Skipulags- og byggingarnefnd
Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Björgvin Helgason, Brynjar Ottesen, Kristján Jóhannesson,
Fundargerð ritaði: Skúli Lýðsson , skipulags- og byggingarfulltrúi
1. 1009012 - Efstiás 13, fyrirspurn
Fyrirspurn Sigurðar Ásgrímssonar varðandi hvort heimilað verði að byggja sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Í nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir Efstaás er þess krafist að hús séu með risþaki.
Nefndin getur ekki vikið frá þeim skilmálum.
2. 1009013 - Hlíðartröð 11 sumarhús
Umsókn Ægis Hallbjarnarsonar og Geirlaugar Helgadóttur um heimild til þess að reisa sumarhús og gestahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Gunnars Bergmanns Stefánssonar arkitekts.
Stærð sumarhúss 161,4 m2 og 612,0 m3
Stærð gestahúss 35,0 m2 og 152,6 m3
Gjöld kr.
Byggingarleyfisgjald kr.: 75.220,-
Mælingargjald 2.úts. kr.: 90.200,-
Úttektagjöld 10 aðk. kr.: 87.000,-
Lokaúttektargjald kr.: 48.600,-
Heildargjöld kr.:376.240,-
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
3. 1009007 - Kúhalli 2 aðflutt sumarhús
Umsókn Páls Jónssonar um heimild til þess að flytja sumarhús á lóðina samkvæmt
meðfylgjandi uppdráttum Runólfs Þ. Sigurðssonar tæknifræðings.
Stærð sumarhúss 50,3 m2 og 152,7 m3
Gjöld kr.
Byggingarleyfisgjald kr.: 21.984,-
Mælingargjald 2 úts. kr.: 90.200,-
Úttektagjöld 2 aðk. kr.: 17.400,-
Lokaúttektargjald kr.: 48.600,-
Heildargjöld kr.:178.184,-
Umsóknin er í samræmi við gildandi deiliskipulag, samþykkt.
4. 1009010 - Kúludalsá 1, klæðning húss
Umsókn Ragnheiðar Þorgrímsdóttur um heimild til þess að einangra og klæða íbúðarhúsið að utan Canexel timburklæðningu sbr. meðfylgjandi burðarþolsyfirlýsing Arnars H. Halldórssonar hjá Almennu Verkfræðistofunni.
Gjöld kr.: 8.700,-
Erindið er samþykkt.
5. 1009003 - Langatröð 5, bílskúr
Umsókn Lúðvíks Sigurðssonar um heimild til þess að reisa bílskúr og geymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Hauks A. Viktorssonar arkitekts.
Stærð Bílskúrs/geymslu 50,0 m2 og 161,7 m3
Gjöld kr.
Byggingarleyfisgjald kr.: 22.767,-
Úttektagjöld 5 aðk. kr.: 43.500,-
Lokaúttektargjald kr.: 48.600,-
Heildargjöld kr.:114.867,-
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
6. 1009011 - Ölver 26 viðbygging
Umsókn Ingu Jónu Þórðardóttur og Borgars Þórs Einarssonar um heimild til þess að reisa gestahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Runólfs Þórs Sigurðssonar tæknifræðings.
Stærð gestahúss 34,5 m2 og 142,3 m3
Gjöld kr.
Byggingarleyfisgjald kr.: 21.080,-
Úttektagjöld 5 aðk. kr.: 43.500,-
Lokaúttektargjald kr.: 48.600,-
Heildargjöld kr.:113.180,-
Erindið er samþykkt.
7. 1009008 - Grundatangahöfn, framkvæmdaleyfi
Umsókn Faxaflóahafna um framkvæmdaleyfi varðandi hafnarbakkagerð, sjóvarnir, lagnir, lóðagerð, gatnagerð og umhverfisfrágang.
Gjöld kr.:
Móttökugjald kr.: 8.700,-
Lágmarksgjald kr.: 15.300,-
Úttektargjöld 20 aðk.kr.:174.000,-
Lokaúttektargjald kr.: 48.600,-
Heildargjöld kr.:246.600,-
Erindið er samþykkt.
8. 1009015 - Miðsandur, framkvæmdaleyfi líparítvinnslu
Umsókn Sementverksmiðjunnar hf. um framkvæmdaleyfi varðandi líparítvinnslu í námu 3 í landi Miðsands í samræmi við Matsskýrslu Environice
Gjöld kr.:
Móttökugjald kr.: 8.700,-
Lágmarksgjald kr.: 15.300,-
Úttektargjöld 20 aðk.kr.:174.000,-
Lokaúttektargjald kr.: 48.600,-
Heildargjöld kr.:246.600,-
Erindið er samþykkt enda verði frágangur í námunni að vinnslu lokinni í samræmi við matsskýrslu Environice Líparítvinnsla í Hvalfirði, mat á umhverfisáhrifum.
9. 1009014 - Aðalskipulag Skorradalshrepps 2008-2020
Erindi Skorradalshrepps varðandi umsögn og samráð varðandi tillögu að aðalskipulagi Skorradalshrepps 2008-2020. Athugsemdir skulu gerðar fyrir 11. september. nk.
Nefndin felur formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.
10. 1009009 - Herdísarholt, breytt deiliskipulag
Erindi Gunnars Tyrfingssonar varðandi breytingu á deiliskipulagi Herdísarholts. óskað er eftir því að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Hafnað, erindið er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 hvað fjölda íbúðarhúsa varðar.
11. 1009004 - Skorholt útskipting lands
Erindi Jóns Sveinssonar varðandi útskiptingu á landi Skorholts og ósk um að það verði sameinað landi Skorholtness.
Erindið er samþykkt.
12. BH070101 - Bakki 133731
Umsókn Árna Geirs Sigvaldasonar um framlengingu á stöðuleyfi sumarhúss sem er í smíðum á staðnum til eins árs.
Gjöld kr.: 8.700,-
Samþykkt að framlengja stöðuleyfinu til eins árs
13. 1009017 - Beitistaðir, gisting í flokki I
Erindi Sýslumannsins í Borgarnesi varðandi umsögn um leyfi fyrir gistingu í flokki I.
Samþykkt, Ása Hólmarsdóttir vék af fundi á meðan afgreiðsla fór fram.
14. 1009006 - Grundartangaverksmiðja stöðuleyfi
Umsókn Árna Páls Hilmarssonar fh. Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga um stöðuleyfi fyrir baðgáma.
Gjöld kr.: 8.700,-
Samþykkt til eins árs.
15. 1009005 - Hraðatakmarkanir á Svínadalsvegi
Erindi sumarhúsaeigenda í Birkiási, varðandi hraðatakmörkun á Svínadalsvegi þar sem hann liggur gegnum svæðið við Eyrarvatn.
Nefndin leggur til að hámarkshraði verði lækkaður í 50 km/klst. frá landamerkjum Eyrar og Kambshóls og út fyrir skipulagt frístundasvæði í landi Kambshóls
16. BF050062 - Hrísabrekka 8
Viðbrögð húseiganda við erindi skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi útlit hússins.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að húsið verði rifið og fjarlægt.
17. 1004009 - Samþykkt um skilti í lögsögu Hvalfjarðarsveitar
Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að reglum varðandi skilti í lögsagnarumdæmi Akraness
Tillaga að skiltareglum lögð fram.
18. BH090076 - Sólheimar 5
Viðbrögð húseiganda við erindi skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi gáma á lóð.
Skipulags- og byggingarnefnd veitir lokafrest til 1. júlí 2011 að þeim tíma liðnum skulu þeir fjarlægðir.
19. 1009029 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði
Erindi Faxaflóahafna dags. 3. september 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundartanga vestursvæðis eða breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008 - 2020, vegna endurvinnslu á álgjalli.
Nefndin óskar eftir kynningu á fyrirhugaðri starfsemi, erindinu frestað.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:10