Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

88. fundur 18. nóvember 2009 kl. 16:00 - 18:00

Guðjón Jónasson, Daníel A Ottesen, Ása Helgadóttir, Björgvin Helgason og Benoný Halldórsson.  Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir

 

1. Hlíðartröð 1, byggingarleyfisumsókn    Mál nr. BH080119

240155-2819 Gísli Árnason, Salthömrum 12, 112 Reykjavík
Umsókn Gísla um heimild til þess að breyta aðaluppdráttum eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Einars Ingimarssonar arkitekt.
Gjöld kr.: 8.400,-
Erindið er í samræmi við deiliskipulag og er samþykkt.

 

2. Laxárbakki 133656, breytt notkun húsa og viðbygging   (00.0420.03) Mál nr. BH080018

660107-1500 Leigufélagið Vöttur ehf, Laxárbakka, 301 Akranes
Umsókn Ingvars Þ. Gunnarssonar kt. 270444-4589 Laxárbakka, um heimild til þess að breyta aðaluppdráttum fjöleignahúss þannig að íbúðum verði fækkað úr 18 í 12 og veitingaaðstaða stækkuð sem því nemur.
Einnig eru gerðar breytingar á útliti sbr. meðfylgandi uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts.
Gjöld kr.: 8.400,-
Erindið er í samræmi við samþykkt deiliskipulag og er samþykkt.

 

 

Kærur

3. Litli-Botn 133199, krafa um niðurrif eða fjarlægingu   (00.0480.00) Mál nr. BH090014

460600-2270 ghp Lögmannsstofa ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
030334-4429 Pétur Geirsson, Egilsgötu 16, 310 Borgarnes
201256-3729 Jóhann Hauksson, Logafold 150, 112 Reykjavík
671291-3289 Mörkin Lögmannsstofa hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Erindi Ragnars H. Hall dags. 12. nóvember  sl. varðandi athugasemd sem gerð er við bókun skipulags- og byggingarnefndar, þess efnis að eigandi mannvirkisins sem deilan snýst um hafi ekki nýtt sé boð um að koma sjónamiðum sínum á framfæri.
Við fyrirtöku og bókun vegna málsins hinn 4. nóvember 2009 lá ekki fyrir bréf frá eiganda hins umdeilda sumarhúss.  Lögmaður eigandans gerði athugasemd og við eftirgrennslan skipulags- og byggingarfulltrúa fannst bréf frá lögmanninum dags. 5. ágúst 2009 þar sem fram koma rökstudd andmæli hans.  Bréfið hafði mislagst og nefndinni þykir það afar miður.  Ekki verður séð að réttarspjöll hafi orðið af þessum sökum.  Bréfið verður fært með öðrum gögnum málsins og þessari bókun. 

 

 

Önnur mál

 

4. Lambhagi 5, lögbýlisréttur   (00.0340.05) Mál nr. BH090056

190335-2679 Steinar Marteinsson, Hagamel 5, 301 Akranes
Erindi Steinars varðandi ósk um lögbýlisrétt fyrir land sitt.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veittur verði lögbýlisréttur.

5. Skipulags- og byggingamál, eyðublöð    Mál nr. BH090085

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Ný eyðublöð fyrir embætti skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram

 

6. Skipulags- og byggingarmál, fjárhagsáætlun 2010    Mál nr. BH090086

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Drög að fjárhagsáætlun 2010 lögð fram
 1.  Nefndin leggur til að reiknað verði með fleiri fundum en 12 á ári og leggur til að 16 fundir verði hafðir til viðmiðunnar.
 2.  Nefndin leggur til að haldið verði áfram með skönnun og skráningu uppdrátta á næsta ári. Nefndin telur mjög mikilvægt að ljúka verkefninu.
 3. Prentkostnaður vegna aðalskipulags verði hækkaður úr 30 þúsund í 130 þúsund.
Nefndin samþykkir tillöguna með þessum breytingum
 

7. Stóra-Fellsöxl 133650, náma - umhverfismat   (00.0400.00) Mál nr. BH080012

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Frummatsskýrsla lögð fram.
Samþykkt

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:20

 

Efni síðunnar