Skipulags- og byggingarnefnd
Magnús Ingi Hannesson, Hjalti Hafþórsson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen og Björgvin Helgason.
Fundargerð ritaði: Daníel Ottesen , ritari nefndarinnar
Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
1. 1002003 - Ártröð 18, breytt afstaða gestahúss
Erindi Guðmundar Sveins Sveinssonar, varðandi breytta afstöðu gestahúss.
Gjöld kr.: 8.700,-
Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.
2. 1010009 - Belgsholt, vindmylla 30 kW
Erindi Haraldar Magnússonar varðandi að reisa vindmyllu á sökkli heymetisturns.
Nefndin óskar eftir upplýsingum um kröfur um fjarlægðarmörk við íbúðarhús og búpeningshús með tilliti til hávaðamengunar og rafsegulsviðs. Frestað.
3. 1009078 - Grundartangaland verksmiðja Elkem viðbygging
Umsókn Elkem Íslands ehf um heimild til þess að breyta flísaplani með því að hækka stoðveggi og yfirbyggja.
Gjöld kr.: 8.700,-
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu og er samþykkt.
4. 1009081 - Neðstiás 5, frístundahús
Umsókn Ævars Kristins Bragasonar um heimild til þess að reisa frístundahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Vilhjálms Þorkelssonar tæknifræðings.
Stærð húss: 58,3m2 - 175,9m3
Byggingarleyfisgjald kr: 22.420,-
Úttektagjald 8 aðk. kr: 69.600,-
Mælingagjald 2 úts. kr: 90.200,-
Lokaúttektargjald kr: 48.600,-
Heildargjöld kr:230.820,-
Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.
5. 1009079 - Ós III, gróðurhús
Umsókn Helga Þorsteinssonar um heimild til þess að reisa garð og gróðurhús á lóðinni sbr. meðfylgjandi riss.
Gjöld kr.: 8.700,-
Erindið er samþykkt.
6. 1009077 - Ölver 13, sumarhús og breytt lóðarmörk
Umsókn Ingibjargar J. Ingólfsdóttur um heimild til þess að flytja á staðinn sumarhús og að breyta lóðarmörkum lóðarinnar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið samkvæmt 43. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið verði grenndarkynnt innan þess svæðis Ölvers sem er án deiliskipulags.
7. 1007044 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
Tillaga að breytingu á aðlskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 þar sem gerð er sú breyting að tveimur svæðum fyrir frístundabyggð er breytt í landbúnaðarland og einnig er reiðleið felld niður í landi Innra- Hólms og Kirkjubóls.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997.
8. 1009029 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði
Erindi Faxaflóahafna dags. 3. september 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundartanga vestursvæðis eða breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008 - 2020, vegna endurvinnslu á álgjalli. Erindinu var frestað og óskað eftir kynningu á málinu.
Kynning fór fram 29. september sl. Meirihluti nefndarinnar leggur til að gerð verði í breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samtímis verði deiliskipulag Grundartanga vesturssvæðis breytt. Samþykkt 3(MH HH DO)2(BH ÁH).
Bókun frá fulltrúum E-lista: ÁH og BH harma að meirihluti nefndarinnar vilji breyta frá þeirri framtíðarsýn sem er í nýsamþykktu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar, varðandi skipulag á svokölluðu vestursvæði við Grundartanga. Við gerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar var iðnaðarsvæðið við Grundartanga minnkað um 300 ha. frá fyrra skipulagi og breytt yfir í athafnasvæði. Fyrir því voru þau meginrök
að almennur vilji væri til þess að stuðla fremur að uppbyggingu þjónustu og létts iðnaðar á svæðinu. Að okkar mati mun breyting á aðalskipulagi sem leiðir til stækkunar iðnaðarsvæðis rýra verðmæti og gildi svæðisins til uppbyggingar á annarskonar starfssemi þar, því leggjumst við gegn breytingunni.
9. 1009009 - Herdísarholt, breytt deiliskipulag
Erindi Gunnars Tyrfingssonar varðandi breytingu á deiliskipulagi Herdísarholts. Óskað er eftir því að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 Breytt tillaga.
Nefndin leggur til sveitarstjórn að breytingin verði auglýst samkvæmt 25.grein skiplags og byggingarlaga nr.73 1997. Nefndin áréttar að öflun vatns er á ábyrgð landeiganda. Samþykkt.
10. 1009080 - Vellir, skipting lands
Erindi Jón Hauks Haukssonar hdl. fh. Jóhönnu Ólafsdóttur varðandi landsskipti jarðarinnar sbr. landskiptagerð dags. 17 september 2010 og uppdráttur Ólafs K. Guðmundssonar gerðum í ágúst 2010.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði leyfð. Samþykkt.
11. 1004009 - Samþykkt um skilti í lögsögu Hvalfjarðarsveitar
Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að reglum varðandi skilti í lögsagnarumdæmi Akraness.
Málinu frestað.
12. 1009076 - Skipanes
Erindi Stefáns Ármannssoanr varðandi sjóvarnargarð með landi Skipaness. Afgreiðslu málsins frestað. Skipulags og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna. Skiplags og byggingarnefnd óskar eftir umsögn umhverfisnefndar Hvalfjarðarsveitar.
13. 1010010 - Starf Skipulags- og byggingarfulltrúa
Erindi Björgvins og Ásu Hólmardóttur varðandi samþykkt sveitarstjórnar frá 94 fundi á ráðningu skipulags- og byggingarfulltrúa
Umræður um erindið. Fulltrúar e-lista(BH ÁH) vilja koma á framfæri athugasemd við að sveitarstjórn skuli ekki kynna eða leita eftir umsögn nefndarinnar á breytingum á starfi skiplags og byggingarfulltrúa. En hann er framkvæmdstjóri nefndarinnar samkvæmt 7.grein skiplags og byggingarlaga nr 73.1997. Það verður því að teljast eðlilegt að skipulags og byggingarnefnd sé höfð með í ráðum er breytingar eru gerðar á starfi embættis skiplags og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, að lágmarki kynntar þær.
Við ráðningu núverandi skiplags og byggingarfulltrúa á árinu 2006 var haft fullt samráð við skipulags og byggingarnefnd og sá nefndin jafnframt um fyrir hönd sveitarstjórnar að taka umsækjendur í viðtöl og mælti með ráðningu eins og fram kemur í 3 og 5 fundargerðum nefndarinnar frá 19 júli og 28 júlí 2006.Það skal tekið fram að athugasemd þessi beinist ekki gagnvart persónunni Skúla Lýðssyni eða hans störfum fyrir sveitarfélagið.
14. 1010011 - Merkingar í sveitarfélaginu
Erindi Björgvins Helgasonar og Ásu Hólmardóttur varðandi stöðu merkinga og tillögu að nýjum merkingum.
Skiplagsfulltrúi greindi frá því að skilti sem áætlað var að setja upp á árinu hafa verið pöntuð og verða sett upp á næstunni. Listi yfir skilti fyrir næsta á verður lagður fram á næsta fundi.
15. 1010012 - Fagmappa fyrir Skipulags- og byggingarnefnd
Erindi Björgvins Helgasonar og Ásu Hólmardóttur varðandi fagmöppu sem rætt var um lauslega á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram yfirlit yfir lögfræðilegt vinnuumhverfi byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að útbúa fagmöppu fyrir nefndarmenn. Eftir ósk nefndarmanna.
16. 1010013 - Skönnun og skráning teikninga
Erindi Björgvins Helgasonar og Ásu Hólmardóttur varðandi stöðu og framkvæmd.
Skipulags- og byggingarfulltrúi greindi frá stöðu mála.
17. 1010014 - Samgöngumál, ástand malarvega
Erindi Björgvins Helgasonar og Ásu Hólmardóttur varðandi ástand malarvega í sveitarfélaginu.
Nefndin vill beina því til sveitarstjórnar að hún þrýsti á um viðhald malarvega í sveitarfélaginu sé með viðunandi hætti.Á þeim er mjög mikil umferð t.a.m er sumardagsumferð um 290 bílar á sólarhring á Svínadalsvegi og um 182 á Melarsveitarvegi, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40