Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

95. fundur 30. júní 2010 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Daníel Ottesen, Hjalti Hafþórsson, Ása Hólmarsdóttir og Björgvin Helgason.
Fundargerð ritaði: Sæmundur Víglundsson , skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

1. 1006036 - Skipulags- og bygginarnefnd
Nefndarmenn skipta með sér verkum.

Oddviti setti fundinn.
Kosning formanns:
Ása Hólmarsdóttir gerði tillögu um Björgvin Helgason, Magnús Ingi Hannesson gaf kost á sér til formanns.
Fram fór leynileg kosning.
Magnús Ingi Hannesson hlaut 3. atkvæði
Björgvin Helgason hlaut 2. atkvæði.
Magnús er því réttkjörinn formaður nefndarinnar.
Magnús tók þar með við stjórn fundarins.
Fram fór leynileg kosning um varaformann:
Björgvin Helgason hlaut 5. atkvæði. Björgvin er því réttkjörinn varaformaður nefndarinnar.
Fram fór leynileg kosning ritara;
Daníel Ottesen hlaut 4. atkvæði, auð atkvæði 1.
Daníel er því réttkjörinn ritari nefndarinnar.

2. BH070074 - Kúludalsá 4B
Umsókn Ómars Arnar Kristóferssonar byggingarfræðings BFÍ um heimild til þess að breyta aðaluppdráttum sumarhúss samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ómars.
Breyting 42,3 m2 - 160m3
Stærð húss eftri breytingu 184,0 m2 og 703,4 m3
Gjöld:
Byggingarleyfisgjald kr.: 22.620,-

Samþykkt samhljóða.

3. BH070129 - Skipanes 133793
Erindi Stefáns Ármannssonar, varðandi stöðuleyfi fyrir aðflutt hús.

Samþykkt samhljóða að veita leyfi fyrir geymslu hússins inn á iðnaðarlóðinni.

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.45


Efni síðunnar