Skipulags- og byggingarnefnd
Daníel A Ottesen, Jón Haukur Hauksson, Ása Helgadóttir, Björgvin Helgason og Benoný Halldórsson. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Byggingarleyfis umsóknir
1. Brattakinn 1, nýtt hús (14.0400.10) Mál nr. BH090068
280265-5439 Friðþjófur A Árnason, Lokastíg 15, 101 Reykjavík
010566-3989 Líney Símonardóttir, Lokastíg 15, 101 Reykjavík
Umsókn Líneyjar og Friðþjófs um heimild til þess að reisa sumarhús ásamt geymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Björns Jónatans Emilssonar verkfræðings.
Stærð sumarhúss: 87,1 m2 - 214,2 m3
Stærð geymslu: 19,9 m2 - 52,4 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr: 30.378,-
Úttektargjald 8 aðk. kr: 66.400,-
Mælingagjald kr: 86.200,-
Lokaúttekta gjald kr: 46.400,-
_________________________________
Heildargjöld kr: 229.378,-
Erindið samþykkt
2. Kjalardalur 133634, klæðning geymslu og fjós að utan (00.0280.00) Mál nr. BH090065
250972-4829 Bjarki Borgdal Magnússon, Kjalardal, 301 Akranes
Umsókn Bjarka um heimild til þess að einangra og klæða geymslu og fjós að utan með múrkerfi.
Gjöld kr.: 8.300,-
Samþykkt.
3. Langatröð 3, nýtt hús (54.0700.30) Mál nr. BH090067
281056-2209 Kristján Jónatansson, Staðarhvammi 1, 220 Hafnarfjörður
230152-3819 Þorbjörg Magnúsdóttir, Staðarhvammi 1, 220 Hafnarfjörður
Umsókn Þorbjargar og Kristjáns um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Luige Bartolozzi arkitekts.
Stærð sumarhúss: 76,7 m2 - 260,1 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr: 29.880,-
Úttektargjald 8 aðk. kr: 66.400,-
Mælingagjald kr: 85.400,-
Lokaúttekta gjald kr: 46.100,-
_________________________________
Heildargjöld kr: 227.780,-
Erindið samþykkt
Niðurrif
4. Kalastaðakot 133187, niðurrif húsa (00.0420.00) Mál nr. BH090069
Umsókn Karls Inga Sveinssonar fh. landeigenda. um heimild til þess að rífa Hlöðu matshluta 210-4277 18 0101.
Erindið samþykkt
5. Stóri-Lambhaga 2 Kringlu 133636, niðurrif (00.0320.01) Mál nr. BH090066
471008-0280 NBI hf, Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Umsókn Friðrik S. Halldórsson fh. NBI hf. um heimild til þess að rífa einbýlishús 210-4942 01 0101 og bílgeymslu 210-4943 01 0101.
Erindið samþykkt.
Sameiginleg mál
6. Umhverfismál, matjurtagarðar Mál nr. BH090061
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 23 júlí 2009 varðandi erindi umhverfis- og náttúruverndarnefndar um möguleika á skipulögn og útleigu á matjurtagörðum í Melahverfi.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með tillögu að svæði
Skipulagsmál
7. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
1.Umsögn Skipulagsstofnunar dags. 31. júlí 2009 þar sem gerðar eru nokkrar athugsemdir við aðalskipulagstillögu Hvalfjarðarsveitar og umhverfisskýrslu.
Heimilt verður að þeim lagfærðum að auglýsa aðalskipulagstillöguna ásamt umhverfisskýrslu.
2. Erindi Steinars Matthíasar Sigurðssonar, varðandi námur í landi Hrafnabjarga.
Nefndin fer yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar.
" Íbúðasvæði í dreifbýli
Ábending um lagaskyldu sveitarfélagsins.
" Þéttbýli
Óskað eftir því að sett verði sem skilyrði að alifuglabúið að Fögrubrekku verði hætt starfsemi áður en íbúðauppbygging hefst á Innnesi, eða að sett verði skilyrði um að fjarlægðarákvæði 24. gr. reglugerðar um hollustuhætti verði uppfyllt við uppbyggingu íbúðasvæðisins.
Fyrir liggur samningur milli landeiganda og sveitarfélagsins um hvernig skuli taka á þegar uppbygging hefst. Nefndin hyggst nota sama texta og var notaður í gildandi aðalskipulagi Innri-Akraneshrepps.
" Verslun og þjónusta
Óskað er rökstuðnings fyrir verslunar- og þjónustusvæði við Botnsskála.
Nefndin hyggst bæta við texta á þessa leið:
Áratuga hefð er fyrir landnotkuninni Verslun og þjónusta umhverfis Botnsskála í Botnsdal og er þessi landnotkun skilgreind í Aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014. Þrátt fyrir að verslun sé nú lögð þar af er hægt að opna húsnæði fyrrverandi söluskála með lítilli fyrirhöfn. Auk þess hefur ekki komið fram tillaga að annarri landnotkun. Því þykir ekki rétt að breyta þessari landnotkun að svo stöddu.
Óskað er rökstuðnings fyrir tveimur samskonar verslunar- og þjónustusvæðum (VÞ6 og VÞ7) tiltölulega skammt frá hvort öðru við Hringveg (1).
Svæði við Hvalfjarðargöng - fyrirhuguð verslun og bensínafgreiðsla, nú notað sem bílastæði 1,0 VÞ6
Svæði við Hringveg (1) í landi Grafar - fyrirhuguð verslun og bensínafgreiðsla 1,4 VÞ7
Nefndin leggur til að eftirfarandi umfjöllun verði bætt við í Valkostir, þ.e. á þessa leið:
Svæði VÞ6 er skilgreint í Aðalskipulagi Innri Akraneshrepps 2002-2014 og svæði VÞ7 í Aðalskipulagi Skilmannahrepps 2002-2014. Ekki hafa komið fram tillögur eða óskir að breyttri landnotkun. Þörf þykir á bensínafgreiðslu við Hringveg (1) innan marka sveitarfélagsins, þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um það hvor staðsetningin henti betur til uppbyggingar.
Bent á að óæskilegt sé að vísa í nöfn fyrirtækja í aðalskipulagsgreinargerð.
Lagt er til að tekið verði tillit til þessa, greinargerð verði yfirfarin í því tilliti.
" Landbúnaðarsvæði / Veitur
Bent er á að lagfæra þurfi misræmi um hámarks rafafl í köflunum tveimur.
Lagt er til að stefnumörkun varðandi rafafl verði lagfærð (gerð skýrari), sem og samræmd í köflunum tveimur. Í stað "0-200 kVA" komi "0-200 kW". Sjá:
- Vatnsaflsvirkjanir með rafafl að hámarki 200 kW eru heimilar á skilgreindum landbúnaðarsvæðum, að undanskildum þeim svæðum sem eru á náttúruminjaskrá eða falla undir ákvæði 37. gr. laga um náttúruvernd.
- Heimilt er að nýta vind- og sólarorku til raforkuframleiðslu. Hámarks uppsett rafafl vindorku er 2 mW á landbúnaðarsvæðum.
Þess krafist að vísað sé í lög um mat á umhverfisáhrifum (106/2000), viðauka 2, varðandi leyfilegt hámarksafl vatns-, vind- og sólarorkuvera án þess að til þurfi að koma mat á umhverfisáhrifum.
Lagt er til að tekið sé tillit til þessa í köflum um landbúnað og veitur, í Almennri umfjöllun beggja kaflanna, þ.e. á þessa leið:
Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum (106/2000) á að tilkynna smávirkjanir með uppsett afl 100 kW og stærri til Skipulagsstofnunar til úrskurðar um matsskyldu. Einnig skal tilkynna stöðvar sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu (vindbú) með 200 kW uppsett rafafl eða meira.
Þess krafist að viðmiðin um hámarksafl fyrir nýtingu vind- og sólarorku séu rökstudd.
Þess krafist að gerð sé grein fyrir umfangi og hæð virkjana vind- og sólarorku. Þess óskað að skýrari skilmálar verði settir um nýtingu vindorku, s.s. um hæð og staðsetningu vindmylla m.t.t. sjónrænna áhrifa og samlegðaráhrifa.
Þar sem það er ekki yfirlýst stefna sveitarfélagsins að stuðla að uppbyggingu smávirkjana (vatnsafls-, vind- og/eða sólarorku) er lagt til að ekki sé tekið tillit til athugasemdarinnar.
" Frístundabyggð / iðnaður
Þess er krafist að fjallað sé um þynningarsvæði stóriðnaðarsvæðisins við Grundartanga í umfjöllun um frístundabyggð, á svipaðan hátt og gert er í kafla um iðnað, s.s. varðandi takmarkanir á matjurtarækt.
Lagt er til að tekið sé tillit til þessa í Stefnumörkun og Almennri umfjöllun, í kafla um frístundabyggð, þ.e. á þessa leið (sambærileg stefnumörkun og notuð er í kafla um iðnaðarsvæði):
Stefnumörkun
- Innan þynningarsvæðis stóriðjunnar við Grundartanga er ekki heimil skipulögð íbúðarbyggð, eða stunda hefðbundinn búskap, heynytjar, akuryrkju eða beit á túnum.
Almenn umfjöllun
Þynningarsvæði vegna stóriðju við Grundartanga
Á sveitarfélagsuppdrætti má sjá afmörkun þynningarsvæðis vegna stóriðjunnar á Grundartanga. Takmarkanir eru á landnotkun innan þess. Í úrskurði Skipulagsstofnunar vegna stækkunar þynningarsvæðisins, dags. 27. maí 2002 segir: "Fram kemur að innan þynningarsvæðis megi gera ráð fyrir að mengunarefni í gróðri fari upp fyrir umhverfismörk og geti jafnvel verið skaðleg gróðri og dýrum. Almennt miði Hollustuvernd ríkisins við að ekki skuli stundaður hefðbundinn landbúnaður, heynytjar eða beit innan þynningarsvæðis stóriðju". Þetta hefur í för með sér að varhugavert er að rækta grænmeti til manneldis í frístundabyggð Galtarvíkur (F13). Ennfremur segir að mælt sé með því að landbúnaður og aðrar nytjar verði ekki stundaður innan svæðis þar sem búast megi við því að styrkur loftborins flúoríðs fari yfir 0,3 µg/m3, sem séu lægstu skaðsemismörk fyrir viðkvæmustu grasbíta. Sjá ennfremur umfjöllun í kafla um iðnaðarsvæði.
" Náttúruvernd
Athugasemd gerð við það að umfjöllun vanti um hvað felst í friðlýsingu Grunnafjarðar skv. Ramsar-samningnum.
Lagt er til að tekið sé tillit til þessa í Almennri umfjöllun, kafla um Náttúruvernd, umfjöllun á þessa leið:
Ramsar - samþykktin er samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi tók gildi hér á landi árið 1978. Grunnafjörður er eitt þeirra þriggja svæða á Íslandi sem hafa verið tilkynnt á skrá Ramsar-samþykktarinnar. Ramsar-samþykktin kveður m.a. á um að aðildarríki skuli styrkja vernd votlendis og votlendisfugla með stofnun friðlanda. Aðildarríkjaþing, en þau eru haldin um samþykktina á þriggja ára fresti, samþykkti árið1996 tilmæli þar sem ríki eru hvött til þess að samþætta umhverfissjónarmið er tengjast votlendi og undirbúnings- og ákvörðunarferli á greinilegan og sýnilegan hátt (recommendation 6.2). Á síðasta fundi Ramsar var auk þess samþykkt ályktun VII.16 þar sem aðildarlönd eru m.a. hvött til þess að styrkja viðleitni sína til þess að allar framkvæmdir, áætlanir, verkefni og stefnur sem geta haft áhrif á vistfræðilega eiginleika votlenda á Ramsar-skránni, eða geta haft neikvæð áhrif á önnur votlendi landsins, verði háð ítarlegu mati á áhrifum (10. tölul.).
" Svæði undir náttúruvá
Hvatt til þess að felld sé niður eftirfarandi setning í Almennri umfjöllun: "Engin hætta steðjar af ofanflóðum, gildir þar einu hvort um snjóflóð, aurskriður, grjóthrun eða framhlaup sé að ræða".
Hvatt til þess að það verði gert að stefnumarkmiði að ljúka mati á ofanflóðahættu í sveitarfélaginu á skipulagstímabilinu.
Lagt er til að tekið verði tillit til þessa tveggja athugasemda, þ.e. stefna mörkuð á þessa leið:
- Stefnt er að því að ljúka mati á ofanflóðahættu í sveitarfélaginu á skipulagstímabilinu.
" Skipulagsuppdrættir
Lögð til samræming á skýringu í texta á landnotkunarflokkinum Opin svæði til sérstakra nota
Lagt er til að tekið sé tillit til þessa.
Umhverfisskýrsla
Umhverfisskýrsla er til auglýsingar, en ekki til staðfestingar ráðherra. Hins vegar þurfa meginniðurstöður hennar, athugasemdir vegna hennar og afgreiðsla sveitarstjórnar á þeim athugasemdum að koma fram í lokaútgáfu greinargerðar (eftir auglýsingu). Verður bætt við kafla á eftir kaflanum Skipulagsáætlun, með yfirskriftinni Umhverfisáhrif aðalskipulagsáætlunar, þar sem ofangreindir þættir koma fram.
" Yfirlit yfir efni aðalskipulagstillögunnar og tengsl hennar við aðrar áætlanir
Gagnrýnt að yfirlit yfir efni og helstu stefnumið aðalskipulagstillögunnar er ekki lengur að finna í umhverfisskýrslu, eins og í eldri drögum hennar.
Lagt er til að umrætt yfirlit verði fært í inngang umhverfisskýrslu (síðar í greinargerð aðalskipulagsáætlunar, í inngang (kaflann Tengsl við Staðardagskrá 21 og aðra stefnumótun)). Sjá:
Heiti áætlunar Hvernig tengist áætlunin
tillögu að nýrri áætlun?
Aðalskipulag Borgarbyggðar 2008-2020 Stefnumörkun fyrir samgöngur í Borgarbyggð tengist þróun á samgöngum fyrir Hvalfjarðarsveit.
Kjósarhreppur - aðalskipulag 2005-2017 Stefnumörkun fyrir samgöngur í Kjósarhreppi tengist þróun á samgöngum fyrir Hvalfjarðarsveit. Sem og markmið um íbúafjölda.
Staðardagskrá 21 - Hvalfjarðarsveit Markmið fyrir málaflokkana stjórnsýslu, fræðslu- og skólamál, félagsmál, skipulags- og byggingarmál, umhverfis- og náttúrverndarmál
Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. (Flokkun virkjunarkosta á Íslandi, m.t.t. orkugetu, hagkvæmni og umhverfisáhrifa). Markmið rammaáætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt vatnsafl og háhita, með tilliti til orkugetu, hagkvæmni, áhrifa á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar, svo og hagsmuni allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði
Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020 Aðgerðaáætlun 43 sveitarfélaga á Suður- og Vesturlandi um sorpförgun, flokkun og urðun og aðra meðferð úrgangs.
Náttúruminjaskrá Friðun plantna, svæða og vistkerfa tryggir verndun þeirra, sem og helstu flokka íslenskra jarðminja, verndun mikilvægustu náttúrulegu birkiskóga Íslands og mikilvægra vatnakerfa. Friðlýstar minjar eru í náttúruminjaskrá, en þar eru einnig fleiri svæði skráð vegna sérstæðis síns. Takmörkun á landnotkun.
Skrá um friðlýstar fornleifar Friðlýstar fornleifar á Íslandi, takmörkun á landnotkun.
Könnun á hættu vegna ofanflóða í þéttbýli á Íslandi Ofanflóðahætta takmarkar möguleika á landnotkun.
Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumörkun til 2020. Markmið um sjálfbæra þróun.
Ramsar samþykktin Alþjóðasamningur sem fjallar um vernd og nýtingu ákveðinna búsvæða eða vistkerfa. Gerður í því markmiði að vernda búsvæði ýmissa votlendisfugla.
Válistar Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir plöntur og dýr sem eiga undir högg að sækja, eða eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Náttúruvernd getur stangast á við aðra landnotkun.
Vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga - skýrsla og tillögur nefndar á vegum Umhverfisráðuneytisins 2007. Frístundabyggð og önnur uppbygging oft skipulögð á svæðum þar sem náttúrulegir birkiskógar og/eða - kjarr vex.
Samgönguáætlun 2007-2010 Nýjar veglínur þurfa að koma fram í aðalskipulagsáætlun
Samgönguáætlun 2003-2014 Nýjar veglínur þurfa að koma fram í aðalskipulagsáætlun
" Umhverfisþættir, viðmið og umhverfisverndarmarkmið
Texta vantar í töfluna Vatnsverndarsvæði / rök.
Hér á að standa: Grunnþáttur til að svæði séu byggileg.
Talið að þurfi að gera ítarlegri grein fyrir og vísa til umhverfisverndarmarkmiða og stefnuskjala stjórnvalda sem lögð eru til grundvallar matinu.
Að miklu leyti er tekið tillit til þessa með liðnum hér á undan. Til viðbótar má telja upp viðeigandi lög og reglugerðir á eftir töflunni (ath: Sú upptalning var einnig í fyrri drögum að umhverfisskýrslu). Lagt er til að það sé gert, sjá:
Að auki ber að hafa eftirfarandi lög og reglugerðir til viðmiðunar við mat á umhverfisáhrifum:
- Lög um umhverfismat áætlana (105/2006)
- Lög um mat á umhverfisáhrifum (106/2000)
- Lög um náttúruvernd (44/1999) með seinni breytingum
- Skipulags- og byggingarlög (73/1997) með seinni breytingum
- Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir (7/1998) með seinni breytingum
- Þjóðminjalög (107/2001)
- Lög um landgræðslu (17/1965) með seinni breytingum
- Skipulagsreglugerð (400/1998)
- Reglugerð um hávaða (933/1999)
- Reglugerð um loftgæði (787/1999)
- Reglugerð um varnir gegn mengun vatns (796/1999)
" Stefna/áhrifaþættir aðalskipulagstillögunnar
Ábendingar um að meta þurfi umhverfisáhrif af eftirtöldu:
- stefnu um efnistöku
- stefnumörkun um smávirkjanir á landbúnaðarsvæðum, einkum nýtingu vindorku til raforkuframleiðslu með allt að 2 mW uppsett rafafl
Lagt er til að tekið verði tillit til þessa að fengnum nauðsynlegum upplýsingum (hjá aðilum þar sem upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif er að finna).
- nytjaskógrækt
Nefndin mun fara ítarlegar ofan í ákvæði um þetta málefni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu.
" Umhverfismat og framsetning
Bent á að rökstyðja þurfi betur í texta niðurstöðurnar sem birtast í venslatöflunum.
Lagt er til að farið verði yfir niðurstöður allra venslatafla með tilliti til ábendingarinnar og gert betur þar sem hægt er.
Þess krafist að dregin séu saman niðurstöður umhverfismatsins í heild sinni, sbr staflið j í 6.gr. laga um umhverfismat áætlana.
Lagt er til að tekið verði tillit til þessa.
" Aðgerðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og vöktun
Þess krafist að gerð sé grein fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir, draga úr eða vega upp á móti verulegum neikvæðum áhrifum af framkvæmdum á iðnaðarsvæði og hafnarsvæði við Grundartanga.
Lagt er til að tekið verði tillit til þessa að fengnum nauðsynlegum upplýsingum (hjá aðilum þar sem upplýsingar um mótvægisaðgerðir er að finna).
Bent á að leiði umhverfismat framkvæmda í ljós veruleg neikvæð umhverfisáhrif á tiltekna umhverfisþætti sé tilefni til að vakta viðkomandi umhverfisþætti og leggja fram vöktunaráætlun. Bent á þann möguleika að vísa vöktun á annað skipulagsstig og gera grein fyrir vöktun í deiliskipulagi eða í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda.
Lagt er til að vöktunaráætlun sé vísað á annað skipulagsstig, þ.e. í stefnumörkun greinargerðar fyrir iðnaðarsvæði, t.d.:
- Gera skal grein fyrir vöktunaráætlun í deiliskipulagi svæðisins fyrir þá umhverfisþætti sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmda leiðir í ljós að verði fyrir verulegum umhverfisáhrifum.
Borist hefur athugasemd frá Steinari Matthíasi Sigurðssyni varðandi námu frá Svarthamarsrétt að Djúpagili og varðandi efnistöku í fjörunni frá Hrafnabjörgum að Haugstanga. Erindið verður tekið til efnislegrar afgreiðslu á athugasemdatíma aðalskipulagsins.
8. Deiliskipulag Miðás og Efstaás, breyting á skilmálum frá 1.8.1997 Mál nr. BH090050
031259-4449 Hallfreður Vilhjálmsson, Kambshóli 1, 301 Akranes
Erindi Hallfreðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Miðáss og Efstaáss frá 1. ágúst 1997 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:
Nýtingahlutfalli lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Erindið var auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
9. Deiliskipulag Neðstaás, breyting á skilmálum frá 7.08.2001 Mál nr. BH090049
031259-4449 Hallfreður Vilhjálmsson, Kambshóli 1, 301 Akranes
Erindi Hallfreðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Neðstaáss frá 7. ágúst 2001 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:
Nýtingahlutfalli lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Erindið var auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
10. Deiliskipulag Norður-, Vestur og Austurás, breyting á skilmálum frá 23.08.1995 Mál nr. BH090047
031259-4449 Hallfreður Vilhjálmsson, Kambshóli 1, 301 Akranes
Erindi Hallfreðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Norður-, Vestur- og Austuráss frá 23. ágúst 1995 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:
Nýtingahlutfalli lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Erindið var auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
11. Deiliskipulag Tjarnarás, breyting á skilmálum frá 23.08.1995 Mál nr. BH090048
031259-4449 Hallfreður Vilhjálmsson, Kambshóli 1, 301 Akranes
Erindi Hallfreðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Tjarnaráss frá 23. ágúst 1995 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:
Nýtingahlutfalli lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Erindið var auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
12. Eyrarskógur deiliskipulag, breyting á skilmálum frá 6.6.1990 Mál nr. BH090044
270142-3119 Jón Þórarinn Eggertsson, Eyri, 301 Akranes
Erindi Jóns varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarskógar frá 1. ágúst 1997 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:
Nýtingahlutfalli lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Erindið var auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
13. Grundartangahöfn, matsskylda Mál nr. BH090062
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 13. ágúst varðandi bréf Faxaflóahafna um tilkynningu Skipulagsstofnunar um að stækkun hafnarinnar sé ekki matsskyld.
Lagt fram
14. Hrísabrekkur deiliskipulag, breyting á skilmálum frá 23.08.1995 Mál nr. BH090045
270142-3119 Jón Þórarinn Eggertsson, Eyri, 301 Akranes
Erindi Jóns varðandi breytingu á deiliskipulagi Hrísabrekku frá 27. júní 1994 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:
Nýtingahlutfalli lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Erindið var auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
15. Skipulagsmál, merkingar Mál nr. BH080111
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Vinnulisti yfir endurbætur á merkingum, endurskoðaður af skipulags- og byggingarfulltrúa
Farið er yfir lista og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna úr honum.
16. Skipulagsmál, þynningarsvæði Mál nr. BH090063
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 13. ágúst 2009 varðandi svar Umhverfisstofnunar á vikmörkum þynningarsvæðis vegna stóriðju á Grundartanga.
Nefndin getur ekki mælt með jákvæðri afgreiðslu erindisins þar sem umrætt hús er innan þynningarsvæðis.
17. Skipulagsmál, efnistaka af hafsbotni Hvalfjarðar Mál nr. BH090064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 13. ágúst 2009 varðandi leyfi orkustofnunar til efnistöku af hafsbotni Hvalfjarðar.
Lagt fram
Framkvæmdarleyfi
18. Skipulagsmál, ljósleiðari Mál nr. BH090070
561000-3520 Fjarski ehf, Tangarhöfða 7, 110 Reykjavík
Erindi Fjarska dags. 12.82009 varðandi heimild til þess að leggja ljósleiðara frá tækjahúsi Vodafone við Járnblendið við Grundartanga að tengivirki Landsnets við Brennimel.
Meðfylgjandi samþykki landeigenda.
Gjöld kr.: 14.500,-
Erindið samþykkt
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10