Skipulags- og byggingarnefnd
Sigurgeir Þórðarson, Jón Haukur Hauksson, Ása Helgadóttir, Björgvin Helgason og Benoný Halldórsson. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulagsog byggingarfulltrúi
Byggingarleyfis umsóknir
1. Bjarkarás 1, viðbygging (14.0000.10) Mál nr. BH090083
210245-4489 Kristján Jóhannesson, Bjarkarási 1, 301 Akranes
Umsókn Kristjáns Jóhannessonar um heimild til þess að byggja við íbúðarhús
samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Þorleifs Björnssonar byggingarfræðings.
Stærð húss eftir breytingu 186,6 m2 - 692,8 m3
Stærð viðbyggingu 14,6 m2 - 46,6 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr: 12.316,-
Úttektargjald 5 aðk. kr: 42.000,-
_________________________________
Heildargjöld kr: 54.316,-
Erindið er i samræmi við gildandi deiliskipulag, Samþykkt
2. Hafnarland dæluhús 133773, breytt útlit (00.0281.00) Mál nr. BH090078
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Umsókn Guðmundar Þ. Brynjúlfssonar fh. Orkuveitu Reykjavíkur, um heimild til þess að koma fyrir rýmingarleið frá stjórnherbergi dæluhúss samkvæmt meðfylgjandi rissi, engin breyting verður á útliti hússins.
Gjöld kr.: 8.400,-
Erindið er i samræmi við gildandi deiliskipulag, Samþykkt
3. Heiðarskóli 133777, nýbygging skólahúss (00.0320.03) Mál nr. BH090084
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Umsókn skipulags- og byggingarfulltrúa fh. Hvalfjarðarsveitar um heimild til þess að reisa skólahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Sigríðar Ólafsdóttur
arkitekts.
Stærð húss 2.021,3 m2 - 9.232,0 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr: 783.888,-
Úttektargjald 30 aðk. kr: 252.000,-
Mælingargjald kr: 87.000,-
Lokaúttektargjald kr: 234.500,-
_________________________________
Heildargjöld kr: 1.357.388,-
Nefndin samþykkir erindið með því skilyrði að deiliskipulag Heiðarskóla hafi verið birt.
4. Hjallholt 13, geymsluhús (60.0301.30) Mál nr. BH090081
221269-3149 Sigurður Jónsson, Sandabraut 15, 300 Akranes
Umsókn Sigurðar Jónssonar um heimild til þess að reisa geymsluhús samkvæmt
meðfylgjandi uppdráttum Jóhannesar Péturssonar byggingartæknifræðings.
Stærð húss: 19,4 m2 - 49,6 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr: 12.566,-
Úttektargjald 2 aðk. kr: 16.800,-
Mælingargjald kr: 43.500,-
Lokaúttektargjald kr: 46.900,-
_________________________________
Heildargjöld kr: 119.766,-
Erindið er i samræmi við gildandi deiliskipulag, Samþykkt
5. Kúhalli 6, viðbygging og geymsluhús (60.0200.60) Mál nr. BH090082
120644-2119 Adolf Ásgrímsson, Eyrarflöt 6, 300 Akranes
Umsókn Adólfs Ásgrímssonar um heimild til þess að byggja við sumarhús og reisa geymsluhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Stærð húss eftir breytingu 73,0 m2 - 228,3 m3
Stærð viðbyggingu 17,0 m2 - 57,0 m3
Stærð geymsluhúss 24,0 m2 - 72,1 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr: 19.236,-
Úttektargjald 5 aðk. kr: 42.000,-
_________________________________
Heildargjöld kr: 61.236,-
Erindið er i samræmi við gildandi deiliskipulag, Samþykkt
6. Lambhagi 5, vélageymsla (00.0340.05) Mál nr. BH080112
190335-2679 Steinar Marteinsson, Hagamel 5, 301 Akranes
Áður frestaðri umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts fh. Steinars um heimild til þess að reisa óeinangraða vélageymslu samkvæmt bráðabirgðaákvæðum skipulags- og byggingarlaga 3. tl. og meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar.
Meðfylgjandi samþykki Vegargerðar ríkisins og landeiganda Stóra Lambhaga Guðrúnar Jónsdóttur
Stæðir: 190,2 m2 - 712,3 m3
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að óska verði eftir heimild Skipulagsstofnunar varðandi 3. tl. skipulags- og byggingarlaga.
Fyrirspurn
7. Skorholtsnes 3, geymsluskúr (52.0200.30) Mál nr. BH090077
070750-2609 Jón Sveinsson, Freyjugötu 36, 101 Reykjavík
Fyrirspurn Jóns Sveinssonar varðandi byggingu geymsluhúss á lóðinni.
Nefndin tekur jákvætt í erindið
Kærur
8. Litli-Botn 133199, krafa um niðurrif eða fjarlægingu (00.0480.00) Mál nr. BH090014
460600-2270 ghp Lögmannsstofa ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
030334-4429 Pétur Geirsson, Egilsgötu 16, 310 Borgarnes
201256-3729 Jóhann Hauksson, Logafold 150, 112 Reykjavík
671291-3289 Mörkin Lögmannsstofa hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Erindi ghp lögmannstofu dags. 10. febrúar 2009 varðandi kröfu um niðurrif eða fjarlægingu byggingar eða byggingarhluta sumarhúss í landi Litla Botns. Jörðin Litli-Botn í Hvalfjarðarsveit er í óskiptri sameign 10 einstaklinga sem eiga frá 1,00% upp í 25,00% af jörðinni. Einn sameigenda, sem á 1,00% í jörðinni, fékk byggingarleyfi til að reisa viðbyggingu við gamalt sumarhús. Svæðið, þar sem þetta sumarhús og viðbyggingin stendur, er skilgreint sem frístundabyggð. Málshefjandi, sem á um 8,33% í jörðinni, hefur gert kröfu um að Hvalfjarðarsveit grípi til þvingunarúrræða skv. VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og láti fjarlægja viðbygginguna. Sveitarstjórn hefur vísað málinu til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarnefnd.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur gefið málshefjanda kost á að fjalla nánar um kröfur sínar, m.a. um andmælarétt, jafnræði, meðalhóf, grenndarreglu nábýlisréttar, eyðileggingu verðmæta og í hverju tjón hans er fólgið. Hann hefur ekki nýtt sér þetta tækifæri til nánari umfjöllunar um kröfur sínar eða röksemdir. Á sama hátt var eiganda hinnar umdeilda viðbyggingar gefið tækifæri til að fjalla um sömu sjónarmið. Hann hefur heldur ekki nýtt sér þetta tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við nefndina.
Þegar fyrir lá að hvorki málshefjandi né eigandi hinnar umdeildu viðbyggingar ætluðu að gera sérstaklega grein fyrir sjónarmiðum sínum var öllum öðrum sameigendum í jörðinni gefinn kostur á að tjá sig um erindið og lýsa afstöðu sinni til þess. Borist hefur umfjöllun frá sex sameigendum, sem allir lýsa vilja til að viðbyggingin fái að standa áfram. Þessir sameigendur eiga alls um 61,50% í jörðinni. Tveir sameigendur hafa ekki tjáð sig og þeir eiga samtals um 29,16% í jörðinni. Staða málsins fyrir nefndinni er því þannig að einn sameigenda, sem á um 8,33% í jörðinni, gerir kröfu um niðurrif sumarhúss eða hluta sumarhúss annars sameiganda. Tveir eigendur hafa ekki tekið afstöðu, þeir eiga um 29,16%. Miðað við að gert sé ráð fyrir að eigandi hinnar umdeildu viðbyggingar sé
ósáttur við niðurrif, þó hann hafi ekki tjáð sig fyrir nefndinni, eru 7 sameigendur samþykkir því að hin umdeilda viðbygging fái að standa áfram og þeir eiga samtals um 62,50% í jörðinni. Jörðin Litli-Botn hefur lengi verið í sameign margra. Sumir sameigendanna hafa nýtt jörðina, eða hluta hennar, til búskapar og búsetu, aðrir til atvinnurekstrar og enn aðrir til frístundadvalar. Þannig hafa margir sameigenda reist sér sumarhús á jörðinni. Girt hafa verið af svæði eða hólf, sem talið er að sameigendur hafi almennt litið á sem séreignarhluta sinn til umhirðu og notkunar fyrir sig og sína fjölskyldu án sérstakra afskipta annarra sameigenda. Þessi sami skilningur kemur fram í þinglýstu afsali frá því málshefjandi keypti eignarhluta sinn, ásamt Botnsskála, fyrir 30 árum síðan. Þar er tekið fram að sumarbústaðirnir á landi jarðarinnar séu allir í séreign. Samkvæmt skráningu í Fasteignaskrá Íslands er málshefjandi ekki lengur eigandi Botnsskála, en núverandi eigandi Botnsskála er ekki þinglýstur eigandi að hlut í jörðinni.
Vegna þessa hefur nefndin sérstaklega farið yfir fyrri afgreiðslur byggingarnefndar vegna framkvæmda á jörðinni með það í huga að kanna hvort leitað hafi verið samþykkis sameigenda þegar óskað hefur verið eftir leyfi til framkvæmda, eða þegar slíkt leyfi hefur verið veitt. Á undanförnum 20 árum er ekkert dæmi um að leitað hafi verið samþykkis sameigenda áður en leyfi var veitt fyrir framkvæmdum einhvers þeirra. Þar á meðal er erindið varðandi breytingu á nýtingu málshefjanda á Botnsskála á meðan hann átti hann og við þá afgreiðslu var ekki leitað samþykkis sameigenda í jörðinni. Þykir það styrkja þau sjónarmið að aðrir sameigendur hafi mátt treysta því að þeir þyrftu ekki að leita sérstaks samþykkis sameigenda fyrir breytingu á "sínum séreignahluta" fremur en málshefjandi.
Ákvæði 5. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga er heimildarákvæði. Ekki er í skipulags- og byggingarlögum lögð skylda á sveitarfélagið til að fjarlægja hina umdeildu viðbyggingu. Sveitarstjórn þarf að taka matskennda ákvörðun um hvort hún notar þessa heimild.
Við mat á því hvort fallast beri á kröfu um fjarlægingu hinnar umdeildu viðbyggingar verður að hafa í huga þá hagsmuni sem í húfi eru. Annars vegar eru hagsmunir málshefjanda, sem virðast helstir þeir að framkvæmdir séu í lágmarki á jörðinni. Hins vegar eru hagsmunir eiganda hinnar umdeildu viðbyggingar, sem hefur reist hana og kostað á grundvelli þágildandi byggingarleyfis og samþykktra teikninga. Við matið þarf að bera meint tjón málshefjanda vegna viðbyggingarinnar saman við hugsanlegan kostnað og eyðileggingu verðmæta verði viðbyggingin fjarlægð, sem og þá röskun og óþægindi sem slík framkvæmd hefði í för með sér fyrir aðila.
Nefndin hefur farið á vettvang og skoðað aðstæður, bæði við hið umdeilda
sumarhús og viðbyggingu við það, næstliggjandi sumarhús og Botnsskála, sem var áður í eigu málshefjanda. Hin umdeilda viðbygging er nær fullbúin. Að mati nefndarinnar fellur viðbyggingin vel að umhverfinu og frágangur og umbúnaður er góður. Viðbyggingin er reist við eldri byggingu, sem hefur staðið þarna um áratuga skeið. Viðbyggingin er vissulega hærri en eldra húsið en litaval fellur vel að umhverfinu og þeim trjágróðri sem umhverfis er. Að þessu sumarhúsi er sér aðkoma frá veginum inn Botnsdal. Hið umdeilda sumarhús og umhverfi þess ber þess merki að vera reglulega notað. Viðbyggingin er að mestu leyti sameiginlegt rými, inngangur og stofa, en einnig er þar svefnaðstaða. Eldri hluti hússins
virðist fyrst og fremst notaður sem eldhús og geymsla. Næstliggjandi sumarhús er ekki ýkjalangt í burtu, nokkru ofar í landinu, en á milli þessara húsa er hæð og þéttvaxinn skógur, áratuga gamall og ekki sjónlína á milli. Eigandi þessa sumarhúss hefur ekki látið málið til sín taka. Frá hinu umdeilda sumarhúsi má sjá að Botnsskála, en þar hefur engin starfsemi verið í rúm 10 ár, að því best er vitað.
Hafa ber í huga að málshefjandi hefur ekki sinnt því að koma á framfæri við nefndina í hverju hann telur tjón sitt vera fólgið. Málshefjandi er ekki þinglýstur eigandi að neinni byggingu á jörðinni og að mati nefndarinnar er því vandséð að málshefjandi verði fyrir tjóni eða óþægindum í skilningi nábýlisréttar vegna hinnar umdeildu viðbyggingar. Ekki verður séð að hin umdeilda viðbygging eða hagnýting hennar komi í veg fyrir að málshefjandi geti notið eignar sinnar, enda hefur um áratuga skeið verið sumarhús þar sem viðbyggingin var reist við. Hugsanlegt tjón eða óþægindi málshefjanda verður að telja óveruleg miðað við þá verðmætaröskun sem myndi óhjákvæmilega leiða af því að viðbygging væri fjarlægð. Í ljósi alls framangreinds getur nefndin ekki mælt með kröfu um niðurrif eða fjarlægingu hinnar umdeildu viðbyggingar og mælir með því við sveitarstjórn að erindinu verið synjað.
Önnur mál
9. Skipulagsmál, veðurstöð Mál nr. BH090079
580804-2410 Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Erindi Árna Jóns Elíasarsonar fh. Landsnets hf. varðandi staðsetningu á veðurstöð meðfram byggðalínu á milli Vatnshamra í Borgarafirði og Brennimels.
Samþykkt.
10. Sólheimar 5, umgengi á lóð (28.7150.50) Mál nr. BH090076
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi birtingu á áskorun til lóðarhafa um að hlíta byggingarskilmálum, dags. 13. október 2009
Lóðarhafi hefur sent skipulags- og byggingarfulltrúa svarbréf dags. 28. október 2008 (svo). Nefndin vísar til gildandi skipulagsskilmála í umræddri
frístundabyggð og skorar á lóðarhafa að virða þá skilmála fyrir 1. maí 2010, að viðlögðum aðgerðum skipulags- og byggingarfulltrúa ella.
Skipulagsmál
11. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Kristófers Þorgrímssonar og Ágústu Þorleifsdóttur varðandi höfnun á
reiðleið um land þeirra Kúludalsárland 3.
Vísað til afgreiðslu með öðrum athugasemdum sem kunna að berast á
athugasemdatíma.
12. Deiliskipulag Hafnarás, breyting Mál nr. BH090080
410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Smiðjuvöllum 9, 300 Akranes
Erindi Halldórs Stefánssonar fyrir hönd landeigenda lóða við Hafnarás um
heimild til þess að breyta stærð lóða og byggingarskilmálum eins og
meðfylgjandi uppdráttur og nýir skilmálar kveða á um.
Samþykki allra lóðarhafa og landeiganda aðliggjandi lands fylgir.
Þar sem allir landeigendur og hagsmunaaðilar hafa lýst sig samþykka leggur nefndin til við sveitarstjórn að breytingin sé samþykkt.
13. Deiliskipulags Belgsholt, Skógarás Mál nr. BH080014
210753-2579 Haraldur Magnús Magnússon, Belgsholti 2, 301 Akranes
Erindi Haraldar varðandi breytingu á deiliskipulagi blandaðrar íbúða- og
frístundahúsabyggðar og staðsetningu vindaflsstöðvar í landi Belgsholts.
Breytingin tekur til breyttrar mænisstefnu húsa.
Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30