagsstofnunar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.35