Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

93. fundur 05. maí 2010 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason, Sigurgeir Þórðarson, Ása Helgadóttir, Benóný Halldórsson, Daníel Ottesen,

 

Fundargerð ritaði: Skúli Lýðsson , Skipulags- og byggingafulltrúi

1. 1004038 - Bjartakinn 8 nýtt sumarhús

Umsókn Orra Árnasonar arkitekts um heimild til þess að reisa sumarhús á lóðinni

samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Orra.

Stærð húss 160,6 m2 og 556,7 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 56.500,-

Úttektagjald 10 aðk. kr.: 86.000,-

Lokaúttektagjald 1/1 kr.: 47.900,-

Mælingargjald 2 úts. kr.: 88.800,-

Heildargjöld kr.: 279.200,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.

 

2. BH080126 - Hafnarskógar 49, breyttir uppdrættir

Umsókn Björns Inga Kristvinssonar um heimild til þess að breyta aðaluppdráttum sumarhúss samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar byggingarfræðings.

Stærð húss 60,4 m2 og 213,2 m3

Gjöld kr.: 8.600,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.

 

3. 1004039 - Kúhalli 13, sumarhús

Umsókn Kristínar Sigurðardóttur um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Bjarna Þórs Ólafssonar byggingarfræðings Bsc.

Stærð húss 125,3 m2 og 385,2 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 41.796,-

Úttektagjald 8 aðk. kr.: 86.000,-

Lokaúttektagjald 1/1 kr.: 47.900,-

Mælingagjald 2 úts. kr.: 88.800,-

Heildargjöld kr.: 264.496,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.

 

4. 1002063 - Stiklur 1, umsókn um skiptingu húss og breytt útlit.

Áður frestaðri umsókn Karls Emilssonar um heimild til þess að skipta húseigninni í tvær eignir og að breyta útliti samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ágústar Þórðarsonar byggingarfræðings.

Stærð húss: óbreytt

Byggingarleyfisgjald kr.: 8.600,-

 

Erindið er samþykkt.

 

5. 1004040 - Ölver 28 viðbygging við sumarhús

Umsókn Kristins Sigurjóns Gunnarssonar um heimild til þess að byggja við

sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Jóns Hrafns Hlöðverssonar

byggingarfræðings.

Stærð húss 66,4m2 og 231,1m3

Stærð viðbyggingar 15,6m2 og 57,7m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 13.562,-

Úttektagjald 5 aðk. kr.: 43.000,-

Lokaúttektagjald 1/2 kr.: 23.900,-

Heildargjöld kr.: 80.462,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.

 

6. 1004009 - Samþykkt um skilti í lögsögu Hvalfjaðarasveitar

Skiltareglur fyrir Hvalfjarðarsveit. Áður útsend gögn varðandi skiltareglur í umdæmi Reykjavíkur.

 

Nefndin leggur til að skiltareglur Reykjavíkur verði hafðar til hliðsjónar nýjum skiltareglum fyrir Hvalfjarðarsveit.

 

7. 0906015 - Aðstoð við framkvæmd verkefnis í Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá sveitarstjórn sem vísað var til nefndarinnar til frekari athugunar á kostnaði við skráningu á örnefnum í kortagrunn. Á fundi með kortahönnuði var ákveðið að hann skilaði inn kostnaðartölum varðandi vinnu við örnefnaskráningu í sveitarfélaginu. Meðfylgjandi tilboð hefur borist frá hönnuði.

 

Frestað

 

8. 1004037 - Aðalskipulag þáttaka í kostnaði við skipualgsgerð.

Erindi sveitarstjórnar varðandi bréf Skipulagsstaofnunar dags. 16. mars sl. þar semfjallað er um kostnaðarþáttöku í aðalskipulagsgerð.

 

Lagt fram.

 

9. 1004036 - Aðalskipulag 2008 - 2020 breytt landnotkun

Erindi Kristófers Þorgrímssonar varðandi breytingu á landnotkun á svæðunum F24c og F24d í landbúnaðarland sem tekur meðal annars til lóðanna:

Kúludalsá 4a

Kúludalsá 4b

kúludalsá 4d

Kúludalsá 4e

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að landnotkun svæðanna F24c og F24d verði breytt úr frístudnabyggð í landbúnaðasvæði

 

10. 0910011 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

Erindi Hallgríms Rögnvaldssonar og Sigurrósar Sigurjónsdóttur dags. 3. maí 2010 varðandi reiðleiðir í landi Innra- Hólms

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ný reiðleið verði felld út úr aðalskipulagi.

 

11. 1001058 - Stallar, umsókn um byggingarleyfi.

Erindi Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir rökstuðningi varðandi þá

ákvörðun að heimila byggingu sumarhúss á landinu

Landið Stallar er 14 ha. spilda úr landi Hafnar og er landnotkun á svæðinu að mestu frístundabyggð. Eignaraðilar landsins hafa í huga að reisa eitt frístundahús ásamt bílageymsu og sólstofu síðar meir. Það er í fullu samræmi við nýtt aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008 - 2020 þar sem aðeins er kveðið á um hámarsknýtingu á svæðinu en ekki lágmarksnýtingu. Á aðaluppdrætti eru skipulagsskilmálar fyrir landið skilgreindir. Umliggjandi land er ekki deiliskipulagt.

 

Nefndin lítur svo á að ekki sé þörf á að deiliskipuleggja spilduna í heild sinni, þar sem aðeins er um eitt hús að ræða.

 

12. 1005001 - Vegamót Grudnartangavegar og Þjóðvegar 1

Erindi skipulags- og byggingarfulltrúa í framhaldi af fundi dags. 3. maí sl. með fulltrúum Norðuráls, þar sem athugasemdir bárust vegna vegtengingar við þjóðveg 1.

 

Nefndin legggur til við sveitarstjórn að haft verði samráð við Vegagerð ríkisins að fram fari umferðartalning á vegamótum Þjóðvegar 1 og Grundartangavegar, og í framhaldinu verði skoðað til hvaða úrræða verði gripið.

 

13. BH080078 - Þórisstaðir 133217

Erindi Starfsmannafélags Grudnatanga varðandi deiliskipulag Túnfótar.

Óskað er eftir því að tillagan verði samþykkt og auglýst samkvæmt 25. gr.

skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipualgið veðri auglýst samkvæmt ofangreindu.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:00

Efni síðunnar