Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

91. fundur 03. mars 2010 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason, Jón Haukur Hauksson, Ása Helgadóttir, Benóný Halldórsson, Daníel Ottesen,

Fundargerð ritaði: Jón Haukur Hauksson , ritari nefndarinnar

Auk þeirra sat skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson fundinn.

1. 1002003 - Ártröð 18, umsókn um byggingarleyfi

Umsókn Guðmundar Sveinssonar um heimild til þess að rífa núverandi sumarhús og reisa nýtt sumarhús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Valdimars Harðarsonar arkitekts. Núverandi hús verður rifið þegar nýja húsið verður tekið í notkun. Stærð húss: 115,0m2 - 382,4m3 Gjöld:

Byggingarleyfisgjald kr.: 41.452,- Úttektargjöld 8 aðk. kr.: 68.800, Mælingargjald 2 úts. kr.: 89.000,- Lokaúttektargjald kr.: 48.000,-

Heildargjöld kr.:247.252,-

 

Erindið samþykkt með því skilyrði að þakhalli verði aukinn í 15°.

 

2. 1002063 - Stiklur 1, umsókn um skiptingu húss og breytt útlit.

Umsókn Karls Emilssonar um heimild til þess að skipta húseign sinni í tvær eignir og að breyta útliti hússins samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ágústar Þórðarsonar byggingarfræðings.

Stærð húss: óbreytt

Byggingarleyfisgjald kr.:

 

Erindinu frestað.

 

3. 1002062 - Beitistaðaland, breytt heiti lands

Erindi Kristjáns Jóhannessonar, þar sem óskað er eftir því að breyta heiti andsins Beitistaðaland Lnr. 190959 í Bjarkarás.

Gjöld kr.: 8.600,-

 

Erindið er samþykkt

 

4. 1002044 - Breyting á deiliskipulagi Stóriðjusvæðis við Grundartanga.

Erindi Umhverfisstofnunar dags. 5. febrúar 2010 varðandi umsögn um breytingu á Stóriðjusvæði við Grundartanga.

 

Lagt fram

 

5. 1002059 - Vatnsmiðlun í Geitabergsvatni

Erindi Jóns þ. Eggertssonar fh. Veiðifélags Laxár í Leirársveit, varðandi mögulega vatnsmiðlun úr Geitabergsvatni í Laxá.

 

Nefndin leggur til að erindið verði kynnt Skipulagsstofnun sbr. 6.gr.laga nr. 106/2000

 

6. 1002058 - Móhóll 3, stækkun lóðar

Umsókn Selmu Sigurðardóttur og Bjarnfríðar Guðmundsdóttur heimild til þess að stækka lóð úr 6.708m2 í 8.720m2 samkvæmt mælingu Ólafs K. Guðmundssonar.

Gjöld kr.: 8.600,-

Meðfylgjandi samþykki eigenda aðliggjandi lands sem land er tekið úr.

 

Erindið er samþykkt.

 

7. 0910011 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

1.Erindi Umhverfisstofnunar varðandi breytingar á svæði 235 á náttúruminjaskrá Hvalfjarðarströnd.

2.Ályktun af aðalfundi Hestamannafélagsins Dreyra.

3.Niðurstaða af fundi með Marteins Mássyni hrl. varðandi vatnsverndunarsvæði í landi Dragháls.

4. Áður frestaðri afgreiðslu á erindi Kristófers Þorgrímssonar.

 

1. Lagt fram.

2. Formaður nefndarinnar ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa áttu fund með fulltrúum hestamannafélagsins Dreyra og fóru yfir helstu atriði varðandi reiðleiðir í sveitarfélaginu. Nefndin lítur svo á að erindinu hafi verið svarað með þeim fundi.

Ekki liggur fyrir nein afstöðubreyting eða skuldbinding vegna endurbóta á núverandi reiðvegum.

3. Formaður nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúi áttu fund með

landeiganda og lögmanni hans og fóru yfir helstu úrræði og leiðir til þess að koma til móts við landeiganda.

4. Nefndin tekur jákvætt í ráðagerðir landeigenda að breyta F24c og F24d í landbúnaðarland.

 

8. 1003007 - Miðsandur Kampur, niðurrif íbúðarhúss

Umsókn Gunnlaugs Ragnarssonar fh. Hvals hf. um heimild til þess að rífa eftirtalda matshluta á jörðinni.

01 Íbúðarhús byggt 1935

 

Erindið samþykkt.

 

9. 1003006 - Þyrill, niðurrifa íbúðarhúss og útihúsa

Umsókn Gunnlaugs Ragnarssonar fh. Hvals hf. um heimild til þess að rífa eftirtalda matshluta á jörðinni.

03 Íbúðarhús, byggt 1937

04 Geymsla, byggð 1928

05 Fjárhús, byggð 1935

06 Fjárhús, byggð 1935

08 Hlaða, byggð 1928

12 Véla/verkfærageymsla byggð 1980

13 Hlaða, byggð 1985

 

Erindið samþykkt

 

10. 1003005 - Hafnarskógur

Erindi Lárusar Stefáns Ingibergssonar varðandi fokhættu sem stafar af hálfbyggðum húsum í Hafnarskógi

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að hafa samband við eigendur húsanna.

 

11. 1003004 - Eystri- Leirárgarðar, umsókn um stöðuleyfi

Umsókn Hannesar A. Magnússonar um stöðuleyfi fyrir gámahúsnæði sem fyrirhugað er að nota sem sumahús á jörðinni.

Gjöld kr.: 8.600,-

 

Stöðuleyfi samþykkt til eins árs.

 

12. 0906015 - Aðstoð við framkvæmd verkefnis í Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá sveitarstjórn vísað til nefndarinnar, varðandi örnefnaskrá

Nefndin lítur jákvætt á erindið. Fara þarf í gegnum fyrri vinnu við örnefnaskráningu.

Jafnramt þarf að kanna hugsanlegan kostnað við verkefnið.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:30

 

Efni síðunnar